Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 8- !a#RÍL;Í988 3 V arnarliðsflutningar: Tilboð frá þrem- ur íslenskum skipafélögum EIMSKIPAFÉLAG íslands, Samband íslenskra samvinnufélaga og Skipafélagið Víkur hf. hafa ákveðið að leggja fram tilboð í flutninga á vörum frá Bandaríkjunum til varnarliðsins á næsta ári. Haldinn hefur verið fundur með hugsanlegum tilboðsgjöfum og sóttu hann fulltrúar frá rúmlega fimm bandarískum skipafélögum auk tveggja islenskra. Morgunblaðið/Sverrir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri taka fyrstu skóflustung- una að íþróttahúsi Fjölbrautarskólans við Austurberg. Fjölmargir nemendur og starfsmenn skólans fylgjast með. Fremst til vinstri stendur skólameistarinn, Kristin Amalds. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Fyrsta skóflustnngan tekin að íþróttahúsi BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri tóku í gær fyrstu skóflustunguna að íþrótta- húsi Fjölbrautaskólans i Breið- holti. Aætlað er að framkvæmdir við byggingu hússins, sem verður Skreiðarmálin: „TAP framleiðenda vegna skreiðarverkunar og sölu und- anfarin ár, er ekki undir tveim- ur milljörðum og kemur margt eitt stærsta íþróttahús landsins, hefjist í júnímánuði næstkom- andi og að það verði tekið i notk- un að tveimur árum liðnum. Guðmundur Þór Pálsson arkitekt hefur teiknað húsið, sem áætlað er að rúmi 1500 ahorfendur, þar af til. Einstakir framleiðendur og þeir þó nokkrir hafa tapað 80 til 100 miiyónum miðað við verðlag í dag,“ sagði Björgvin 1000 í sæti. Þar verða löglegir keppnisvellir fyrir handknattleik, körfuknattleik, blak og badminton. Auk Fjölbrautaskólans fær Hóla- brekkuskóli aðstöðu í íþróttahúsinu, sem mun rísa á austanverðu svæði fjölbrautaskólans við Austurberg. Jónsson, formaður hagsmuna- nefndar skreiðarverkenda, í samtali við Morgunblaðið. Björgvin sagðist ekki hafa séð skýrslu skreiðarnefndar og því ekki geta tjáð sig um hana. „Þetta er kannski eina leiðin til að bjarga heildinni. Það er hins vegar ekki víst að þessi leið verði okkur hagstæð. Stjóm Skreiðar- samlagsins á eftir að athuga hvort hún kærir sig um þetta. Annars vil ég sem minnst tjá mig um þessa skýrslu," sagði Ólafur Bjömsson, formaður stjómar Skreiðarsam- lagsins. Skreiðamefndin leggur til að tap framleiðenda verði bætt með því að Seðlabankinn útvegi fé kaupa á nígerískum skuldabréfum á gangvirði en kaupi þau aftur á nafnvirði. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, telur þá leið ekki koma til greina. Einar B. Ingvars- son, formaður skreiðarnefndarinn- ar, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekkert hafa um ummæli seðlabankastjóra að segja. í skýrslunni væri sett fram þessi hugmynd um lausn vanda fram- leiðenda. Vinna nefndarmanna næði ekki lengra en að skila skýrslunni af sér, síðan væri það ríkisstjómarinnar að ákveða fram- haldið. Margir framleiðendur em óá- nægðir með það, að skýrslan skuli ekki fjalla meira en raun ber vitni um þátt útflytjenda í þeim vand- Haft er eftir talsmanni banda- ríska skipafélagsins Ranibow Na- vigation en 35% flutninganna komu í þeirra hlut við síðustu samninga, að búast mætti við tilboðum frá stórum bandarískum skipafélögum með betri skipakost. „Ég tel allar forsendur fyrir því að íslendingar geti verið samkeppnisfærir í þessum flutningum. Þær hafa ekki breyst frá síðasta ári. Ég tel því íslendinga eiga góða möguleika' í meirihluta flutninganna eins og reglumar hljóða," sagði Ómar Jóhannesson framkvæmdastjóri ' skipadeildar Sambandsins. „Á hinn bóginn veit maður aldrei hvað stórir erlendir aðilar gera, sem eru byggðir upp á annan hátt en við þekkjum." Hann sagði að útboðsgögnin væru í flestum atriðum svipuð og í fyrra nema hvað vömmagn virtist meira við fyrstu sýn. Taldi hann ekki þörf á sérstaklega stómm skip- um til flutninganna nema ef hægt væri að láta annan vaming greiða niður farmgjöldin hingað til lands. „Útboðsgögnin vom væntanlega eithvað þrengd í fyrra þannig að kvæðum, sem upp hafa komið. Telja þeir skýrsluna engan veginn skera úr um það hvort skreið hafi verið flutt utan með ólögmætum hætti og hvort framleiðendum hafi verið skýrt satt og rétt frá um það hvort greiðsluábyrgðir hafí verið fyrir hendi. Flestum hafí verið ljóst hve mikið fé hafí verið útistandandi, í flestum tilvik- um hvers vegna, en ekki öllum. Þar vanti þátt útflytjenda. Því sé enn mörgum spumingum ósvarað. þau vom ekki eins aðgegnileg fyrir öll bandarísk skipafélög," sagði Þórður Sverrisson framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskipafé- lagsins. „Nú er verið að gera þetta aðgengilegra fyrir fleiri bandarísk skipafélög og því hugsanlegt að fleiri bjóði í núna en síðast." Hvað skipakost varðar taldi Þórður takmörk fyrir hversu stór skip væri skynsamlegt að nota fyr- ir ekki meiri flutning. Þá væm einn- ig takmörk fyrir hversu lítil skip gætu siglt hingað í vetrarveðmm. Blönduvirkjun Tilboði Hag- virkis tekið Eina tilboðið undir kostnaðaráætlun STJÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt að taka tilboði Hag- virkis hf. i vinnu við Blöndu- virkjun, en verkið felst í að ganga frá grunni Blöndustíflu, Kolkustiflu og Gilsárstiflu. Til- boð Hagvirkis var lægst þeirra sem bárust og hljóðar upp á 63,6 miiyónir króna eða 67,7% áætlaðs kostnaðs. Verksamning- ur var undirritaður i gær og munu framkvæmdir við Blöndu hefjast í maibyijun. Verkinu skal vera að fullu lokið um miðj- an nóvember 1988. Tilboð í verkið vom opnuð þann 11. mars og bámst frá 5 aðilum. Öll tilboðin utan tilboð Hagvirkis vom yfír áætlun ráðunauta sem hljóðaði upp á 93,9 milljónir, það hæsta.frá GKN Keller GmbH, 164,2 millj. í haust verður stífluhleðslan boðin út og stíflumar verða byggð- ar á næstu þremur ámm. Áætlað er að verkinu verði lokið 1991 þeg- ar fyrsta vélasamstæða Blöndu- virkjunar verður gangsett. Arásarmaðurinn í 60 daga gæsluvarðhald Keflavík. TVÍTUGUR Keflvíkingur var í gær úrskurðaður i 60 daga gæslu- varðhald og gert að gæta geð- rannsókn, en hann játaði við yfir- Siglufjörður: Skíðafólkkom- iðtílkeppni Siglufirði. Hér hefur verið mikil flugumferð í dag, fimmtudag. 12 flugvélar hafa flutt hingað farþega, sjö frá Flugfélagi Norðurlands og fimm frá Arnarflugi. Þessi ferðamannastraumur stafar af því að hér er að hefjast Unglinga- meistaramót íslands í sklðaíþróttum og koma keppendur hvaðanæva af landinu. Skilyrðin em hagstæð til móts- haldsins, meira en nægur snjór, þótt ekki þyki sérlega mikill á mælikvarða okkar heimamanna en hér komu ofan einir 10 sentimetrar síðastliðna nótt. heyrslu hjá lögreglunni I Keflavik að hafa sært félaga sinn á hálsi snemma á miðvikudagsmorgun eftir að þeim hafði sinnast. Félagi mannsins, sem er liðlega þrítugur sjómaður, þótti sýna mikið þrekvirki að komast einn síns liðs á sjúkrahúsið í Keflavík og mátti ekki tæpara standa. Gekk hann um 500 metra frá heimili sínu til sjúkrahúss- ins og missti hann mikið blóð á leið- inni. Maðurinn var síðan fluttur í Borgarspítalann þar sem hann gekkst undir langa aðgerð og er nú á batavegi. Atburðurinn átti sér stað á heim- ili fómarlambsins og voru félagamir tveir f íbúðinni. Að sögn lögreglunn- ar viðurkenndu báðir mennimir að hafa verið undir áhrifum fíkniefna umrædda nótt. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi eftir atburðinn og hugð- ist hann síðan fyrirfara sér með því að skera sig á púls. Honum snerist síðan hugur og leitaði aðstoðar á sjúkrahúsinu. Þar var *hann hand- tekinn og var þá enn með hnífínn á sér sem hann notaði til verknaðarins. -BB Háskóli Islands: Rektorskjör í dag KOSNINGAR til rektors Há- skóla íslands fara fram í dag, föstudag. Kosið verður í fjór- um kjördeildum í Hátíðasal Háskólans ldukkan 9-18. Kosn- ingarétt hafa allir kennarar og starfsmenn Háskólans, auk stúdenta, samtals 4677 manns. Á atkvæðaseðlinum eru nöfn 97 skipaðra prófessora í starfi, sem eru allir kjörgengir í rektors- kjöri, en formleg framboð hafa ekki tíðkast í rektorskjöri. Hins vegar er ekki vitað um neina hreyfíngu gegn núverandi rektor, Sigmundi Guðbjamasyni, sem gegnt hefur stöðunni síðustu þrjú ár, en venjan er sú að ef vitað er um fleiri en einn sem áhug: hafa á stöðunni er haldið próf kjör. Engar óskir komu fram un slíkt nú. Sá telst rétt kjörinn rektor sen hlýtur meirihluta greiddra at kvæða í kosningunum, en ekk er krafíst neinnar lágmarksþátt töku í kosningunum. Jón Frið jónsson, formaður lgorstjómai sagði að hann byggist þó vii góðri þátttöku, enda skipti þa miklu máli fyrir Háskólann, bæf út á við og inn á við, að þátttak: væri góð í kosningum um æðst; embættismann Háskólans. E enginn fær meirihluta greiddr: atkvæða verður að kjósa að nýju. Tap einstakra framleið- enda allt að 100 millj. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.