Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 43 Stjómunarsanikeppni HP á íslandi og Oddi í úrslitakeppni í Bergen Tveir úr íslandsmeistaraliði Hewlett Pachard á íslandi, þeir Guð- mundur Hólmsteinsson og Birgir Sigurðsson sem keppa í Bergen í dag ásamt liðsmönnunum Odda en tveir þeirra sjást hér á hinni myndinni, þeir Páil Björnsson og Knútur Signarsson. eftir Svein Agnarsson Hewlett-Packard á íslandi hf. varð íslandsmeistari í samnorræna stjómunarleiknum, SBT, sem keppt var í fyrsta sinni á íslandi í vetur. Úrslitakeppnin fór fram laugardag- inn 19. mars og tóku sex lið þátt í henni, en áður hafði verið leikin undankeppni í tveimur riðlum. í öðru sæti varð lið prentsmiðjunnar Odda hf. og Landsbanki Islands lenti í þriðja. Hewlett-Packard og Oddi verða því fulltrúar íslands á Norðurlandameistaramótinu sem fram fer í Bergen nú um helgina 9.—10. þessa mánaðar. Stjómunarleikurinn felst í því að líkt er eftir raunvemlegum mark- aðsaðstæðum fyrir framleiðslufyrir- tæki, sem framleiðir og selur mis- munandi afurðir, bæði í heildsölu og smásölu. Keppendur þurfa að taka ákvarðanir um markaðssetn- ingu og sölumagn, starfsmanna- fjölda, hráefnakaup, fjármögnun og fjárfestingar, svo dæmi séu tekin, en markmiðið er líkt og í lífinu sjálfu að ná sem mestum uppsöfn- uðum hagnaði. Yfírleitt em leiknar fimm umfe'rðir og samsvarar ein umferð einu ári í raunvemleikanum. Stúdentafélög viðskiptafræði- nema í hveiju Norðurlanda fyrir sig skipuleggja keppnina, en hér á landi var íslandsdeild aíþjóðasamtaka viðskipta- og hagfræðinema, AI- ESEC, falin umsjón með keppn- inni. Sérstök nefnd, skipuð þeim Birgi E. Gíslasyni, Pétri I. Péturs- syni og Ágústi Hrafnkelssyni, hóf undirbúning að keppninni í haust- byrjun og snemma vetrar hófst svo undankeppnin. Lið frá 16 fyrirtækj- um tóku þátt í henni og var þeim skipt í tvo riðla. Undankeppnin fór þannig fram að liðin höfðu tvær vikur til að ráða ráðum sínum, en urðu þá að senda ákvarðanir sinar til SBT-nefndarinnar. Nefndin sá svo um að mata tölvu í stjómstöð á ákvörðunum keppenda og þeir fengu svo aftur niðurstöðumar sem þeir notfærðu sér við næstu ákvarð- anatökur. Alls vom leiknar fímm umferðir í undankeppninni og henni lauk ekki fyrr en í janúar. Þijú efstu liðin í hvomm riðli komust svo í úrslit, utan hvað hvað lið íslenskra aðalverktaka varð að draga sig út úr keppninni og tók Útsýn þeirra sess í úrslitakeppn- inni, sem fram fór 19. mars. Þá vom leiknar fimm umferðir á einum degi og fengu liðin einungis eina klukkustund í senn til ákvarðana- töku. Tímapressan var því töluverð, auk þess sem forsendum leiksins var breytt frá undankeppninni. Eftir fyrstu umferð var lið Hew- lett-Packard strax komið í efsta sæti, en varð að láta það af hendi í næstu umferð og lið ÍSAL tyllti sér á toppinn í þess stað. HP menn náðu svo aftur fomstu í 3. umferð og héldu henni allt til loka. Lið Utsýnar og ísal byijuðu einnig vel og vora í 2. og 3. sæti í upphafí keppninnar, en misstu svo flugið. Lið Odda byijaði hins vegar frekar illa en náði að komast upp í 2. sætið um miðbik keppninnar. Því sæti hélt liðið eftir mikla og harða keppni við Landsbanka íslands. Þótt íslendingar hafi ekki fyrr tekið þátt í þessari keppni hefur hún verið haldin á öðmm Norður- löndum í mörg ár. Hugmyndin að samnorræna stjómunarleiknum er mnnin undan rifjum Finnans Jorma Huhtala, en hann tók árið 1980 þátt í evrópska stjómunarleiknum EMC, sem breska tölvufyrirtækið ICL hannaði. Huhtala varð mjög hrifínn af þeim kennslu- og þjálfun- armöguleikum sem EMC bauð upp á og reyndi að fá ICL til að selja sér notkunarrétt á leiknum. Eftir að hafa fengið afsvar ákvað Huh- tala að hanna sinn eigin stjómunar- leik og því verki lauk hann tveimur ámm síðar. Alls fóm um 1.500 klukkustundir í gerð forritsins, en Huhtala telur að SBT hafí þá verið besti stjómunarleikur sem hannað- ur hafði verið og til marks um það má nefna að leikurinn var strax notaður við kennslu á framhalds- stigi í viðskiptaháskóla Helsinki. Árið 1983 ákváðu svo nemendur skólans að halda landsmót í stjóm- unarleiknum til að fjármagna náms- ferð til Japans. Áhugi á keppninni reyndist mjög mikill og tóku 55 fyrirtæki þátt í keppninni. f fram- haldi af því vom skipulögð mót á öðmm Norðurlöndum. Það er við hæfí að það skuli hafa verið fínnskir háskólanemend- ur, sem fyrstir skipulögðu landsmót í stjómunarleiknum. Þeir hafa áður sýnt mikið markaðsvit, enda er svo komið nú að nemendafélag við- skiptaháskólans í Helsinki, KY, á eignir að verðmæti um 18 milljarða íslenskra króna. Upphaf þessa auðs má relqa til mikilla spekúlanta sem réðu ríkjum hjá KY í byijun 6. ára- tugarins. Þeir hófu innflutning á bandarísku tóbaki, þar á meðal Marlboro-vindlingum, sem á næstu áram seldust mjög vel í Finnlandi. Ágóði vindlingasölunnar var svo notaður til kaupa á hlutabréfum og fasteignum og í dag á KY meðal annars útvarpsstöð, nokkur veit- ingahús og átta hæða hús í mið- borg Helsinki, sem að mestu leyti er leigt út. Nú síðast keypti KY fasteign, sem breyta á í stúdenta- garð og var kaupverðið um hálfur milljarður íslenskra króna. Tímapressan leiddi til óvandaðra ákvarðana — sagði Jakob R. Möller, ÍS AL. „Við lentum í tímapressu og tók- um dálftið af óvönduðum ákvörðun- um. Tímapressan er að vísu ekkert nýtt fyrir okkur, rekstur fyrirtækis er oft kapphlaup við tímann. í for- keppninni var þetta dálítið öðmvísi, þar höfðum við þann tíma sem við nenntum að nota og gátum lagt í keppnina," sagði Jakob R. Möller, ÍSÁL. Auk hans skipuðu sveitina þeir Bjamar Ingimarsson, Helgi V. Karlsson, og Sigurður Briem. „Þessar markaðsaðstæður, sem leikurinn lýsti, em einnig töluvert öðmvísi en hjá okkur. ÍSAL er stór- iðjufyrirtæki, sem litlar áhyggjur þarf að hafa af markaðssetningu sinnar vöm. Leikurinn nú fólst hins vegar í framleiðslu og sölu á há- tæknivöm og þar er markaðssetn- ingin mjög stórt atriði. Við höfum kannski ekki lært neitt nýtt af keppninni sem við för- um með suður í Straumsvík og nýtum okkur þar, en við emm þó allir sammála um að keppnin hafi sýnt okkur hversu gagnlegt getur verið að vinna í hópvinnu. Stundum skortir fólk yfírsýn þegar það vinn- ur eitt sér að verkefnum. Keppnin hefur verið skemmtileg, og þótt svo mikill tími hafí farið í hana, held ég að enginn sjái eftir honum," sagði Jakob R. Möller. Óveojulegt firelsi I peninga- málum — sögðu Birgir Sigurðsson og Guðmundur Hólmsteinsson hjá Hewlett-Packard Ifyrir síðustu umferðina var lið Hewlett-Packard í efsta sæti og þeir Birgir Sigurðsson og Guð- mundur Hólmsteinsson vom því afar spenntir meðan þeir biðu eftir úrslitum úr síðustu keyrslunni. „Við vitum að við eigum möguleika á að vinna keppnina, en það eiga nú reyndar fleiri lið,“ sögðu þeir. Möguleikarnir urðu síðar að raun- vemleika og lið HP varð í efsta sætinu. „Þetta er líkt okkar markaði, líkanið gæti t.d. auðveldlega átt við markað fyrir einmenningstölvur, sem er ákaflega næmur fyrir öllum breytingum á verði og þar emm við á heimavellC því að við seljum tölvur og tölvubúnað og emm vanir að hugsa um þessa hluti. Líkanið er nokkuð líkt raun- vemleikanum, en það em þó nokkur atriði sem okkur fínnast skrítin. Til dæmis er óraunvemlegt að fyrir- tæki geti haldið áfram rekstri þrátt fyrir tap ár eftir ár og auk þess haft áhrif á önnur fyrirtæki í sömu grein. Upplýsingastreymi milli fyr- irtækjanna er auk þess óeðlilega mikið á sumum sviðum, en svo vant- ar á móti upplýsingar, sem alla jafna liggja fyrir. Ffyrirtækin hafa einnig óvenjulegt frelsi í peninga- málum, frelsi sem við íslendingar þekkjum ekki en gæti kannski ver- ið til staðar á hinum Norðurlöndun- um. Tapþolið er einnig mikið. Svo vantar náttúmlega allan persónu- leika í leikinn, en hér á íslandi sem annars staðar getur skipt miklu máli að þekkja rétta fólkið, hafa góð sambönd og koma vel fyrir. Loks er óraunhæft að gera ráð fyr- að eftirspum sé alitaf fullnægt og að einu takmarkanirnar á sölu komi til vegna skorts á hráefnum," sögðu Birgir Sigurðsson og Guð- mundur Hólmsteinsson. „ Afleitt að enginn fari á hausinn" — sögðu liðsmenn Útsýnar. „Það má segja að við séum þver- skurður af fyrirtækinu, því að hér er fólk af öllum sviðum þess, og að auki er endurskoðandi í hópnum, sem endurskoðar allar ákvarðanir okkar fyrir hveija umferð," sögðu þau í sveit Útsýnar, hress í bragði eftir að tveimur umferðum af fímm var lokið. Sveitina skipuðu þau Diljá Gunn- arsdóttir, Haukur Hannesson, Kristinn Sv. Helgason, Ómar Björg- vinsson og Ragnar Bogason og þau kvörtuðu sáran yfir að þekkja markaðinn i leiknum ekki nægjan- lega vel. „Það vantar raunvemlegar upplýsingar um stærð hans og við vitum heldur ekkert um áhrif ein- stakra markaðsráða, svo sem aug- lýsinga. Við sjáum aðeins afleiðing- ar ákvarðana okkar í heild, en ekki hvað einstakir þættir hafa að segja. Núna em aðeins búnar tvær um- ferðir og við höfum ekki séð til fulls hversu fullkominn leikurinn er. En það er þó afleitt að enginn skuli fara á hausinn. Við lítum frekar á leikinn sem skemmtun en þó er margt sem get- ur hagnýst okkur. Leikurinn kennir okkur að vinna í hópvinnu og sýnir hversu gagnlegt getur verið að miðla þekkingu milli fólks í mis- munandi deildum. En fólk tjáir sig öðmvísi en í raunvemleikanum og er mun fúsara til að taka áhættu. Svona leikir em ágætir fyrir rök- rétta hugsun, en við lögðum upp í þessa keppni með hyggjuvitið og sólarorkuknúna vasatölvu eitt að vopni. Já, blessaður, sólin kemur alltaf inn í dæmið.“ Of hátt verð i fyrstu umferð — sögðu liðsmenn Odda. „Við vomm með of hátt verð á framleiðslu okkar og seldum of lítið í fyrstu umferð. Það er galli hversu stóra mllu verðið spilar í leiknum," sögðu þremenningamir í liði Prent- smiðjunnar Odda, Hilmar Baldurs- son, Knútur Signarsson og Páll Bjömsson. í undankeppninni gekk Odda mjög vel og þá urðu þeir í fyrsta sæti í sínum riðli og einnig efstir ef á heildina er litið. „Þá vomm við á toppnum allt frá upphafí, en núna byijuðum við illa. Nei, nei, við vor- um ekkert of sigurvissir í byijun nú.“ „Ég kynntist svona leikjum í við- skiptafræðinámi mínu, en þeir vom miklu barnalegri en leikimir í dag. Þessi leikur er miklu erfíðari en leikurinn í undankeppninni og í of- anáiag þurfum við nú að taka allar ákvarðanir á innan við klukkutíma, en höfðum þá tvær vikur. Við lærð- um þvi meira inn á þann leik en þennan," sagði Knútur. Meiri sveiflur en gengur og gerist — sögðu keppendur SKÝRR. „Leikurinn er ekkert ólíkur raun- vemleikanum að mörgu leyti en þó era í honum stór göt. Það myndi til dæmis enginn framleiða lengi tapvömr, sem skila engri framlegð og auk þess er galli að ekki skuli vera hægt að fara út í fjárfestingar á nýjum sviðum," sögðu keppendur SKYRR. Sú sveit var skipuð Ásrúnu Rúdolfsdóttur, Stefáni Kjæmested, Þorsteini Garðarssyni og Emi Gylfasyni. „Annars er þessi leikur mun betri en sá í undankeppninni og kemur keppendum meira á óvart. Þeir upplifa t.d. tap, rétt eins og oft kemur fyrir í rekstri fyrirtækja. Ffyrir bragðið er leikurinn erfíðari, en jafnframt skemmtilegri. Við teljum okkur hafa lært mikið af leiknum, því að hann sýnir ágæt- lega fram á afleiðingar ýmissa ákvarðana, jafnvel þótt þessi mark- aður sé dálítið ýktur. Þannig era mun meiri sveiflur á markaðnum en gerist og gengur í raunvemleik- anum. Vissulega kæmi vel til greina að nota svona leiki við endurmenntun starfsfólks, því að þeir skerpa á þekkingu fólks. Vandamálin sem við emm að fást við úti í lífínu era kannski dálítið ólík, en við fáum mun betri yfírsýn í staðinn. í raun má segja að það eina sem fólk fómi sé tíminn, allt annað er ávinningur. Vitum hvað lán eru dýr — sögðu liðsmenn Landsbank- ans. „Segja má að þessi leikur tengist okkar starfi, því að við fáum annað slagið vandamál, eins og koma fram í þessum leik, upp á borð hjá okk- ur,“ sögðu félagamir I liði Lands- banka Islands, þeir Haukur Þór Haraldsson, Magnús Bjarnason, Ólafur Ásgeirsson, Ólafur Öm Ing- ólfsson, Sigurbjöm Gunnarsson, Valdimar Karl Guðlaugsson og Þór Þorláksson. „Við höfum kannski það fram yfír önnur lið að við geram okkur fyllilega grein fyrir því hvað lánin em dýr og reynum því að losa okk- ur við þau hið allra fyrsta," bættu þeir svo við. „ Aðstæður á þessum markaði em dálítið öðmvísi en við eigum að venjast, þetta er framleiðslufyrir- tæki og við höldum reyndar að þetta sé Mobira-símafyrirtækið í Finn- landi, en við komum úr þjónustufyr- irtæki. Reynsla okkar sem banka- manna nýtist því ekki að fullu. Þetta er mun raunhæfari og erf- iðari leikur en í undankeppninni, en þar höfnuðum við í 2. sæti í okkar riðli," sögðu bankamennirnir. Höfundur er viðskiptafræðinemi við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.