Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 13 Eyjólfur Konráð Jónsson „Fyrir mér hefur aldrei verið mikill áhugi á því að íslendingar færu að gerast einhverjir olíu- furstar suður í höfum enda aldrei haft mikla trú á að um slík auðævi væri að ræða á svæðinu fyrr en þá kannski nú vegna ásóknarinnar í heimildir til olíuleitar sífellt vestar firá Bret- landseyjum.“ bæði á norðurslóðum og Hatton- Rockall, þýði einfaldlega, þegar öll- um tilvitnunum og lagakúnstum lýkur, að strandríkið eigi réttindi 60 sjómílur út fyrir brekkufót eða „rætur landgrunnshlíðarinnar", eins og enska orðalagið „foot of the continental slope" er þýtt í íslensku útgáfu sáttmálans. En hvað eru þá rætur land- grunnshlíðarinnar eða brekkufótur? I íslensku þýðingunni hljóðar 4. þegar kunngert var um fyrir- hugaðan rannsóknarleiðangur ís- lendinga og Dana að reyna að hindra hann vegna rannsókna Breta, sem ekki báru ómerkilegra heiti en „Gloria" vakti auðvitað danska og íslenska ráðamenn til vitundar um leynistarfsemi. Því svöruðu bæði ríkin fullum hálsi að leiðangurinn yrði farinn hvað sem Bretar segðu enda væri rann- sóknarsvæðið þeirra en ekki Breta og aldrei hefði komið til greina að óska einhvers leyfis af Breta hálfu. Þá hliðruðu þeir til! Eins og áður segir eru margar leiðir til lausnar deilunni og um þær verða Islendingar og Danir nú að ræða. Ein er sú að leyfa Bretum óáreittum að eiga skika þann sem þeir hafa tileinkað sér en Færeyingar og íslendingar eigi meginsvæðið. Enn mætti hugsa sér miðlínuskiptingu eða jafn- lengdarlínu. Þá fengju íslendingar svo til allan Hatton-banka, sem ekkert er að fúlsa við. En frá okk- ar sjónarhóli er sú lausn fyrirfram erfíð þar sem Færeyingar fengju þá nánast ekki neitt. Allt ber því að sama brunni: „Afmörkun landgrunnsins milli ríkja með mótlægum eða aðlægum ströndum skal komið í kring með samningi á grundvelli þjóðarrétt- ar, . . . svo að sanngjarnri lausn verði náð“ eins og segir í 83. grein hafréttarsáttmálans. í umræðum þriggja manna úr utanríkismálanefnd Alþingis við ráðamenn í London fyrir skömmu var af Bretanna hálfu bent á að ekki væri unnt að ganga til við- ræðna á grundvelli krafna íslend- inga og Dana jafn óbilgjarnar og þær væru. Á það var þá auðvitað töluliður b) 76. greinar þannig: „Ef annað sannast ekki skulu rætur landgrunnshlíðarinnar ákveðnar serh mesti hallabreytingarstaðurinn á lægsta hluta hennar." Hér hefur slæmt nýyrði orðið til (en annars er þýðing sáttmálans oft góð og raunar þrekvirki að ljúka henni á skömmum tíma). í enska textanum er þetta svo- hljóðandi: „In the absence of evid- ence to the contrary, the foot of the continental slope shall be determ- ined as the point of maximum change in the gradient at its base.“ Læt ég svo hvem og einn um að mynda sér hugtak eftir að hafa skoðað skýringarmyndimar, enda skilja víst flestir orð eins og rætur hlíðarinnar eða brekkufótur. Eftir það sem nú hefur verið sagt hygg ég að flestir muni skilja á hveiju kröfiimar á Norðurslóðum em byggðar, a.m.k. ef þeir eiga í fómm sínum kort með dýptarlínum eða „landslagsmyndir" úthafanna. Hygg ég að enginn geti vefengt að þau réttindi, sem hér um ræðir, heyri þjóðum norðursins til. Sjálf- sagt fínnst svo einhveijum lítið til þeirra koma, rétt eins og á miðju ári 1979, þegar á þá var ráðist sem höfnuðu glæsiboði þriggja norskra ráðherra, sem hér mættu með fríðu fömneyti, um 60—70 þúsund tonn af loðnu í tvö ár ef íslendingar af- söluðu sér öllum rétti á Jan Mayen- svæðinu og miðlína yrði milli lands og eyjar. Staðreynd er sú að rétt- indi þau, sem rætt er um, tilheyra að alþjóðalögum þeim ríkjum sem um ræðir. Og líklega hefur enginn orðið eins hissa og ég fyrir réttum áratug, þegar þetta byijaði að renna upp fyrir mér. En öll ættum við nú að geta glaðst yfír þessari ævintýralegu staðreynd, nema við séum þeir kot- ungar að þora ekki að búa í sam- félagi þjóðanna og njóta þeirra rétt- * inda og bera þær skyldur sem því fylgja að alþjóðalögum. í því sam- bandi er þess að gæta, að hafréttar- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna legg- ur tvenns konar skyldur á þjóðir heims, annars vegar að varðveita höfín og auðga og hins vegar að nýta þau í þágu mannkyns. Ættum við nú að hika? bent, að þjóð sem á annað borð gæti með lögmætum hætti helgað sér einhver landgrunnsréttindi ut- an 200 mílna uppi á sléttunni, ætti þau réttindi allt að 60 sjómíl- ur út frá brekkufæti ein eða með öðrum. Þess vegna hefur þeirri hug- mynd verið varpað fram að ríkin- þijú'lýsi sömu kröfum, þ.e.a.s. til svæðisins alls og síðan verði sest að samningaborði þar sem „sann- gjarnri lausn verði náð“. Og sann- girni er það vissulega að Bretar, langfjölmennasta þjóðin, sem þar að auki býr við orkuskort eigi mestan rétt til hagnýtingar á olíu og gasi, ef þeir þá yfirleitt geta komist út fyrir 200 sjómílna mörk- in, en það geta þeir aðeins með samningum. Þeirra er því valið. Vilja þeir sigur í samstarfi eða glötúð tækifæri. Sjálfir hafa Bretar í orðsend- ingu til okkar 19. júní 1985 bent á að samningaviðræðum hafi ekki verið lokið, en samkvæmt alþjóða- lögum sé þess krafist að mörk milli nágranna séu sett með samningum. Og ályktun Alþingis 14. mars 1985 hljóðar svo: „Þingsályktun um hafsbotnsréttindi íslands í suðri. Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að vinna að samkomu- lagi við Færeyinga, Breta og íra um yfirráð Hatton-Rockall-hafs- botnssvæðisins í samræmi við ákvæði hafréttarsáttmálans. Alþingi felur utanríkismála- nefnd að starfa með ríkisstjóminni að framgangi málsins." Um hvað er þá verið að deila? Höfundur er formaður utanríkis- málanefhdar Alþingis. Útfærsla landgrunns Norðurlanda út á hafið milli Noregs og Grænlands Skýringar dr. Manik Talwani 200 sjómílna mörk íslands, Fær- eyja, Noregs (þ.m.t. Jan Mayen, Bjamarey og Svalbarði) og Græn- lands ná út á hafíð miíli Noregs og Grænlands eins og sýnt er með brotinni línu á meðfylgjandi upp- dráttum. .^.llt hafsvæðið milli Nor- egs og Grænlands er innan 200 mflna marka Norðurlanda nema ræma sem er 100—300 km breið og nær frá 65N til 75N. Ytri mörk landgrunnssvæðanna (eins og þau eru skilgreind í 76. gr. Hafréttarsamningsins) liggja sums staðar utan 200 mflna mark- anna. Landgrunn strandríkis nær að 200' mílna mörkunum eða að ytri mörkum landgrunnssvæðisins, eftir því hvort er fjær landi. Sumir hlutar fyrrnefndrar ræmu liggja því innan landgrunns Norðurlanda, jafnvel þótt þeir séu utan 200 mílna. Þau svæði, sem skyggð eru í mynd 2, eru einu hlutar hafsins sem hugs- anlega liggja utan landgrunns Norðurlanda. Dýptarþversnið út frá ströndum Grænlands, íslands og Noregs eru dregin til þess að staðsetja ytri mörk landgrunnssvæðisins (sjá meðfylgjandi línurit). Rætur land- grunnshlíðanna eru markaðar á þessum sniðum með því að beita ákvæðum 76. gr. Þessar staðsetn- ingar eru færðar á uppdrátt 1 og sýna línur dregnar milli þessara punkta legu rótanna á uppdrættin- um. Ytri mörk landgrunnssvæðisins liggja 60 sjómflur utan við rætumar dg eru þau sýnd á uppdrætti 2 þar sem þau ná út fyrir 200 mflna mörkin. Þanniggetum við skilgreint víðáttu landgrunnsins. Þau svæði, sem hugsanlega eru ekki innan landgrunnsmarka neins strandríkis, eru skyggð á uppdrætti 2. (Ath. að hluti svæðisins sunnan Mohns- hryggjar er á landgrunni bæði meg- inlands Noregs og Jan Mayen. Landgrunn Jan Mayen er afmarkað á þeim forsendum að Mohús-hrygg- ur sé eðlileg og óslitin framlenging á Jan Mayen og em mörk þess sýnd með punktalínu.) Valin þversnið niður landgrunnshallann (sjá kort fyrir ofar.) 0 -1.000 2.000 3.000 4.000 metra dýpi Brekkufótur ákvarðaður Fyrir þú, sem vilja tneira Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Ármúli o.fl. Síðumúli o.fl. MIÐBÆR JHflrgitTOblWþií*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.