Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDÁGUR 8; APRÍL 1988
úrvinnslu kennslu, verkefnagerð,
samstarfsverkefnum kennara og
annarra sérfræðinga 5 skólastarf-
inu, skipulagsvinnu, fundahöldum
o.fl. þess háttar. Þessum störfum
er ætlaður ákveðinn tími í skilgrein-
ingu á vinnutíma kennara, tími sem
annars vegar er bundinn á vinnu-
staðnum, hins vegar að því leyti
óbundinn að kennarar geta — ef
þeir vilja — unnið undirbúnings-
vinnu sína heima og neyðast reynd-
ar oft til þess ama þar sem vinnuað-
staða í skólum er víða afar tak-
mörkuð, sums staðar engin, og
sennilega teljandi «é fíngrum sér
þeir skólar sem geta boðið starfs-
fólki sínu viðunandi vinnuaðstöðu
utan kennslu.
Skólaárið á íslandi er 9 mánuðir.
Þar sem kennarar vinna 40 stunda
vinnuviku á ársgrundvelli eins og
aðrir opinberir starfsmenn er
vinnuálaginu jafnað á færri starfs-
mánuði, þ.e.a.s. þá sem skólar
starfa. Þetta gerir að verkum að
vinnuvika kennara í fullu starfi á
starfstíma skóla er 45,75 klukku-
stundir.
Athygli vekur líka að rúmlega
70% kennara segjast undirbúa
kennsluna heima, og af þeim sem
það gera segjast 62% gera það
vegna persónulegra ástæðna. Ekk-
ert kemur fram um það hveijar
þessar persónulegu ástæður eru en
ýmislegt kann manni að detta í
hug. Eru þeir sem undirbúa sig
heima e.t.v. fólk sem ekki fær dag-
vistarrými fyrir bömin sín og notar
sveigjanleika vinnutímans til að
fara heim að passa — og slá þann-
ig tvær flugur í einu höggi — eða
eru það þau rúmlega 30% stéttar-
innar sem stunda önnur launuð
störf en kennslu? Eru það þeir sem
vinna fullt starf — og meira — eða
hinir, lang flest konur — sem eru
í skertu starfi. Þetta væri sannar-
lega áhugavert að fá að vita.
Mjög skýrt kemur fram í könnun-
inni hversu kennarastéttin er
óánægð með kjör sín og starfsað-
stæður. Lág laun, léleg starfsað-
staða og mikið vinnuálag við
kennslu eru þau atriði sem kennar-
ar telja vega þyngst þegar þeir
hugsa. til þess sem hamlar skóla-
starfinu eða þess að fmna sér ann-
að starf.
Viðbrögð stjórnvalda
Athyglisvert er að mikill meiri-
hluti kennara telur stjómmálamenn
— með menntamálaráðherra í
broddi fylkingar — (íjármálaráð-
herra er ekki getið) — hafa mest
áhrif á skólastarf, en jafnframt
kemur fram að kennarar álíta að
slík áhrif ættu miklu fremur að
koma frá hinum almenna kennara
og öðrum sérfræðingum í uppeldis-
og skólamálum. Þetta endurspeglar
þá skoðun að mikilvægt sé að þeir
sem skólastarf móti hafi sérþekk-
ingu. Því miður hafa þeir annars
ágætu menn sem taka að sér störf
á vettvangi stjómmálanna ekki
nærri því alltaf þessa sérþekkingu.
Þeir hafa þó ómæld áhrif á skóla-
starfið með því að móta löggjöf og
stjórna fjárveitingum til skólastarfs
— væri þó sennilega réttara að segja
að takmarka Qárveitingar til
skólastarfs.
Kennarar hljóta að spyija: Hve-
nær er nóg komið? Hvenær verður
brugðist við og tekið mark á öllum
þeim ábendingum um leiðir til úr-
bóta sem fylgja þessum annars
ágætu gögnum? Satt að segja er
kennarastéttin farin að þreytast á
því að leggja ómælda vinnu í
skýrslu- og kannanahítina og bíða
stöðugt eftir lausnarorði þeirra sem
einir geta höggvið á hnútinn —
þeirra sem stjóma íjárveitingum til
skólastarfs, þeirfa sem skipuleggja
menntamálin í landinu.
Á síðastliðnu ári birtust tvær
skýrslur sem báðar sanna svo ekki
verður um viilst hver vandi steðjar
að skólastarfí verði ekkl við brugð-
ist strax og af miklum myndar-
skap. Hér er átt við margfræga
skýrslu fulltrúa frá OECD úm
menntastefnu á íslandi og skýrslur
starfskjaranefnda sem í áttu sæti
fulltrúar kennarasamtaka, mennta-
málaráðuneytis og ekki síst fjár-
málaráðuneytis. í þessum skýrslum
báðum birtist ljóslega sá vandi
skólastarfs sem einnig kemur fram
í fyrstu niðurstöðunum úr könnun
Þórólfs Þórlindssonar.
Viðbrögð kennarastéttarinnar og
þeirra sem þar eru í forsvari hljóta
enn og aftur að vera þau sömu.
Kennarar geta ekki sýnt það
ábyrgðarleysi að sætta sig við þær
starfsaðstæður sem þeim eru búnar
og koma svo berlega í ljós í öllum
þessum könnunum og skýrslum og
eru svo fjálglega ræddar í fjölmiðl-
um og á mannamótum þegar mikið
liggur við. Kennarar geta ekki sýnt
það ábyrgðarleysi að sætta sig við
launakjör sem gera það að verkum
að þeir neyðast til áð taka að sér
allt of mikla yfírvinnu sem óhjá-
kvæmilega dregur úr gæðum skóla-
starfsins og starfsþreki kennaranna
sjálfra.
Áhugi kennarastéttarinnar hefur
mótað umræður um skólamál á
síðustu árum. Það er þessi áhugi
sem vann fylgi lögum um lögvemd-
un á starfsheiti og starfsréttindum
kennara sem tóku gildi um áramót-
in 1986—1987. Það eru þessir dug-
andi og áhugasömu starfsmenn
skólanna sem hafa mótað sér
ábyrga skólastefnu — Skólastefnu
Kennarasambands íslands — þar
sem þeir tjá sig reiðubúna að taka
að sér frumkvæði í þróun og mótun
skólastarfs. Með markvissri um-
ræðu um innra starf skóla, starfs-
kjör og laun kennara, vinnuaðstöðu,
námsefnisgerð og kennaramenntun
svo fátt eitt sé nefnt knýja sömu
grunnskólakennarar og lýsa við-
horfum sínum til starfs síns í könn-
un Þórólfs Þórlindssonar á um að
komið verði til móts við réttmætar
kröfur þeirra um bætt kjör og betra
skóldstarf.
Höfundur er formaður Kennara-
sambands íslands.
Erlend heiti á
myndböndum
eftir Svein Einarsson
Hr. ritstjóri.
í heiðruðu blaði yðar 31. mars
sl. gerir Sæbjörn Valdimarsson,
sem skrifar að staðaldri um kvik-
myndir og myndbönd í blaðið, at-
hugasemd við það, að ég skuli fínna
að því, að hann breiði út ensk heiti
á myndböndum á þeim tímum, þeg-
ar okkur er mikil nauðsyn að vera
á verði gegn yfírgangi enskunnar
í fjölmiðlum (og á þetta jafnt um
myndir, sem byggðar eru á leikrit-
um, sem verið ér að sýna í leik-
húsum samtímis!). Sæbirni sámar
þau vinnubrögð myndbandaselj-
enda að hafa ekki fyrir því að 1
íslenska heiti mynda. Undir þau orð
hans vil ég gjaman taka. Sæbjöm
lýsir síðan yfír því, að hann telji sig
nauðbeygðan til þess óyndisúrræðis
að notast við heiti á frammáli. Þetta
er reyndar ekki alveg sannleikanum
samkvæmt. Svo seint sem í síðustu
myndbandasyrpu sinni hér í blað-
inu, kallar hann þýsku myndina
Die Ehe von Maria Braun eða
Hjónaband Maríu Braun, eins og
myndin hefur hingað til verið köll-
uð, þegar hún hefur verið sýnd hér
— upp á ensku: The Marriage of
Maria Braun! Sama máli gegnir um
mynd Jacques Tatis, Mon oncle;
annað hvort heitir hún svo, eða, sem
eðlilegra er hér uppi á Fróni, Frændi
minn, en undir engum kringum-
stæðum My uncle, eins og Sæbjörn
leyfði sér að nefna myndina.
Svipaðar ábendingar þyrfti að
gefa þeim blaðamönnum, sem þýða
fregnir af myndum, sem sýndar era
á kvikmyndahátíðum eða tilnefndar
til Óskarsverðlauna. Nylegt dæmi
er sænska myndin Mitt liv som
hund, sem hér var kölluð My Life
as a Dog, en ekki kynnt með fram-
heiti sínu eða íslensku heiti eins og
t.d. Hundalíf. Með allri virðingu að
segja, þá era svona vinnubrögð
ómenning, sem ekki 'er samboðin
því dagblaði, sem öðram fremur
hefur skorið upp herör til vamar
og viðgangs íslenskri tungu.
Með þökk fyrir birtinguna,
Sveinn Einarsson.
H33S53UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
N.Ö.R.D.
barnaplötur-
Karíusog Baktus kr. 599.-
Dvrin í Hálsaskogi kr. 599.-
ogmargarfleiri
-fHOWW
☆ STEINAR HF
KAKH&’bWÍ
..
Umrit,
BARNAL£|«WT
IínH
TÓNLISTIN I HAGKAUP!
ER FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
Eins og áður reynir HAGKAUP að þjóna öllum sínum viðskipta--
vinum eins og best verður á kosið og er áhugafólk um tónlist
þar engin undantekning. Áhersla er sem áður lögð á að eiga
ætíð til allar vinsælustu pjöturnar á lægra verði en gengur og
gerist og nú fást einnig kassettur og geisladiskar.í Hagkaup,
Kringlunni og Hagkaup, Skeifunni. Næst þegar þú gerir þín inn-
kaup í HAGKAUP, skaltu ekki láta hjá líða að koma við í plötu-
deildinni, því þarfinnur þú tónlistina.
SKAL LAA/r,
Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800
1 ÚR SÖNGVAKEPPNI - Þú og þeir
2 JOHNNV HATES JAZZ-Turn Back the Clock
3 PREFAB SPROUT - From Langeley Park...
4 TALKING HEADS - Naked
5 INXS - Kick
6 TERENCE TRENT D’ARBY - Introducing
7 MORRISEY - Viva Hafe
8 GEORGE MICHAEL - Faith
9 ÚR MYND - La Bamba
10 T’PAU - Bridge of Spies
11 ÚR MYND - Dirty Dancing
12 ROBERT PLANT - Now and Zen
13 STRANGLERS - All Live
14 DAVID LEE ROTH - Skyskraper
15 TOTO - The Seventh One
16 COCK ROBIN - After here ...
17 LUNDÚNASINFÓNÍAN - Classic Rock
18 BELINDA CARLISLE - Heaven on Earth
19 AC/DC - Heatseeker
20 LEONARD COHEN - l’m your man
kr. 799,-
kr. 674.-
kr. 674,-
kr. 729 -
kr. 674.-
kr. 674,-
kr. 729,-
kr. 674.-
kr. 674.-
kr. 674,-
kr. 674,-
kr. 674.-
kr. 674,-
kr. 674..-
kr. 674,-
kr. 629,-
kr. 674,-
kr. 674,-
kr. 674.-
kr. 674.-
APRÍLTILBOÐ - KR. 799.-
Venjulegt verð kr. 999.-
Frábær plata sem inniheldur níu lög úr
söngvakeppni sjónvarpsins (þ.á m. sigurlagið)
auk fimm annarra gæöalaga. Þetta er tilboð
sem.þú mátt fyrir alla muni ekki missa af:
200 kr. afsláttur!!!
/
VERSLIÐ GÓÐA TÓNLIST ÓDÝRT í
HAGKAUP
Skeifunnii5
Skeifunni - Kringlunni - Akureyri