Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 55 Augu manna opnast Til Velvakanda. Það má víða merkja það þessa dagana að augu manna eru að opn- ast fyrir þeim hörmungum er Pal- estínumenn hafa mátt þola af völd- um Israelsmanna. Fjölmiðlar hafa undanfarið fært fólki sönnun þess með ítarlegum frásögnum í máli og myndum af óhugnanlegum atburð- um í Gaza og á vesturbakka Jórdan- árinnar. Fólk hefur vart viljað trúa augum sínum og eyrum og sumir héldu lengst af að þetta væri flest sviðsett af óvinum fsraelsmanná, en staðreyndimar ljúga ekki og þær em blákaldar þetta hefur raun- vemlega gerst og er enn að gerast og ekkert lát er á nema síður sé. Það er alveg með ólíkindum að viti bomir menn á síðustu ámm tuttug- ustu aldarinnar skuli sýna af sér slíka fúlmennsku, sem raun ber vitni. Fólk er skotið í tugatali, það er barið til dauða eða limlest á hinn hrottalegasta hátt, engum hlíft, hvorki þunguðum konum, gamal- mennum né bömum, allt niður í 10 ára böm hafa verið myrt af ísra- elsku dátunum. Kvalalosta þeirra virðast engin takmörk sett, þeir hafa meira að segja grafið pal- estínsk ungmenni lifandi, það verð- ur að fara allt aftur til daga nas- istanna til að finna hliðstæður, slík er grimmdin. Hvað skyldi nú fólk hafa unnið til saka? Jú, land þess Til Velvakanda. Undur og stórmerki hafa nú gerst á vom landi íslandi. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun DV er Kvennalistinn orðinn fjölmenn- asta stjómmálahreyfing á landinu. Ekki að ég sé að harma þessa uppá- komu, því kvenfólk er ekkert verra en karlmenn, en það er heldur ekk- ert betra. Því hefur verið haldið fram að að konur væm miklu frið- samari en karlar en sagan sýnir að svo er ekki. Þær konur sem hafa komist til valda hafa ekki verið frið- samar og er sama hvert við lítum, til fortíðar eða nútíðar. Tökum til dæmis Katrínu Rússakeisara og Elísabetu fyrstu Bretadrottningu. Báðar háðu þær útþenslustyijaldir af miklum krafti. Og svo við lítum til nútíðar. Þar má t.d. nefna Indíru Gandy, Goldu Meier og Margréti Tatcher. Allar háðu þær hin mynd- arlegustu stríð. Jæja, ekki meira um það. Snúum okkur að undmm íslands, því undur em þetta og það á heimsvísu. Það hefur nefninlega ekki gerst fyrr, að minnsta kosti ekki í margar ald- ir, að konur hafi í nokkm landi náð svona miklu fylgi. Hvað hefur gerst? Hvað er á seiði? Já, nú vakna margar spumingar. Til dæmis, hvaðan hefur Kvennalistinn tekið þetta fylgi? Það er reyndar engin spuring. Ifylgið kemur frá hinum flokkunum, ég sé ekki betur en að þeir séu að verða að hreinum karla- klúbbum eins og Rótary og Lions. Framsóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk helst skár á sínu kvenfólki og þó gengur það nú víst ekki of vel. Hver er orsökin til þessarar bylt- ingar, því bylting er hér á ferðinni, hvað sem hún endist lengi. Hér kemur fleira en eitt til greina. Þar er þó fyrst að nefna hinn pólitíska meydóm Kvennalistans, hann hefur aldrei verið í stjóm og aldrei þurft að standa við nein loforð og þar af leiðandi aldrei þurft að svíkja nein loforð. En þetta em nú bara sjálfsagðir hlutir sem sérhver getur séð. Nei, það er eitthvað alveg sérstakt við okkur íslendinga miðað er hersetið og það rís upp og mót- mælir eins og þeir gera, sem eins er ástatt fyrir, hafa alltaf gert og munu alltaf gera, engin þjóð sættir sig við að henni sé stjórnað af ann- arri þjóð, enda fylgir slíku ævinlega yfirgangur, kúgun og hrottaskapur, fólki sem sagt gert lífið óbærilegt. Vopnuð andstaða gegn hernámi er réttmæt samkvæmt sáttmála SÞ. Palestínumenn á herteknu svæðun- um hafa þó ekki önnur vopn í hönd- unum en grjót: Því grýta þeir her- námsliðið. Þó að hörmungar fólks- ins á ofannefndum svæðum séu að sjálfsögðu miklar og augu heimsins beinist þangað um þessar mundir þá er þetta þó aðeins brot af því, sem á undan er gengið, en það virð- ist, sem fólk almennt geri sér alls ekki grein fyrir sögu Palestínu og því er þar hefur gerst, í það minnsta er þessu svo farið á Vesturlöndum og Islendingar þar meðtaldir auðvit- að. Ef til vill er þetta skiljanlegt þar eð bókstaflega öll umfjöllun hefur til skamms tíma verið alger einstefnuakstur með ísraelsmönn- um, sama hvað þeir hafa aðhafst, allt hefur verið varið og réttlætt og það talið guðlasti næst að voga sér að gagnrýna þessa þjóð og þeir er það voguðu sér urðu fyrir að- kasti og persónulegum svívirðing- um, undirritaður hefur fengið dá- við nágrannaþjóðimar. Tökum t.d. fjármálin, þetta vonlausa stríð við verðbólguna. Það er eins og allt gangi í loftköstum og sálaijafn- vægið virðist vera af mjög skornum skammti. Hver er orsökin fyrir þessu? Er Róm að brenna eða gæti verið að landið sjálft hafi þessi áhrif, þetta land öfgana, land elds og ísa, land sem ólgar og sýður? Gestur Sturluson góðan skammt af slíku og það úr ólíklegustu áttum. Ekki hefur það angrað mig, því síður að það hafi hrætt mig frá því að tala máli pal- estínsku þjóðarinnar. Meðal kunn- ingja minna eru landflótta Pal- estínumenn, sem mjög eiga um sárt að binda vegna ísraelsku landræn- ingjanna. Ég sagði einhverntíma í blaðagrein, „þó að allar vígvélar ísraelsku dátanna beindust gegn mér þá myndi það ekki aftra mér“, já, meðan lífsandi bærist í mínu bijósti þá held ég áfram að sýna samstöðu með þessu marghijáða fólki. Palestínumenn hafa búið í landi sínu öldum saman og verið þar í yfírgnæfandi meirihluta, t.d. um síðustu aldamót eru íbúarnir um 600.000, þar af gyðingar um 5%. Palestínumenn eiga landið, Palestína er þeirra föðurland. Guð og sagan eru til vitnis um það. Ég vona að íslendingar fari að sýna það í verki að þetta ofsótta fólk á svo sannarlega skilið samúð okkar allra. Stjórnmálamennirnir eru að byija að taka við sér og hefur utanríkisráðherra t.d. tekið af skarið og lýst afdráttarlaust þeirri skoðun sinni að Palestínu- menn verði að eignast eigið land, jafnframt hefur hann fordæmt framferði ísraelsmanna afdráttar- laust og vonandi lætur ráðherrann ekki staðar numið hér. Ég vil nota tækifærið og færa Steingrími Her- mannssyni alúðarþakkir fyrir þessa jákvæðu afstöðu, það er fagnaðar- efni að loksins skuli kominn í þetta ombætti maður, sem leggur sjálf- stætt mat á hlutina, maður, sem ekki er haldinn siðblindu Washing- ton-herranna. Það skulu þeir vesölu menn vita, er ekkert sjá athugavert við og jafn- vel lofsyngja úrhrök á borð við Shamir, að stund réttlætisins mun upp risa og þessi djöflahjörð mun verða látin svara til saka fyrir ill- virki sín, ég hefi fyrir löngu sann- færst um að það er djöfullinn sjálf- ur, sem stendur á bak við þessa menn. Guðjón V. Guðmundsson HEILRÆÐI Foreldrar: Daglega höfum við í notkun ýmiskonar hreinsiefni sem geta reynst hin hættulegustu í höndum ungra barna. Því miður hafa orðið alvarleg slys á börnum vegna inntöku slíkra efna. Geymum því öll hreinsiefni á öruggum stað þar sem böm ná ekki til. Hver er skýringin á fylg'i Kvennalistans? „Heimur út a f fyrlr slg" Vii5 á Hótel Loftleiðum leggjum okkur ávallt fram um að gestum okkar líði vel. Öll herbergin okkar hafa nú verið endurnýjuð og bætt svo og öll aðstaða fyrir gesti okkar. AnnaLIIJaog Haraldur eru tH- búin tllað velta þér allar nánari upplýsingar um hvað hótellð hefur uppá að bjóða. Því ekki að hafa samband við okkuráðuren þú leitar annað. lxí viku FIAJGLEIDIRþ § -fyrírþig- L áttu þér bregða Velhomin á HÓTEL LSLAND REIÐHÖLLIN HE Víðidalur, R-110, s. 673620 Kynbótasýning Sölusýning Úrslit í hestaíþróttum í Reiðhöllinni laugardaginn 9. apríl og sunnudaginn 10. apríl kl. 21.00 báða dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.