Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 45 MargrétA. Helga- dóttir - Minning Fædd 13. október 1906 Dáin 2. apríl 1988 Mig langar til að minnast með nokkrum orðum ömmu minnar, Margrétar Á. Helgadóttur, sem kvaddi þennan heim að morgni laugardagsins 2. apríl. Amma var fædd í Reykjavík 13. október 1906 og var því á 82. aldursári er hún lést. Með henni er gengin mikil öðl- ingskona. Hún var búin að lifa langa og góða ævi, en mér fannst hún fara svo alltof snöggt og fljótt frá okkur. Það er svo stórt skarð eftir, sem aldrei verður fyllt upp í. Allar góðu minningamar um hana eigum við eftir og nú við fráfall hennar þyrl- ast þær upp. Eg bjó í sama húsi og hún fram til sjö ára aldurs á Hömmm við Suðurlandsbraut og þaðan em fyrstu minningarnar. Hún bar svo mikla umhyggju fyrir heimili sínu alla tíð, bæði innan húss og utan og á Hömmm man ég svo vel eftir henni í garðinum sínum innan um blóm og grænmeti. Þá sagði hún mér oft sögur af því þegar hún var að alast upp í Safnahúsinu við Hverfisgötu (nú Landsbókasafn) en faðir hennar var. Helgi Ámason, safnavörður þar og móðir hennar Þuríður Bjarnadóttir, kona hans. Ég á líka margar minningar sem barn frá ferðum í sumarbústað sem fjölskylda ömmu átti við Selvatn, en þar var amma oft. Margrét amma hafði verið gift Hersveini Þorsteinssyni, skósmið, afa mínum, í tæp 62 ár, þegar hún lést. Það var langt og farsælt hjóna- band og þau vom alla tíð mjög samrýnd. Þau hafa átt heimili sitt á Dalbraut 25, þjónustuíbúðum aldraðra mörg undanfarin ár og þar leið þeim afskaplega vel. Heimili þeirra þar var sérstaklega fallegt og þangað var alltaf mjög gott að koma. Amma varð alltaf svo glöð að sjá okkur þegar við komum í heimsókn. Henni féll sjaldnast verk úr hendi og dagana á Dalbrautinni notaði hún oft til hannyrða, sem hún var alltaf að gefa börnum sínum, okkur barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Nú er afí einn eftir en hann á okkur öll að, börnin sín fjögur, Helga, Sigurstein, Þóri og Hönnu, tengdabörn, barnabörnin átta og barnabamabörnin átta. Margrét var einstaklega dugleg kona og hafði oft átt við erfið veik- indi að stríða, en aldrei lét hún hugfallast og lét það ekki aftra sér frá því að gera það sem hún ætlaði sér, hún var svo andlega sterk. Nú síðast fór hún til messu á föstudag- inn langa, daginn áður en hún dó, þó hún ætti mjög erfítt með gang vegna þess að hún hafði dottið og meitt sig í fótunum. Hún vildi um- fram allt fá að hlýða á Guðs orð þennan dag. Ég bið Guð að blessa minningu Margrétar ömmu og vera með Her- sveini afa og fjölskyldu hans og systkinum ömmu sem eftir lifa, þeim Bjarnveigu og Ellerti. Minn- ingin um hana megi vera okkur öllum styrkur. Hvíli hún í friði. Margrét Sigursteinsdóttir og Ijölskylda Þú, Guð, sem stýrir stjama her og stjómar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (V. Briem) Margrét móðursystir mín kvaddi þennan heim mjög skyndilega laug- ardaginn fyrir páska. Fregnin um andlát hennar kom okkur ættingj- um hennar á óvart, þó hjartað væri ekki lengur eins sterkt og áður. Hún var kjarkmikil og glaðvær og virtist vinna bug á þeim sjúk- dómum, sem sótt höfðu að henni. Ég á márgar góðar minningar um Margréti, sem allar tengjast glað- værð og hlýju. Hún var afkastamik- il hannyrðakona og var alltaf með eitthvað milli handanna alveg fram á síðasta dag. Naut ég góðs af verk- um hennar og prýðir eitt þeirra stofugólfíð á heimili okkar hjóna. Þegar ég minnist Margrétar minn- ist ég ætíð eiginmanns hennar, Hersveins, því þau hjón voru ein- staklega samrýmd og hefur það eflaust haft áhrif á böm þeirra fjög- ur og fjölskyldur þeirra, því sam- heldni þeirra allra hefur ætíð verið mjög mikil. Margrét var trúuð kona alla ævi og bar líf hennar þess glöggan vott. Á föstudaginn langa sóttu þau Hersveinn messu á Dalbrautinni, þar sem þau áttu heimili sitt síðustu árin og að niorgni laugardags lést hún. Við Reynir og Kristín Bjarnveig vottum Hersveini og börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okka,r innilegustu samúð og vonum að minningin um góða konu, móður og ömmu megi létta þeim söknuð- inn. Svo kveðjum við Margréti með þakklæti og minningu um góða frænku. Blessuð sé minning hennar. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem) Helga Þ. Vilhjálmsdóttir Að morgnijaugardagsins 2. apríl var konu minni tilkynnt, að systir hennar, Margrét, hefði látist þá um morgunint). Þessi frétt kom okkur mjög á óvart, því þær systur höfðu hist tveimur dögum áður og var Margrét þá hress í bragði. Margrét Helgadóttir var dóttir hjónanna Helga Árnasonar fyrrum Safnahúsvarðar og eiginkonu hans Þuríðar Bjarnadóttur. Nú eru á lífi tvö af börnum þeirra hjóna, Ellert og eiginkona mín Bjarnveig. Jó- hannes, sem var elstur, er látinn fyrir allmörgum árum og Lovísa, sem var yngst lést í ágúst 1985. Margrét var ung þegar hún gift- ist eftirlifandi eiginmanni sínum Hersveini Þorsteinssyni skósmið. Var hjónaband þeirra ætíð mjög farsælt, en þau héldu upp á 60 ára brúðkaupsafmæli sitt fyrir tveimur árum. Kynni mín af þeim hjónum hóf- ust á mínum fyrstu búskaparárum, en þá bjuggu þau í sama húsi og við hjónin á Njálsgötu 10 og hefur ávallt haldist trygg vinátta milli okkar síðan. Seinna fluttust þau að Hömrum við Suðurlandsbraut, sem þá voru í útjaðri Reykjavíkur og þar ólu þau upp börn sin fjögur. Margrét var mikil húsmóðir og þau hjónin voru mjög samhent um upp- eldi bama sinna og heimilishald allt. Börn þeirra eru; Helgi giftur Hrafnhildi Kristjánsdóttur, Sigur- steinn giftur Ingibjörgu Kolbeins- dóttur, Þórir giftur Guðbjörgu Ár- mannsdóttur og Hanna gift Þor- steini Eiríkssyni. Hafa íjölskyldu- tengsl alla tíð verið mjög sterk milli þeirra allra. Margrét var mikil óg samvisku- söm húsmóðir og góð heim að sækja og minnist ég margra góðra og skemmtilegra stunda á heimili þeirra. Hún var mjög félagslynd og á fyrri árum tók hún þátt í starfí Kvennadeildar Slysavarnafélagsins og Húsmæðrafélags Reykjavíkur. Hún hafði gaman af að spila brids og þau hjónin spiluðu mikið, m.a. Bridsfélagi Reykjavíkur. Margrét var einnig mikil hannyrðakona og liggja mörg slík verk eftir hana víða á heimilum vina og ættingja. Þegar þjónustuíbúðir aldraðra við Dalbraut voru opnaðar, fengu þau hjónin íbúð þar og hafa þau búið þar síðan. Síðustu árin átti Margrét oft við vanheilsu að stríða, en kjarkur hennar og dugnaður virt- ust yfirvinna öll veikindi. Hún tók virkan þátt í öllu tómstundastarfi, sem fram fer á Dalbrautinni og það gerði eiginmaður hennar einnig. Við svilamir Magnús Pálsson komum til þeirra hjóna einu sinni í viku síðustu tvö árin til að spila brids. Þegar við Magnús komum þangað kl. 3 um eftirmiðdaginn stóð uppdúkað kaffíborð með ný- bökuðum pönnukökum sem Her- sveinn hafði bakað ásamt öðru góð- gæti. Oft var Ijör og kátína við spilaborðið og allir skemmtu sér vel, þótt ekki væru alltaf slemmu- spil á höndum. Við hjónin vottum eiginmanni hennar, bömum, tengdabörnum og barnabörnum einlæga samúð og vonum að góðar minningar um far- inn ástvin megi verða sorginni yfir- sterkari. Svo kveðjum við hjónin vin og systur með góða minningu í huga. Vilhjálmur Björnsson Magnea G. Magnús- dóttir - Minning Fædd 1. ágúst 1901 horfa upp á hörmuleg örlög sumra Dáin 1. apríl 1988 Að morgni föstudagsins langa sl, andaðist tengdamóðir mín, Magnea Guðrún Magnúsdóttir, á áttugasta og sjöunda aldursári. Magnea fæddist 1. ágúst 1901 í Hraunkoti, Grímsnesi. Hún var dóttir hjónanna Kristbjargar Sveinsdóttur (f. 14.6. 1871; d. 29.1. 1962) og Magnúsar Magnússonar (f. 12.5. 1879; d. 25.12 1972). Tveggja ára að aldri fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar upp frá því. Lifði hún að sjá bæinn vaxa úr hálfgerðu kauptúni í grósku- mikla borg. Má því segja að hún hafí lifað tímana tvenna. Árið 1922 giftist hún Helga Kr. Helgasyni (f. 9.4 1899; d. 15.2. 1975), sem lengst af var vélstjóri á togaranum Geir. Sigldi hann öll stríðsárin með ísfisk til Bretlands og þótt segja megi að gifta hafi fylgt honum þau ár þá mátti hann Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. staifsbræðra sinna. Er ekki að efa að Magnea hafí oft beðið fregna af honum milli vonar og ótta. Þessi lífsreynsla hefur að líkindum, ásamt öðru, alið með henni það æðruleysi og þá hugprýði sem einkenndi hana frá því ég fyrst kynntist henni, en það var er ég kvongaðist Sveinu, dóttur þeirra hjóna. Magnea var fríðleikskona og höfðingleg í fasi. Var hún víðlesin og fróð, enda var bókakostur á heimiii hennar góður. Fylgdist hún ætíð vel með íslenskri þjóðmálaum- ræðu og kynntist ýmsum merkum samtíðarmönnum, þ. á m. Sigur- bimi í Vísi sem var góðvinur henn- ar. Var því bæði fróðlegt og skemmtilegt að vera með hennj á hátíðarstundum í góðra vina hópi. Brá hún oft fyrir sig græskulausri glettni og var dillandi hlátur hennar bæði sannur og smitandi. Magnea var einlæg í trú sinni og vann að hag Fríkirkjusafnaðar- ins meðan kraftar entust. Einnig starfaði hún í kvenfélaginu Keðj- unni þar sem hún var gerð að heið- ursfélaga. Magneu og Helga varð sex barna auðið. Þau eru Magnús, d. 1.2. 1978, eiginkona Ása Snæbjöms- dóttir; Sveinn, d. 11.3. 1985, frv. eiginkona Guðríður Guðmundsdótt- ir; Helgi, eiginkona Anna Guð- mundsdóttir; Halldór, eiginkona Daggrós Stefánsdóttir (d. 1.5 1984; Elísabet, eiginmaður Ingi Eyvinds, d. 9.9 1979, og Sveina, eiginmaður Högni Isleifsson. Af ofangreindu má sjá að Magnea hafði mátt sjá á bak eigin- manni sínum, tveimur sonum, tengdasyni og tengdadóttur, auk dóttursonar síns, Sveins Friðriks Eyvinds, sem lést af slysförum 1978, á tiltölulega stuttum tíma. þrátt fyrir þessar- raunir lét hún aldrei bugast. Hún vissi sem var, að með stillingu sinni og hugarró veitti hún bömum sínum þann styrk sem þau þörfnuðust. Afkomendur Magneu em nú um 60 talsins og enda þótt hún hafi oft átt um sárt að binda er ekki hægt að segja annað en að hún hafí átt gifturíka ævi. Þótt hún hafí verið rúmliggjandi síðustu árin var hugsunin skýr allt til hinstu stundar. Var minni hennar einstakt og má því segja að hún hafi verjð höfuð ættarinnar í tvennum skiln- ingi. Missir fjölskyldunnar er þess vegna mikill er við fylgjum þessari mætu konu til hinstu hvílu. Með þessum fátæklegu orðum þakka ég tengdamóður minni sam- fylgdina og kveð hana með þökk og virðingu. Högni ísleifsson í dag fer fram útför ömmu minnar, Magneu, sem lést á föstu- daginn langa. Amma mín hét fullu nafni Magnea Guðrún, fædd þann 1. ágúst 1901 að Hraunkoti í Grímsnesi, dóttir hjónanna Magn- úsar Magnússonar og Kristbjargar Sveinsdóttur. Hún var einkabam foreldra sinna en þegar hún var 9 ára gömul fengu foreldrar hennar dreng til fósturs. Leit hún alltaf á hann sem sinn bróður og var sam- band þeirra ætíð gott. Ung giftist amma mín afa mínum Helga Kr. Helgasyni vélstjóra og bjuggu þau lengst af fallegu heim- ili á Langholtsvegi 75. Þangað voru allir velkomnir enda fundust vart gestrisnari hjón. Þeim varð 6 bama auðið og lifa fjögur móður sína. Uppeldi barnanna var að mestu á herðum ömmu eins og títt er um sjómannskonur og farnaðist henni það vel enda hafa börnin alla tíð reynst móður sinni vel. Auk þess að ala upp sín 6 böm hafði amma tengdaföður sinn í mörg ár á sínu heimili og síðar foreldra sína þar til þau létust í hárri elli. Sýnir þetta hversu vel gerð amma var. Amma og afí voru sérlega samrýnd hjón þótt ólík væru. Heimili þeirra á Langholtsveginum var mitt annað heimili. Meðan afí stundaði sjóinn svaf ég oft hjá ömmu. Vomm við ætíð mjög samrýndar enda átti amma auðvelt með að skilja börn á öllum aldri. Við gerðum okkur margt til dundurs því amma fann ætíð upp á einhveiju skemmtilegu til að gleðja bamið. Áttum við okk- ur mörg leyndarmál en aldrei lagði amma meira á barnið en það gat staðið undir. Sá trúnaður er mynd- aðist í bernsku hélst ávallt síðan. Eftir að afi hætti á sjónum kynnt- ist ég honum betur og sá hversu ágætur maður hann var. Kallaði hann mig ætíð frænku sína. Það gælunafn notaði amma öðru hverju eftir að hann dó. Missir ömmu var mikill þegar afi dó þann 15. febrúar 1975 eftir stutta legu. Má segja að síðan þá hafí verið stutt stórra högga á milli. Öllum áföllum tók amma með stakri ró og stillingu. Amma var heilsteypt kona enda auðvelt að gera henni til hæfis því hún var jákvæð og lítillát en allan greiða borgaði hún í einhverri mynd, því engum vildi hún skulda. Þó amma væri orðin 86 ára göm- ul var hún alls ekki gömul. Hún var greind og ákveðin kona. Hún var alltaf vel til höfð enda mikil reisn yfir henni sem hún hélt til hinstu stundar. Nú er amma horfín en minningamar streyma um hug- ann og munu lifa um óákveðin ár. Ég þakka ömmu minni allar þær stundir er við áttum saman og kveð hana með sárum söknuði. Börnum hennar og öðrum að- standendum votta ég mína innileg- ustu samúð. María Helgadóttir Steinþór Stefáns- son— Minnning Fæddur 10. nóvember 1961 Dáinn 27. mars 1988 Mig langar til að skrifa nokkur orð um Steinþór sem kvaddi þennan heim aðfaranótt 27. mars sl. Ég kynntist honum fyrir einu ári á heimili hans og frænku minnar. Steinþóri kynntist ég sem hljóð- látum og góðum dreng. Fyrir þrem- ur mánuðum eignuðust þau lítinn og fallegan dreng og var hann augasteinninn hans. Með þessum orðum þakka ég honum samveru- stundimar og bið góðan guð að vaka yfír frænku minni og litla drengnum þeirra sem nú vex upp án þess að hafa kynnst pabba sínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Einnig bið ég Guð að styrkja foreldra hans og bróðir. Blessuð sé minning Steinþórs. Jónína og fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.