Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988
Kennarar styðja við-
horf grunnskólalaga
Könnun Þórólfs Þórlindssonar
eftir Svanhildi
Kaaber
Viðbrög-ð Qölmiðla
Það er vissulega ánægjuefni hve
mikill áhugi er á að kanna, ræða,
skrifa skýrslur og starfa í nefndum
um vanda skólastarfs á íslandi. En
satt best að segja erum við kennar-
ar nokkuð famir að þreytast á því
hve seint gengur að bregðast við
þeim niðurstöðum sem allar þessar
skýrslur, kannanir og nefndarálit
gefa til kynna. Allt ber að sama
bmnni — íslenskur grunnskóli
stendur frammi fyrir hrikalegum
vanda sem stofnar menningu og
framtíðarmenntun þjóðarinnar í
hættu. Pappírshaugarnir hrannast
. upp í skúmaskotum á skrifstofum
— og þar við situr.
Aðeins lítið brot af því sem skrif-
að er um vanda grunnskólans nær
eyrum almennings. Vissulega væri
þarft að kynna rækilega skólastarf
í landinu og það ötula starf sem
kennarar vinna, oft við erfíðár að-
stæður. Því er það miður þegar
starfsfólk fjölmiðla tekur út úr sam-
hengi og varpar fram órökstuddum
fullyrðingum um niðurstöður kann-
ana.
Þetta gerðist er fjallað var um
könnun Þórólfs Þórlindssonar á við-
horfum grunnskólakennara til
starfs síns í Morgunblaðinu 22.2.
sl. og sjónvarpsfréttum sama dag.
Það sama var uppi á teningnum í
leiðará Alþýðublaðsins 20.2. sl.
í umQöllun þessara fjölmiðla er
því m.a. haldið fram að grunnskóla-
kennarar hafí neikvæða afstöðu til
grunnskólalaganna. Þessari túlkun
verður að mótmæla. í könnuninni
kemur skýrt fram að kennarar
styðja grunnskólalög og vilja starfa
í anda þeirra. Aftur á móti eru
kennarar mjög óánægðir með þátt
ríkisvaldsins í framkvæmd laganna.
Kennarar hafa ítrekað krafíst þess
að skólum verði gert kleift að upp-
fylla þá skyldu grunnskólalaga að
veita öllum nemendum fræðslu við
hæfí. Til þess þarf m.a. að koma á
einsettum skólum, fækka nemend-
um í bekkjardeildum og veita auknu
fé til námsgagnagerðar.
Könnun Þórólfs 1985
Könnun Þórólfs Þórlindssonar á
viðhorfum þeirra sem kenna við
grunnskóla til starfs síns var gerð
í árslok 1985 svo að mikið vatn er
til sjávar runnið síðan starfsmenn
skólanna lýstu þeim viðhorfum sem
þar koma fram til kennarastarfsins.
Þótt könnunin veiti viðamiklar og
gagnlegar upplýsingar um skoðanir
kennara þarf einnig að athuga nið-
urstöður hennar í ljósi þeirra um-
brotatíma sem þá voru hjá kennara-
stéttinni.
í októbermánuði 1984 — réttu
ári áður en könnunin var gerð —
háðu kennarar harða baráttu fyrir
kjörum sínum í verkfalli opinberra
starfsmanna. Þrátt fyrir mikla and-
stöðu kennara og margra annarra
hópa opinberra starfsmanna voru í
verkfallslok gerðir samningar sem
hvergi nærri náðu þeim markmiðum
sem sett höfðu verið og það er ekki
fyrr en á öðrum ársfjórðungi 1985
að dagvinnulaun í launaflokki kenn-
ara nálgast greitt tímakaup. verka-
manna og iðnaðarmanna á sama
tíma.
Þetta sama vor, vorið 1985,
ræddi kennarastéttin alvarlega um
fjöldauppsagnir sem leið.til að knýja
á um bætt kjör og allmargir kennar-
ar sögðu upp störfum sínum í kjöl-
far þeirrar umræðu.
Undir áhrifum þeirra atburða
sem hér hafa verið raktir er könnun
Þórólfs á viðhorfum þeirra sem
kenna við grunnskóla til starfs síns
gerð. Mikilvægt er að hafa í huga
að könnunin er ekki rannsókn á
kennsluháttum og skólastarfi,
heldur eru þar kannaðar persónu-
legar skoðanir og álit viðkomandi
einstaklinga á starfínu, vinnuað-
stæðum og tilhögun skólastarfs.
í þeim upplýsingum sem birtar
hafa verið er aðeins um beinar,
„hráar" niðurstöður að ræða, því
er ekki að svo komnu máli hægt
að afmarka svörin við vissa hópa
kennarastéttarinnar og leiða líkum
að því t.d. hver munur er á svörum
þeirra sem starfa við kennslu og
hafa til þess menntun og réttindi
og hinna sem ekki hafa kennara-
menntun, mun á svörum karla og
kvenna, kennara í þéttbýli og dreif-
býli, þeirra sem vinna fullt starf og
hinna sem eru í hlutastarfi og margt
fleira þess háttar.
Það fyrsta sem athygli vekur er
að aðeins tæpur helmingur þeirra
sem kenna við grunnskólana hefur
hefðbundna menntun grunnskóla-
kennara, þ.e. próf úr Kennaraskóla
íslands og Kennaraháskólanum.
Rúmlega fjórðungur til viðbótar
hefur sérgreint kennarapróf af ein-
hveiju tagi en tæp 24% — síðasti
fjórðungurinn — hefur aðra óskil-
greinda menntun.
Það eitt að svo stór hluti þeirra
sem starfa við kennslu í grunnskóla
skuli ekki hafa starfsmenntun vek-
ur spumingar um hversu marktæk
svör við könnuninni eru. Það er
varla hsegt að ætlast til að þeir sem
ekki hafa fullnægjandi starfs-
menntun sem grunnskólakennarar
taki faglega afstöðu til margra
þátta í könnuninni, t.d. atriða sem
varða starfsvalið, undirbúning
kennslunnar, vandamál skólastarfs-
ins, bekkjarskipan, lagasetningu og
námsefnisgerð.
Þá vekur einnig athygli að um
það bil þriðjungur kennarastéttar-
innar starfar ekki ejngöngu við
kennslu heldur vinnur einnig önnur
störf — athyglisvert og skiljanlegt
þegar höfð era í huga launakjör
kennara á þeim tíma sem könnunin
er gerð.
Viðhorf kennara
Fram kemur í könnuninni að
u.þ.b. fjórði hver kennari telur of
íjölmennar bekkjardeildir eitt af
aðalvandamálum grannskólans.
Þessa staðreynd má skoða í ljósi
þess að grannskólinn er lögum sam-
kvæmt skóli fyrir öll börn, stofnun
sem á að gefa öllum börnum jafna
Svanhildur Kaaber
„Áhugi kennarastéttar-
innar hefiir mótað um-
ræður um skólamál á
síðustu árum. Það er
þessi áhugi sem vann
fylgi lögum um lög-
veradun á starfsheiti
og starfsréttindum
kennara sem tóku gildi
um áramótin 1986—
1987.
möguleika óháð kyni, búsetu eða
fötlun og sinna nemendum sem ein-
staklingum. Tæp 70% kennara telja
að fímm eða fleiri nemendur úr
þeirra nemendahópi þurfí sérstaka
aðstoð eða sérkennslu. Hér um bil
helmingur kennara segir að enginn,
einn eða tveir nemenda þeirra fái
slíka ' aðstoð. Og einungis tæpur
fjórðungur telur að enginn nemandi
þeirra þurfí á sérstakri aðstoð að
halda. Þetta sýnir að veralegur
skortur er á aðstoð og ráðgjöf sér-
fræðinga eins og sérkennara, sál-
fræðinga og félagsráðgjafa.
Hvemig eiga kennarar sem
kenna fjölmennum bekkjardeildum
að bregðast við? Sú staðreynd blas-
ir við þegar niðurstöður könnunar-
innar era skoðaðar að 97% kennara
kenna 20 nemendum og fleirum,
um það bil 3 af hveijum 5 kennur-
um kenna fleiri en 50 nemendum.
Langalgengast er að í einni bekkjar-
deild séu 21—26 nemendur með
misjafnar þarfír og þroska til að
takast á við námið og verkefnin sem
fyrir era lögð. Aðeins fímmti hver
kennari kennir aðeins einni bekkjar-
deild, hinir fleiram. Rúm 30% kenn-
ara kenna 5 bekkjardeildum eða
fleiram. Miðað við þann nemenda-
fjölda í bekk sem áður er getið
þarf stór hluti kennarastéttarinnar
að sinna mörgum tugum nemenda,
jafnvel hundraðum nemenda, dag-
lega.
Er það furða þó starfsþreytu
gæti í kennarastéttinni? Sýnist
mönnum ekki uggvænlegt að um
það bil þriðjungur kennara telur sig
leggja hart að sér við kennsluna
án þess að ná settum markmiðum?
En samt, þrátt fyrir starfsþreytu
og streitu, og það hlýtur að sýna
þrautseigju og áhuga þeirra sem
við kennslu starfa, samt svara
kennarar í könnun Þórólfs Þórlinds-
sonar að þeir hlakki til kennslu-
stundanna og að þeir séu ánægðir
með starfíð sem þeir völdu sér að
ævistarfí vegna þess að það er skap-
andi starf sem mótast af samskipt-
um við böm og unglinga og veitir
•þeim tækifæri til að fínna farveg
áhuga þeirra fyrir skólamálum.
Þá vekur einnig athygli að kenn-
arar telja skorta námsefni og náms-
gögn við hæfí, námsefni sé úrelt
og ekki við hæfi nemenda í viða-
mestu námsgreinum grannskólans.
Fjárhagsvandi Námsgagnastofnun-
ar sem lögum samkvæmt á að sjá
grannskólum landsins fyrir náms-
efni og gögnum er öllu skólafólki
kunnur. Hinn mikli skortur á viðeig-
andi gögnum og námsefni leggur
kennuram þungar byrðar á herðar
þar sem þeir neyðast til að bregð-
ast við með því að útbúa, semja,
tína til, þósrita og aðlaga efni sem
ekki er ætlað til kennslu.
Vinna kennara
Eitt þeirra atriða sem dregið
hefur verið fram og tekið út úr
öðra samhengi er sú fullyrðing að
kennarar vilji ekki „40 stunda
vinnuviku og 6 vikna sumarfrí eins
og aðrir opinberir starfsmenn".
A undanfömum áram hafa farið
fram miklar umræður um vinnu-
tíma kennara og sýnist sitt hveijum.
Rúmlega 76% svarenda segjast oft
þurfa að „réttlæta" vinnutíma sinn
fyrir öðram vegna þess að þeir sem
lítið eða ekkert þekkja til skóla-
starfs halda að kennslan sjálf —
kennsluskyldan — sé eina vinnu-
skylda kennara. Menn eiga oft erf-
itt með að gera sér grein fyrir því
hvert starf felst í undirbúningi og
Skólinn skap-
ar verðmæti
eftir Áslaugu
Armannsdóttur
Öryggisþörf barna
Hvað skyldi það vera sem bam
þarf til, til þess að þroskast eðli-
lega, ná sjálfstæði og sjálfsöryggi.
Öryggi fá böm á heimilum sínum
og í umhverfínu. í öðru lagi þarf
bamið athygli og umhyggju. Böm
era mjög háð umhverfi sínu. Miklar
breytingar á umhverfí gera þau
öryggislaus.
I nútíma þjóðfélagi era heimilin
farin að bregðast bömunum hvað
öryggið varðar. Báðir foreldrar
verða að vinna úti til þess að endar
nái saman. Systkini era fá og oft
mikill aldursmunur á þeim, þannig
að ung böm era oft alein heima
mikinn hluta dagsins. Til þess að
mæta þessari þjóðfélagsbreytingu
verða skólamir að koma til móts
við þegnana, en það hafa þeir ekki
gert enn.
Skóladagur er alltof stuttur hjá
ungum bömum og af þvi leiðir að
þau era eftirlitslaus langan tíma
að deginum. Fæst böm þola að
vera alein heima. Þau leita þá til
félaga sinna, til foreldranna á
vinnustað, eða til skólans, þar sem
þau hafast við þar til foreldramir
koma heim.
Of stuttur skólatími
Tími sem ætlaður er til skóla-
göngu 7—9 ára bama dugir naum-
ast til að kenna þeim það sem til
er ætlast. Vegna þess hve tíminn
er naumur verða kennarar að
treysta á samst^rf við foreldrana
um heimanám bamanna og taka
foreldrar því sem sjálfsögðum hlut.
Nám bama á íslandi fór hvort sem
er íengst af fram á heimilunum og
hugsunarháttur gagnvart því hefur
ekki breyst mikið. En hvemig ætli
heimanámið gangi fyrir sig? Hve-
nær er tími til að sinna því? Hvers-
vegna eru kennarar að leggja þá
kvöð á foreldra að þeir taki þátt í
að kenna bömunum það sem þau
eiga að læra í skólanum? Er ekki
nær að foreldrar ráði því sjálfír um
hvað þeir fræða böm sín, en fylgist
svo með því sem bömunum er kennt
í skólanum, án þess að verið sé að
setja þeim fyrir heima?
Eins og þjóðfélagið er í dag, verð-
ur skólinn að koma til móts við
þarfír bamanna. Hann á ekki ein-
ungis að veita lágmarksfræðslu,
hann þarf einnig að geta sinnt þörf-
um nemenda fyrir umhyggju og
athygli. Til þess að geta það, þurfa
bömin að vera lengri tíma í skólan-
um á degi hveijum en nú er. Kenn-
arinn þarf að geta sinnt hveijum
einstaklingi sérstaklega. Hann þarf
Áslaug Ármannsdóttir
„íslenska þjóðin hefiir
ekki e&ii á því að fæla
hæfa kennara frá
kennslu eða gjörnýta
þá svo að þeir geti ekki
sinnt starfí sínu sem
skyldi.“
að þekkja hvert bam vel, þekkja
heimilisaðstæður, veikindasögu og
þroskaferil hvers einstaklings.
Kennari sem kennir tveim bekkjar-
deildum, sjö og átta ára bama, og
hefur í allt 50 nemendur, hefur
ekki möguleika á að sinna þessum
þörfum bamanna þótt hann feginn
vildi. Hann hefur einfaldlega ekki
tíma til þess. Þörf barnanna fyrir
athygli brýst svo út á ýmsan máta,
oft ipiður æskilegan.
Þreyttir kennarar
„Augun era spegill sálarinnar"
stendur einhvers staðar, en það
mætti líka segja, að bekkurinn sé
spégilmynd af sálarlífí kennarans.
Kennari sem er þreyttur og illa
upplagður nær ekki athygli nem-
endanna. Þeir verða órólegir, uppi-
vöðslusamir og leiðinlegir. Kennar-
inn nöldrar og heldur áfram að
koma bekknum í vont skap. En
hvaða kennari þekkir ekki
ánægjuna af því, þegar bekkurinn
hellir sér út í viðfangsefnið og vinn-
ur án þess að muna eftir tímanum.
Þannig ættu allar kennslustundir
að vera. En til þess að það takist
þarf kennarinn að hafa tíma. Hann
þarf bæði að geta sinnt nemendum
sínum vel, þann tíma sem hann er
samvistum við þá, og hann þarf
einnig góðan undirbúningstíma fyr-
ir kennsluna. Kennari sem hefur
bara kvöldin og helgamar til undir-
búningsvinnu, er ekki eins góður
kennari og sá sem getur Iokið öllu
í dagvinnu.
Það á ekki að eiga að eiga sér
stað, að kennarar vinni yfírvinnu.
Börn eru ekki dauðir híutir sem
hægt er að afgreiða á færibandi.
Námsefiiisgerð kennara
Alltof mikill tími fer í það hjá
kennuram að búa til námsefni.
Námsefni er af mjög skomum
skammti. Stærðfræði í 7—9 ára
bekkjum er t.d. aðeins rúmlega
helmingur af því sem venjulegir
nemendur komast yfír á einum
vetri. Mikið vantar á að nægar
kennslubækur séu til í íslensku fyr-
ir átta og níu ára böm.
Kennslubækur, sem höfða til
áhugasviðs ungra barna s.s. um
náttúrafræði, líffræði, eðlisfræði,
landafræði, alls konar tæki til rann-
sókna o.fl. þess háttar er ekki til.
Eina námséfnið ætlað sjö ára böm-
um utan íslensku og stærðfræði,
er samfélagsfræði, sem fyrst og
fremst miðar að mannlegum sam-
skiptum og þarf töluvert hug-
myndaflug til að gæða það lífí. Það
efíii sem til er í kristnum fræðum
er mjög hliðstætt samfélagsfræð-
inni. Vegna þess hve námsefni er
takmarkað, má segja að ljósritun
sé komin út í öfgar. Námsefni á
ljósrituðum blöðum verður aldrei
eins spennandi og vel útlítandi og
námsbækur. Hins vegar þarf náms-
efni ekki alitaf að vera í rituðu
máli. Það mætti til dæmis gefa út
leiðbeiningar eða hugmyndir að
notkun myndbanda. Hugmyndir að
verkefnum sem gætu verið verkleg
og skapandi. Hugmyndasnauð
kennsla hlýtur að drepa niður fram-
kvæði og sjálfstæði nemenda.
Lokaorð
íslenska þjóðin hefur ekki efni á
því að fæla hæfa kennara frá
kennslu eða gjömýta þá svo að
þeir geti ekki sinnt starfí sínu sem
skyldi. Því þó að kennarar skapi
ekki útflutningsverðmæti I venju-
legum skilningi þess orðs, þá eru
þau verðmæti sem liggja f æsku
þessa lands langtum dýrmætari.
Framtíð íslands mun ráðast af því
hvemig þjóðin er menntuð.
Höfundur er kennari við Grunn-
skólann á Flateyri.