Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDA(?UR 8. APRÍL 1988 fclk í fréttum Nýr Kemiedy gerir vart við sig Slagurinn um forsetakjörið í Bandaríkjunum magnast nú stig af stigi þar sem löngu er Ijóst að Ronald Reagan mun ekki sitja þriðja kjörtímabilið. Augu margja einblina þó Joe Kennedy heilsar upp á hugs- anlega kjósendur. lengfra fram í tímann en að næsta kjöri. Að fjórum árum liðnum telja margir að tími Joe Kennedy verði upp runninn, en Kennedyfjölskyldan er kunnari vestra en frá þurfi að segja. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Joe Kennedy er sonur Bobby Kennedy sem féll fyrir byssukúl- um morðingja í kosningabarát- tunni árið 1968. Hann var talinn sigurstranglegur. Bróðir Bobby var John F Kennedy sem var myrtur í forsetatíð sinni. Joe er talinn hæfileikaríkur og aðlaðandi maður. Sagt er að hann hefi ekki gefð afsvar, heldur hugsi málið, enda enn tími til stefnu. Astin sigrar að lokum Fyrir nokkru mátti vart hreyfa við útvarpi eða sjónvarpi án þess að heyra unga stúlku að nafni Belinda Carlisle kyrja geysivinsælt lag sitt Heaven is a place on earth“, eða Himna- riki er á jörðu niðri á frónsku. Belinda þessi var áður söng- kona kvennapoppsveitar sem hét The Gogos og var býsna vinsæl um skeið fyrir fáum árum. Það fór hins vegar fyrir Belindu eins og svo mörgum öðrum í henn- ar starfsgrein, að álagið varð of mikið og hún fór að snua sér í vaxandi mæli að miður hollum hlutum eins og áfengi og fíkniefn- um, sérstaklega þó kókaini og pillum af margri gerð. Hún sat brátt eftir og botninn datt úr glæstum ferlinum á tónlistarsvið- inu. „Kókið“ og pillurnar voru hennar verstu óvinir. Þá kom prinsinn á hvíta hestinum, svona rétt eins og í ævintýrunum. Þessi prins heitir Morgan Mason, sonur leikarans kunna James Mason. Þau Morgan og Belinda felldu hugi saman og það varð Belindu su lyftistöng sem á þurfti að halda. Hún ákvað að taka sér tak og gerði það eftirminnilega með hjálp hins nýja ástvinar. Hún hætti lyfjaneyslunni, létti sig um 15 kíló og safnaði að sér hæfum tónlistarmönnum, fór síðan að koma fram á ný, nema núna und- ir eigin nafni. Allt í einu var himn- aríki á jörðu niðri. Þá. Fremst i flokki með kvennasveitinni Gogos. Nú. Frelsuð af ástinni, með vini sinum Morgan Mason. COSPER — Ef þú ert ekki ánægður með aksturslag mitt, skaltu sjálfúr taka við. Tískuleiðtogimi Nigel Short! 1Ö&&7 COSPER aírnFm, i'.’ORT GP E/ESC'. :hampionships Nigel Short hefúr einkum verið þekktur og vinsæll í heimalandi sinu fyrir landvinn- inga og hetjuskap á skákborð- inu gegn ýmsum af sterkustu skákmönnum heims. Short er aðeins 23 ára gamall og þykir því eiga glæsta framtíð fyrir sér á sínu sviði og anda Bretar létt- ar að honum hafi verið kenndur manngangurinn í tíma. En það hefúr farið fyrir Short eins og svo mörgum öðrum skyndi- frægum mönnum fyrir austan haf (og raunar ekki síður fyrir vestan haf), að fólk sem er með tisku á heilanum hefúr farið að spekúlera í því í hverju skák- goðið gengur, einkum og sér í lagi er hann leggur til atlögu við sína sterkustu andstæðinga. Þykir Short frumlegur. Ekki eru þó allir sáttir á að Short sé smekkmaður í þessum efnum, sérstaklega þegar hann mætir til leiks í allt of stórum stuttbuxum, stórköflóttum með mýmörgum grænum og bláum fiðrildum af ýmsum stærðum, flöktandi fyrir augum manna. Það var á feikna- sterku móti í Júgóslavíu og þegar tólf umferðir voru búnar, var Short taplaus og hafði eins vinnings for- skot á næsta mann, Zoltan Ribli. Kvöldið - fyrir viðureign þeirra, kærði Ribli Short fyrir yfirdómaran- úm vegna brókana og sagði þær ósæmilegar. Það mætti sjá í gegn um þær að hluta! Á lokuðum fundi með dómaranum féllst Short á rök- in og samþykkti að klæðast öðrum búningi daginn eftir er þeir settust að tafli. Short grunaði hins vegar, að Ribli vildi með þessu taka sig á taugum og gerði því í því síðustu klukkustundimar fyrir skák þeirra, að láta Ribli sjá sig á yappi í fiðrild- unum með þeim afleiðingum að krókur kom á móti bragði. Það hallaði strax á Ribli yfir borðinu og hann reypdi hvað eftir annað að semja um jafntefli. Short og fiðr- ildin hans létu það hins vegar sem vind um eyru þjóta og unnu skákina örugglega. Það gilda engar sérstak- ar regur í skák um hvað menn eigi eða megi klæðast í rimmunum. Short væri því ’vís með að draga fram hinar umtöluðu stuttbuxur hvenær sem er. Og það má búast við því að hönnuðir i Bretlandi fari að framleiða sams konar tuskur. Nigel Short'kominn í ögn „hóg- værari“ stuttbuxur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.