Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988
39
Afinæliskveðja:
Garðar Jakobsson
bóndi — Lautum
Ég verð að segja eins og er, að
mér hálfbrá þegar ég frétti það að
hann Garðar í Hóluni, eins og hann
var kallaður heima í sveit hans,
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu,
væri hálfáttræður í dag, 8. apríl.
En ástæðan fyrir því að mér brá
er sú að mér fannst svo stutt síðan
að við Garðar vorum leikbræður á
Beinateigseyrinni. Við Reykjadals-
ána, þar sem eyrarrósin óx, og
sandlóan átti sér hreiður. Og fyrst
örlögin spunnu vef sinn á þann
veg, að við Garðar urðum nágrann-
ar í tuttugu og fimm ár, er mér
skylt að senda honum kveðju í til-
efni dagsins, frá mér og mínum.
Garðar Jakobsson fæddist í apríl-
mánuði, sem fyrr getur. Hann var
því vorsins bam foreldra sinna,
þeirra Jakobs Siguijónssonar og
Hólmfríðar Helgadóttur í Holum í
Reykjadal. Ekki ætla ég að ættfæra
þau að öðru leyti en því, að í ættum
beggja var listrænt fólk. Það er því
kannski engin furða að yngsta
bamið þeirra, yngsti sonurinn með
þennan svip heiðríkjunnar, yrði einn
af bestu sjálflærðu fiðlungum sýsl-
unnar. Enda þótt hann gæti aldrei
iðkað fiðluleik, nema í tómstundum.
Enda var það svo á þessum ámm,
að lífsbaráttan var hörð. Holtið og
móinn, plógurinn og herfíð, kallaði
á vinnandi hendur. Og Garðar vann
á heimili foreldra sinna um skeið.
En samt var það svo að hugurinn
Ieitaði frá matarstritinu til hugðar-
mála.
Vart tvítugur að aldri fór Garðar
tvo vetur til mennta í Laugaskóla,
sem var orðlagður fyrir góða
kennslu, á þess tíma mælikvarða.
Og ekki minnkaði félagshyggja
Garðars við það. Hann var að eðlis-
fari mjög sannur félagsmaður, í
Samtök móð-
urmálskenn-
ara 10 ára
AÐALFUNDUR Samtaka móð-
urmálskennara 1988 var haldinn
27. febrúar sl. í húsakynnum
BHM við Lágmúla í Reykjavík.
Fundurinn var Qölsóttur, enda
eru samtökin tíu ára um þessar
mundir og margt á döfinni.
Starfsemi félagsins hefur eflzt
með hverju ári og hafa samtökin
til dæmis tekið að sér ýmis verk-
efni fyrir framhaldsskóladeild
menntamálaráðuneytisins. Árlega
reynir félagið að standa fyrir endur-
menntunamámskeiði fyrir fram-
haldsskólakennara, en Kennarahá-
skóli íslands annast slíkt fyrir
grunnskólakennara. Næsta nám-
skeið verður haldið á Akranesi í
ágúst næstkomandi og verður þar
kynnt nýtt námsefni í tjáningu.
Félagið tekur þátt í samstarfí
móðurmálskennara á Norðurlönd-
um, sem árlega halda námskeið um
tiltekið efni. Næsta námskeið verð-
ur f Danmörku í júnílok og þar
verður fjallað um ritun.
Ýmsar ályktanir voru samþykkt-
ar á fundinum. Ákveðið var að setja
á laggimar útgáfunefndir fyrir
framhaldsskóla og grunnskóla,
marka þar ákveðna stefnu varðandi
útgáfu Skímu o.fl.
Úr stjóm gengu að þessu sinni
Ingibjörg Axelsdóttir, Baldur Haf-
stað og Guðbjörg Þórisdóttir. Stjóm
skipa nú Þórdís Mósesdóttir, Víði-
staðaskóla, formaður, Ragnheiður
Ríkharðsdóttir, Varmárskóla, eldri
deild, ritari, Margrét Friðriksdóttir,
Menntaskólanum í Kópavogi, gjald-
keri, Þuríður Jóhannsdóttir,
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
fulltrúi í stjóm Nordsprák, og Ásta
Svavarsdóttir, Háskóla íslands,
meðstjómandi.
þeim félögum sem hann taldi til
menningarauka og framfara fyrir
land og lýð.
Garðar var ekki kjörinn í hrepps-
nefnd, enda ekki kært sig um slíkt.
Hann hafði nóg á sinni könnu.
Hann starfaði í ungmennafélagi
sveitarinnar í mörg ár, af mikilli
fómfysi. Ég mun lengi minnast
samvinnu okkar í nefndum, eins og
í íþróttanefnd og leiklistarstjóm þau
örfáu ár sem við gátum unnið sam-
an áður en ég fór úr sveitinni. Ég
held sannast að segja, að Garðar
sé einn besti og farsælasti maður
sem ég hef unnið með í félagsmál-
um.
Ekki iná gleyma því, að Garðar
var vel glíminn á ungdómsárum og
afburða sundmaður á þess tíma
mælikvarða. Hann tók mikinn þátt
í söngmálum í sveit og sýslu og
söng í Karlakór Reykdæla í yfír
fjörutíu ár undir söngstjóm Páls
H. Jónssonar á Laugum og þess
munu fá dæmi, að Garðar hafí vant-
að á söngæfingu, enda einn af
stofnendum kórsins. Það er raunar
með ólíkindum hvað Garðar gat
komist yfir ásamt bústörfum, því
nú gerðist Garðar einyrkjabóndi í
lok fjórða áratugarins. Garðar
kvæntist einni af bestu stúlkunum
í Reykjadal, Þorgerði Glúmsdóttur
í Vallakoti. Þau þjuggu í farsælu
hjónabandi um fjörutíu ára skeið.
Þau byggðu sér nýbýli í landi Hóla
er þau nefndu Lautir, og vom síðan
kennd við þann stað. Þau eignuðust
fjögur börn. Um tölu bamabama
veit ég ekki, en þau em allmörg.
Konu sína missti Garðar árið 1979
og hefur hann rekið búið með
yngstu dóttur sinni síðan.
En þessum tímamótum míns
gamla sveitunga, bóndans og fíðlar-
ans í Lautum, sem á þessum degi
getur horft með stolti jrfír farinn
veg, ætti að gera miklu betri skil
en hér er gert.
Garðar minn! Þessi fáu orð sem
hér em skrifuð eiga að vera heilla-
óskir með daginn, en um leið þakk-
læti fyrir gömul kynni, og þá ekki
síst á kvöldum skammdegisins, er
við bundum á okkur skautana og
bmnuðum eftir svellgljánni í mána-
skini kvöldsins.
Gísli T. Guðmundsson
BANDARIKIN
VV/”.'
pnrou Ameríku!
Við fljúgum alls 17 sinnum í
viku vestur um haf í sumar, til
fimm heillandi áfangastaða:
BaltimoreAVashington (3),
Boston (2), Chicago (3),
Orlando (2) og New York (7).
Hvern dreymir ekki um að sjá
Ameríku a.m.k. einu sinni?
Komdu því í verk í sumar.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur
Flugleiða, umboðsmenn um allt land
og ferðaskrifstofurnar.
FLUGLEIÐIR
-fyrír þíg-
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2,
Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.
(F réttatilkynning)