Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988
Nú sjá menn myndina
af framtíð Norðurhafa
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Þegar menn sjá þá mynd af norð-
urslóðum, sem hér er dregin upp,
þarf áreiðanlega ekki að rita neina
áróðursgrein. Baráttan siðasta ára-
tuginn er líka komin á lokastig.
Hér er því aðeins hugmyndin að
skýra lauslega hvað er að gerast.
Varla er hægt að segja það í færri
orðum en þeim að verið er að „loka“
nyrstu höfum frá Noregs- og Skot-
landsströndum vestur til Kanada.
Það geta þjóðir norðursins gert að
réttum alþjóðalögum og eru að
gera.
Síðustu mánuðina hefur ötullega
verið að því unnið að kynna norsk-
um og dönskum yfírvöldum sjónar-
mið íslendinga i þessu efni. Dagana
25. og 26. janúar var í boði utanrík-
isráðuneytisins haldinn í Reykjavik
embættismannafundur íslendinga,
Norðmanna og Dana vegna Græn-
lendinga (og hugsanlega líka Fær-
eyinga, sem greinarhöfundur vildi
helst að unnt yrði að koma inn í
mjmdina. Og það er að sjálfsögðu
hægt með samningum ef ríkis-
stjómimar þtjár, sem um málið
flalla, hafa nægilegan vilja til
þess.). Á þessum fundi lagði dr.
Manik Talwani, sem um langt skeið
hefur verið helsti sérfræðingur ís-
lendinga í hafsbotnsmálum, fram
kort það sem hér birtist ásamt skýr-
ingarmjmdum þeim sem birtast hér
á opnunni til glöggvunar áhuga-
mönnum um þetta mál, og væntan-
lega eru allir íslendingar það.
í fréttatilkynningu af fundi þess-
um segir:
„Fulltrúamir voru sammála um
að kanna nánar þær upplýsingar
sem lagðar voru fram á fundinum,
ásamt niðurstöðum annarra rann-
um eru sýnd með óbrotinni linu, en önnur mörk
efnahagslögsögu með punktalínu. Kortið sýnir hina
miklu víðáttu sem friða má á norðurslóðum.
sókna á svæðinu og ræða á gmnd-
velli þeirra möguleikana á frekari
samvinnu. Ákveðið var að hittast
aftur síðar að höfðu samráði milli
aðila".
Af íslendinga hálfu var lögð rík
áhersla á að leitast yrði við að koma
á einhvers konar sameign eða sam-
nýtingu á svæðinu öllu líkt og gert
var með tveim merkum samningum
um Jan Mayen svæðið 1980 og
1981. Að mati höfundar er það
raunar nauðsynlegt ef „loka“ á
svæðinu öllu, því að rétturinn til
þess byggist að hluta til á því að
notast við framlengingu frá Jan
Mayen-svæðinu eftir svonefndum
Mohns-hrygg yfir til Noregs, en
íslendingar eiga réttindi á svæðinu
samkvæmt framangreindum samn-
ingum, bæði til hafsbotns og vissrar
hagnýtingar efnahagslögsögu um-
hverfís Jan Mayen.
Réttindi þau sem nú er verið að
tryggja eru eignarréttindi á hafs-
botninum og öllum lífverum, sem á
honum eru eða í. í 77. gr. hafréttar-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna, 1.
tölulið, segir. „Strandríkið beitir
fullveldisréttindum yfír landgrunn-
inu, að því er varðar rannsóknir á
því og hagnýtingu náttúruauðlinda
þess.“
Og 4. töluliður 77. greinar hljóð-
ar svo:
„Til náttúruauðlindanna, sem
getir er í þessum hluta, teljast jarð-
efnaauðlindir og aðrar ólífrænar
auðlindir hafsbotnsins og botnlag-
anna ásamt lífverum í flokki botn-
setutegunda, þ.e.a.s. verum sem á
nýtingarstigi eru annaðhvort hreyf-
ingarlausar á eða undir hafsbotnin-
um eða geta ekki hreyft sig nema
í stöðugri snertingu við hafsbotninn
eða botnlögin."
Kröfur þær, sem ríkin þijú eru
nú að skoða og lýsa vonandi form-
lega við Sameinuðu þjóðimar áður
en langt líður, eru hins vegar
byggðar á 76. gr. sáttmálans og
er þar stuðst við 4. tölulið a) II, sem
er tiltölulega einfalt ákvæði þótt
greinin í heild sé geysiflókin og
vart í öllum atriðum skiljanleg öðr-
um en hæfustu fræðimönnum —
og deilir þá raunar á um skilning
sumra ákvæða. Óumdeilt hygg ég
þó vera að ákvæðið, sem áður er
vitnað til og við styðjumst við,
Lausn verður að
fínna á Hatton-
Rockall-deilunni
Eins og kunnugt er hefur nú
um langt skeið verið mjög náið
samstarf milli íslendinga, Færey-
inga og Dana um réttargæslu
þjóðanna á Hatton-Rockall-svæð-
inu. Þetta samstarf hefur m.a.
borið þann árangur að þjóðimar
gerðu á sl. hausti út mikinn leið-
angur til að rannsaka jarðlög á
svæðinu og em menn nú önnum
kafnir bæði í Orkustofnun og er-
lendis að vinna úr tölvugögnum.
Engin vandamál eru í samskiptum
þessara þjóða varðandi málið enda
hafa íslendingar frá upphafi stutt
málstað Færeyinga.
Hinu er ekki að leyna að erfíð-
lega hefur gengið að fá Breta til
að setjast niður við samningaborð.
Er þó alveg ljóst að hvort sem lit-
ið er til almenns réttar eða ákvæða
83. greinar hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna er þeim skylt
að alþjóðalögum að ræða við aðra
þá sem kröfur gera til réttinda á
svæðinu. Þótt málið sé flókið er
eitt ljóst, Bretar geta aldrei öðlast
nein réttindi á svæðinu gegn mót-
mælum Dana og íslendinga. Það
vita þeir auðvitað þótt sumir þeirra
neiti því.
En setjum okkur í spor Breta.
Þeim tókst mótmælalítið að leggja
Rokkinn (klettinn Rockall) undir
sig. Út frá honum drógu þeir 200
sjómflna fískveiðilandhelgi og
„helguðu" sér síðan hafsbotnsrétt-
indi á svæðinu, sem er þó þannig
að lögun að ógjörlegt er fyrir und-
irritaðan að skilja rökin fyrir þeirri
aðgerð. Klettinn eiga þeir og ís-
lendingar hafa aldrei gert neitt
tilkall til hans, gagnstætt því sem
nokkrir fáfróðir menn hérlendis
hafa haldið fram. Hins vegar barð-
ist íslenska sendinefndin á hafrétt-
arráðstefnunni harkalega gegn
margítrekuðum kröfum Breta og
annarra um að sker eða nibbur á
borð við Rokkinn fengju 200 mflna
efnahagslögsögu. Grein sú sem
um þetta ijallar, 121. grein haf-
réttarsáttmálans, stóð því óhögg-
uð. Auðvitað gremst Bretum þessi
niðurstaða. Var þetta allt þó sæmi-
lega bærilegt þar til menn fóru
að fá glýju í augun út af hugsan-
legum olíuauðlindum á svæðinu.
Breta skortir orku og fyrstur
skyldi ég til að viðurkenna sann-
gimi þess að þeir hlytu mest rétt-
indi til olíuleitar og hagnýtingar
slíkra auðæva ef fínnast kynnu, á
öllu svæðinu, þegar samningar
tælgust um sameign og samnýt-
ingu þess. Margar leiðir eru til að
leysa mál á borð við þetta í vin-
semd. Fyrst er auðvitað að ræða
saman. Síðan mætti skipa sátta-
nefnd líkt og í Jan Mayen-málinu.
Þá kæmi til greina að setja málið
í gerð eða vísa því til dómsmeð-
ferðar í heild eða hluta þess.
Fyrir mér hefur aldrei verið
mikill áhugi á því að íslendingar
færu að gerast einhveijir olíufurst-
ar suður í höfum enda aldrei haft
mikla trú á að um slík auðævi
væri að ræða á svæðinu fyrr en
þá kannski nú vegna ásóknarinnar
í heimildir til olíuleitar sífellt vest-
ar frá Bretlandseyjum. Sú ein-
kennilega afstaða Breta sl. vor