Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 BRÉF FRÁ BANGLADESH I: Fá lönd í heiminum hafa jafn hryggilega ímynd út á við og Bangladesh. Þar virð- ast aðeins gerast hörmulegir atburðir, þjóðin ófær um að standa á eigin fótum, hún er að drukkna í fáfræði og fólks- fjölda, fellibyljum og óáran. Vegna allra þessara hörm- unga fellur í skuggann, að landið er fagurt og fólkið ljúft. allt er framandi og for- vitnilegt, margt ömurlegt en fleira svo gjöfult að maður kemur frá þessu landi með minningar og upplifun sem ættu kannski að gera mann að betri manneskju í bili. Eg kom að sönnu heim ökklabrotin, eftir að hafa þvælzt fyrir i götuólátum. En ég kom Iíka með í pússi mínu festi úr skeljum, sem hún Kassida, blásnauð sjö ára stelpa, bjó til handa mér og vildi ekki leyfa mér að borga svo mikið sem eina krónu — sem var verðið á f estinni. Hún var að selja festarnar sínar á löngu sandströndinni við Cox Bazar. Eg kom líka heim með þurrkað blóm sem krílið Tint- in rétti mér. Að ekki sé nú talað um teygjubindið sem safnað var fyrir á markaðnum i Khulna til að binda utan um fótinn á mér. En fyrst og fremst kom ég heim með flóknar minning- ar ... ég hélt ég væri ferða- vön heimskona og fátt kæmi mér lengur á óvart. En svo fór ég til Bangladesh. Róleg umferð hjá riksjá-körlum. Þar sem býr hamingjan, elskan og sorgin. IBangladesh skildi ég til fullnustu hvað orðið mannhaf felur í sér. Þröngin alls staðar og alltaf þvílík, að ég get ekki jafnað því til neins. Maður hafði á tilfinning- unni, að allar þessar millj- ónir væru alls staðar og alltaf. Enda er Bangladesh — þjóð Bangla eins og nafnið þýðir — þéttbýlasta land á jarðarkringlunni. A svæði sem er ámóta að stærð og England búa nær því 105 milljónir. Þó er vænn hluti landsins frumskógar, þar sem fílar, apar og svo hið fræga Bengal-tígrisdýr ráða ein ríkjum. Fljótin hríslast um landið eins og æðakerfi og fljótalífið er hluti af hversdagslífí milljóna. Fljótin sem liðast um landið, hvar það kúrir í eystra homi Bengalflóa, eru um 5000 mflna löng. Það eru árnar Ganges og Bramaputra sem koma sitt úr hvorri áttinni og halda síðan áfram um landið og hafa nú fengið bengölsk nöfn, Padma og Jamuna. Landið er frjósamt og flatt, nema þegar kemur austur af Chittagong- hæðunum, þar búa frumbyggjamir og hafa sáralítið samneyti við aðra íbúa, gera sér ekki tíðförult úr byggðum sínum. Mér er sagt, að allmargir kristniboðar hafí starfað meðal ættbálkanna og furðu hátt hlutfall fólksins er kristið. Annars em um 98% múhameðstrúar og isl- am mun hafa fest hér rætur fyrir fímm hunduð ámm. Augljós virðast áhrif hindi, sem eðlilegt er. Islam er þó ekki opinber ríkistrú, en öðm hverju heyrast raddir um að setja lög um það. Meðan ég var í Bangla- desh gaf Ershad forseti út yfírlýs- ingu um að hann og stjómin stefndu að islömsku lýðveldi í landinu. Hsina Wajid leiðtogi stærsta stjóm- arandstöðubandalagsins mótmælti þessu snarlega og sagði að það væri hluti af fullveldi þjóðar að ráða sinni trú og hreint fáránlegt væri að gera landið að „islömsku lýð- veldi". Með leyfí væri forsetinn að tala um að Bangladesh ætti að verða annað íran? Forsetinn hafði ekki svarað þvf, þegar ég Vissi síðast. Bangladeshar virðast al- mennt vera góðir og gegnir múham- eðstrúarmenn, hvort sem lög mæla nú fyrir um það eða ekki. Þeir reyna að halda boð spámannsins í heiðri, vín er hvergi að fá nema á hótelum í Dhaka þar sem útlendingar em og í verzlunum sem hafa til þess sérstakt leyfí. Þeir gefa af fátækt sinni betlandi löndum sínum og margir biðja eins og Kóraninn mælir fyrir. Einu sinni í förinni hafði ég farið í fljótaferð upp til Khulna og það fréttist í bænum, að útlendur blaðamaður væri kom- inn. Þetta var á miðvikudegi og Rotaryklúbburinn sendi boð til mín á stundinni, hvort ég vildi vera gest- ur þeirra og segja fundinum frá hvað mér fyndist um Bangladesh og svo eitthvað um ísland. Rotary- fundurinn hófst klukkan hálf sex og á mínútunni sex var gert fímmt- án mínútna hlé, svo að þeir trúuð- ustu gætu farið með bænir sínar í ró og næði. Síðan var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Þessi klúbbur hafði um 30 félaga innan sinna vébanda og var nú að safna fé ásamt mörgum öðmm klúbbum til að hægt yrði að senda þekktan frelsisstríðshermann til lækninga vegna alvarlegrar nýmaveiki. Þetta fékk góðar undirtektir á fundinum. Það er rós í hnappagat hvers, sem getur með sanni haldið því fram, að hann hafí tekið þátt í frelsis- stríði þjóðarinnar 1971. Á alían hátt kemur Bangladesh fyrir sjónir sem land þverstæðna og andstæðna. Landið er að sönnu fagurt og frítt og fólkið er skínandi gott. En það er engu líkara en allt leggist á eitt um að hefta allt, sem gæti boðað betri framtíð þessari þjóð. Ifyrst og fremst er um að kenna dæmalausum óstöðugleika í stjóm- málalffínu, hver höndin hefur verið upp á móti annarri, allar götur síðan landið fékk sjálfstæði síðla árs 1971. Eftir bióðugt stríð við herra- þjóðina í Vestur-Pakistan og undir iokin með tilstyrk Indveija. Það er engu líkara en það sé orðin kækur að herinn geri bylt- ingu. Hæstráðandanum er yfírleitt slátrað og helzt fjölskyldu hans líka. í Chittagong sá ég höllina sem einn forsetinn, Ziaur Rahmann, var drepinn í að næturþeli 1981. Ekkja hans, Khalida Zia, slapp og leiðir nú næst stærsta stjómarandstöðu- bandalagið. Þá var enginn sjálfkjör- inn til að taka við og þá var eina ráðið að gera aðra byltingu til að komast að niðurstöðu um það. í Dhaka fór ég að hitta Hasinu Wajid, sem áður er getið, dóttur Mujiburs Rahmans, „föður Bangla- desh“, sem var helzti baráttuforing- inn í frelsisstríðinu og fyrsti forsæt- isráðherra landsins. Hann reyndist að dómi hersins ekki nógu kænn þegar að því kom að leiða landið eftir sjáifstæði. Því réðst herinn inn á heimili hans í Dhaka og drap hann og konu hans, tvo syni og tengdadætur og nokkrar frænkur. Hasina var þá nýgift og með manni sínum við nám í Vestur-Þýzka- landi. Hún var þvf sú eina úr fjöl- skyldunni sem slapp lífs og hún sýndi mér götin eftir byssukúlumar í bókaherberginu, þar sem faðir hennar hafði setið, þegar hermenn- imir þustu inn á heimilið og myrtu hann. Það var árið 1975. Það segir sig nokkum veginn sjálft að nái nú nýr forseti völdum fer í það tími og ógrynni fjár að tryggja sig í sessi. Þangað til herinn hefur fengið sig fullsaddann og steypir honum. Ershad hefur setið lengst forseta, eða í fímm ár, og það er í frásögur færandi að hann lét ekki myrða þann forseta sem hann hratt úr sessi. Það þarf ekki mikla skarp- skyggni til að sjá, að þeim fjármun- um sem forsetinn verður að nota til að hafa herinn góðan, mætti veija betur, og er þá ekki djúpt í árinni tekið. Meðal annars með því að auka tæknivæðingu í landbún- aði. Eins og áður segir er landið gróðursælt og fijósamt og þar er mikil hrísgijóna- og terækt svo eitt- hvað sé nefnt. En tækjakosturinn er frumstæður; tréplógur og tveir uxar þegar bezt lætur. Eg sá hvergi traktorana sem myndir voru af í bæklingum upplýsingaráðuneytis- ins. Sama máli gegnir með fískveið- ar. Ótal stofnanir hafa aðsetur í Dhaka eða öðrum borgum, og stýrt er alls konar kennslu- og fræðslu- starfsemi, en allt gengur ofurhægt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.