Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Nýr meirihluti á Færeyjaþingi Kona í landsstjórn Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR Færeyjaþing kom saman i fyrsta skipti eftir páska hafði nýr meirihluti verið myndaður og kona tekið sæti i landsstjórn, Karolina Petersen að nafni. Stjóraarkreppan frá því fyrir páska hafði verið leyst með því Kristilegi þjóðarflokkurinn gekk úr meirihlutasamstarfinu og Framsóknarflokkurinn kom í staðinn, þannig að meirihlutinn hefur nú 17 þingmenn af 32, eins og áður. Stjómarkreppan hófst þegar full- trúar Kristilega þjóðarflokksins á þingi og í landsstjóm, Tordur Nic- lasen og Niels Pauli, riftu sam- Eþíópía: Höfuðstöðvar stjóraarhers Eþíópíu í borginni Afabet í Eritreu. Skæruliðar frelsisfylkingar Eritreu hafa náð borginni og stöðvunum á sitt vald. Starfsmenn hjálparstofnana reknir frá hungursvæðum Addis Ababa. Reuter. EÞÍÓPSK yfirvöld hafa skipað útlendingum, sem stunda hjálp- arstarf á hungursvæðunum í norðurhluta landsins, að hypja sig á brott. Var það gert á þeirri forsendu að starfseminni stafaði hætta af skæruliðum í norður- héruðunum Tiger og Eritreu. Samhliða brottvísun starfsmanna hjálparstofnana tilkynnti stjómin að landsmenn yrðu að herða sulta- rólina á næstunni vegna bardag- anna. Mengistu Haile Mariam, for- seti, sagði að allsheijar herkvaðning stæði fyrir dyrum vegna átaka við skæruliða og að allir vopnfærir menn yrðu að svara kalli. Varalið til átakasvæða Mengistu gaf ekki til kynna til Nagorno-Karabakh: Vongóðir um far- sæla lausn vandans Moskvu. Reuter. RÍKIS- eða héraðsstjórain í Nagorno-Karabakh, héraðinu í Azerbajdzhan, sem Armenar gera tilkall til, virðist vongóð um, að Sovétstjórnin muni færa það aftur undir Armeníu. Var þetta haft eftir einum embættismanni héraðsstjóraarinnar. hvaða aðgerða stjómin hygðist grípa í baráttunni gegn skærulið- um. Sendifulltrúar erlendra ríkja í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, sögðu í gær að allt varalið stjómar- hersins hefði verið kvatt til og sent til átakasvæðanna í norðurhluta landsins. Á sunnudag náðist óvænt samkomulag í landamæradeilum Eþíópíumanna og Sómala og var friðarsamkomulag undirritað sam- dægurs. Hermt er að Eþíópíumenn hafi gefið verulega eftir til þess að geta sent hluta hersveita sinna frá suðurlandamærunum sem fyrst til Tígre og Eritreu. Hermt er að skæruliðar Frelsis- fylkingar Eritreu (EPLF) hafi nú endurheimt svo til öll þau svæði, sem þeir misstu í sókn stjómar- hersins gegn skæruliðum í byijun níunda áratugarins. Að sögn opinberrar stofnunar, sem samræmir starfsemi hjálpar- stofnana í Eþíópíu, lætur nærri að um þijár milljónir manna búi við hungur í Tígre og Eritreu. Sigrar skæruliða Skæruliðar halda því fram að þeir hafi unnið hvem sigurinn á stjómarhemum af öðrum undanfar- ið. Segjast þeir hafa náð 12 borgum úr höndum stjómarhersins á hálfum öðmm mánuði. Er hermt að ófarim- ar gegn skæruliðum hafi lamað hugrekki og siðferðisþrek stjómar- hermanna og að agi sé nú lítill á þeim bæ. Bardagamir höfðu leitt til þess að hjálparstarf lá svo til alveg niðri. Milli 40 og 60 útlendingar hafa unnið að hjálparstarfi á vegum ýmissa líknarsamtaka á hungur- svæðunum, þar sem ástandið versn- ar með degi hveijum. Meðal þeirra, sem reknir hafa verið burt em starfsmenn stofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða kross- starfsyfirlýsingu meirihlutans frá því fyrir rúmlega þremur ámm, eftir að lagt hafði verið fram fmm- varp um jafnrétti kynjanna á þing- inu. Flokkurinn gat hvorki fellt sig við innihald fmmvarpsins, né að það yrði tekið til afgreiðslu á þinginu, þrátt fyrir að flokkurinn hefði áður getað lagt fram skoðanir sínar á frumvarpinu í landsstjóminni. Fmmvarpið hafði verið lagt fyrir þingið, vísað til nefndar til frekari umfjöllunar, og því var ekki hægt að afturkalla það. Flokkurinn tók því þá ákvörðun að rifta samstarfs- yfirlýsingu meirihlutans. Stuttu eftir að meirihlutinn hafði verið myndaður eftir kosningamar í nóvember 1984 klofnaði Fram- boðs- og fískivinnuflokkurinn í tvo flokka, Kristilega þjóðarflokkinn og Framsóknarflokkinn. Eini þingmað- ur Framsóknarflokksins, Adolf Hansen, notaði tækifærið nú og gerðist 17. þingmaðurinn í meiri- hlutasamstarfinu, auk þess sem Karolina Petersen, úr sama flokki, fékk sæti í landsstjóminni. Hún fer meðal annars með félagsmál, og verður strax í eldlínunni því eftir fyrirrennara hennar liggja fleiri fmmvörp sem tilbúinn em til af- greiðslu á þinginu áður en sumar- hlé þess hefst. Karolina Petersen hefur sjálf kosið að kalla sig landsstjómar- mann, með hliðsjón af víðari merk- ingfu orðsins „maður,“ og hún hefur sagt að hún ætli að bæta ástandið í félagsmálunum vemlega, sérstak- lega hvað varðar málefni aldraðra. Þess má einnig geta að fyrirrenn- ari hennar í landsstjóminni, N.P. Danielsen, er prestur, en hún prestsfrú, gift prestinum Petur Pet- ersen. ERLENT í símaviðtali við embættismann- inn sagði hann, að nokkuð hefði dregið úr verkföllum í héraðinu en samgöngur væm þó enn í miklum ólestri. „Við höfum hætt mótmæl- unum að mestu en bíðum enn eftir formlegri ákvörðun Sovétstjómar- innar. Við vonum, að hún muni leysa vandann," sagði embættis- maðurinn. Deilumar milli Armena og Az- erbajdzhana hófust þegar héraðs- þingið í Nagomo-Karabakh sam- þykkti að krefjast þess, að það yrði fært undir Armeníu en það hefur tilheyrt Azerbajdzhan frá 1923. íbúamir em langflestir af armensk- um upprana. o> s < w RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST W Kodak UMBODID P3 Nautin ognývirkið Það er vinsælt að hafa kýr í forgrunni þegar furðuverk mannskepnunnar eru fest á filmu. Illfyglið í fjarska er í raun nýstárlegur loftbelgur. í honum svifur einn þátttakenda í keppni um það hver er fljótastur í loftbelg milli Perth og Sydney í Ástralíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.