Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Afinæliskveðja: Jónas B. Jónsson fv. fræðslusljóri Jónas B. áttræður, ótrúlegt, eitt sinn skáti, ávallt skáti. Skátahöfð- ingi. Ættir Jónasar B. ætla ég ekki að rekja enda ekki nógu kunnur. Jónasi B. kynntist ég á haust- dögum 1954 er ég gerðist stunda- kennari við Langholtsskóla, sem þá var undir stjóm sæmdarmannanna Gísla Jónssonar skólastjóra og yfír- kennarans Kristjáns J. Gunnarsson- ar, það var góð skólun fyrir nýliða. Þá voru aðeins fimm bamaskólar í Reykjavík og tveir gagnfræðaskól- ar. I dag rekur Reylqavíkurborg tuttugu og sex grunnskóla, tvo fjöl- brautaskóla ásamt iðnskóla. Það voru verk Jónasar B. að ryðja brautina í þróun skólamála í Reykjavík á 30 ára starfsferli sínum sem fræðslustjóri, einnig naut landsbyggðin forsjár hans og leið- sagnar. Jónas B. sýndi mikla framsýni, enda embætti hans viðamikið, skólamál, æskulýðsmál, íþróttamál, leikvallamál, bamaheimili og síðast en ekki síst málefni Borgarbóka- safns og útibúa þess. Jónas B. hafði og hefur ákveðnar skoðanir á þeim málum sem hann stjómaði, stóð og féll með ákvörðunum sínum, þ.e. stóð. Hann var harður í hom að taka og lét okkur, sem stjómuðum skólum borgarinnar, fínna að við yrðum að vera vanda okkar vaxnir. Hann var líka sanngjam og mat störf okkar. Hann vildi hag skóla borgarinnar og nemenda þeirra sem mestan. Hann reyndi að útvíkka sjón- deildarhring okkar og frá árinu 1964 efndi hann árlega til kynnis- ferða skólastjóra til nágrannalanda okkar til kynningar á því sem þar var að gerast. Jónas B. er í mínum huga eini fræðslustjórinn, enda hefúr Reykjavíkurborg ekki átt annan. I grunnskólalögum frá 1974 vom settir fræðslustjórar í öll kjördæmi landsins, en höfundar þeirra laga tóku ekki tillit til þess að Reykjavík er eina kjördæmið sem er einungis eitt sveitarfélag ólíkt hinum. Skammsýni þeirra hefur orðið til þess að embætti fræðslustjóra í kjördæminu (þ.e. Reykjavík) varð ríkisembætti. Persónulega og fýrir hönd Skóla- málaráðs Reykjavíkurborgar flyt ég honum bestu þakkir fyrir framsýni og fomstu í skóla- og menningar- málum borgarinnar. Honum og fjölskyldu hans allri flyt ég bestu framtíðaróskir um ókomin ár. Ragnar Júlíusson, formaður Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar. Jónas B. er áttræður í dag 8. apríl. Á þessum tímamótum langar mig að senda honum kveðju með þakklæti fyrir leiðsögn um langt árabil. Þegar ég tók við starfí sem skólastjóri í Reykjavík hafði Jónas verið fræðslustjóri í tæp 30 ár. Skólastarf í Reykjavík bar þess líka Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. greinilega merki. Ég hafði kynnst Jónasi áður meðan ég var við skóla- stjóm úti á landi. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur eins og hún hét þá, var sá staður sem skólamenn utan af landi leituðu mikið til. Þar var allt- af eitthvað að gerast, eitthvað sem manni þótti horfa til framfara. Reykjavík var í forystu í skólamál- um, eins og eðlilegt er að hún sé, og Jónas B. Jónsson leiddi það starf. Þegar ég svo tók við starfí sem skólastjóri Fossvogsskóla urðu kynni okkar Jónasar nánari. Foss- vogsskóla var ætlað nokkuð frávik miðað við hefðbundna skóla þess tíma. Hann átti að taka upp opna kennsluhætti, sveigjanlegt starf. Skólabyggingin var hönnuð með þetta í huga. Allt var það Jónasar verk. Hann hafði þá eins og jafnan fyrr og síðar haft vakandi auga fyrir því sem var að gerast í kring- um okkur og valdi úr það sem hon- um þótti best fara og myndi henta íslenskum aðstæðum. Hann sótti fyrirmyndina til Englands að þessu sinni. Næmi hans brást ekki þar fremur en endranær. Þetta sterka innsæi hans í skólamálum, tilfinn- ing fyrir breyttum tíma og þrotlaus en hávaðalítil leit að svörum, hafði Ieitt hann til þess staðar sem sveigj- anlegt skólastarf hafði blómstrað best. Þegar við áttum tal saman um Fossvogsskóla og hlutverk hans geislaði af honum áhuginn og hann lét mig finna að hann hefði áhuga á að ég sækti um skólastjórastarfið þó hann segði það ekki við mig beinum orðum. Þess sama varð ég svo oft var seinna meir í samskipt- um Jónasar við stjómendur skól- anna hversu laginn hann var að veita þeim stuðning sinn þó hann gæti líka orðið nokkuð hvass ef honum þótti mikið miður. Fyrir stjómanda sem er að hefja tilráunastarf þá ræður stuðningur yfirvalda oft úrslitum hvemig til tekst. í þeim efnum á ég Jónasi margt að þakka. Hann studdi ræki- lega við skólann og hitt var þó mest um vert hve mikinn áhuga hann sýndi öllu sem hér fór fram. Hann hafði hins vegar ekki um það mörg orð. Hann var skólamaður fram í fingurgóma. Mat hans var byggt á langri reynslu. Það var grundvallað á áralangri reynslu í samstarfí við böm og með djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál, í alda- gamalli íslenskri menningu. Mér fínnst fáum mönnum hafa skilist það betur og sýnt betur í verki að þjóðarauður landsins væri æskan. Embætti fræðslustjóra var mjög kreljandi, ekki síst þar sem það var eina embættið sinnar tegundar í landinu um áratugi. Fræðslustjór- inn í Reykjavík var í fararbroddi í skólamálum landsins þó embættið væri bundið höfuðborginni. Þar vom þróaðir ýmsir þeir þættir sem síðan hafa skipað fastan sess í starfí skólanna svo sem námsstjóm og sérkennslu og sálfræðiþjónusta. Til Reykjavíkur var alltaf hægt að leita fyrir framsækna skólamenn og hjá Jónasi fengu menn leiðbein- ingar um hvar helst væri að leita fanga erlendis. Þessa hafa menn saknað með breyttum tíma. Forysta Reykjavíkur í skólamálum er ekki sú sem hún var. Það er margs að minnast úr sam- starfínu við Jónas. Hann vísaði mér veginn í Englandi og kom mér þar í kynni við hina fæmstu skóla- menn. Ég fór með honum ásamt fleiri skólamönnum til Banda- ríkjanna fyrir 15 ámm og var sú ferð ógleymanleg. Þar var hann fræðslustjóri og sem slíkur mjög ömggur og passasamur. Ég hef síðan farið margar námsferðir og þær góðar en þessi ber þó af, bæði hvað varðar notagildi og góðan ferðaanda. I þeirri ferð varð Jónas 65 ára og gerðum við okkur daga- mun af því tilefni. Þar sem ég get ekki heimsótt Jónas nú á áttræðis- afmæli hans verð ég að láta mér nægja minningar frá þessu skemmtilega afmæli. Þó Jónas hafi fyrir mörgum ámm látið af starfí sem fræðslustjóri þá virðist hugur hans alltaf bundinn skólunum. Þegar hann kom hingað í heimsókn fyrir fáum vikum var ekki að fínna að áhugi hans hefði minnkað. Hann gekk um og skoð- aði og spurði í þaula. Hann var enn með sama faglega þankaganginn, þankagang sem í raun sker úr um hvort menn em skólamenn. Jónas býr við þær kringumstæður að fjöl- skylda hans hefur alla tíð verið í náinni snertingu við skólann. Á ég þar við eiginkonu hans, Guðrúnu Ogmundsdóttur, og börnin. Ég veit þetta af eigin raun því ég hef verið svo lánsamur að kynnast þeim nokkuð. Slíkt er ómetanlegt fyrir áhugamann eins og Jónas. í dag standa skólamál á íslandi á miklum tímamótum. Okkur vantar sterka forystu, einkum til áhrifa á stjórn- málasviðinu. Þó Jónas væri aldrei í forystu stjómmálanna var ótrúlegt hve honum tókst að hafa áhrif á þá menn sem stýrðu borg og ríki á þeim tíma. Slíkt vantar í dag þegar enginn stjómmálamaður þorir að taka á þessum málum í fram- kvæmd. Þar stendur Reykjavík illa að vígi í dag. Þessi afmæliskveðja er þakklæti frá mér persónulega til Jónasar en jafnframt þakkir fyrir hönd skólamanna í þessu landi fyr- ir einstakt framlag Jónasar í þeim málum sem snerta þróun skóla- starfs og þá jafnframt æsku þessa lands. Hér hefur ekki verið tíundaður uppmni Jónasar eða ætt. Vænti ég að aðrir geri það. Hann er Hún- vetningur eins og flestum mun kunnugt, frá Torfalæk í A-Hún. Ég hef heldur ekki getið þeirra fjöl- mörgu starfa Jónasar er tengjast skólamálum eins og samning náms- bóka, forstaða í fjölda nefnda og ráða og síðast en ekki síst kennsla um langt árabil. Hér hefur heldur ekki verið drepið á hans mikla starf i þágu skátahreyfingarinnar á ís- landi, en það hefur nú staðið í hálfa öld. Þar er Jónas enn starfandi af fullum krafti eins og þær fram- kvæmdir sem standa yfír á Úlfljóts- vatni bera vitni um. Ég þykist vita að aðrir muni gera þeim hlutum betri skil. í einkalífí sínu hefur Jónas verið hamingjumaður. Með þeim hjónum er mikið jafnræði og fjölskyldan samhent. Þar eru á ferðinni sjálf- stæðir einstaklingar sem hafa sam- vinnu um sitt lífshlaup. Jónas býr sjálfur yfír miklum húmor sem hann hefur lag á að láta njóta sín á rétt- um augnablikum. Húmor nýtur sín aldrei betur en í fari þeirra manna sem eru ákveðnir en hávaðalitlir. Ég vil að lokum endurtaka þakk- ir mínar til Jónasar um leið og ég óska honum og íjölskyldu hans til hamingju með þennan áfanga í lífinu. Kári Arnórsson Á 19 öld efnuðust norðlenskir bændur talsvert á sauðflárrækt og seldu féð úr landi, einkum til Eng- Iands. Hefur því verið haldið fram um Húnvetninga að þeir hafi öðrum bændum fremur lagt ágóðann í menntun bama sinna og þótti góð fjárfesting. Hvað sem til er í þessu er það víst að menntakerfí landsins hefur reynst dágóð fjárfesting húnvetnski kennarinn sem kom til starfa í Laugamesskólanum í Reykjavík árið 1935 að loknu námi í Kennara- skólum í Reykjavík og Gautaborg, Jónas B. Jónsson, fyrrverandi fræðslustjori í Reykjavík og skáta- höfðingi Islands, sem er áttræður í dag. Jónas B. Jónsson lét þegar að sér kveða við kennslu og féll vel í þann framfarasinnaða hóp kennara sem störfuðu í Laugamesskólanum er hann var stofnaður skömmu fyr- ir stríð. Þar starfaði Jonas undir stjóm Jons Sigurðssonar skóla- stjóra, sem er einhver hugmynda- ríkasti kennari sem ég hef fyrir- hitt. Þá var ég að hefja kennslu á tuttugasta árinu en Jón kominn á áttræðisaldur. Það eiga þeir sam- merkt þessir gömlu samstarfsmenn að þeir afsanna með áhrifamiklum hætti að fijó hugsun og hugmynda- auðgi halda manninum ungum hvað sem líður ámnum. I Lauganesskólanum var mikið um að vera og ein nýjunganna í skólastarfí var stofnun skátafélags sem ætlað var nemendum Laugar- nesskóla. Til þess að leiða félagið fékk Jón Sigurðsson Jónas B. Jóns- son, sem hóf þannig á fullorðins- ámm afskipti af málefnum skáta- hreyfíngarinnar, sem hann hefur lagt lið til þessa dags, fullur at- orku, bjartsýni og framkvæmdavilja aldamótakynslóðarinnar. Jónas B. Jónsson hefur lifað tímana tvenna og séð hið gamla og hið nýja ísland. Eins og sam- ferðamenn hans á hann uppmna sinn í hinu foma bændasamfélagi sem stóð lítt breytt frá miðöldum til seinna stríðs. Hann er hins vegar sá hamingjuhrólfur að hafa átt mikinn og óbrotgjaman þátt í mót- un hins nýja samfélags á íslandi, borgarsamfélagsins. Er hann tók við nýju starfi fræðslufulltrúa í Reykjavík árið 1943 hefur líklega verið lítill bjarmi yfír því starfí. Það þurfti bæði framsýni og áræði, lagni og góða skipulagsgáfu, til að móta úr því starfí það leiðtogahlutverk sem fræðslustjórinn í Reykjavík hafði í íslenskum skólamálum um áratuga skeið. Fræðslustjórinn Jón- as B. Jonsson stóð í fararbroddi, hvatti menn til dáða. Hann efldi menntun skólastjóra með því að stuðla að kynnum þeirra á skóla- kerfí nágrannaþjóðanna og helstu nýjungum sem þar vom upp á ten- ingnum. Hann átti þátt í mótun skólabygginga og munu á starfs- tíma hans hafa risið 18 skólar í Reykjavík. Hann var í fararbroddi nýjunga í kennsluháttum. Braut- ryðjendastörf hans spanna yfír breitt svið. Hann stóð fyrir nýmótun einstakra kennslugreina eins og stærðfræði, nýjungum í skóla- rekstri eins og opni skólinn í Foss- vogi ber vitni um og barðist fyrir því að aðlaga skólann þörfum nem- enda sem stóðu misvel að vígi. Jón- as B. Jonsson er bæði frumkvöðull sérkennslu og sálfræðiþjónustu í skólum. Hin menntandi og mann- bætandi áhrif skólans á nemendur hafa verið meginmarkmið skóla- stefnu Jónasar B. Jónssonar. Þótt starfssvið hans í fræðslu- málum hafí einkum varðað skyidu- námsskóla em áhrif hans sterk í framhaldsskólakerfínu. Fjölbrauta- skólamir vom skipulagðir að for- göngu Jónasar B. Jonssonar, sem fékk til þess þann merka mann Jóhann S. Hannesson. Gerði Jóhann tillögur um skipulagningu nýs framhaldsskóla sem síðar var nefndur Fjölbrautaskólinn í Breið- holti. Á grandvelli verka þeirra hafa aðrir fjölbrautaskólar landsins verið skipulagðir og hefur sjaldan verið unnið nákvæmara og betur hugsað verk í skólamálum á íslandi en skýrsla og tillögur Johanns S. Hannessonar. Ég er viss um að sú grandvallar- hugsun flölbrautaskóla að leggja að jöfnu alla nemendur og allar námsbrautir hafi verið Jónasi B. mest að skapi. Þar komu fram hug- myndir sem leiddu saman huga og hönd alveg eins og við sveitastörfin og það samræmdist einmitt þeirri trú Jonasar B. að leggja ætti áherslu á starfrænar kennsluað- ferðir. Ekki veit ég hvort sú skoðun á kennsluháttum hefur mótast á námsáram Jonasar, reyndar hefði ég átt að spyija hann að því áður en þessar línur vom skráðar. Ég gæti vel trúað því að þessi skoðun hafí mótast í öðm ævistarfí Jonasar B. Jónssonar, uppeldisstarfí sem líklega hefur ekki síður gagnast æsku landsins en hið fastmótaða skólastarf, starfí hans að málefnum skátahreyfíngarinnar. Jónas B. Jónsson varð félags- foringi skátafélagsins Völsunga í Laugamesskólanum og ól þar upp kynslóð forystumanna í skátahreyf- ingunni og liðtæka menn til ábyrgð- arstarfa í þjóðfélaginu. Skátafélag- ið Völsungar varð öflugt skátafélag og vakti eftirtekt. Það mun því ekki hafa verið undmnarefni er Helgi Tómasson skátahöfðingi fékk Jónas B. Jónsson til að veita for- stöðu skátaskóla við Úlfljótsvatn, sem stofnaður var árið 1942. Frá þeim tíma hefur skátaskóli við Úlf- ljótsvatn verið miðstöð skátaiðkana á fslandi, þar sem viðamikið nám- skeiðahald, útilegur skátafélaga og skátahópa em fastir liðir allan árs- ins hring. Á sumrin em ennfremur starfandi sumarbúðir skáta. Jónas B. Jónsson hefur frá byijun verið helsti hvatamaður uppbyggingar við Úlfljótsvatn og síðastliðinn ára- tug, eftir að hann lét af embætti og vék.úr sæti skátahöfðingja, ann- ast málefni Úlfljótsvatns. Þar hefur hann, jafnvígur eins og hann er, stýrt húsbyggingum og haft eftirlit og yfímmsjón með sumarbúða- rekstri ásamt Úlfljótsvatnsráði, sem hann veitir forstöðu. Hefur komið í góðar þarfír starfsreynsla og ódrepandi seigla hins húnvetnska sveitamanns. Jónas B. Jónsson var kjörinn skátahöfðingi að Helga Tómassyni látnum og gegndi hann því starfí í 13 ár. Hann reyndist maður fram- sýnn og starfssamur. Líklega hefur það verið hans sterkasta hlið að velja ötult samstarfsfólk. Gilti það um það mannval sem hann fékk til starfa á fræðsluskrifstofu Reykja- víkur og að málefnum skátahreyf- ingarinnar. Með ötula fram- kvæmdastjóra sér við hlið bylti hann fræðslumáium skátahreyfíngarinn- ar og átti það hvað mestan þátt í vexti hennar á 7. áratugnum. Hann efldi sambandið við skáta á Norður- löndunum, Bretlandi og víðar, sótti hugmyndir, ráð og aðstoð til for- ystumanna skáta á Norðurlöndum. Útgáfumál, efling skátafélaga á landsbyggðinni og húsnæðismál skátafélaga í Reykjavík em nokkur helstu mál sem hann lét sig varða á ferli sínum sem skátahöfðingi. Ég kynntist Jónasi B. Jónssyni fyrst fyrir tæpum þijátíu ámm. Þá kom skátahöfðinginn og talaði við okkur unga skáta. Það vakti at- hygli okkar hversu vel hann var heima í öllum þáttum skátastarfa og útilífs. Einhvem veginn fannst okkur að skátahöfðinginn hefði leikið á okkur, við héldum nefnilega fyrirfram að hann væri fínn kall sem talaði bara við við eldri for- ingja. En skátahöfðinginn gaf sér tíma til að fylgjast með störfum hinna yngri af áhuga og þekkingu og það gerir hann enn í dag skarp- skyggnari er við sem emm á besta aldri og ættum að fylgjast með tímanum. Jónas B. Jónsson hefur fengið mörg tækifæri og hann hef- ur skilað margfoldu dagsverki, margföldu ævistarfí eins og títt er um kynslóð hans. Hann getur notið þeirrar ánægju að sjá yfír frjóasama akra að loknum verkum en skáta- hreyfingin er enn svo lánsöm að njóta óskiptra starfskrafta hans, og kunna skátar, bæði eldri og yngri, honum þakkir fyrir. Eg flyt Jónasi B. Jónssyni sér- staklega afmæliskveðjur skáta f Reykjavík um leið og ég þakka honum samstarf og vináttu á liðn- um ámm og flyt þeim hjónum, Jón- asi B. og frú Guðrúnu Stephensen, alúðarkveðjur á merkisdegi. Ólafur Ásgeirsson Jónas B. og kona hans taka á móti gestum milli kl. 17 og 19 f dag í Oddfellowhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.