Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 60
ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA .3 GuðjónOthf. 1 / 91-27233 | \ Ædi iriiiifs.ii* jj \ (ÍJJ TBYGGINGAR / * FOSTUDAGUR 8. APRIL 1988 VERÐ I LAUSASOLU 60 KR. Eining samþykkti: 7% kusu í tveggja daga leynilegri atkvæðagreiðslu Akureyrarsamningarnir voru samþykktir i Verkalýðsfélaginu Einingu í Eyjafirði í gœr með 157 atkvæðum gegn 51. Þá voru samningarnir einnig samþykktir í Verkalýðsfélagi Húsavíkur i gær og i Verkalýðsfélagi Norð- firðinga á miðvikudag. Leynileg allsheijaratkvæða- greiðsla fór fram um samninginn í gær og í fyrradag í öllum deildum Einingar. I félaginu eru rúmlega 3000 manns, en af þeim greiddu 212 atkvæði, sem er um 7% kosn- ingaþátttaka. í gærkvöldi var fund- ur um samningana hjá Verkalýðs- félagi Fljótsdalshéraðs. Fundur hefur verið boðaður í dag hjá ríkissáttasemjara með fulltrúum vinnuveitenda og þeirra þriggja verkalýðsfélaga sem gengu út af Akureyrarsamningunum: Verka- lýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfé- lagi Akraness og Snót í Vestmanna- eyjum. Sá fundur hefst klukkan 15, en áður verður fundur í deilu Vö- rubílstjórafélagsins Ökuþórs á Sel- fossi hjá ríkissáttasemjara. Fundur í deilu Verslunarmanna- félags Reykjavíkur og vinnuveit- enda hjá ríkissáttasemjara stóð enn yfir stuttu fyrir miðnætti í gær- kvöldi og var þá óvíst hve iengi hann myndi standa. Sjá samtöl við verzlunarmenn i miðopnu. var ísafjörður: Eldur við Niðursuðu- verksmiðjuna hf. kviknaði í plastfiskikössum ut- an við Niðursuðuverksmiðjuna hf, sem er stærsta rækjuverk- smiðja landsins. Þegar slökkvi- liðið, um 25 manns, kom á stað- inn um hálftíuleytið skiðlogaði i kassastæðu utanvert við húsið og eldur var kominn í stóra tré- hurð. Þá voru kassar með rækjudósum, sem stóðu innan- vert við hurðina, byrjaðir að brenna og reykur kominn viða um húsið. fsafirði. ALLT tiltækt slökkvilið kvatt út í gærkvöldi þegar Loðnuver- tíð er lokið LOÐNUVERTÍÐ er nú lokið. Síðustu skipin hættu veiðum á miðvikudagskvöld, en engin veiði var eftir páska. A þessari vertíð var aflinn um 917.000 tonn og var þessi vertið þvi sú fjórða bezta frá upphafi loðnuveiða. Um 42.000 tonnum var landað erlendis. Fyrsta farminum á vertíðinni var landað 22. september, tveimur mán- uðum eftir að veiðar máttu hefjast. Vertíðin nú var því tveimur mánuðum styttri en í fyrra. Á vertíðinni 1986 til 1987 veiddust 1.053.100 tonn, 1978 til 1979 1.023.500 og 1985 til 1986 986.600 tonn. Að auki tóku Norðmenn 59.900 tonn hér í vetur og 50.000 í fyrra vetur og síðastliðið sumar 149.700 tonn, Færeyingar 65.400 tonn og aðrir 5.300. Sumarið áður tóku aðrir en fslendingar 275.000 tonn úr norsk-íslenzka stofn- Morgunblaðið/Ólafur Jóhann Sigurðsson Gengið upp að Súlum Svíar hætta að styðja söfnuð ís- lendinga Stokkhólmi. Frá Pjetrí Hafstein Lárus- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. UNDANF ARIN ár hafa íslending- ar búsettir í Sviþjóð notið þeirrar þjónustu að hafa starfandi íslenskan prest í Uppsölum. Hefur embætti þetta sem kostað er af sænsku kirkjunni talist hálf staða. Prestsembætti þetta var stofnað árið 1985 og gegndi séra Hjalti Hugason því fyrsta árið en þá tók séra Helga Soffía Konráðsdóttir við starfinu og hefur gegnt því síðan. Messar hún reglulega, bæði í Upp- sölum og í Stokkhólmi auk þess sem hún skírir og vígir hjón út um allt land. Hefur þjónusta þessi mælst vel fyrir og má sem dæmi nefna að kirkjusókn í Uppsölum, þar sem búa tæplega íjögurhundruð íslendingar, er yfirleitt í kringum fimmtíu manns. Auk hins hefðbundna helgihalds starfrækir séra Helga Soffia kristi- lega bamafræðslu í Uppsölum. Nú hefur sænska kirkjan ákveðið að hætta flárhagslegum stuðningi sínum við safnaðarstarf íslendinga í Svíðþjóð og ber því við að þeir séu heldur fáir. Þó eru u.þ.b. fjögur- þúsund íslendingar búsettir í Svíþjóð og er það meiri fjöldi en annarstaðar erlendis. Vilja því ýmsir halda sínum klerki. Vonast þeir til þess að Kirkj- uráð íslensku þjóðkirlq'unnar hlaupi undir bagga með þeim hætti að stofnað verði íslenskt prestsembætti í Svíþjóð með svipuðu sniði og tíðkast í Kaupmannahöfn og Lon- don. Kirkjuráð mun væntanlega af- greiða beiðni það að lútandi innan skamms. Rjúfa varð þakplötur til að slökkva eld sem kominn var í þak- ið. Slökkvistarf tók einungis fáar mínútur og var slökkvilið farið af staðnum innan klukkutíma. Víst má telja að fyrir snarræði góðs slökkviliðs hafí verið komið í veg fyrir mikið tjón á verksmiðjunni. Eldsupptök voru ekki ljós í gærkvöldi en líkur taldar á að böm hefðu verið þama að leik með eld. Þetta er í annað sinn sem tjón verður hér vegna bmna á fískikössum sem staflað hefur ver- ið þétt við útveggi fiskvinnsluhúss. -Úlfar Borgarsljórn um ráðhús Reykjavíkur: Samþykkt að hefja grumiframkvæmdir BORGARSTJÓRN Reykjavíkur staðfesti í gær þá ákvörðun bygginganef ndar Reykjavikur að heimila byijunarframkvæmd- ir við byggingu ráðhúss. Fulltrú- ar minnihlutans í borgarstjóm mótmæltu þessari ákvörðun. í samþykkt borgarstjómar felst heimild til handa verkefnisstjóm Frystitogarinn Sjóli: Gulllaxveiðar á stoppdögnm Frystitogarinn Sjóli HF kom inn til Hafnarfjarðar í vikunni með 170 tonn af frystum fiski, þar af lítilsháttar af gulllaxi, en fimmtán dagar af túraum voru notaðir til tilraunaveiða og vinnslu á þessum lítt veidda fiski. Þráinn Kristinsson, skipstjóri, sagðist telja að þeir hefðu verið á þessu á röngum tíma, en meðal annars hefði þetta verið gert til að nýta þá daga, sem skipið yrði annars að vera frá veiðum, stoppdagana. Þráinn sagði, að farið hefði verið yfir svæðið frá Vestmannaeyjum vestur fyrir Litlabanka í Skeija- dýpi. Tiltölulega lítið hefði fundizt af fiskinum, þrátt fyrir 15 daga leit og veiðar. Svo virtist sem gull- laxinn væri við hrygningu og gæfi sig því ekki. Bezti tíminn til veið- anna væri á sumrin, en þá væri talsvert af honum á grunnu vatni. Nú hefði fengizt lítilsháttar af stórum gulllaxi á 350 til 400 faðma dýpi. Hann hefði hentað vel í vinnsl- una, en þó hefði nýting ekki verið mjög góð, reyndar vegna þess að þeir hefðu viljandi ekki gengið mjög nálægt fískinum til að fá betri af- urð. Gulllaxinn væri flakaður og síðan marinn þannig að roðið færi ekki með. Mamingurinn væri síðan fluttur utan til Japan til frekari vinnslu. Þeir hefðu smakkað á þessu um borð og fundizt ágætur matur. Við veiðamar var notað venjulegt troll klætt með humarriðli. Þráinn sagði, að þessi tilraun hefði ekkert gefíð af sér af peningum, en nokk- uð af upplýsingum. Hann væri þeirra skoðunar að tilraunir sem þessar bæri að styrkja af ríkinu, þar sem þær gætu leitt til aðrbærra veiða og vinnslu í framtíðinni. Ekki veitti af að létta á sókninni í aðrar tegundir. ráðhúss Reykjavíkur að hefja gmnngröft á ráðhúslóðinni, en ekki er um endanlegt byggingarleyfí að ræða. Miklar umræður urðu um þetta leyfi á fundi borgarstjómar og lögðu fulltrúar minnihlutaflokk- anna, að undanskilinni Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, fram bókun þar sem því er harðlega mótmælt. Er í bókuninni haldið fram að í bygg- ingarlögum og reglugerð sé ekkert það til sem heiti graftrarleyfi og að teikningar af ráðhúsinu uppfylli ekki skilyrði fyrir byggingarleyrfí. Er í því sambandi bent á að ráð- húsið sé 30% hærra og 28% að rúm- taki en staðfesting ráðherra á deili- skipulagi nái til. Einnig er því hald- ið fram í bókuninni að ekki hafi verið sýnt fram á að nauðsynlegar varúðarraðstafanir verði gerðar til þess að fyrirbyggja að framkvæmd- imar valdi skaða á lffriki Tjamar- innar. Davíð Oddsson borgarstjóri fagn- aði því að fulltrúar minnihlutans skyldu vera viðstaddir fund borgar- stjómar. Davíð benti á að stækkun ráðhússins frá upphaflegum teikn- ingum væri að flatarmáli 5,6% og þvi langt fyrir innan leyfíleg mörk. „Ráðhúsið verður einungis um fímmþúsund fermetrar að flatar- máli og þyrfti það að fara yfir átta- þúsund fermetra til að fara út fyrir mörk hins staðfesta skipulags." Sagðist borgarstjóri aldrei hafa þurft að búa við aðrar eins hártog- anir og falsanir og fram hefðu kom- ið hjá andstæðingum ráðhúsbygg- ingarinnar um stærð ráðhússins. Sendinefnd frá Páfastóli í heimsókn SJO manna sendinefnd á vegum Páfastóls er væntanleg til lands- ins í dag til að kanna aðstæður fyrir væntanlega heimsókn Jó- hannesar Páls páfa til íslands á næsta ári. Fyrir sendinefndinni er Roberto Tucci, sem hefur yfímmsjón með opinberum heimsóknum páfa, en með honum í för verða biskupar frá Noregi og Danmörku, auk embætt- ismanna frá Vatíkaninu. Sendi- nefndin dvelur hér á landi fram á sunnudag, en hún er nú á ferð um öll Norðurlönd til að undirbúa heim- sókn páfa þangað á næsta sumri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.