Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Bankastjóri norska Iðnaðarbankans á ársfundi Iðnlánasjóð IÐNLÁNASJÓÐUR heldur árs- fund sinn hinn 12. apríl nk. Gerð verður þar grein fyrir starfsemi sjóðsins á sl. ári en einnig mun Harald Henriksen, bankastjóri norska Iðnaðar- bankans flytja erindi um hlut- Siglufjörður: Hiukju landað Siglufirði. JÓN Finnsson RE landaði hér 80 tonnum af rækju í gær eftir 13 daga úthald. Þeir héldu sig aðallega á Austur- kantinum, suður af Grímsey, og eins út af Kolbeinseynni, það sem þeir hafa komist fyrir ís. ísinn lok- ar mörgum leiðum og veldur því að sækja þarf grynnra err ella. -Matthías verk og starf Iðnaðarbankans norska. Norski Iðnaðarbankinn eða Den Norske Indrustribank A/S er fjár- festingarlánabanki í eigu norska ríkisins, viðskiptabanka og spari- sjóða. Hann tók til starfa fyrir um 50 árum og hefur gegnt viðamiklu hlutverki í uppbyggingu norsks atvinnulífs. Undir stjóm Henriksen hafa verið gerðar miklar breyting- ar á skipulagi og stjórnunarað- ferðum bankans með það fyrir augum að gera hann hæfari til að ná fram settum og fyrirfram ákveðnum markmiðum, að því er segir í frétt frá Iðnlánasjóði. Henriksen er meðal reyndustu bankastjóra Noregs en hann er verkfræðingur að mennt. . Hann hefur starfað sem aðstoðarforstjóri Norska byggðasjóðsins 1961-69, forstjóri Strukturfinans 1970-1977 Harald Henriksen og síðan Norska Iðnaðarbankans frá 1978. Harald Henriksen er einn- ig stjómarmaður í Norræna fjár- festingabankanum og í stjóm hins nýja Vest-Norðursjóðs sem hefur aðsetur á íslandi. VEÐUR I DAGkl. 12.00: ’ Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16 T6 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 8.4. 88 YFIRLIT í g«r: Yfir íslandi er minnkandi lægðardrag en hæðar- hryggur yfir Grænlandshafi hreyfist austur. Við suðvesturströnd Grænlands er vaxandi lægð sem hreyfist allhratt austur og mun koma inn í Grapnlandshsf í f dag. SPÁ: í dag verður vaxandi vindur á landinu milli suðurs og aust- urs. Vestanlands verður komin slydda eða snjókoma um hádegis- bil og dreifist hún síðdegis austur á bóginn. Nokkuð hlýnar í bili. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Snýst í norðan- og norðaustanátt um allt land og kólnar í veðri. Snjókoma norðanlands en léttir til sunnan- HORFUR Á SUNNUDAG: Norðan- og norðaustanátt. Él norðan- lands en léttskýjað syðra. Kalt í veðri. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Raykjavik hlti +8 veöur snjóél snjóál Bergen 7 skýjað Helsinki vantar Jan Mayen +6 snjóél Kaupmannah. 12 léttskýjað Naresarssuaq +8 alskýjað Nuuk +5 snjókoma Ostó 3 þokumóða Stokkhólmur 10 þokumóða Þórshöfn S haglél Algarve 16 þokumóða Amsterdam 12 mlstur Aþena vantar Barcelona 16 mistur Bertfn 16 léttskýjað Chlcago 6 léttskýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 16 skýjað Qlasgow 10 mistur Hamborg 1« léttskýjað Laa Palmas 20 hálfskýjað London 10 mistur Los Angeles 15 hálfskýjað Lúxsmborg 14 féttskýjað Madríd 12 skýjað Malaga 17 rykmistur Mallorca 18 léttskýjað Montreal 4 skýjað New York 6 þokumóða París 15 þokumóða Róm 17 skýjað Vín 13 alskýjað Washington 11 súld Wlnnipeg 1 úrk. f gr. Valencia 19 léttskýjað Bandaríkjamarkaður: Of stór orð um undirboð á laxi - segir Páll Gústafsson hjá ÍSNO um undirboð. „EFTIR þeim upplýsingum sem við höfum, teljum við þetta mjög viðunandi verð og alveg sambæri- legt við það sem er að gerast á markaðinum," sagði Páll Gústafs- son hjá ÍSNO í samtali við Morgun- blaðið í gær, í tilefni af ummælum Geirs Rögnvaldssonar hjá Sölu- stofnun lagmetis, í frétt á baksíðu blaðsins í gær um undirboð á eldis- laxi á Bandaríkjamarkaði. Aðrir sem Morgunblaðið höfðu tal af höfðu ekki frétt af undirboði eða létu í ljósi efasemdir um upplýs- ingarnar sem fréttin í gær byggð- ist á, þar sem þær væru komnar frá norskum aðilum, okkar helstu keppendum um markaðinn. „Eg held að það séu of stór orð höfð um þetta, ég reikna með að þetta sé verð frá mér sem verið er að bera saman,“ sagði Páll Gústafs- son. Hann sagði markaðinn vera síbreytilegan, verðið sveiflaðist frá því að vera í um níu dollurum kílóið upp í yfir tíu dollara og færi mikið eftir framboði. „Við erum að selja 14 til 15 tonn á viku inn á markað- inn næstu tíu vikumar. Annað en við er íslandslax frá íslandi og þeir eru með mjög svipað eða sambæri- legt verð, annað er mjög lítið.“ Hann sagðist vonast til að á þessu ári flytji ÍSNO út 350 til 400 tonn af laxi. Það er að mestu selt með milli- göngu norska fyrirtækisins Mowi, sem á 45% í ÍSNO. „Þeir selja þetta nákvæmlega eins og annan eldislax frá Noregi." Um samstöðu framleið- enda um lágmarksverð, sagði hann, að hún héldi ekki, við værum með 2% af framleiðslu í heiminum og stjómum ekki verði. Hins vegar væri reynt eftir mætti að markaðssetja laxinn sem gæðavöm á háu verði. Hann sagðist vera almennt mótfall- inn sölusamtökum: „Ég hef alltaf barist fyrir fijálsræði í þessu og ég sný ekkert til baka með það,“ sagði Páll Gústafsson. Guðbrandur Sigurðsson hjá Sjáv- arafurðadeild Sambandsins sagðist ekki geta dæmt um þetta mál nú, hann sagðist ekki geta séð hvaða viðmiðun væri um verð og fiskstærð. „Og ég held að þessar upplýsingar séu komnar frá Norðmönnum, okkar helsta samkeppnisaðila á markaðin- um og spuming hversu mikið er að marka þær,“ sagði hann. Hann sagði það vera varasamt fyrir okkur að svona umræða kæmist í gang, þ.e. markaðurinn í Bandaríkjunugi er svo lítill og viðkvæmur. Ekki væri hins vegar hægt að benda á aðgengilega lausn, menn hafi verið að velta fyrir sér hentugasta sölufyrirkomulaginu, hann kvaðst efast um að viðkomandi aðilar hér á landi sættu sig við heild- arsamtök. Guðbrandur sagði enn- fremur, að fast verð fyrir laxinn væri tvíeggjað, Norðmenn sömdu t.d. um sölu mikils magns í janúar á föstu verði. Þá var verð lágt, en hefur nú hækkað vemlega og Norðmenn'tap- að stórfé á samningunum. Sigurður Friðriksson hjá íslands- laxi kvaðst ekki vita til þess að íslenskur lax væri seldur á mun lægra verði en t.d. norskur lax. „Hitt er annað mál, að það er sjálfsagt hægt, ef menn era með lítið magn af laxi, að velja stund og stað og fá eflaust hærra verð. En þegar menn era í þessu af einhverri alvöra, að slátra fiski og selja og senda inn á markaði í hverri viku, þá er náttúra- lega ekki hægt að eltast við kúnnann fram og til baka með verð," sagði Sigurður. Hann sagði verða að taka tillit til fleiri sjónarmiða, t.d. að stofna til langtímaviðskipta. Jóhann - Karpov: Mögnleiki að einvíg- ið verði á Akureyri - segir Friðrik Ólafsson FRIÐRIK Ólafsson segir mögu- leika á þvi að skákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs verði haldið á Akureyri. Friðrik ræddi við Karpov í Bruss- el sem sagðist ekki vera mótfall- inn þvi að tefla hér á landi að sumri til. Friðrik segist þó reikna með að Karpov kjósi frekar að Handtek- inn fyrir hnífstungu UNGUR maður var handtekinn fyrir utan skemmtistað við Lauga- veg á miðvikudagskvöld, eftir að hann hafði veitt öðrum manni áverka með hníf. Til ryskinga kom milli mannanna fyrir utan skemmtistaðinn skömmu eftir miðnætti. Annar þeirra dró upp hníf og lagði til hins og hlaut sá af áverka á úlnlið. Lögreglan var kölluð á vettvang og var maðurinn með hnífinn handtekinn. Hann játaði verknaðinn við yfirheyrslur og var sleppt úr haldi í gær. Þriðji maðurinn, sem var einnig fyrir utan skemmtistaðinn, bar að hann hefði líka orðið fýrir árás mannsins og hlotið áverka á hálsi. Þessu neitaði árásarmaðurinn við yfirheyrslur. Meiðsli á hálsi mannsins reyndust mjög óveraleg, aðeins lítil rispa. tefla í hlutlausu landi ef þaðan bærist ákveðið tilboð. Tilboð Ak- ureyrar er eina ákveðna tilboðið sem borist hefur i einvígið enn, og segir Friðrik að niðurstaða verði að fást innan skamms ef halda eigi einvígið í ágúst/sept- ember. Friðriki Ólafssyni var boðið að vera viðstaddur opnun fyrsta mótsins í heimsbikarkeppni stórmeistarasam- bandsins í skák í Brassel um pá- skana en þar er Karpov meðal kepp- enda. í samtali við Morgunblaðið sagðist Friðrik hafa notað tækifærið og komið tilboði Akureyringa á fram- færi við Karpov, og einnig hafði hann samband við Campomanes for- seta FIDE, sem staddur var í Moskvu. Friðrik sagði við Morgunblaðið að það hefði fyrst ekki verið talinn raun- hæfur möguleiki ,að halda þetta ein- vígi á íslandi; Jóhann hefði ekki ver- ið spenntur fyrir þvi sjálfur og einn- ig var varla talið að Karpov tæki það í mál. Friðik sagði að dæmið liti þó öðravísi út ef Akureyri yrði fynr valinu en ekki Reykjavík. Boð Akur- eyrar væri ágætt og Jóhann virtist ekki vera fráhverfur því þegar það var borið undir hann. Auk þess kæmi þetta hreyfingu á málið. Menn yrðu að taka ákvörðun um einvígsstað fyrr en seinna. Ekki væra komin nein fastmótuð tilboð annarsstaðar frá og ef ekkert annað tilboð kæmi væri annað hvort að hrökkva eða stökkva á þetta tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.