Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 15

Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 15 Um neyðaróp og efnamun — að gefnu tilefni eftír Sigurbjörn Magnússon Tilefni þessa greinarstúfs eru skrif fulltrúa námsmanna i Morg- unblaðið 29. mars sl. um neyðaróp einstæðrar móður og leiðari í Morgunblaðinu 6. apríl sl. um há- skólanám og efnamun þar sem vitnað er í grein námsmannafull- trúanna og lagt út frá henni. í grein námsmannafulltrúanna er tekið dæmi um erindi sem barst Lánasjóðnum frá einstæðri móður sem bjó við mjög bágar fjárhags- legar aðstæður og átti í sannanleg- um erfíðleikum með að ljúka sínu námi við þessar aðstæður. Mál hennar var tekið fyrir í sjóðsstjóm 24. mars og afgreitt í undimefnd stjómar þann 25. mars. Þessi ein- stæða móðir fékk fyrirgreiðslu hjá sjóðnum og bað hún fyrir bestu þakkir til stjómarmanna og taldi að sínum málum væri borgið. Henni var veitt aukalán á grund- velli gr. 4.10. í úthlutunarreglum en hún hljóðar svo: „Nú verður ófyrirsjáanleg rösk- un á stöðu og högum námsmanns og reglur þessar ná ekki til hennar að öðru leyti, t.d. verður náms- manni vegna örorku sinnar, fram- færslu bama sinna eða maka eða af öðmm ástæðum illmöguiegt að stunda nám sitt þannig að lána- heimild sé fullnýtt. Má þá veita honum aukalán úr sjóðnum enda verði höfð hliðsjón af þeim bótum sem hann fær skv. gildandi trygg- ingarlöggjöf." Allar beiðnir sem koma um sér- staka fyrirgreiðslu skv. þessari grein em teknar til meðferðar, málin skoðuð og erindum svarað. Það er því ámælisvert af fulltrúum námsmanna í stjóm LÍN að birta þessa grein um neyðaróp einstæðr- ar móður 5 dögum eftir að hún hafði fengi fullnægjandi afgreiðslu hjá stjóminni að mati hennar sjálfrar. Og fulltrúar námsmanna ganga skrefí lengra og reyna að nota þetta tilvik til framdráttar baráttumáli sínu í sjóðsstjóminni um breytta meðhöndlun meðlags á þessu ári sem hefur ekki haft nein afgerandi áhrif á upphæð náms- láns einstæðra foreldra og tengist þessu máli ekki að neinu leyti. Slíkar beiðnir sem þessar em sem betur fer sárafáar og heyra til undantekninga og því hægt að fullyrða að ungt fólk í dag sé ekki að hrekjast frá námi vegna slæmr- ar fyrirgreiðslu frá Lánasjóðnum eins og ýjað er að í leiðara Morgun- blaðsins 6. apríl sl. Skoðum þetta aðeins nánar og höldum okkur við dæmið um ein- stæða móður með eitt bam og tök- um algengt dæmi á námsárinu '1987-1988. Meðal einstætt foreldri með eitt barn Tekjur 150.000 Bætur 178.000 Lán 272.000 Bamab. (1.1.—1.6.88) 43.332 Samtals 643.332 Ráðst.fé á mán. 53.611 Á námsárinu 1987—1988 hafa einstæð foreldri í viðskiptum við Lánasjóðinn haft að meðaltali 53.611 kr. á mán. í ráðstöfunarfé. Menn geta haft misjafnar skoðanir á því hvort þetta sé há eða lág tala. En það er mín skoðun að þessar tölur séu þess eðlis að Lána- sjóðurinn þurfí síður en svo að skammast sín fyrir þær og ég þori að fullyrða að það em margar ein- stæðar mæður úti á vinnumark- aðnum sem ekki ná þessu ráðstöf- unarfé. Að lokum skulum við skoða nokkra helstu lánaflokka hjá LÍN og hveijar lánsfjárhæðir standa námsmönnum til boða. Við höldum okkur við ísland og verðlag í mars. Einstaklingur í leiguhúsnæði 29.361 kr. ámán. Einstaklingur í foreldrahúsnæði 20.552 kr. ámán. Námsmaður í hjónabandi og 1 bam 36.552 kr. á mán. Námsmaður í hjónabandi og 2 böm 44.041 kr. ámán. Sigurbjörn Magnússon „Þad er því ámælisvert af fulltrúum náms- manna í stjórn LIN að birta þessa gr ein um neyðaróp einstæðrar móður 5 dögum eftir að hún hafði fengi full- nægjandi afgreiðslu hjá stjórninni að mati henn- ar sjálfrar.“ Einstætt foreldri og 1 bam 44.041 kr. ámán. Einstætt foreldri og 2 börn 58.722 kr. á mán. Hjónviðnám 58.722 kr.ámán. Hjón við nám og 1 bam 73.402 ámán. Hjón við nám og 2 böm 88.082 kr. á mán. Þetta em þær lánsupphæðir á mánuði sem námsmönnum á ís- landi gefst kostur á. Þeir geta svo drýgt ráðstöfunarfé sitt með vinnu í leyfum en einungis 50% tekna námsmanns koma nú til frádráttar og hugmyndir em í sjóðsstjórninni að lækka þetta hlutfall í 35% fyrir næsta námsár. Það er mín skoðun að það sé alveg út í bláinn að vera að tala um það nú að námsmenn þurfí að hrekjast frá námi vegna efnas- korts. Sú umræða á ekki við um þessar mundir. Höfundur er stjómarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna. „Að varan komi á réttum tíma, skiptiröllu máli í mínu tilviki." Úr símtali við viðskiptavin. í HÖFNÁTÍMA EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.