Morgunblaðið - 12.04.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.04.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 17 Amar Hákonarson „Ekki veit ég hvers vegna talan 36 er látin ráða úrslitum um það hvort húsfélag fær að sameinast um einn mót- tökudisk. Ef íbúðir eru 37 eða fleiri þá fæst ekki leyfi hjá mennta- málaráðuneytinu til þess að dreifa ótextuðu dagskrárefni um dreifi- kerfið.“ Stöð2 í leiðara Jóns Óttars Ragnars- sonar á stöð 2 nú nýlega var fjallað um varðveislu íslenskrar tungu og hvaða hætta ógnaði helst menningu okkar og málfari. Sjónvarpsstjórinn spurði þátttakendur að því hvort þeir væru ekki sammála um það að þýðingarskyldan sem kveðið er á um í útvarpslögunum ætti að vera forsenda þess að sýna mætti erlent sjónvarpsefni sem dreift er til almennings, m.ö.o. sjónvarps- stjórinn er hlynntur þýðingarskyld- unni. Þama sýnir Jón Ótttar ber- lega Akkilesarhæl sinn; sjónvarps- stjórinn óttast samkeppnina frá sjónvarpsgervihnöttum og hleypur í skjól laganna þegar honum hent- ar. Ekki vissi ég betur en að sjón- varpsstjórinn hefði önnur lög á homum sér; lögin um rekstur ríkisútvarpsins og þá samkeppni sem það veitir honum. Ég er hissa á því að jafn mikill baráttumaður fyrir frelsi og ftjálsri samkeppni og ég taldi Jón Óttar vera, skuli óttast samkeppni frá gervihnöttunum svo mikið að hann gleymi því mikilvæg- asta í allri samkeppninni; frelsi ein- staklingsins til þess að velja og hafna því sem markaðurinn býður honum. Jón Óttar og hans mönnum hefur tekist vel með rekstur Stöðv- ar 2 og óska ég honum til ham- ingju með árangurinn. Ferðaskrifstofur Ef við óttumst svona um menn- ingu okkar og tungu, hvers vegna ekki að skylda alla þá er selja ferð- ir til útlanda að ganga úr skugga um að viðkomandi ferðalangur skilji það mál sem talað er 'í því landi er viðkomandi ætlar að heimsækja? Að öðrum kosti verði ferðaskrifstof- an að sjá honum fyrir túlki allan ferðatímann og passa að hann glati ekki móðurmálskunnáttu sinni í ferðalaginu og gangist Undir próf er heim er komið og í skóla ef þörf þykir. Erlend tímarit Eins lesglöð og okkar ástkæra þjóð er, verður að sjálfsögðu að gæta þess að íslensk þýðing fylgi öllum erlendum tímaritum sem til landsins eru flutt. Þið getið ímynd- að ykkur hversu mikil hagræðing það væri nú fyrir miðaldra karl- menn að fá Playboy eða Hustler með glósum. Ratsjárst.öðvarnar Fyrst við erum að leyfa NATO að setja upp nýjar ratsjárstöðvar í landinu þá gætum við beðið þá svona í leiðinni að gæta þess að engar erlendar útvarpsbylgjur flæddu yfír land okkar og þjóð og ef með þyrfti, beita sömu brögðum og Rússar og Stöð 2; trufla sending- amar. í upphaf i skyldi endinn skoða Að öllu gamni slepptu þá tel ég að þær aðferðir sem nota ætti til að viðhalda menningu okkar og tungu séu fyrst og fremst aukin og betri kennsla í skólum okkar og jafnframt að haida áfram því starfí sem þegar er hafíð í fjölmiðlum okkar. Vandað málfar þeirra er standa okkur næst er leiðin til að flytja menningararfleifð okkar til næstu kynslóðar. Við berum ábyrgðina en ekki sú tækni sem okkur stendur til boða. Höfundur er stjórnarmaður í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna og verkefnisstjóri hugmyndabanka sus. Milliöli sagt stríð á hendur í Finnlandi Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá samvinnunefnd bindindismanna: í viðtali við Hufvudstadsbladet 4. okt. sl. segir hann brýnt að taka milliölið af markaði og að óhjá- kvæmilegt sé að herða mjög áfeng- ismálastefnuna innan tveggja ára vegna aukinna vandamála tengdum áfengisneyslu. Hann segir að áfeng- isneysla fari vaxandi en sé mismik- il eftir svæðum. Árið 1986 nam áfengisneysla á hvem íbúa Finn- lands 6,86 lítrum en var 12,2 lítrar í Helsinki þar sem framboðið er mest. Söderman vitnar í reynslu Svía þegar þeir hættu að selja milliöl, en við það dró úr áfengisneyslu. I Stokkhólmi var neyslan 9,81 lítri af hreinum vínanda á íbúa 1976 en hafði minnkað í 7,81 lítra árið 1986. Söderman segir að áfengisvanda- málin séu komin á það stig að ekki verði lengur við unað. Sem ástæðu fyrir því að beina spjótum sérstak- lega að milliöli bendir hann á að fyrstu sjö árin eftir að milliöl var bannað í Svíþjóð hafí heilbrigðis- kostnaður minnkað um 25% í Stokkhólmi og dánartíðni vegna skorpulifrar hafí lækkað um 42% hjá körlum og 29% hjá konum. „Við verðum að draga úr áfengis- neyslu," segir Söderman. Hann seg- ir að hvort sem fólk drekki áfengi í formi sterkra drykkja eða veikra fjölgi stómeytendum ef heildar- neysla eykst. Og því slappari sem áfengismálastefnan sé því meiri verður áfengisvandinn. En hvers vegna er þá ekki unnið markvisst að því að draga úr neysl- unni? „Menn eru hræddir við Alko (Áfengisverslunina í Finnlandi) sem er nk. lögleyfð mafía með mikil völd og áhrif bæði í stjómmálum ■ og §ölmiðlum.“ Alko hafi því feng- ið mikið svigrúm í áróðri og sölu- starfsemi, segir landshöfðinginn, og notað til þess gífurlega fjármuni. Finnska ríkisstjómin hefur sam- þykkt áætlun Álþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar um að draga úr áfengisneyslu um 25% fram til næstu aldamóta. Því þarf að fylgja eftir með virkri áfengismálastefnu. Þetta er gert víða um heim nú. Frakkar em að átta sig á þessu og aðgerðir Sovétmanna em vel kunn- ar. Þótt margir styðji Söderman í þessu máli em líka sterk öfl á móti honum, t.d. eigendur matvömversl- ana sem segjast fara á hausinn fái þeir ekki að selja milliöl. Söderman svarar þeim með spumingu: „Hvemig var verslunarrekstur mögulegur áður en verslanir fengu leyfí til ,að selja milliöl?" 0DEXIDN IMPEX-hillukerfi án boltunar Útsölustaöir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Slmi (91 )20680 . STRAUMRÁS SF. — Akureyri Slmi (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN TUDOR FÆRAVINDU - RAFGEYMAR Lí 1 ! TIIDOR Tilboösverö á hinum geysivinsælu TUDOR rafgeymum Takmarkaðar birgðir. TUDOR rafgeymir með 9 líf. Umþoðsmenn um land allt. BÍLDSHÖFDA 12 s: 680010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.