Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 19

Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 19 Opið bréf til frettastofu sjónvarps eftir Hjálmar Árnason Greinarstúfur þessi er skrifaður í tvennum tiigangi. Annars vegar til að fá útrás fyrir uppsafnaða óánægju með þjónustu fréttastofu sjónvarps að gefnu tilefni, — sem sagt að nöldra svolítið. Hins vegar fýsir mig að vita hvaða úlfaldar fá að smjúga um nálarauga fréttastof- unnar og guða á skjái landsmanna. Til glöggvunar skal tilefnið rakið. Um þessar mundir stendur yfír Menningarvaka Suðurnesja 1988. Ekki skal ég tefja ykkur með því að rekja hér dagskrána (hugsan- lega lúrir hún í skúffu eða körfu hjá ykkur) en ekki teljast það stór- lygar þó ég segi að dagskráin sé bara nokkuð ijölbreytileg. Opnun- aratriði vökunnar var svonefnt Lax- nesskvöid þar sem menntamála- ráðherra, Birgir ísleifur Gunnars- son, setti hátfðina formlega. Dag- skráin þetta kvöld var að öðru leyti tileinkuð skáldinu okkar mæta Halldóri Kiljan Laxness með ýmsum snotrum atriðum í tali og tónum. Hápunktur kvöldsins var tvímæla- laust það atriði þegar Nóbelsskáld- inu var færð að gjöf stytta af hesti Steinars undir Steinahlíð, Krapa — þakklætisvottur Suður- nesjabúa til Halidórs. Líklega er ég svoddan smásál að ég tel menningarvökuna sjálfa vera fréttnæma. Hitt held ég tæpast að flokkist undir sveitamennsku þó ég meti það sem bitastæð tíðindi að fímmtán þúsund manna byggð (íbú- ar á Suðumesjum) taki sig saman og færi fremsta núlifandi skáldi okkar þakkargjöf. Fréttastofa sjón- varps virðist vera mér ósammála um þessi atriði. (í ljósi samkeppn- innar skal ykkur sagt til huggunar að mat Stöðvar 2 er eins.) Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, þáði boð um að vera heiðursgestur setningarathafnar- innar. Menntamálaráðherra setti vökuna svo sem fyrr segir. Með nærvem sinni staðfesta þau bæði mat sitt á gildi hátíðarinnar. Helstu flölmiðlungar af Suðumesjum og fréttaritarar vom viðstaddir. Ein- „Vid teljum það nefni- lega fréttnæmt þegar blásið er hraustlega í menningarlúðra í nokk- uð stórum landshluta í því skyni að göfga and- ann.“ ungis hinn röski útvarpsmaður, Ævar Kjartansson, kom úr Reykjavík til að ná fréttum og við- tölum. Aldeilis óskuðum við eftir nærvem ykkar en „þetta var mjög óhentugur tími til upptöku", kvein- uðuð þið við boðinu. Og hana nú. Svo fáfróður er ég að ég hreinlega taldi tímann vera upphafínn í aug- um vökuls fréttamanns. Fréttaritari ykkar á Suðumésjum fékk þó góð- fúslegt leyfí til að mynda atburði (ath. bara mynda en ekki hljóð- setja). Mér er kunnugt um að hann sendi spólu til ykkar strax daginn eftir og hefur í tvígang ýtt á eftir henni til birtingar. Þegar þetta nöldur er fest á blað hefur árangur af erfíði fréttaritarans ekki enn birst á skjánum. Hins vegar hef ég fengið frá ykkur ágæta frásögn af ýmsum atburðum menningar og almennra frétta utan úr heimi og úr höfuðbólinu, sumar hveijar yngri en títtnefnd hátíð okkar í landnámi Steinunnar gömlu. Vitaskuld emm við Suðumesjamenn stoltir af menningarvökunni okkar. Líklega blindar þetta stolt okkur sýn þann- ig við að þykjumst sjá á skjánum ýmislegt sem við teljum ekkert merkilegra en vökuna okkar góðu. Nú langar mig að spyija í eðalein- lægni hvort það sé óskaplega vit- laust mat hjá okkur. Við teljum það nefnilega fréttnæmt þegar blásið er hraustlega í menningarlúðra í nokkuð stómm landshluta í því skyni að göfga andann. Að vísu höfum við ekkert morð framið, eng- inn skandalíserað svo heitið geti, ekkert frystihús farið á hausinn, engin váleg tíðindi borist úr Leifs- stöð nýlega né aðrir þeir atburðir orðið sem blása mætti upp með neikvæðum formerkjum. Mér hefur skilist að starfsfólk RÚV beri þungar áhyggjur af mein- legu fjársvelti því sem jrfírvöld haldi stofnuninni í. Þar eigið þið vísa samúð fjölmargra landsmanna, ekki síður utan höfuðborgar en innan. Þessi samkeppni hlýtur að skipta ykkur máli og gæti hugsanlega nýst ykkur gagnvart pólitíkusum um land allt. En, elskumar mínar, þá megið þið heldur ekki naga ræt- ur þessarar samúðar með svæðis- bundnu fréttamati. Eða getur það talist réttlætanlegt að senda full- skipaða áhöfn sjónvarpsmanna til að matreiða í landsmenn uppákom- ur í borg Davíðs meðan hin helft þjóðarinnar er í besta falli sett á langan biðlista uppfýllingarefnis? Þá læt ég þessu nöldri lokið og svei mér þá ef líðanin er ekki bara töluvert skárri á eftir. Gangi ykkur síðan allt í haginn. Með menningar- kveðjum af Suðumesjum. Höfundur er akókuaeistari Fjöl- brautaskóla Suðumeaja. Gunnar Kvaran sellóleikari. Gunnar Kvar- an á Háskóla- tónleikum Á SÍÐUSTU Háskólatónleikum vetrarins, sem haldnir verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. apríl kl. 12.30—13.00, flytur Gunnar Kvaran sellóleikari svítu nr. 5 i c-moll fyrir einleiksselló eftir J.S. Bach. Gunnar Kvaran sellóleikari hlaut tónlistarmenntun sína hér heima hjá Heinz Edelstein og Einari Vig- fússyni. Hann lauk einleikaraprófí frá Tónlistarháskólanum í Kaup- mannahöfn þar sem kennari hans var Erling Blöndal Bengtsson. Á ámnum 1967—1974 var hann að- stoðarkennari Erlings. Gunnar hef- ur leikið í tólf löndum sem einleik- ari og í kammertónlist. Hann starf- ar sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Tónlistarskólann í Garðabæ. Framhaldsnám stundaði Gunnar við Tónlistarháskólann í Basel hjá Reine Flaschot. Bach samdi svítur sínar fyrir ein- leiksselló, sex að tölu, i kringum 1720 þegar hann var í þjónustu kjörfurstans af Götten. Á þessu tímabili samdi hann einnig mörg önnur meiriháttar verk eins og t.d. sex sónötur og partítur fyrir ein- leiksfiðlu, sex enskar og franskar svítur fyrir sembal og Branden- borgarkonsterana sex svo eitthvað sé nefnt. (Fréttatilkynning) Fijáls á fjórum hjólum og í .eigirr húsi! Að velja sér ferðamátann Flug og bfl er sjálfsagt mál fyrir hvem þann sem vill fá sem mest út úr ferðalaginu. Þessi möguleiki verður enn álitlegri ef þú velur sumarhús að auki, fyrir þig og fjölskylduna (eða ferðafélagana)! Auktu nýrri vídd í Mið-Evrópuferðina með því að ráða ferðinni sjálfur og búa í „eigin“ húsi! Verðdæmi: LUXEMBORG: Flug -4- bQl í 2 vikur frá kr. 16.210 á mann.* SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki. WALCHSEE: Flug + íbúð í Ilgerhof í 2 vikur frá kr. 25.920 á mann.* Flogið til Salzburg. Tímabilið 10. júlí til 28. ágúst. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 22.160. BIERSDORF: Flug + íbúð í 2 vikur frá kr. 18.490 á mann.* Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 17.940. SALZBURG: Hug + bfll í 2 vikur frá kr. 22.780 á mann.* Bfll í B-flokki. * Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja — 11 ára. FLUGLEIÐIR -fyrír þíg- Allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum um allt land og ferðaskrifstofum. MetsöluUoð á hveijum degi! AUK/SlA k110d1-104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.