Morgunblaðið - 12.04.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 12.04.1988, Qupperneq 31
íOfí (I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 31 Finnland: Fyrsta til- felli hunda- æðis í 30 ár Helsinki, Reuter. AÐ MINNSTA kosti einn refur og einn hundur hafa drepist í Finnlandi af völd- um hundaæðis, en þetta eru fyrstu hundaæðistilfellin þar í landi í rúm 30 ár. Fregnir bárust fyrir skömmu af hundaæði handan landamæranna við Sovétríkin, en dýralæknisyfírvöld hertu þá mjög eftirlit í landamæra- héruðunum og við sjálf landa- mærin. Það hefur greinilega ekki hrokkið til, því finnsku tilfellanna varð vart skammt frá Helsinki, í mörg hundruð km fjarlægð frá landamærun- um. Finnum sem ferðast ætlar til Svíþjóðar hefur verið ráðið frá því að taka með sér gælu- dýr, þar sem dýrin kynnu að vera sett í margra mánaða sóttkví. Júgóslavía: Gúlageyja- klasinn gefinn út Belgrað, Reuter. Bók Nóbelsverðlaunahafans Alexanders Solzhenitsyn, Gúlageyjaklasinn, hefur nú verið gefin út í Júgóslavíu og er þetta í fyrsta skipti, sem bókin kemur út í komm- únistariki. í bókinni rekur Solzhenítsyn hið ömurlega lif í þrælkunarbúðum í Sov- étríkjunum. Dragan Lakicevic, útgáfu- stjóri bókaforlagsins Rad, sagði að bókin hefði verið gef- in út á serbó-króatísku í 10.000 eintökum, en það er það mál, sem flestir Júgóslav- ar tala. Bókin kom fyrst út á rússnesku árið 1973 og var þá gefín út í París. Síðan hef- ur hún verið þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku. Talið er að útgáfa bókarinn- ar nú kunni að standa í ein- hverju sambandi við lokun hins illræmda fangelsis á eyjunni Goli Otok í norðanverðu Adría- hafi. Nú er unnið að því að breyta fanganýlendunni í sum- arleyfísparadís. Thaíland: 45 manns farast í bílslysi Bangkok, Reuter. AÐ MINNSTA kosti 45 manns létust um síðustu helgi þegar thailensk lang- ferðabifreið fór út af vegin- um og steyptist ofan í skurð með þeim afleiðingum að um helmingur farþeganna drukknaði. Að sögn yfirvalda slösuðust 11 manns og fjölda er enn saknað. Bifreiðin tók 70 manns í sæti, en vitað er að nokkuð var um að menn stæðu á gangi bifreiðarinnar. Talið er að slysið megi rekja til þess, að hjólbarði hafi sprungið þegar bifreiðin var að fara yfír brú og bílstjórinn misst stjóm á henni með ofan- greindum afleiðingum. Stærsti te- ketill heims Risastórum tekatli hefur verið komið fyrir á sýningarsvæði í Glas- gow í tilefni Glasgow Garden Fes- tival, sem hefst þar í borg 28. apríl næstkomandi. Hermt er að hér sé um að ræða stærsta teketil heims en hann er 3,5 metrar á hæð og mesta þvermál 5,4 metrar. Við stút ketilsins stendur bolli, sem er 1,5 metra hár. Tekatlinum er ætlað að draga athygli manna að bollastelli, sem framleitt er í borginni Stoke- on-Trent. Ketillinn er framleiddur úr glerkenndu plastefni. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. I arn^r igekk* tugi unda króna Það er ekki oft sem að ljósritunarvélar lækka um tugi þúsunda en það hefur gerst hjá okkur. Þar að auki lækka aukahlutir allt að 40% og skápar lækka að meðaltali um 20%. Og til þess að kóróna allt þá veitum við 5% staðgreiðsluafslátt. % £ Hverfisgötu 33, simi: 62-37-37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.