Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 34

Morgunblaðið - 12.04.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sfmi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Aðhald og sparnað- ur í ríkisbúskapnum Agreiningsefnin í samfélagi okkar eru yfrin. Eitt „eilífðarmálið" á þeim vettvangi er skipting þjóðarteknanna á starfsstéttir. I þeim efnum er stuðst við margt: Mikilvægi starfanna, arðsemi þeirra, menntun og ábyrgð. Það eru ekki starfsstéttimar einar sem takast á um skiptingu þjóðarteknanna. Hið opinbera, ríkið og sveitarfélögin, taka til sín æ stærri hluta þeirra. Skatt- tekjur hins opinbera hafa vaxið úr tvö hundruð og fímmtán krónum af hverjum eitt þúsund í vergri landsframleiðslu árið 1945 í tvö hundruð og níutíu krónur árið 1985. Hlutur ríkis- ins hefur á sama tíma vaxið úr 76,1% af heildarskatttekjum 1945 í 79,1% 1985 en hlutur sveitarfélaga lækkað úr 23,9% í 20,9%. Það segir sig sjálft að eftir því sem skiptahlutur hins opin- bera í þjóðartekjunum vex lækka þær eftirstöðvar, sem koma til endanlegrar ráðstöfun- ar hjá almenningi og atvinnu- vegum. En sagan er ekki full- sögð. Útgjöld hins opinbera, einkum ríkisins, hafa vaxið langt umfram þessar skatttekj- ur mörg hin síðari ár. Ríkissjóð- ur hefur verið rekinn með um- talsverðum halla. Ríkiseyðsla umfram tekjur hefiir ýtt undir spennu í efnahagslífí þjóðarinn- ar, aukið á opinberar skuldir og fjármagnskostnað — og er í raun ávísun á skatta morgun- dagsins, „sala á óveiddum físk- um“. Flest hefur gengið íslenzkri þjóð í haginn. Menntun, þekk- ing, heilsugæzla, viðurværi, húsnæði, vinnuaðstaða og önn- ur aðbúð hefur stórbatnað. En um sumt höfum við verið offar- ar. Það kemur meðal annars fram í vafasamri Qárfestingu, miklum viðskiptahalla, erlend- um skuldum og verðbólgu, að ógleymdum halla á ríkisbú- skapnum, þrátt fyrir hækkandi hlutfall ríkisskatta af lands- framleiðslu. Tvær síðustu ríkisstjórnir hafa lagt kapp á að ná niður verðbólgu, með nokkrum árangri, sem styrkt hefur sam- keppnisstöðu íslenzkrar fram- leiðslu og þjónustu — og þar með atvinnuöryggi í landinu. En betur má ef duga skal. Spár standa til áttfaldrar verðbólgu hér á landi í ár — miðað við líklega meðalverðbólgu í OECD-rílg'um. Aðeins eitt OECD-ríki, Tyrkland, stendur sig verr en við í verðbólguvöm- um annó 1988. Jafnframt hefur hvers konar aðhald í ríkisbúskapnum verið aukið og hert, bæði á liðnu og líðandi ári. Stefnt er og að hallalausum ríkisbúskap 1988, samkvæmt fjárlögum. Það markmið er liður í samræmdum efnahagsaðgerðum. Oft var þörf en nú er nauðsyn að ná fram betri meðferð og nýtingu þeirra fjármuna, sem sóttir eru í vasa fólks og fyrirtækja. Ef marka má talsmenn starfs- stétta og atvinnugreina er greiðslugeta fólks og fyrirtækja í ríkissjóð þegar fullnýtt. Þess var því að vænta að hagræðing, aðhald og spamað- ur í ríkisbúskapnum, ætti al- mennum skilningi að mæta, ekki sízt með hliðsjón af verri horfum í þjóðarbúskapnum. Engu að síður ber meira á mótmælum alls konar stofnana og „hagsmunahópa", sem gera út á ríkissjóðinn, en hvatningu frá hinum „þögla meirihluta", sem þó á í skattavökinni að verjast. Að sjálfsögðu skiptir máli hvem veg er að aðhaldi í ríkis- búskapnum staðið. Flestir em samhuga um að standa vörð um almenna velférð í samfélag- inu, afkomuöryggi, jafnstöðu til menntunar og heilbrigðisþjón- ustu. Það sem að er stefrit er að nýta fjármuni betur. Að ná fram sömu ogjafnvel betri al- mennri og alhliða þjónustu fyr- ir sama eða jafnvel minna fjár- magn. Það ber að fagna því þegar ríkisstjóm og ráðherrar sýna þor og þrek til að stíga á hemla þar sem hinn meira og minna „sjálvirki" vöxtur ríkisútgjalda á í hlut. Það er mikilvægt að ríkisbúskapurinn, eins og annar rekstur í þjóðfélaginu, sæti við- varandi endurskoðun, aðhaldi og hagræðingu, til að ná fram sem beztri riýtingu skattpen- inga almennings. Aðhald af þessu tagi kann að valda tíma- bundnu fjaðrafoki hinna og þessara „hagsmunagæzluhópa" og tilheyrandi fjölmiðlaberg- máli. En til lengri tíma litið eykur það á trúnað milli stjóm- málamanna, sem að slíkum að- gerðum standa, og hins „þögla meirihluta" sem jafnan hefur síðasta orðið þegar að Ig'örborð- inu kemur. RÁNIÐ Á FARÞEGAÞOTUNNI FRÁ KUWAIT Kaldrifj aðir flug með 50 gísla í hel Larnaka, Reuter. í TAUGASTRÍÐIÐ á flugveUinum í Larnaka á Kýpur hélt áfram um helgina. Flugræningjarnir hugð- ust gera stuttan stans á eyjunni og fá geyma vélarinnar fyllta. Er því var hafnað gerðu þeir al- vöru úr þeirri hótun að myrða einn gislanna 50. Báðir aðiljar stóðu fast á sinu. Kuwaísk og kýpversk yfirvöld neituðu að sleppa föngum í Kuwait og láta eldsneyti í té. Flugræningjamir féllust ekki á gagntiiboð um að þeir fengju eldsneyti i skiptum fyrir gislana. Erfitt er að gera sér í hugarlund livernig ástandið er um borð i vélinni. Á sunnudag hófu þeir að beija á einum far- þeganna til að undirstrika kröfur sinar, um hádegisbilið i gær drápu ræningjamir svo einn far- þega og hafa þá myrt tvo á Lara- aka-flugvelli. Sem stendur er engin lausn í sjón- máli. Allar ríkisstjómir sem málinu tengjast eru sammála um að láta ekki undan kröfum ræningjanna. Ekki virðist heldur fýsilegt að ráðast inn í vélina til að frelsa gíslana eins og stundum hefur verið gert við svipaðar aðstæður. Flugræningjam- ir em vel vopnum búnir og segjast að auki hafa komið sprengiþráðum fyrir víðsvegar um vélina. Ólíkt því sem verið hefur í öðram flugránum í Mið-Austurlöndum halda ræningj- amir ró sinni og rödd talsmanns þeirra er jafnan ísköld. Klukkan hálftólf að staðartíma á laugardagsmorgun rann út sá frest- ur sem flugræningjamir höfðu gefið yfirvöldum á Kýpur til að fylla elds- neytisgeyma vélarinnar, sá frestur hafði verið endumýjaður þrisvar sinnum. Að lokum misstu rænin- gjamir þolinmæðina og tilkynntu kaldhæðnislega: „Útbúið lfkkistu og sjúkrabíl!" Nokkram mfnútum síðar var líki kuwaísks hermanns sem var farþegi í vélinni varpað út úr vél- inni. Hinn látni var 25 ára gamall og við krafningu kom í ljós að hann Reuter Hér sjást tveir flugrænmgjanna bera neyðarrennibrautir flugvélarinn- ar út úr vélinni. Andartaki síðar hentu þeir rennibrautinni, sem not- uð er í neyðartilvikum, á flugbrautina. Talið er að flugræningjarnir séu 6-7 talsins. Larnaka-flugvöllur á Kýpur Flugbraut 100 HEIMILD: Flugmálastjóm Kýpur. Rændu vélinni var komið fyrir á þessu stæói á föstudagskvöld hafði verið pyntaður, 18-24 klukku- stundum áður en hann var myrtur. Talið er að hann hafi verið skotinn þrisvar í höfuðið. KRGN / Morgunblaðið / AM Blóöi úthellt Flugránið hafði nú tekið nýja stefnu, í fyrsta skipti sfðan á þriðju- 227 týnt lífi í flugr Wsaliínfrlnn Rairtor Washington, Reuter. FARÞEGAFLUGVÉL var í fyrsta skipti rænt árið 1931 og samkvæmt heimildum Bandaríkjastjóraar hafa að minnsta kosti 775 flugrán og tilraunir til flugráns átt sér stað sfðan þá. Flugrán þessi hafa kostað ekki færri en 227 mannslíf en að auki hafa fjölmargir ræningjanna týnt lífi, framið sjálfsmorð eða dáið i fangelsi. Hér fer á eftir yfirlit yfir sögu flugrána og er stuðst við skýrslur flugfélaga og heimildir stjóravalda f Bandaríkjunum. Febrúar 1931. Farþegaflugvél rænt í fyrsta skipti. Ránið átti sér stað í Perú. Júlf 1947. Vopnaðir menn ræna rúmenskri farþegaflugvél í innan- landsflugi og snúa henni til Tyrk- lands. Einn úr áhöfninni er myrtur og verður þar með fyrsta fómarlamb flugræningja. Júli 1948. Fyrsta flugránið í Asíu. Fjórir Kínveijar ræna Catalina- flugbát frá Cathay Pacific-flugfélag- inu á leið frá Macao til Hong Kong. Ræningjamir myrða flugmanninn og aðstoðarmann hans. Flugvélin hrapar í hafið og 25 manns farast. September 1948. Fyrsta flugránið í Evrópu utan kommúnistaríkjanna. Átta menn ræna flugvél í flugi milli Aþenu og Saloniki og snúa henni til Júgóslavíu. Aprfl 1958. Flugvél frá kúbverska ríkisflugfélaginu er rænt og lendir í Mexfkó. Um þetta leyti er Fidel Castro að komast valda á Kúbu. Næstu tíu árin er fjölda flugvéla ýmist rænt á leið til og frá Kúbu, Mexíkó og Bandarílqunum. Nóvember 1958. Fyrsta flugránið í Bandaríkjunum. Fimm menn ræna Viscount-flugvél frá kúbverska flug- félaginu og snúa henni til Kúbu. Flugvélin hrapar á leið til Havana. 20 manns era um borð og farast 17 þeirra. Ágúst 1960. Fréttir berast að flug- vél hafí í fyreta skipti verið rænt í Sovétríkjunum. Maí 1961. Bandarískri flugvél rænt í fyrsta skipti. Ræninginn neyðir flugstjórann til að fljúga frá Flórida til Kúbu. Nóvember 1961. Farþegaflugvél rænt í Afríku í fyrata skipti. Fimm menn taka portúgalska flugvél á sitt vald í Casablanca í Marokkó. Flug- stjórinn er neyddur til að fljúga yfir Lissabon til þess að ræningjamir geti varpað út áróðurepésum. Flug- vélin lendir í Tangier. Júlí 1968. Þrír arabar ræna flugvél frá ísraelska flugfélaginu El-Al í Róm og þvinga flugstjórann til að fljúga til Alsír. Margir sérfræðingar telja þetta flugrán hafa markað þáttaskil. í fyreta skipti era óbreytt- ir borgarar teknir í gíslingu til að vekja athygli á málstað öfgahópa. September 1970. Palestínuskæru- liðar ræna þremur flugvélum frá TWA, Svissair og Brítish Airways og láta lenda þeim á Dawson-flug- velli í Jórdaníu. Gíslunum er sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem sitja í fangelsi í Evrópu. Ræningjam- ir sprengja allar flugvélamar í loft upp. September 1974. Mannskæðasta flugrán sögunnar. Maður rænir flug- vél frá vietnamska ríkisflugfélaginu, Air Vietnam, á leið frá Danang og krefst þess að vélinni verði flogið til Hanoi. Ræninginn sprengir hand- sprengju um borð í flugvélinni sem hrapar með þeim afleiðingum að allir um borð, 70 manns, farast. Júlí 1976. Fjórir menn ræna flugvél frá franska flugfélaginu, Air France, á leið frá Aþenu. Flugvélin lendir í Entebbe I Uganda. ísraelskar sér- sveitir fljúga með leynd til Entebbe og bjarga öllum gíslunum nema þremur. Fjórmenningamir, nokkrir hermenn frá Úganda, einn ísraeli og þrír gíslar týna lífi. Umfangs- mesta og djarfasta bjöigunaraðgerð sögunnar. Bók hefur verið skrifuð um hana og gerð eftir henni kvik- mjmd. Október 1977. Palestínumenn ræna vestur-þýskri farþegaflugvél og lenda henni i Sómalíu. Menn úr Víkingasveit vestur-þýsku lögregl- unnar era sendir á staðinn. Þeir fella ræningjana og bjarga öllum gíslun- um. Febrúar 1978. Tveir arabískir skæraliðar ræna flugvél í Lamaka á Kýpur. Á meðan samningaviðrasð- ur standa yfir koma egypskar sér-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.