Morgunblaðið - 12.04.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 12.04.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 fclk í fréttum Meðal gesta voru f.v. Bjarni Jónsson, Haukur Morthens, Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Magnús- dóttir. Varð að breyta matseðlinum fyrir þorrablótið Arlegt þorrablót íslendingafé- lagsins í Norður Karólínu var haldið 5. mars síðast liðinn í Red- wood City sem er skammt utan við San Francisco. Um 240 manns létu sjá sig og skemmtu sér hið besta bæði undir borðum og ekki síður er hljómsveitin Geimsteinn frá Keflavík tróð upp og lék fyrir dansi. Happadrætti var meðan á skemmt- uninni stóð og voru fyrstu verðlaun auðvitað farmiði til íslands, en hnossið hreppti Haukur Steindórs- son. Þá má geta þess, að veislugest- ir fengu óvænta og góða heimsókn. Það kom nefnilega upp úr dúmum, að Haukur Morthens var á ferða- lagi um Los Angeles og er þann frétti af veislunni samþykkti hann að koma og syngja nokkur lög. Þess má geta, að Grænfriðungar gerðu nokkuð veður út af þorrablót- inu. Þeir fengu spumir af því að til stæði að snæða súrsað hvalkjöt en það er álíka að ætla þeim græn- friðungum að þola slíkt og Breskum aðalsmanni að beita ánamaðki við laxveiðar. Þeir mótmæltu og hugð- ust efna til mótmælastöðu fyrir utan samkomusalinn. Þetta var allt byggt á misskilningi þegar allt kom til alls, matseðillinn var byggður á þriggja ára gömlum matseðli, en síðan hafa þau tíðidni gerst, að Bandaríkjamenn hafa fylkt sé með þeim sem vilja banna öðrum hval- veiðar. Liður í því er að banna inn- flutning á hvalkjöti. Það var því ekkert hvalkjöt að hafa. Dagblöð voru látin vita af væntanlegu hval- kjötsáti íslendinga og eitt þeirra, San Francisco Examiner skýrði frá því og vitnaði m. a. í Herdísi Good- man. Herdís er í íslendingafélaginu en er hvalveiðiandstæðingur. Var haft eftir henni að hún sagðist hafa mótmælt því að hvalur yrði aftur á boðstólum á þorrablótum, „súrsað hvalkjöt á ekkert skylt við vísinda- veiðar," var haft eftir henni. í hjjómsveitarpásu, f.v. Ingibjörg Pétursdóttir, Ásthildur Roff og Kristjana Stefánsdóttir. Þessir báru hitann og þungann af veitingunum, kokkatríóið f .v.Hörð- ur Halldórsson, Halldór Júlfusson og Halldór „Mannsi" Vilhjálmsson. Lokahlj ómleikar Hálft í Hvoru á mikilli tónlistar- hátíð í Svíþjóð Hljómsveitin Hálfl; í Hvoru var á ferðinni í Svíþjóð í febrúar síðast liðnum, var þá boðið á stóra tónlistarhátíð þar sem yfir 20 hljómsveitir frá Norðurlöndum svo og Frakkl- andi léku. Þama lauk samstarfi meðlima Háift i Hvoru eftir 7 farsæl ár, lokatónleikamir fóru fram á sænskri grund og var sveitinni fimavel tekið skv. blað- aúrklippum sem Morgunblaðinu hefur borist. Einn meðiima sveit- arinnar, Herdís Hallvarðsdóttir, lætur og vel af ferðinni og öllu sem henni fylgdi, sagði að það væri við hæfí að sveitin lyki svo löngum og góðum ferli við að- stæður eins og þama voru. Liðs- menn sveitarinnar fara nú sínar leiðir en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Meðfylgjandi myndir segja mörg orð um stemminguna í kring um punktinn yfír i- ið. Liðsmenn HÍH, f.v.: Örvar Að- alsteinssonm, Gísli Helgason, Herdís Hallvarðsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson Á sviðinu f Svfþjóð, Iengst til vinstri er sænskur pianó- snillingur, Ame Forsén, sem lék með sveitinni, síðan, Örvar, Ingi, Gfsli og Herdís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.