Morgunblaðið - 15.04.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 15.04.1988, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988 17 íslenska óperan: Tónleikar á morgun telq'ur, sem þannig fást, til þess að bæta hag þeirra sem minna mega sín. Á það má varpa ljósi með ein- földu talnadæmi, sem er ekki fjarri raunveruleikanum hér á landi. Gera má ráð fyrir, að matvörusala á ári án skatts sé um 28 milljarðar króna. Sé þjóðinni ennfremur skipt í tvo jafn flölmenna parta, hina tekju- lægri og hina tekjuhærri, og miðað við vitneskju um neysludreifingu, má gera ráð fyrir, að matvöru- neyslu tekjulægri hópsins sé 11—13 milljarðar króna en 15—17 milljarð- ar hjá tekjuhærri hópnum. Sé virð- isaukaskattur 22% greiða hinir tekjulægri 2,4—2,9 milljarða í skatt en hinir tekjuhærri 3,3—3,7 millj- arða. Undanþága matvöru myndi svara til 6,2 milljarða niðurgreiðslu og þar af lenti 600—1.300 milljónum króna hærri fjárhæð hjá hinum tekjuhærri helmingi þjóðarinnar en hjá hinum tekjulægri. Ekki er það mikil jöfnun. Heildaráhrifin færu þó eftir því, hvaða tekjuöflunarleið- ir fyndust til að afla þeirra tekna sem undanþágan kostar. 6,2 millj- arðar verða ekki gripnir upp af götunni né þau hundruð milljóna sem leka myndu til viðbótar út um undanþágurifuna. Án þessara tekna skerðast möguleikar þjóðfélagsins til að sinna félagslegum verkefnum, sem ekki hvað síst eru til hagsbóta fyrir hina tekjulægri. Hver er sú leið sem farin hefur verið af núverandi stjóm og fylgt er í þessu frumvarpi? Hún er sú að innheimta skatt án undanþága. Ríkissjóður fær þannig tekjur, 6,2 milljarða sbr. dæmið hér að fram- an, þar af stærri hluta frá hinum betur settu. Hluti af þessum tekjum er síðan notaður til tekju- og neyslu- jöfnunar með því að auka ráðstöf- unartekjur hinna tekjulægri og Iækka verð á algengustu matvöru. Hvemig hefur til tekist? Hvað skeði í þessu efni um sl. áramót? Nokkur helstu atriði: Persónuafsláttur var aukinn og skattleysismörk stórlega hækkuð. Bamabætur og bamabótaauki hækkuðu um nálægt 1 milljarð króna. Tryggingabætur vom hækk- aðar um hundmð milljóna króna. Niðurgreiðsla algengustu matvöm var aukin um 1.600 milljónir króna. Séu þessar tölur bomar saman við þær tölur um skattheimtu, sem að framan em nefndar, verður ljóst, að með hinum beinu aðgerðum er náð vemlegri tekjujöfnun. Er sú niðurstaða í samræmi við greiningu á áhrifum þessara breytinga, sem unnin hefur verið með öðmm að- ferðum. Hvað þýðir þessi niðurstaða? Hún þýðir einfaldlega það, að matar- skatturinn og samhliða breytingar í skattamálum og verðlagsmálum er stórfelldasta einstök aðgerð í skattamálum, sem gerð hefur verið í tekjujöfnunarskyni, og tekur langt fram afnámi söluskatts af matvæl- um í því efni. Ekki matarskattur heldur tekjujöfnun Ég hef sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að sú skattkerfís- breyting, sem gerð var í upphafi þessa árs, var ekki matarskattur eins og lýðskrumarar nefndu hana heldur stórfelldasta tekjujöfnun, sem gerð hefur verið af opinberri hálfu hér á landi. Virðisaukaskatt- ur, eins og hann er ætlaður sam- kvæmt fmmvarpi þessu undan- þágulaus og almennur og með lægra skatthlutfalli en núverandi söluskattur, mun styrkja þessa að- gerð og tryggja hinn góða árangur hennar. Ekkert er mikilvægara fyr- ir velferðarríkið en það, að tekjuöfl- un þess standi á traustum fótum. Það er trygging þess að haldið verði upp þeirri fjölbreyttu þjónustu, sem það krefst. Tekjujöfnunarkerfið verður jafnframt að tryggja at- vinnuvegunum hina bestu aðstöðu og má ekki vera þeim flötur um fót í harðri samkeppni á innlendum sem erlendum mörkuðum. Af þessum ástæðum öllum ber brýna nauðsyn til að Alþingi íslend- inga taki nú ákvörðun um þetta mál hið fyrsta. Sellóleikarinn Misha Maisky og pianóleikarinn Steven Hoogen- berk halda tónleika i íslensku óperunni á laugardag á vegum Tónlistarfélagsins i Reykjavík og hefjast þeir kl. 14.30. Misha Maisky fæddist f Sovétríkj- unum og hlaut þar tónlistarmenntun sína. Hann heftir unnið til margra verðlauna, m.a. í alþjóðlegu Tsjajkov- skij-keppninni í Moskvu og Cassadó- keppninni á ítalfu. Hann er sagður vera eini sellóleikari f heiminum sem hefur stundað nám bæði hjá Mstisval Rostropovits og Gregor Piatigorsky. Árið 1973 fluttist hann til ísrael en býr nú í París. Sama ár kom hann fyrst fram í Bandaríkjunum með Pittsburgh-hljómsveitinni og sfðan hefur hann hlotið sífellt meiri vin- sældir og er nú einn eftirsóttasti sellóleikari heims og á sffelldum ferðalögum milli heimsálfa. Misha Maisky hljóðritar eingöngu fyrir Deutsche Grammophon og hafa hljómplötur hans hlotið mörg verð- laun, m.a. hin eftirsóttu Grand Prix du Disque í París. Hann hefur unnið með listamönnum eins og Marta Argerich, Gidon Kremer og Peter Serkin. Samstarf þeirra Misha Mai- Misha Maisky sellóleikari. skys og Steven Hoogenberk hefur staðið um nokkurra ára skeið. Steven Hoogenberk fæddist í Hollandi, sótti framhaldsmenntun til Parísar og Briissel. Hann starfar nú í Hollandi bæði sem kennari og píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J.S. Bach, Schubert, Sjostako- vits og Stravinskf. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. (Fréttatilkynning) Sunnudaginn 17. apríl er opið hús hjá raforkufyrirtækjum landsins, frá kl. 13-17 Stöðvarhúsið RAFVEITA AKRANESS: Aðaistöðvar rafveitunnar að Dalbraut 8. RAFVEITA BORGARNESS: Skrifstofa rafveitunnar, Borgarbraut 13. ORKUBÚ VESTFJARÐA: Á ísafirði, Orkustöð við Sundahöfn og vatnsaflsvirkjanirnar að Fossum í Engidal. Rafstöðvarhús á eftirtöldum stöðum: Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Bíldudal og Patreksfirði. Þverárvirkjun á Hólmavík. RAFVEITA SAUÐÁRKRÓKS: Verkstæðið Borgarbraut 3. RAFVEITA SIGLUFJARÐAR: Skeiðsfossvirkjun I Fljótum, Varastöðin Siglufirði og á verkstæði rafveitunnar. RAFVEITA AKUREYRAR:______________1_____________ Aðveitustöð við Þingvallastræti,ásamt verkstæði rafveitunnar. RAFVEITA REYDARFJARDAR: RAFVEITA VESTMANNAEYJA: Vélasalur, aðstaða og aðveitustöð á Skildingavegi. RAFVEITA SELFOSS:___________ Áhaldahúsið að Eyrarvegi 39. RAFVEITA STOKKSEYRAR OG EYRARBAKKA: Skrifstofa og vinnuaðstaða að Eyrarbraut 49 HITAVEITA SUDURNESJA: Orkuverið Svartsengi. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR: Aðveitustöðin að Oldugötu 39. Léttar veitingar. Bæjarbúar eru hvattir til að koma með fjölskyldur sínar og skoða sitt eigið fyrirtæki. Norrænt tækníár 1988 5IR) SAMBAND ÍSLENSKRA RAFVEITNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.