Morgunblaðið - 01.05.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.05.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Undanþága SAS: Brotá samstöðu verslun- armanna - segirPéturA. Maack „Formaður Verslunarmannafé- lags Suðumesja gaf SAS undan- þágu einn og sér, án vitundar allra annarra félagsmanna í verkalýðsfélögum á svæðinu og án samráðs við forystu félagsins eða önnur verkalýðsfélög,“ sagði Pétur A. Maack, formaður verk- fallsstjórnar VR í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var gert í blóra við þá stefnu, sem mörkuð hefur verið í verkfallsaðgerðum. Þegar ljóst var að maðurinn hefði gengið á bak orða sinna um verkfallsvörslu, gengu okkar menn út,“ sagði Pétur. Pétur sagðist líta á þessa aðgerð formanns VS sem brot á samstöðu verslunarmanna. „Við teljum að þama hafí ekki verið rétt að farið, það á að ganga það sama yfír er- lend flugfélög og íslensk í þessu verkfalli," sagði Pétur. Stympst í flugstöðinni. Keflavík: Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Flugvél frá SAS afgreidd með leyfi verslunarmanna _ci, Keflavík. Verslunarmannafélag Suðurnesja gaf SAS mönnum grænt ljós á að þeir mættu sjálfir innrita farþega I vél félagsins i Flugstöð- inni í gær. Þá höfðu SAS menn undirritað yfirlýsingu til VS um að samkomulag þeirra við Flugleiðir væri úr gildi fallið þar sem félagið gæti ekki staðið við fyrra samkomulag. Verkfallsverðir úr VR sem voru Suðurnesjamönnum til aðstoðar reiddust sam- komulaginu og yfirgáfu flugstöðina. SAS vélin hélt siðan til Kaupmannahafnar full af farþegum um hálf tólf og hafði brott- för hennar þá seinkað um tæpa 3 tíma. Flug Amarflugs gekk eðlilega fyrir sig og fór vél kl. 07:00 full af farþegum til Amsterdam, en þijár vélar Flugleiða fóru til Evrópu og komu verkfallsverðir í veg fyrir innritun farþega þeirra. Til lítilsháttar átaka kom milli farþega sem ætluðu að fljúga með Flugleiðum og verkfallsvarða. Ekki urðu alvaleg meiðsl á fólki í átök- um þessum, en verkfallsvörður, ung stúlka í Verslunarmannafélagi Suðumesja hlaut minniháttar áverka og voru danskir ferðamenn sem gengu hvað harðast fram kærðir til lögreglunnar á Keflavíkurflug- velli sem varð að skerast í leikinn. Morgunblaðið/Börkur Málaðá vegg í Mosfellsbæ NEMENDUR i eldri bekkjum Varmárskóla f Mosfellsbæ tóku sig til á föstudag og hófu vinnu við risamálverk, eins konar fresku, á einn vegginn í sal skólans. Unnu þeir langt fram á nótt, lögðu sig sfðan f skólanum og tóku aftur tíl við verkið f bftið á laugardag. Myndin var tekin á laugardagsmorgun og eins og sjá má er verkið langt komið. Siinnudagshugvelgan SÉRA Guðmundur Óli Ólafsson prestur í Skálholti mun skrifa sunnudagshugvekju Morgun- blaðsins næstu mánuði. Séra Guðmundur lauk embætt- isprófí frá Háskóla íslands árið 1953 en stundaði síðan fram- haldsnám í trúfræði og guðfræði Marteins Lúthers í Noregi og Þýskalandi á ámnum 1953 og 1954. Hann vígðist sóknarprestur til Skálholtsprestakalls 1955 og hefur þjónað því kalli síðan. Hann var ritstjóri „Hestsins okkar" frá 1963 til 1970 og ritstjóri Kirkju- ritsins 1971-1978. Af öðrum rit- störfum má m.a. nefna bemsku- og æskusögu séra Friðriks Frið- rikssonar, sem KFUM gaf út, og þýðingu bókarinnar „Hér stend ég“ — um ævi Lúthers eftir Ro- land Bainton. FVrsta hugvelcja sr. Guðmund- ar óla birtist í blaðinu í dag. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti Séra Guðmundur Óli Ólafsson hefur skrifað hugvekjuna undan- fama mánuði og færir blaðið hon- um bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. Flutningarnir fyrir varnarliðið: Lögbannið á út- boðið framlengt LÖGBANN á útboð flutninga- deildar Bandaríkjahers vegna Handbolti: Eínsmarks sigur gegn Japan Tókió. Frá Júlíusi Signrjónssyni. JÚLÍUS JÓNASSON lék sinn besta landsleik og setti nfu mörk, þegar íslenska landsliðið sigraði það japanska 24:23 f jöfnum og spennandi leik í ólympfuhöllinni f Tókýó í Japan í gær að viðstödd- um 2.000 áhorfendum. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengst af, voru yfírleitt marki yfir í fyrri hálfleik, en staðan í hléi var 12:11. Á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks voru íslendingamir ávallt einum eða tveimur færri, staðan breyttist í 19:16 ogþegar 12 mínút- ur voru eftir höfðu heimamenn náð fjögurra marka forystu, 21:17. Þá kom besti kafli fslenska liðsins og það sýndi sitt rétta andlit. Einar Þorvarðarson lokaði markinu og vamarleikurinn var öruggur. Þegar þijár mínútur vom til leiksloka og staðan 22:21 varði Einar víti og Atli Hilmarsson jafnaði í næstu sókn. Júlíus náði forystunni fyrir ísland, Niyasita, sem gerði níu mörk, jafnaði, en Atli gerði sigur- markið fímm sekúndum fyrir leiks- lok. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 9/2, Atli Hilmarsson 7/2, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Karl Þráinsson 2, Jakob Sigurðsson 2 og Ámi Frið- leifsson 1. sjóflutninga fyrir varnarliðið milli Bandarikjanna og íslands hefur verið framlengt til 13. maf næstkomandi og jafnframt ákveðið að yfirheyrslur vegna málsins fari fram þann 9. maí. Gildandi samningur um flutn- inga tO varnarliðsins rann út á laugardag og deila flutninga- deildar Bandaríkjahers og Rainbow Navigation um lög- mæti útboðsgagna kemur enn f veg fyrir að hægt sé að semja fyrir næsta tímabil, sem hefst 1. maf. Flutningamir fyrir vamarliðið voru boðnir út í febrúar í fyrra í TILEFNI hátíðisdags verka- lýðsins f dag, 1. maí, gangast verkalýðsfélögin í Reykjavfk fyr- ir kröfugöngu og útifundi. Kröfugangan verður farin frá Hlemmi og gengið niður á Lækj- artorg, þar sem fundurinn verð- ur haldinn. Áætlað er að göngumenn safnist saman á Hlemmi upp úr klukkan 13.30, en gangan leggur af stað klukkan 14. Lúðrasveit verkalýðs- ins og lúðrasveitin Svanur fara fyr- ir göngunni. Fundaretjóri á Lækjartorgi verð- ur Ragna Bergmann. Ávörp flytja Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari Dagsbrúnar, Pálfna Sigurjónsdóttir, formaður Hjúkranarfræðingafélags og útboðsgögnum skilað í marz, en samningstímabilið var frá 1. maí 1987 til 30. aprfl 1988. Eim- skip hlaut þá 65% flutninganna en Rainbow Navigation 35%, en samkvæmt samningi þjóðanna, koma 65% flutninganna í hlut þess ríkis, sem lægsta tilboðið á, en hitt í hlut hins. Nú voru flutning- amir boðnir út í marz síðastliðnum og tilboðum átti að skila síðari hluta aprflmánaðar. Rainbow Navigation kærði útboðsgögnin, þar sem stjómendur skipafélags- ins efuðust um lögmæti þeirra. Lögbann var þá sett á útboðið til 29. apríl, en framlengt á föstudag til 13. maí. Islands, og Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannasambands Reykjavíkur. Baldvin Halldóreson leikari mun lesa ljóð á fundinum. Hvorki kröfuganga né útifundur verða í Hafnarfirði og er það í fyrsta skipti í 40 ár, sem Hafnfírð- ingar halda ekki upp á 1, maí með þeim hætti. í samtali við Fjarðar- póstinn segir Grétar Þorleifsson, formaður Fulltrúaaráðs verkalýðs- félaganna í Hafnarfirði, að ástæða þessa sé dræm þáttaka sfðustu árin og hafí tekið steininn úr á samkomu verkalýðsfélaganna í Bæjarbíói f fyrra. Hins vegar verður séretök 1. maí - dagskrá í Hafnarfjarðarút- varpinu. 1. maí: Kröfuganga verkalýðs- félaganna og útífundur i j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.