Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 9

Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 9 4. sunnud. eftir páska Jóh. 16. 5.-15. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Hann er kominn á hryggðarstundu Ég mun leiða blinda menn um veg, er þeir ekki rata, færa þá um stigu, sem þeir ekki þekkja. Ég vil gjöra myrkrið fram undan þeim að ljósi og hólótt landið að jafnsléttu. (Jes. 42, 16.) „Hann er kominn, sem ég ætlaði að finna.“ Var það síra Jóhann, sem svaraði svo meðhjálpara sínum? Svo var sagt. 0g síra Jóhann Þorkelsson er löngu sannhelgur maður í íslenzkum sögum og hafið yfir allan efa, að hann sé það í himninum. Því fer sagan honum vel. Þeir voru einir komnir til kirkju einhvern sunnudags- morgun, presturinn og dyggur meðhjálpari hans. Og þar sem þeir bjástruðu í skrúðhúsinu, gat meðhjálparinn ekki orða bundizt: „Það verður líklega ekki messufært í dag. Hér er enginn kominn.“ „Hann er kominn, sem ég ætlaði að fínna," svaraði prestur og messaði síðan. Aldraður maður bjóst að heiman til hinztu farar sinnar í þessum heimi. Fátæklega og næsta létta skjóðu hafði hann meðferðis. Þegar hann hafði kvatt þennan heim, varð skjóðan eftir. Í henni var ekkert fémætt, sem vænta mátti. En dálítill snepill var þar, sem benti til þessara orða Jesú: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég á meðal þeirra." Þar var veganestið í léttum mal. íslenzkur prestur, sem starfar erlendis, skrifaði vini og starfs- bróður heima á íslandi á hryggð- arstundu. Það var um þetta leyti árs: „Þessi tími kirkjuársins er stundum nefndur „Brosið gegn- um tárin". Það mun vera vegna þess, að fagnaðarboðskapur þessa tíma er úr Skilnaðarræð- unni eða fjallar á einhvern hátt um dauðann og kveðjustundir, en þó fyrst og fremst um endur- fundi: „Innan skamms," segir Frelsarinn, og „það mun verða ein hjörð og einn hirðir." Því er tími tára og tími brossins gegn- um tárin. Ef ég man rétt, var faðir þinn kvaddur á fund Frels- ara síns á degi hins góða hirðis. — Og nú er hjörðin tvístruð, og nú er tími tára, og nú er tími boðskaparins um hirðinn, sem mun safna saman horfnum hát- íðargestum. Því brosi ég gegn- um tárin.“ „Sorgin gleymir engum,“ eða svo er sagt. Hitt er einnig víst og satt, ef nokkuð er satt í þess- ari veröld, að Drottinn gleymir ekki sorg þinni né hryggðar- stundum. Það má heita kynlegt, að allt það, sem um hann er skráð og eftir honum haft í ritum lærisveina hans er kallað fagn- aðarboðskapur. Ekkert annað erindi, sem farið hefur um jörðu meðal manna, hefur hlotið svo eindregna yfírskrift og játning af mennskum vörum. Þó sést þess hvergi getið, að hann hafí svo mikið sem brosað. En hann táraðist og hann grét. Og hann, sem skynjaði og bar alla jarðar- sorg og þjáning, stóð einhvem dag í hlíðum Olíufjallsins og horfði yfír borgina fögru: „Jerú- salem, Jerúsalem." Það er satt, að sorg getur komizt í tízku, eins og fleira, og hvarvetna eru til sölu lausnir á hvers manns vanda, einnig sorg- inni. En viljir þú finna Frelsara þinn og Hjálpara þann og Hugg- ara, sem hann ræðir um í guð- spjöllum þessa dagana, þá eru einungis til reiðu bamsleg 'og einföld svör, þau svör, sem notuð hafa verið við fræðslu ferming- arbarna og annarra fákunnandi, kynslóð eftir kynslóð: Leitaðu til orða hans. Hann hét því að vera í þeim orðum, koma til þeirra, sem varðveittu þau. Og þau em betur varðveitt og vottfest en nokkrar aðrar heimildir, sem þekkjast. Minnstu þess einnig, að það var hann, sem bauð til skímar og til kvöldmáltíðar. Og hann hét því einnig, að koma til hverr- ar skímar og vera við hveija kvöldmáltíð, hann, sem heitir Immanúel, Guð með oss. Og gleymdu því ekki, að hann hét að vera meðal lærisveina sinna. Leitaðu vina hans, en ekki óvina, ef þig skortir hugg- unarorð. Gleymdu ekki orðum eins og þessum: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda ver- aldarinnar." 0g „verið í mér, þá verð ég einnig í yður.“ Og enn má það sízt gleymast, að Frelsarinn hét því að vera meðal smælingjanna, verða í þeim fátæku, sjúku, þeim, sem sitja í fangelsum, í myrkri og skugga dauðans. Textamir em sem djúpir álar þessa dagana, raunar eins og reginhöf tilsýndar. Þeir em eins konar eftirmáli páskanna og formáli hvítasunnunnar. Raunar em þeir ófærir með öllu nema í fylgd hans, sem leiðir „blinda menn um veg, er þeir rata ekki“. LIFAMDIPENINGAMARKAÐUR í KRINGLUNNI MÁL f YRIRTAKIS^ mrðbréfaimrkadm glbg þekking Brynhildur Sverrisdóttir Margrét Hinriksdóttir Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson Hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunní erlifandi peningamarkaður og persónuleg þjónusta. , , Opið tnánudaga til föstudaga kl. 10 — 18 FjARFESTINCARFElAGIÐ og hmgardaga kl. 10 - 14 Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 22. apríl 1988: Kjarabréf 2,775 - Tekjubréf 1,371 - Markbréf 1,445 - Fjölþjóðabréf 1,268

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.