Morgunblaðið - 01.05.1988, Side 26

Morgunblaðið - 01.05.1988, Side 26
26 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Morgunblaðið/Þorkell. N Grár fyrir járnum í herjeppa í Víetnam. Rætt við atvinnuhermanninn Grím Magnússon: E S J A F.R IYinr ILJIAMA Sagt hefur verið um íslendinga, að þeir séu ævintýragjarnir og það sé varla hægt að grafa upp það krummaskuð á jarðkúlunni að þar sé ekki íslendingur fyrir, nýfarinn eða rétt ókominn. 0 g landinn lendir í ýmsu, alls kyns uppákomum sem hann óraði ekki fyrir. Jafn vel mannvígum í einhverri mestu orrustu sem farið hefur fram, Tet-áhlaupinu í Víetnam. Við erum núna að tala um ákveðinn íslending. Hann heitir Grímur Magnússon, 58 ára gamall og búsettur í Oklahoma. Hann hefur verið í bandaríska hemum síðan að hann var 18 ára gamall og var sendur um heim allann. Hann komst til talsverðra metorða í hemum og svo kom að því að öll ögunin og þjálfunin þurfti að skila sér. Hann var sendur til Víetnam og lenti þar í þeim verstu hremmingum sem hægt er að hugsa sér. En kúlumar hæfðu hann ekki, þær strukust bara við fötin hans og hann lifði hildarleikinn af. Hannvar„heima“ fyrir skömmu, en stoppaði stutt. Nógu lengi samt til þess að það náðist í skottið á honum og reyndist hann fús að ræða við Morgunblaðið. Hann var fyrst spurður hvemig það bar til að hann gekk í bandaríska herinn. Grímur segir: TEXTI: "UÐMUNDUR GUÐJÓNSSON. Á „kontómum" i hrísgrjónabeltinu. / Eg var latur í skóla, komst ekki í gegn um gagnfræða- skóla og var far- inn að vinna á eyrinni. Ég var haldinn ævintýra- þrá, en hvað var til ráða? Satt að segja sá ég ekkert betra úrræði en að fara út og ganga í herinn, það var eina leiðin sem mér virtist fær til þess að komast burt af landinu. Ekki svo að skilja að ég hafi eitthvert antipat á Is- landi, þvert á móti, en eins og stað- an var, sá ég ekkert framundan fyrir mig hér á landi.“ En hvemig tóku foreldrar og vin- ir þessu? „Foreldrar mínir urðu að skrifa upp á pappfra til þess að þetta yrði löglegt og mamma vildi fyrst ekki skrifa undir, tók það ekki í mál, en pabbi var á því að ég ætti að ráða þessu svo fremi sem ég væri alveg hreint viss um að ég vildi stíga þetta skref. Svo gat ég talað mömmu inn á þetta. Hvað aðra varðar, þá var herinn farinn héðan þegar þetta var og því fátt um til- finningar manna til hans, en áhrifin frekar af hinu góða heldur en ekki meðan hann var, þannig að þetta var ekki meiri vitleysa en hvað annað. Nú, ég aldist upp á stríðsár- unum og ekki laust við að herinn væri sveipaður nokkrum ævintýra- ljóma. -Út fór ég því og erfítt var það, ég kunni lítið í ensku. Út fór ég 7.júní 1948 og í herinn gekk ég 7.september sama ár. Ég ætlaði í fótgönguliðið (army) og var teinn inn í 9. fótgönguliðssveit banda- ríska hersins. Allt fram í desember var ég svo ásamt félögum mínum í þeim stífustu æfingabúðum sem ég gat ímyndað mér. Svo var farið að senda okkur út um allar jarðir og fyrst endaði ég í Guam og þar var ég í 14 mánuði. Það helsta sem ég man eftir frá þeirri dvöl var, að á meðan við vorum þar, skriðu 8 Japanir út úr frumskóginu og gáf- ust upp. Þeir voru svo afskekktir í skóginum að þeir héldu að stríðið væri enn í fullum gangi og höfðu gefist upp eftir endalaus heilabrot um afleiðingar þess. Þeir áttu á flestu von en að geta gengið fijáls- ir burt frá herbækistöðinni. Svo lá leiðin aftur til Banda- ríkjana og ég var orðinn undirfor- ingi, en í desember 1950 var ég sendur með hermönnum úr 2. fót- gönguliðssveitinni til Japans, var þar á Hokiroeyju til ársins 1953, að ég hélt aftur til USA og var settur í loftvamarliðið í Pennsil- vaníu. 1954 var ég orðinn fyrsti lið- þjálfi og var skipaður yfir 200 manna herflokk sem var sendur til Thule á Grænlandi. Ég man eftir því, að þar hitti ég áhöfn af íslenskri flugvél og var myndaður í bak og fyrir. Ein af þeim myndum birtist svo seinna í Vísi. Mitt í öllu þessu flakki gafst þó tími til að kynnast Lou eiginkonu minni og ganga í gegn um tilhugalífið. En svona hélt þetta áfram, ég var í Wurzburg í Vestur Þýskalandi í 2 ár, síðan í Vicenza á Ítalíu í 2 ár. Ég var orðinn birgðasérfræðing- ur. Ég var svokallaður Master Se- argent E8, sem er næst æðsti lið- þjálfinn, og var sém slíkur gerður að „chief warrant officer". Ég var sá fyrsti sinnar tegundar í hemum með E8 gráðu, venjulega eru CWO af hærri tign. Árið 1966 settist ég svo í liðsforingjaskóla í Fort Sill Oklahoma, en svo fór að draga til tíðinda. í september 1967 var ég sendur til Víetnam og sameinaðist ég þar minni gömlu 9.fótgönguliðs- sveit." -Víetnam var heldur betur lífsreynsla og minningin er áleitin. Þegar ég sá t.d. kvikmyndina Plato- on, var ég t. d. lengi að jafna mig á eftir. Samt má segja, að öll þessi ár í hemum hafi verið þjálfun fyrir hemað og þama reyndi á hversu vel maður hafði laert lexíur sínar. Svo um munaði. Ég hafði bæki- stöðvar m.a. í Dong Tham og Bearc- at sem við kölluðum. Þetta var í hrísgijónabeltinu fyrir sunnan Sa- igon og hlutverk okkar var að halda tengslunum við höfuðborgina opn- um. Ég réði t.d. yfir 54 bátum með flugvélarmótumm og birgðastöð. Átti m. a. að sjá um brýmar á svæð- inu, gera við þær ef Víetcong næði að skadda þær o.s.frv. Víetcong gripu eiginlega til allra ráða til að gera okkur skráveifu. T.d. sprengdu þeir eina brú með þeim hætti, að tveir unglingar úr þeirra röðum vöfðu sig sprengiefni frá toppi til táar og létu sig reka niður ána til brúarinnar í skjóli myrkurs. Þeir hengdu sig svo á brúarstólpana og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.