Morgunblaðið - 01.05.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
41
1. maí — Kótelettur
Á afmælisdegi bónda míns, gef ég honum orðið.
Freud sagði eitt sinn „að barátta mannsins fyrir að hafa í sig og á, lífsbaráttan, sé fyrir
flesta menn eina samband þeirra við raunveruleikann, og ef þessi nauðsyn sé numin brott,
lifí menn í blekkingu". Á þessum degi, 1. maí, er venja að rifja sitthvað upp í sambandi
við lífsbaráttuna, en þá opnast líka oft augu okkar fyrir því, að við höfum blekkt okkur
sjálf, eða látið blekkjast. Það er nú komið á daginn að hið lága vöruverð í stórmörkuðum er
að hluta til, að minnsta kosti, komið til af því að fólkinu, sem þar vinnur er borgað kaup sem
er á fátæktarmörkunum og verður að bæta sér upp það sem
á vantar með óhóflegri kvöld- og helgarvinnu. Mín kynslóð
háði áratuga baráttu fyrir 40 stunda vinnuviku, svo menn héldu
heilsu og væru heima hjá fjölskyldunni og gætu sinnt hugðarefn-
um sínum. Því marki hafði svo ekki fyrr verið náð, en kastað
var rekunum á það. Lífsgæðakapphlaupið og hin fijálsa sam-
keppni áttu ekki samleið með 40 stunda vinnuviku.
Það er ekki hægt að komast hjá að taka eftir því, er fyrir-
tækjum vegnar vel, þó svo á stundum þau virðist litla mögu-
leika eiga í harðri samkeppni. Eitt slíkt, sem vel hefur dafnað er
í Hafnarstræti á Akureyri. Sá sem var þar í fyrirsvari var eitt
sinn spurður að því, hvemig þessu viki við. „Ég hefí gætt þess
að láta starfsfólkið njóta velgengninnar með mér og að hafa
alltaf Guð með í ráðum.“ Svona einfalt var það, en þama í
Hafnarstrætinu á Akureyri höfðu þau orðið samstíga
skjmsemin og viljinn, en í þeim er Guðsneistinn fal-
inn.
Þegar ég var krakki, fannst mér það upphefð á
afmæiisdaginn að flaggað var um allan heim. Allir
fóru í sparifötin og gengu í skrúðgöngu undir fánum
og lúðrasveit í broddi fylkingar. Þegar heim kom
af Lækjartorgi var svo drukkið flóað súkkulaði og
borðuð brún terta með miklu af þeyttum ijóma.
Það var svo ekki fyrr en komið var í bamaskóla,
að maður gerði sér grein fyrir því, að þeir sem voru
að ganga undir fánum 1. maí, vom líka með köku
í huga, og að þeirri köku yrði skipt jafnar en var.
Mikið hefur verið borðað af fiski á mínu heimili
undanfamar vikur og þegar afmælisbamið fékk að
stinga upp á matseðlinum, komu kótilettur í hug-
ann, því langt er síðan útigrillið var notað síðast.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Lambakótelettur á útigrilli
12 kótelettur
1 tsk. salt
1 msk. milt sinnep
cayenne- eða chilipipar milli
fingurgómanna
V2 tsk. pipar
1 tsk. karrí
nokkur strá ferskur graslaukur
eða 1 msk. þurrkaður.
1. Þvoið kótelettumar með klút
undnum upp úr volgu vatni. Ske-
rið frá fítu, skerið síðan á nokkr-
um stöðum upp í fítuvefínn svo
að kótelettumar vindi sig ekki.
2. Hrærið saman sinnep, salt,
cayenne- eða chilipipar, pipar,
karrí og graslauk.
3. Smyijið maukinu þunnt á
báðar hliðar kótelettanna. Látið
þær standa upp á endann á fati
meðan þið hitið kolin.
4. Hitið kolin. Látið þau verða
alveg grá.
5. Steikið kótelettumar f u.þ.b.
8 mínútur á hvorri hlið.
Meðlæti: Bakaðar kartöflur,
kryddsmjör og hrásalat. Vefjið
kartöflumar í álpappír og steikið
milli milli kolanna á grillinu.
Kryddsmjör:
100 g smjör
1 m8k. sítrónusafi
söxuð steinselja
Hrærið smjör, steinsélju og
sítrónusafa vel saman. Setjið í
álpappír og geymið í frysti eða
berið mjúkt smjörið fram í skál.
Marineraðar lamba-
kótelettur á útigrilli
. 20 kótelettur
IV2 tsk. salt
V2 tsk. nýmalaður pipar
safí úr 2 sítrónum
IV2 dl matarolía
2 msk. soyasósa
1. Kreistið safann úr sítrónun-
um, setjið í skál ásamt matarolíu,
salti, pipar og soyasósu. Hrærið
vel saman.
Ef æskan vill rjetta þjer örvandi hönd—
Og þó það sje best hann sje þrekinn og* stór,
sem þjóc)lei(5 um urcJir vill brjóta,
þá hræöstu þaí5ei,ab þinn armur er mjór,
því oft veröur lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skei<5
ð<5 i<5ju þótt margir sje knáir,
þávelta þó fleiri þar völum úr leið^
sem veikburða eru og smáir.
þorsteinn Erlíngsson.
2. Þvoið kóteletturnar með klút
undnum upp úr volgu vatni, takið
frá fítu, skerið síðan upp f fítuvef-
inn svo að kótelettumar vindi sig
ekki í steikingu.
3. Setjið kótelettumar á fat,
hellið leginum yfír. Látið standa
við stofuhita í 1 klst., en í kæli-
skáp lengur, minnst 2 klst.
4. Hitið kolin. Látið þau verða
alveg grá.
5. Takið kótelettumar úr legin-
um. Þerrið lauslega með eldhús-
pappír. Steikið síðan á hvorri hlið
í u.þ.b. 8 mínútur.
Meðlæti: sjá næstu uppskrift
hér á undan.
Glóðarsteiktar fylltar
lambakótelettur
10 þykkar kótelettur
2 tsk. salt
nýmalaður pipar
200 g ferskir sveppir
1 msk. smjör
V< tsk. salt
V4 tsk. karrí
2 msk. ijómaostur án bragð-
efna
1. Þvoið kótelettumar með klút
undnum upp úr volgu vatni.
2. Skerið upp í fítuvefínn á
nokkrum stöðum. Skerið síðan
(kljúfíð) kótelettumar inn að
beini.
3. Þerrið sveppina vel. Saxið
síðan fínt.
4. Setjið smjör, salt og karrí f
pott. Látið hitna vel, en þetta má
ekki brúnast.
5. Setjið sveppina í smjörið og
sjóðið við hægan hita f 7—10
mfnútur.
6. Hrærið ijómaostinn út f
sveppamaukið. Kælið að mestu.
7. Setjið sveppamaukið í rifum-
ar á kótelettunum. Festið sfðan
saman með kjötpinnum, eða tann-
stönglum.
8. Hitið glóðarrist. Glóðið kóte-
lettumar á hvorri hlið í 5—7
mfnútur.
Ef þið hafíð ekki glóðarrist,
má steikja þetta við háan hita í
venjulegum bakarofni. Stráið salti
og pipar á fyrri hliðina, þegar þið
hafið glóðað hana, og síðan á
seinni hliðina, þegar búið er að
glóða hana.
Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá-
salat og hvers kyns soðið græn-
meti.
Svínakótelettur
með grænmeti
5 svínakótelettur
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
1 tsk. paprikuduft
2 msk. matarolía
1 stór græn paprika
1 frekar stór laukur
1 msk. matarolfa í grænmetið
1 dl vatn
2 msk. ijómaostur án bragð-
efna
1. Þvoið kótelettumar með klút
undnum upp úr volgu vatni. Ske-
rið síðan á nokkmm stöðum upp
í fituvefinn.
2. Hitið pönnu, setjið 2 msk af
olíu á hana. Steikið kótelettumar
á hvorri hlið f 5 mínútur.
3. Stráið salti, pipar og papriku-
dufti yfír þegar þið hafí snúið
kótelettunum við.
4. Setjið kótelettumar á eldfast
fat f heitan bakaraofninn. (190°C)
5. Skerið paprikúna í sundur.
Fjarlægið steina. Skerið hana
sfðan í litla bita.
6. Afhýðið laukinn, saxið síðan
smátt.
7. Hellið sjóðandi vatni á tómat-
ana. Látið standa í 1—2 mínútur
í vatninu. Fjarlægið þá hýðið.
8. Setjið 1 msk af olíu í pott.
Setjið papriku og lauk út í og sjóð-
ið við vægan hita í 10 mfnútur.
Setjið þá tómata og vatn út í og
sjóðið áfram f 5 mínútur.
9. Hrærið ijómaost útí.
10. Takið fatið með kótelettun-
um úr ofninum. Hellið heitri só-
sunni yfír og berið fram.
Meðlæti: Soðin hrísgijón og
heitt snittubrauð.
Kálfakótelettur með osta-
jafningi
1 þunnar kálfakótelettur
1 V2 tsk. salt
nýmalaður pipar
3 msk. matarolía
2 dl saltvatn
1 blaðlaukur
2 msk. smjör
2 msk. hveiti
2 msk. ijómaostur án bragð-
efna
1 dl mjólk
100 g maribóostur
Vs tsk. múskat
2 harðsoðin egg
1. Þvoið kótelettumar með klút
undnum upp úr volgu vatni. Ske-
rið á nokkrum stöðum upp í brún
kótelettanna.
2. Setjið matarolíu á pönnu.
Steikið kótelettumar í 5 mínútur
á hvorri hlið.
3. Stráið salti og pipar á kóte-
lettumar, þegar þið hafi snúið
þeim við. Raðið kótelettunum á
eldfast fat og setjið í bakarofn
(180°C)
4. Þvoið blaðlaukinn vel, skerið
í sneiðar og sjóðið f saltvatninu í
5—7 mfnútur.
5. Bræðið smjörið, hrærið út f
það hveiti. Þynnið með mjólk og
blaðlauksvatni og búið við þykkan
jafning.
6. Hrærið ijómaost út í jafning-
inn.
7. Rífíð maríbóostinn og setjið
f jafninginn ásamt múskati.
8. Setjið blaðlaukinn f jafningi.
9. Setjið jafninginn ofan á kóte-
lettumar.
10. Saxið harðsoðin eggin fínt
og stráið yfír.
11. Setjið aftur í ofninn í 5—10
mínútur.
Meðlæti: Heitt snittubrauð og
grænar baunir eða snittubaunir.
77'