Morgunblaðið - 01.05.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.05.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 41 1. maí — Kótelettur Á afmælisdegi bónda míns, gef ég honum orðið. Freud sagði eitt sinn „að barátta mannsins fyrir að hafa í sig og á, lífsbaráttan, sé fyrir flesta menn eina samband þeirra við raunveruleikann, og ef þessi nauðsyn sé numin brott, lifí menn í blekkingu". Á þessum degi, 1. maí, er venja að rifja sitthvað upp í sambandi við lífsbaráttuna, en þá opnast líka oft augu okkar fyrir því, að við höfum blekkt okkur sjálf, eða látið blekkjast. Það er nú komið á daginn að hið lága vöruverð í stórmörkuðum er að hluta til, að minnsta kosti, komið til af því að fólkinu, sem þar vinnur er borgað kaup sem er á fátæktarmörkunum og verður að bæta sér upp það sem á vantar með óhóflegri kvöld- og helgarvinnu. Mín kynslóð háði áratuga baráttu fyrir 40 stunda vinnuviku, svo menn héldu heilsu og væru heima hjá fjölskyldunni og gætu sinnt hugðarefn- um sínum. Því marki hafði svo ekki fyrr verið náð, en kastað var rekunum á það. Lífsgæðakapphlaupið og hin fijálsa sam- keppni áttu ekki samleið með 40 stunda vinnuviku. Það er ekki hægt að komast hjá að taka eftir því, er fyrir- tækjum vegnar vel, þó svo á stundum þau virðist litla mögu- leika eiga í harðri samkeppni. Eitt slíkt, sem vel hefur dafnað er í Hafnarstræti á Akureyri. Sá sem var þar í fyrirsvari var eitt sinn spurður að því, hvemig þessu viki við. „Ég hefí gætt þess að láta starfsfólkið njóta velgengninnar með mér og að hafa alltaf Guð með í ráðum.“ Svona einfalt var það, en þama í Hafnarstrætinu á Akureyri höfðu þau orðið samstíga skjmsemin og viljinn, en í þeim er Guðsneistinn fal- inn. Þegar ég var krakki, fannst mér það upphefð á afmæiisdaginn að flaggað var um allan heim. Allir fóru í sparifötin og gengu í skrúðgöngu undir fánum og lúðrasveit í broddi fylkingar. Þegar heim kom af Lækjartorgi var svo drukkið flóað súkkulaði og borðuð brún terta með miklu af þeyttum ijóma. Það var svo ekki fyrr en komið var í bamaskóla, að maður gerði sér grein fyrir því, að þeir sem voru að ganga undir fánum 1. maí, vom líka með köku í huga, og að þeirri köku yrði skipt jafnar en var. Mikið hefur verið borðað af fiski á mínu heimili undanfamar vikur og þegar afmælisbamið fékk að stinga upp á matseðlinum, komu kótilettur í hug- ann, því langt er síðan útigrillið var notað síðast. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Lambakótelettur á útigrilli 12 kótelettur 1 tsk. salt 1 msk. milt sinnep cayenne- eða chilipipar milli fingurgómanna V2 tsk. pipar 1 tsk. karrí nokkur strá ferskur graslaukur eða 1 msk. þurrkaður. 1. Þvoið kótelettumar með klút undnum upp úr volgu vatni. Ske- rið frá fítu, skerið síðan á nokkr- um stöðum upp í fítuvefínn svo að kótelettumar vindi sig ekki. 2. Hrærið saman sinnep, salt, cayenne- eða chilipipar, pipar, karrí og graslauk. 3. Smyijið maukinu þunnt á báðar hliðar kótelettanna. Látið þær standa upp á endann á fati meðan þið hitið kolin. 4. Hitið kolin. Látið þau verða alveg grá. 5. Steikið kótelettumar f u.þ.b. 8 mínútur á hvorri hlið. Meðlæti: Bakaðar kartöflur, kryddsmjör og hrásalat. Vefjið kartöflumar í álpappír og steikið milli milli kolanna á grillinu. Kryddsmjör: 100 g smjör 1 m8k. sítrónusafi söxuð steinselja Hrærið smjör, steinsélju og sítrónusafa vel saman. Setjið í álpappír og geymið í frysti eða berið mjúkt smjörið fram í skál. Marineraðar lamba- kótelettur á útigrilli . 20 kótelettur IV2 tsk. salt V2 tsk. nýmalaður pipar safí úr 2 sítrónum IV2 dl matarolía 2 msk. soyasósa 1. Kreistið safann úr sítrónun- um, setjið í skál ásamt matarolíu, salti, pipar og soyasósu. Hrærið vel saman. Ef æskan vill rjetta þjer örvandi hönd— Og þó það sje best hann sje þrekinn og* stór, sem þjóc)lei(5 um urcJir vill brjóta, þá hræöstu þaí5ei,ab þinn armur er mjór, því oft veröur lítið til bóta. Við þjóðbrautir alda um aljarðar skei<5 ð<5 i<5ju þótt margir sje knáir, þávelta þó fleiri þar völum úr leið^ sem veikburða eru og smáir. þorsteinn Erlíngsson. 2. Þvoið kóteletturnar með klút undnum upp úr volgu vatni, takið frá fítu, skerið síðan upp f fítuvef- inn svo að kótelettumar vindi sig ekki í steikingu. 3. Setjið kótelettumar á fat, hellið leginum yfír. Látið standa við stofuhita í 1 klst., en í kæli- skáp lengur, minnst 2 klst. 4. Hitið kolin. Látið þau verða alveg grá. 5. Takið kótelettumar úr legin- um. Þerrið lauslega með eldhús- pappír. Steikið síðan á hvorri hlið í u.þ.b. 8 mínútur. Meðlæti: sjá næstu uppskrift hér á undan. Glóðarsteiktar fylltar lambakótelettur 10 þykkar kótelettur 2 tsk. salt nýmalaður pipar 200 g ferskir sveppir 1 msk. smjör V< tsk. salt V4 tsk. karrí 2 msk. ijómaostur án bragð- efna 1. Þvoið kótelettumar með klút undnum upp úr volgu vatni. 2. Skerið upp í fítuvefínn á nokkrum stöðum. Skerið síðan (kljúfíð) kótelettumar inn að beini. 3. Þerrið sveppina vel. Saxið síðan fínt. 4. Setjið smjör, salt og karrí f pott. Látið hitna vel, en þetta má ekki brúnast. 5. Setjið sveppina í smjörið og sjóðið við hægan hita f 7—10 mfnútur. 6. Hrærið ijómaostinn út f sveppamaukið. Kælið að mestu. 7. Setjið sveppamaukið í rifum- ar á kótelettunum. Festið sfðan saman með kjötpinnum, eða tann- stönglum. 8. Hitið glóðarrist. Glóðið kóte- lettumar á hvorri hlið í 5—7 mfnútur. Ef þið hafíð ekki glóðarrist, má steikja þetta við háan hita í venjulegum bakarofni. Stráið salti og pipar á fyrri hliðina, þegar þið hafið glóðað hana, og síðan á seinni hliðina, þegar búið er að glóða hana. Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá- salat og hvers kyns soðið græn- meti. Svínakótelettur með grænmeti 5 svínakótelettur 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 tsk. paprikuduft 2 msk. matarolía 1 stór græn paprika 1 frekar stór laukur 1 msk. matarolfa í grænmetið 1 dl vatn 2 msk. ijómaostur án bragð- efna 1. Þvoið kótelettumar með klút undnum upp úr volgu vatni. Ske- rið síðan á nokkmm stöðum upp í fituvefinn. 2. Hitið pönnu, setjið 2 msk af olíu á hana. Steikið kótelettumar á hvorri hlið f 5 mínútur. 3. Stráið salti, pipar og papriku- dufti yfír þegar þið hafí snúið kótelettunum við. 4. Setjið kótelettumar á eldfast fat f heitan bakaraofninn. (190°C) 5. Skerið paprikúna í sundur. Fjarlægið steina. Skerið hana sfðan í litla bita. 6. Afhýðið laukinn, saxið síðan smátt. 7. Hellið sjóðandi vatni á tómat- ana. Látið standa í 1—2 mínútur í vatninu. Fjarlægið þá hýðið. 8. Setjið 1 msk af olíu í pott. Setjið papriku og lauk út í og sjóð- ið við vægan hita í 10 mfnútur. Setjið þá tómata og vatn út í og sjóðið áfram f 5 mínútur. 9. Hrærið ijómaost útí. 10. Takið fatið með kótelettun- um úr ofninum. Hellið heitri só- sunni yfír og berið fram. Meðlæti: Soðin hrísgijón og heitt snittubrauð. Kálfakótelettur með osta- jafningi 1 þunnar kálfakótelettur 1 V2 tsk. salt nýmalaður pipar 3 msk. matarolía 2 dl saltvatn 1 blaðlaukur 2 msk. smjör 2 msk. hveiti 2 msk. ijómaostur án bragð- efna 1 dl mjólk 100 g maribóostur Vs tsk. múskat 2 harðsoðin egg 1. Þvoið kótelettumar með klút undnum upp úr volgu vatni. Ske- rið á nokkrum stöðum upp í brún kótelettanna. 2. Setjið matarolíu á pönnu. Steikið kótelettumar í 5 mínútur á hvorri hlið. 3. Stráið salti og pipar á kóte- lettumar, þegar þið hafi snúið þeim við. Raðið kótelettunum á eldfast fat og setjið í bakarofn (180°C) 4. Þvoið blaðlaukinn vel, skerið í sneiðar og sjóðið f saltvatninu í 5—7 mfnútur. 5. Bræðið smjörið, hrærið út f það hveiti. Þynnið með mjólk og blaðlauksvatni og búið við þykkan jafning. 6. Hrærið ijómaost út í jafning- inn. 7. Rífíð maríbóostinn og setjið f jafninginn ásamt múskati. 8. Setjið blaðlaukinn f jafningi. 9. Setjið jafninginn ofan á kóte- lettumar. 10. Saxið harðsoðin eggin fínt og stráið yfír. 11. Setjið aftur í ofninn í 5—10 mínútur. Meðlæti: Heitt snittubrauð og grænar baunir eða snittubaunir. 77'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.