Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 27 Sauðárkrókur: Sæluvika yfirstaðin Sauðárkróki. SÆLUVIKU Skagfirðinga lauk með stórdansleik í félagsheimil- inu Bifröst fyrir nokkru, þar sem hljómsveit Geirmundar lék fyrir dansi. Mikill fjöldi var á dans- ieiknum og Græni salurinn op- inn, en þar hittast menn til þess að taka lagið, og ekki var sungið minna né verr nú en venjulega. Sæluvika hófst með svonefndum Forsæludansleik föstudaginn 8. apríl með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, en eins og stundum áður var Geirmundur áberandi og gerði sitt til þess að halda uppi góðu fjöri á þessari gleðiviku Skag- firðinga. En ýmislegt fleira var til afþrey- ingar á sæluviku en dansleikimir. A laugardag, 9. apríl, var opnuð í Safnahúsinu sýning á ljósmyndum og teikningum Daniels Bruun frá ferðum hans um ísland. Kl. 16.00 þann dag hélt Ásgeir Bjömsson lektor erindi í Safnahúsinu, um Bruun og ferðir hans og rannsókn- ir á íslandi. Fjölmargir komu og hlustuðu á skemmtilegt erindi Ás- geirs, en að því loknu gengu gestir um og skoðuðu myndasýninguna undir leiðsögn þeirra Ásgeirs og Örlygs Hálfdánarsonar bókaútgef- anda, sem skýrðu það sem fyrir augu bar. Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju Eins og á undanfömum Sæluvik- um voru kirkjukvöld í Sauðárkróks- kirkju á mánudags- og þriðjudags- kvöld. Þar söng kór kirkjunnar undir stjóm Rögnvaldar Valbergs- sonar og einnig léku á þverflautu og píanó þær Katharine L. Seedell og Sólveig L. Einarsdóttir. Ræðu- maður á mánudagskvöldi var sr. Bemharður Guðmundsson en á þriðjudagskvöldi sr. Dalla Þórðar- dóttir. Að venju var aðsókn ágæt bæði kvöldin. Tvö leikrit í gangi Leikfélag Sauðárkróks fékk til liðs við sig leikstjórann Sigurgeir Schewing frá Vestmannaeyjum, sem setti upp söngleikinn Okkar maður eftir Jónas Ámason. Sigur- geir er Skagfirðingum að góðu kunnur, og hefur áður leikstýrt verkum hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Ungmennafélagið Tindastóll sýndi revíuna Hvað heldurðu, stílfærða skopstælingu á vinsælasta sjón- varpsefni hérlendis þessa dagana, með hagyrðingum og öllu tilheyr- andi. Höfundur og leikstjóri var Hilmir Jóhannesson. Bæði þessi leikrit eru vel til þess fallin að kitla hláturtaugamar og hafa fengið ágæta aðsókn, oftast sýnd fyrir fullu húsi. Söngnr á vinnustöðum Ágæt tilbreyting var það á föstu- daginn að karlakórinn Heimir, sem þessa dagana býr sig sem ákafleg- Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Gestir skoða sýningu á verkum Daniels Bruun, „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“, undir leiðsögn Ásgeirs Björnssonar og Örlygs Hálf- dánarsonar. ast til ísraelsfarar, heimsótti sjúkrahús og vinnustaði og söng nokkur lög á hveijum stað. Á Hót- el Mælifelli kom fram á laugardags- kvöldið Halla Margrét og söng fyr- ir matargesti en hljómsveitin Mið- aldamenn lék fyrir dansi. í Sælkera- húsinu voru svo á sama tíma Gaut- amir frá Siglufírði en nú er nokkuð síðan þessi vinsæla hljómsveit var endurvakin eftir nokkurra ára hlé og er vissulega ánægjulegt að heyra í Gautunum aftur. Þá var í Bifröst bama- og ungl- ingadagur þar sem þijár eldhressar bílskúrshljómsveitir skemmtu yngri kynslóðinni frá kl. 19.00 og fram yfír miðnætti. Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður allt í kringum okkur sæluvikudag- ana kom ófærð innanhéraðs ekki í veg fyrir að menn gætu slett úr klaufunum á Sæluvikunni og sól skein í heiði á alauða jörð á Sauðár- króki á sunnudagsmorgni þegar síðustu gestir sem vitað var um, af lokadansleik, gengu til náða. - BB Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Ásgeir Björnsson lektor flytur fyrirlestur um Daniel Bruun. Gardsláttuvélin stLaa ewnssí m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp aö vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með PDRf SIMI: 681500 - ARMULA 11 SjáKstæðar hillur eða heilor samsftæður Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitiö upplýslnga UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs sem komu fram á tónleikum á Héraðsvöku. Menningarvika á Héraði kirkju og Leikfélag Fljótsdalshéraðs var með skemmtidagskrá í tilefni sumarkomu sem byggð var upp á verkum Jónasar Árnasonar. Ágóða af skemmtun leikfélagsins var varið til styrktar fiölskyldunni í Vinaminni í Borgarfirði eystra en hún missti heimili sitt í eldsvoða á föstudaginn langa. Fleiri félagasamtök hér aust- anlands notuðu sumardaginn fyrsta til að afla fjár fyrir þessa fjölskyldu. Skógræktarfélag Austurlands hélt einnig upp á 50 ára afmæli sitt á þessari Héraðsvöku með hátíð- arfimdi þar sem flutt voru ávörp og boðið upp á myndasýningu ásamt fjölbreyttu skemmtiefni. - Björn Egilsstödum. FYRIR skömmu var haldin Hér- aðsvaka á Héraði en það er árleg menningarvika á vegum Menn- ingarsamtaka Héraðsbúa. Að þessu sinni hófst Héraðsvakan með skemmtidagskrá þar sem nemendur framhaldsskólanna þriggja á Héraði völdu og fluttu blandað skemmtiefni. Einnig munu nemendur Tónskóla Fljóts- dalshéraðs og meðlimir leikfé- lagsins leggja fram sinn skerf við að skemmta Héraðsbúum þessa viku. Á þessari Héraðsvöku voru nem- endur Tónskóla Fljótsdalshéraðs með tvenna tónleika í Egilsstaða- Pyrmo snyrtivorur Hreinsiefni Gluggakítti Lökk Vestur-þýsk gæöavara á góðu verði Þekk/ng Reynsla Þjónusta fec FALKIN N SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.