Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
Verkfallsverðir varaa fólki
leiðina að afgreiðsluborði
Flugleiða.
Þegar ljóst var, að farþegar kæmust ekki suður, var ekki um
annað að ræða en sækja farangurinn út að vél og snúa við.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Jóna Steinbergsdóttir stöðvar stúlku, sem œtlaði sér suður.
þega meðan ósamið er
- segir Páll H. Jónsson formaður kjörstjórnar
Verkfallsverðir á Akureyri hafa komið í veg fyrir það síðustu
tvo daga að farþegar kæmust í flug frá Akureyri til Reylgavík-
ur. Vélar hafa þó komið með farþega frá Reykjavík norður, en
þar sem ekki hefur verið samið við afgreiðslufólk Flugleiða á
Akureyri, heldur eingöngu í Reylgavík, líta verkfallsverðir hér
fyrir norðan svo á að afgreiðslufólk Flugleiða á Akureyrarflug-
velli sé ennþá í verkfalli.
Fyrsta vél Flugleiða lenti á
Akureyrarflugvelli á sunnudags-
morgun eftir að VR-menn sam-
þykktu miðlunartillögu sáttasemj-
ara. Sú vél fór hinsvegar fram hjá
verkfallsvörðum, að sögn Páls H.
Jónssonar formanns kjörstjómar á
Akureyri, en þegar önnur vél Flug-
leiða kom laust fyrir klukkan
20.00 á sunnudagskvöld höfðu um
það bil 40 verkfallsverðir raðað
HÁTT í 40 atvinnurekendur hafa
nú samið við Félag verslunar-
og skrifstofufólks á Akureyri um
42.000 króna lágmarkslaun eða
á þeim nótum sem félagið fer
fram á. Eingöngu er um að ræða
smærri fyrirtæki og af þessum
fjölda eru 13 atvinnurekendur
innan Kaupmannafélags Akur-
eyrar.
„Við erum alls ekkert sáttir við
.að atvinnurekendur séu að semja
hér sjálfstætt. Hinsvegar teljum við
þetta ekki hættulegt þar sem um
ræðir aðeins 13 félaga okkar af 74.
Þessir sérsamningar skipta afskap-
lega litlu máli í heildarsamninga-
gerðinni. Þetta eru um 7% af laun-
þegum félagsins héma sem eru
rúmlega 1.000 talsins og held ég
að það sé spuming um hvort þessir
samningar verði ekki bara dæmdir
ógildir," sagði Birkir Skarphéðins-
sér upp fyrir framan afgreiðslu-
borð Flugleiða á Akureyri og komu
þeir í veg fyrir að farþegar kæ-
must um borð. Undanþága var
veitt fyrir eina konu, sem var á
leið suður til læknis, en hún var
eini farþeginn um borð suður.
Þrjár vélar lentu svo á Akureyri
í gær með farþega að sunnan, en
þær fóm allar tómar til baka utan
tveggja farþega er þurftu báðir á
son formaður Kaupmannafélags
Akureyrar í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Birkir sagðist hafa fengið bréf
frá umboðsaðila sínum, VSI, í gær-
morgun þar sem segir m.a.: „Þessir
samningar eru í beinni andstöðu
við lög um stéttarfélög og vinnudeil-
ur og marklausir af þeim ástæðum
einnig. Með gerð þeirra eru verka-
lýðsfélögin að bijóta ákvæði vinnu-
löggjafarinnar." Birkir sagði að
hugsanlegt væri að þessum sér-
samningum yrði skotið til Félags-
dóms til úrskurðar og væri Kaup-
mannafélag Akureyrar því með-
mælt, að því er ályktað var á stjóm-
arfundi þess sl. sunnudag. Ein-
göngu væri þó um að ræða þá
samninga er félög innan Kaup-
mannafélagsins hefðu gert. Aðrir
atvinnurekendur, þeir sem stæðu
fyrir utan Kaupmannafélagið, væru
því óviðkomandi.
læknishjálp að halda í Reykjavík.
„Verkfallsverðir fylgjast grannt
með komu Flugleiðavéla. Þeir
reyna að halda sinni áætlun, en
þeir fá enga farþega frá Akureyri
á meðan ekki hefur verið samið
hér fyrir norðan. Við höldum okk-
ar striki," sagði Páll í samtali við
Morgunblaðið í gær. Flugfélag
Norðurlands heldur áfram leigu-
flugi sínu til og frá Reykjavík frá
Akureyri og eru famar fjórar ferð-
ir á dag. „Það fara þetta 40 verk-
fallsverðir fram á flugvöll þegar
von er á vélum og hafa þessar
aðgerðir okkar farið fram í mestu
friðsemd. Gunnar Oddur Sigurð-
son umdæmisstjóri Flugleiða hefur
verið afar samvinnuþýður og ekki
reynt að beita neinum brögðum
né þrýsingi. Við stöndum fyrir
afgreiðsluborðinu og fyrir land-
ganginum ef fólk hefur keypt fars-
eðla sína hjá ferðaskrifstofum hér
í bæ og ætlar sér að komast þann-
ig um borð. Engar stympingar
hafa átt sér stað nema hvað ein
stúlka ætlaði sér örugglega að
komast með „kaffívélinni" í gær,
en það var stoppað af án vand-
ræða. Þá slapp einn farþeginn inn
í farangursgeymsluna og fór með
farangrinum út í vél, en Gunnar
Oddur fór um borð og bað hann
vinsamlegast að víkja frá borði
sem hann og gerði," sagði Páll.
Miðlunartillaga sáttasemjara
var kolfelld í atkvæðagreiðslu er
fram fór á Akureyri föstudag og
laugardag. Á kjörskrá voru 1.039
félagar á Akureyri, Dalvík og Ól-
afsfirði. 453 greiddu atkvæði, eða
43,6%. Já sögðu 138, nei sögðu
312 og þrír seðlar voru auðir.
68,9% félagsmanna voru því á
móti sáttatiilögunni en 30,5% voru
henni meðmæitir. Kosningin telst
lögmæt þar sem yfír 35% félags-
manna tóku þátt í kosningu. „Nú
er sáttasemjari með alla formenn-
ina hjá sér og við bíðum eftir því
hvað út úr því kemur. Jóna Stein-
bergsdóttir formaður félagsins
hélt suður með vél Flugfélags
Norðurlands í gærmorgun og við
bíðum bara spenntir. Maður vonar
auðvitað að þetta fari nú að leys-
ast,“ sagði Páll.
Þeir, sem þurftu suður til lækn-
inga, fengu að fara. Gunnar
Oddur, stöðvarstjóri, aðstoðar
konu upp landganginn.
Arnór fær leik-
hússtjóralykilinn
PÉTUR Einarsson, sem stýrt hefur Leikfélagi Akureyrar síðastlið-
inn tvö ár, lét af embættinu á sunnudaginn og afhenti nýjum
leikhússtjóra, Araóri Benónýssyni, lykil Samkomuhússins. Form-
lega tók þá Araór við stjóra LÁ og er ráðinn til þess næstu þijú
árin.
Aðalfundur Leikfélags Akur-
eyrar verður haldinn nk. mánudag
og má þá vænta að nýi leikhús-
stjórinn komi fram með tillögur
um verkefnaval næsta leikárs að
undangenginni umfjöllun leik-
húsráðs. Theódór Júlíusson núver-
andi formaður leikhúsráðs sagðist
ekki gefa kost á sér á ný sem
formaður ráðsins þar sem hann
teldi að formennskan væri betur
komin í höndum aðila er ekki
væri starfandi innan leikhússins.
„Ég tel mig hafa fundið góðan
kandidat sem eftirmann minn og
er sú manneskja ekki starfandi
við hlið leikaranna." Ekki vildi
hann nafngreina hana, en sagðist
sannarlega vonast tii að næði kjöri
á aðaifundinum sem formaður
leikhúsráðs.
Þá má búast við að fjallað verði
um mannaráðningar fyrir næsta
leikár, en borist hafa hátt í fimmt-
án umsóknir frá leikurum, sem
allir eru búsettir á höfuðborgar-
svæðinu. Theódór sagði að ekki
hefði verið tekin afstaða um hvort
einhveijir leikarann yrðu fastr-
áðnir eða hvort ráðið yrði aðeins
í hlutverk fyrir eitt og eitt verk
fyrir sig sem gæti jafnvel komið
betur út fyrir leikhúsið.
Viljum fá úrskurð um
lögmæti sérsamninga
- segir Birkir Skarphéðinsson form-
aður Kaupmannaf élags Akureyrar