Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Plútomumflutningar rædd- ir við Bandaríkj astj órn UMRÆÐUR utan dagskrár voru í sameinuðu þingi í gær um fyrir- hugaða flutninga á plútoníum frá Frakklandi til Japans yfir Norður-Atlantshaf. Fulltrúar allra þingflokka höfðu miklar áhyggjur af þessum flutingum og sögðu nauðsynlegt að koma í veg fyrir að af þeim yrði. Þor- steinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagðist ætla að gera ríkis- stjóm Bandaríkjanna grein fyrir sjónarmiðum íslendinga i opin- Stuttar þingfréttir TÖLUVERÐAR annir em nú á Alþingi enda stefnt að þvi að ljúka þingstörfum þriðjudaginn 10. maí. Fundur var i sameinnðu þingi allan laugardaginn, frá morgni til kvölds, og i gær vom fundir i báðum deildum auk fundar í sameinuðu þingi. Virðisaukinn úr nefnd Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deiidar afgreiddi síðdegis í gær frumvarp ríkisstjómarinnar um virðisaukaskatt. Stefnt er að því að önnur umræða um málið fari fram í deildinni á miðvikudag. Vegur með suðurströnd Reykjaness Alþingi samþykkti í gær tillög til þingsályktunar um lagningu veg- ar með suðurströnd Reykjanes- skaga. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela samgöngu- ráðherra að láta gera kostnaðar- áætlun um gerð vegar með suður- strönd Reykjanesskaga milli Þrengslavegar við Þorlákshöfn og Grindavíkurvegar. Niðurstöður þeirrar athugunar skulu liggja fyrir við endurskoðun vegaáætlunar á næsta ári.“ Flutningsmenn tillögunnar vom þeir Níels Ámi Lund (F/Rn) og Guðni Ágústsson (F/Sl) en atvinnu- nefnd flutti breytingartillögu við upphaflega tillögu þeirra. Umboðsmaður Alþingis Sameinað þing samþykkti í gær þingsályktun um störf og starfs- hætti umboðsmanns Alþingis. Flutningsmenn tillögunnar vom forsetar Alþingis og formenn allra þingflokka nema Borgaraflokks. í fyrstu grein reglnanna segir. „Hlut- verk umboðsmanns Alþingis er að gæta þess að stjómvöld virði rétt einstakiinga og samtaka þeirra. Hann hefur í því skyni eftirlit með því að jafnræði sé virt í stjómsýslu- störfum og að stjómsýsla sé að öðm leyti í samræmi við lög og góða stjómsýsluhætti." Albert Guðmundsson og fleiri þingmenn Borgaraflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um byggingu leiguíbúða. Samkvæmt tillögunni skal ríkið byggja 1.050 leiguíbúð- ir á árunum 1989-1996, það er 150 ibúðir.á ári. Ríkið eigi íbúð- irnar og leigi. „Ríkisstjórnin ger- ir tillögur um fjármögnun,“ segir í tillögunni. í tillögunni segir: „Fyrstu 150 íbúðunum skal skila berri heimsókn sinni til Banda- ríkjanna síðar í mánuðinum en flutningarnir eru liður í sam- komulagi Bandaríkjanna og Jap- ans um friðsamlega nýtingu kjamorku. Áætlað er að þeir hefjist árið 1990 eða 1991 og farnar verði 1-3 ferði í mánuði. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) hóf umræðuna utan dagskrár í gær um fyrirhugaða flutninga á geisla- virku plútóníum frá Frakklandi til Japans yfir Norður-Atlantshaf. Hjörleifur sagði að brotlending flugvélar með svona farm yrði hörmuleg. Áform hefðu verið uppi um að lenda í Anchorage í Alaska á leið til Japan en vegna harðra mótmæla hefði verið hætt við það. Þetta mál snerti ýmis ráðuneyti, sagði Hjörleifur, og vildi hann beina þremur spumingum til forsætisráð- herra. í fyrsta lagi hvort íslensk stjómvöld hefðu lagaleg tök á að banna flug með hættuleg efni yfir fslenska efnahagslögsögu. í öðru lagi hvort ríkisstjómin myndi höfða til ákvæða alþjóðasamninga, svo sem hafréttarsamningsins, og samninga um vamir gegn mengun sjávar til að koma í veg fyrir um- rætt flug norður yfír heimsskautið. Og í þri^ja lagi hvenær þetta mál yrði tekið upp við stjómvöld í Bandaríkjunum og Japan og aðrar hlutaðeigandi ríkisstjómir. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, sagði það fyrst og fremst vera umhverfisvemdarhagsmunir sem við þyrftum að gæta í þessu máli. íslensk stjómvöld hefðu nú þegar bannað yfirflug og lendingu véla með þennan farm. Réttur stjómvalda til þess að banna yfír- flug einskorðaðist þó við landssvæði íslands. Varðandi aðra spumingu Hjörleifs sagði Þorsteinn að íslensk stjómvöld myndu visa til þeirra samninga sem þingmaðurinn nefndi sem og annarra til þess að vemda lögboðna hagsmuni íslands. í þriðja lagi var spurt hvenær þetta mál yrði tekið upp við stjóm- völd í Bandaríkjunum og Japan. Forsætisráðherra sagði þessa flutn- inga ekki hefjast fyrr en í árslok 1990 eða árið 1991. Af íslands hálfu jrrði hlutaðeigandi stjómvöld- um gerð grein fyrir sjónarmiðum og ákvörðunum íslendinga svo fljótt sem því yrði við komið. Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði plútoníum vera eitt hættuleg- asta geislavirka efnið. Ef það kæm- ist í fisk værum við illa úti og fyllsta ástæða fyrir okkur að koma í veg fyrir þessa hættu. Bandaríkjamenn hefðu til dæmis bannað flutninga á plútoníum yfir sitt landssvæði. Páll Pétursson (F/Nv) sagðist hafa tekið þetta mál upp í flug- ráði. Þær upplýsingar hefðu fengist að öll flugfélög sem stunduðu flug tilbúnum til afnota í árslok 1990. Af þessum leiguíbúðum skulu 80 byggðar í Reykjavík árlega og 70 íbúðum dreift um landið, miðað við eftirspum húsnæðislausra í hveiju byggðarlagi. Leiguíbúðir þessar verði ávallt í eigu ríkisins og leiga má aldrei vera hærri en sem svarar flórðungi lægstu mánaðarlauna VMSÍ eins og þau em hveiju sinni." í greinargerð er vitnað til skorts á leiguíbúðum um land allt. á milli Evrópu og Japan millilentu á leiðinni, annaðhvort í Thule á Grænlandi eða í Anchorage í Al- aska. Flugþol leyfði ekki flug án eldsneytisáfyllingar. Páll sagði yfir- völd í Danmörku ekki ætla að leyfa flug yfir Grænland eða millilend- ingu í Thule. Kjartan Jóhannsson (A/Rn) sagði að sér fyndist það skrýtin ákvörðun að fljúga með þetta efni til Japans þó líkur á slysi væm litl- ar. Sjóflutningar væm venjan. Hann sagðist vænta þess og treysta að ríkisstjómin tæki málið mjög traustum tökum svo horfið yrði frá því að flytja plútoníumið flugleiðina og síst af öllu yfir norðurslóðir. NEÐRI deild afgreiddi í gær frá sér frumvarp um viðskiptabann á Suður-Afríku og Namibíu til efri deildar. í umræðum um málið sagði Geir H. Haarde (S/Rvk) að til þessa hefði það verið stefna íslenskra stjóm- valda að eiga vinsamleg viðskipti við öll ríki án tillits til stjórnar- fars eða stefnu ríkjandi stjórn- valda í innanrikismálum. Hann hlyti þvi að spyrja hvort helstu talsmenn þessa máls ætluðu að leggja til að horfið verði frá þeirri stefnu gagnvart fleiri rikjum þar sem víðar væra mann- réttindi fótum troðin. Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði ríkisstjóm Suður-Afríku hafa um áratugaskeið gert sig seka um ein- hveija alvarlegustu misbeitingu ríkisvalds sem þekktist í víðri ver- öld. Slík kúgun sem þar færi fram stríddi gegn réttlætisvitund siðaðra manna um allan heim. Hún væri óréttlætanleg og hana hlytu allir lýðræðislega sinnaðir menn að for- dæma. Mannréttindi væru hins vegar fótum troðin víðar en í Suður- Afríku, þótt óvíða væm brotin jafn- skipuleg af hálfu ríkisvaldsins og á jafn siðlausum gmnni eins og sú aðskilnaðarstefna sem þar tíðkað- ist. Menn þyrftu ekki að láta hug- ann reika víða til að geta nefnt ijölda ríkja sem brytu mannréttindi á þegnum sínum og neituðu þeim um t.d. trúarbragðafrelsi, ferða- frelsi, skoðanafrelsi og tjáningar- frelsi. Geir sagði Alþingi fslendinga og íslensk stjómvöld, sem jafnan hefðu skipað sér í raðir þeirra, sem for- dæmt hefðu kynþáttaaðskilnaðar- stefnuna, standa frammi fyrir nokkmm vanda í þessu efni. Ættu þau að beita sér fyrir samskipta- eða viðskiptabanni gagnvart einu ríki, sem kúgaði þegna sína, eins og lagt væri til með tillögunni eða ætti e.t.v. að marka almenna stefnu um viðskipti íslands við öll þau ríki, sem gerðu sig sek um mannrétt- indabrot af opinberri hálfu? Til þessa hefði það verið stefna íslenskra stjómvalda að eiga vin- samleg viðskipti við öll ríki án til- lits til stjómarfars eða stefnu ríkjandi stjómvalda í innanríkismál- um. „Ég hlýt því að spyija," sagði Geir, „ætla helstu talsmenn þessa máls að leggja til að horfíð verði frá þeirri stefnu gagnvart fleiri ríkjum?" Geir sagðist ekki ætla að leggj- ast gegn því að ísland skipaði sér á bekk með þeim ríkjum Vestur- Evrópu sem eindregnasta afstöðu Albert Guðmundsson (B/Rn) sagði fréttina um þessa flutninga hafi vakið upp ótta meðal þjóðarinn- ar. Orð forsætisráðherra slægju á þennan ótta. Sagðist Albert vilja lýsa yfir fullum stuðningi við orð hans. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði þetta vera eitt alvarlegasta mál sem upp hefði komið á Al- þingi. Spurði hann forsætisráðherra hvort hann myndi ekki taka upp þessi mál í för sinni til Banda- ríkjanna. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra þakkaði þann skilning sem komið hefði fram á þessu máli. Ríkisstjómin myndi fyrir sitt leyti hefðu tekið gegn kynþáttaaðskiln- aðarstefnu Suður-Afríkustjómar. Með þeim ríkjahópi ættum við meiri samstöðu um utanríkispólitísk mál- efni en öðrum. Það væri þó alls óvíst hvort að viðskiptabann, eins og hér væri lagt til, myndi gagnast hinum kúgaða minnihluta sem skyldi. Það væri til að mynda ekki ólíklegt að einhveij- ir blökkumenn myndu í kjölfar við- skiptabanns missa það lífsviðurværi sem þeir hefðu haft af framleiðslu ávaxta, sem seldir hefðu verið til íslands. Ekki gæti það verið til- gangurinn með viðskiptabanni. Margar hliðar væm á þessu máli, sagði Geir. Það væri til dæmis freistandi að spyija þeirrar spum- ingar hvort helstu stuðningsmenn viðskiptabanns á Suður-Afríku myndu leggja slíkt bann jafn ein- dregið til ef íslendingar ættu þar einhverra raunvemlegra hagsmuna að gæta, ef þar væri til dæmis skreiðarmarkaður á borð við Nígeríu eða saltfiskmarkaður eins og eitt sinn var í Zaire. „í ljósi þess og með tilliti til þess að hér er fyrst og fremst um það að ræða að veita blökkumönnum í Suður- Afríku táknrænan og siðferðilegan stuðning mun ég greiða þessu máli atkvæði mitt.“ Hreggviður Jónsson (B/Rn) sagðist vera þeirrar skoðunar að við yrðum að líta til fleiri ríkja ef þessi tillaga yrði samþykkt. Mann- réttindi væm fótum troðin í fjölda ríkja. Við sum þeirra ættum við veruleg viðskipti. Hreggviður sagði það vekja at- hygli með hve miklu offorsi þetta mál væri keyrt í gegnum þingið og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði horf- ið frá þeirri stefnu sinni að setja ekki viðskiptabann á eina þjóð fram yfír aðrar. Vitnaði þingmaðurinn síðan úr þingtíðindum frá 1985 í svar Geirs Hallgrímssonar, þáver- andi utanríkisráðherra, við fyrir- spum um þetta mál. í þessu svari lýsti Geir Hallgrímsson yfir efa- semdum um að viðskiptaþvinganir yrðu til þess að leysa þetta mál með friðsamlegum hætti. Kjartan Jóhannsson (A/Rn) sagði það ekki vera tvískinnung að setja viðskiptabann á Suður-Afríku. í ræðu Geirs H. Haarde hefði glögg- lega komið fram að við væmm að sýna samstöðu með öðmm vestræn- um þjóðum. Við hefðum líka alltaf reynt að sýna samstöðu með hinum Norðurlöndunum. Kjartan lagði áherslu á að rödd íslands þyrfti að skiljast á erlendum vettvangi. Menn spyrðu sig af 39 Þorsteinn Pálsson gæta hagsmuna íslands eins og helst væri kostur. Forsætisráðherra sagðist gera ráð fyrir því að gera bandarísku ríkisstjóminni grein fyr- ir afstöðu okkar í þessum efnum. hveiju Islendingar skæm sig úr meðal Norðurlandanna í þessu máli. Varðandi það hvort að við hefð- um gripið til þessara aðgerða ef við ættum einhveija hagsmuna að gæta þá hefðu ýmsar þjóðir sett við- skiptabann á Suður-Afríku sem hefðu haft vemlegra hagsmuna að gæta. „Ég vona að íslendingar láti ekki afstöðu sína ráðast af krónum og aurum," sagði Kjartan að lokum. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) sagði að þegar Geir Hallgrímsson hefði svarað þeirri fyrirspum sem Hreggviður vitnaði í hafði ekkert Norðurlandanna sett á viðskiptabann. Steingrímur J. sagði síðan að það myndi ekki breyta hans afstöðu þó að í Suður- Aftnku væri markaður fyrir íslensk- ar vömr. Þetta væri líka sú leið sem svarti meirihlutinn vildi að yrði far- inn. Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði að síðastliðinn laugardag hefði birst viðtal í franska sjón- varpinu við biskup Tutu þar sem hann hefði verið spurður að því hvort viðskiptaþvinganir hefðu ein- hver áhrif. Tutu hefði svarað þessu þannig að allt sem sýndi samstöðu með málstað svartra hefði áhrif en viðskiptaþvinganir hefðu engin úr- slitaáhrif. í staðinn mælti hann með því að öllum samskiptum við landið yrði slitið. Albert sagði Borgaraflokkinn telja að ef grípa ætti til aðgerða ættum við að stíga skrefið til fulls og slíta öll samskipti við Suður- Afríku. Takmark Alþýðuflokksins í þessum efnum væri að vera aftaní- oss samstarfsflokka sinna á Norð- urlöndunum. Kjartan—Jóhannsson (A/Rn) sagði alþýðuflokksmenn reiðu- búna að athuga það að gripa til frekari aðgerða síðar. Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk) sagðist að sjálfsögðu vera sammála viðskiptabanni. Fár- ánlegt væri að rífast um jafn sjálf- sagðan hlut og að veita svörtum í Suður-Afríku stuðning. Þessi stuðningur væri fyrst og fremst siðferðilegur. Þórhildur sagði að gagnvart Suður-Afríku mætti kannski fyrst og fremst líta á þetta sem fyrsta skref. Páll Pétursson (F/Nv) sagði að við þyrftum ekki að slíta stjóm- málasambandi við Suður-Afríku þar sem við hefðum ekkert slíkt sam- band. Að vísu væri íslenskur kons- úll í Suður-Afríku og suður-afrískur konsúll hér á landi en það þýddi ekki að við hefðum formlegt stjóm- málasamband. Borgaraflokkur: Ríkið byggi og leigi 1.050 íbúðir Ríkisstjórnin geri tillögnr um fjármögnun Geir H. Haarde í umræðum um viðskiptabann á Suður- Afrfloi: Verður viðskiptum hætt við aðra mannréttindabrj óta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.