Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 46

Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Skeifukeppni Bændaskólans á Hvanneyri: Efnilegir tamninga- menn þreyta próf Það er grátlegt þegar hesturinn veikist daginn fyrir keppnina og ÖU vinna og væntingar vetrarins verða að engu á sjálfan skeifudaginn en það var hlutskipti HöUu Eyglóar Sveinsdóttur sem hlaut viðurkenningu Eiðfaxa fyrir bestu hirðingu. Hestar Valdimar Kristinsson Að loknum skeifudeginum á Hvanneyri sem haldinn var sl. laugardag voru flestir sem tíl þekktu aammála um að keppnin nú hafi verið eins sú besta seinni árin. GreinUegt var að margir efnUegir tamningamenn gistu Hvanneyri í vetur en nokkur munur hefur verið á því frá ári tU árs hversu efnUegir tamn- ingamennimir eru. Alls tóku átján þátt i skeifu- keppninni að þessu sinni og svo til ailir með mjög ffambærilegar sýn- ingar. Segja má að þetta hafi verið dagur Þingeyinga því tveir piltar þaðan voru í efstu sætunum. Sigur- vegari með 80,5 stig varð Böðvar Baldursson frá Ysta-Hvammi í Aðaldal en hann keppti á hesti sínum Prins en sá er undan Áa 993 frá Nýjabæ og Drottningu 6065 frá Torfastöðum. Böðvar var með þeim síðustu í dóm og voru brekkudóm- aramir búnir að sjá út marga vænt- anlega skeifuhafa þegar kom að honum. Sýningin hjá Böðvari tókst mjög vel auk þess sem hestur hans er mjög glæsilegur og að henni lokinni velktust menn ekki í vafa um það hver hlyti hnossið að þessu sinni. í öðru sæti með 75 stig varð Kristinn Rúnar Tryggvason en hann var með hestinn Gneista frá Hrafnkelsstöðum undan Feyki 962 frá Hafsteinsstöðum og Snör frá Hrafnkelsstöðum. Kristinn hlaut ásetuverðlaun Félags tamninga- manna. Jöfn í þriðja sæti með 69 stig urðu svo Guðrún Lára Pálma- dóttir sem keppti á Glæsi frá Odds- stöðum undan Neista og Vordísi frá sama stað og Gísli Þórðarson sem keppti á Hnokka frá Kóngs- bakka sem er undan Hnokka 916 frá Steðja og Söndru 6843. Eiðfaxabikarinn hlaut Halla Eygló Sveinsdóttir en hún varð fyrir því óláni að hestur hennar veiktist tveimur dögum fyrir keppnina og gat hún því ekki tekið þátt í skeifukeppninni. Var það því kærkomin sárabót fyrir hana að hreppa verðlaunin fyrir besta hirð- ingu. Að venju gaf hestamannafélagið á staðnum, Grani, út mikið blað sem er í senn skrá yfír keppendur í skeifukeppninni og gseðinga- keppninni sem einnig var haldin sama daginn og svo ársrit félagsins þar sem Qallað er um félagana og starfíð í gamni og alvöru. Hér áður var þess getið að margir efnilegir hestamenn hefðu gist Hvanneyri í vetur en það hafa greinilega verið annarskonar efnismenn þar líka þvi ef marka má þann kveðskap sem kemur fram í skeifublaðinu má ætla að kveðskaparlistin hafí verið mikið stunduð í vetur. Er við hæfí að glugga örlítið í þessar háfleygu bókmenntir sem hvanneyrskir hestamenn gefa út. Á einum stað í blaðinu er birtur langur bragur eftir Þorstein Bergs- son sem kallast Bykkjubragur og birtist hér hluti af þessum brag en hann er svohljóðandi: Frá Hvanneyri árdegis æða af stað óglæstir kónar sem lykta eins og tað. Erindi þeirra er efalaust það sínum aflóga bykkjum að klappa Já, hér úti á túnum er sitthvað að sjá menn síga til hliðanna og hleypa á ská. Önnur hver manneskja marin og blá já, margt er til gamans að líta. FuU ástæða er til að birta eina mynd úr hesthúsinu á Hvanneyri en þar hafa verið gerðar mildar endurbætur og eru hljóðnaðar þær óánægjuraddir sem alltaf heyrðust meðal nemenda á hveiju ári. Þeir hanga í faxi og húka í keng og hökta ýmist fetið eða þeysa í spreng. Hent hefur þá margan dugandi dreng að detta af baki og vankast. Hópreið hestamannafélagsins Grana með þá Jón Finn Hansson og Ingimar Sveinsson í broddi fylk- ingar. Kristinn Rúnar Tryggvason hlaut ásetuverðlaun FT og önnur verðlaun í skeifukeppninni á Gneista frá Hrafnkelsstöðum. Það fór vel á með þeim félögum Prins og Böðvari í skeifukeppn- inni enda sigruðu þeir með glæsibrag. Og stúlkumar dekra við biklg'anna bein þó bjóði þeim lífið margan göfúgan svein. Astandið þetta er ósvinna hrein og aumlega farið með tímann. Nei, hrossum að stijúka um lendar og lær er lélegur starfi, mér eiður sær. Það finnast af tegundum reiðmennskur tvær ég tel að hin henti mér betur. Af ýmsu góðmeti fleiru mætti taka en þetta skal látið nægja. Varðandi aðstöðu til hestahalds á Hvanneyri er ánægjulegt að geta þess að hún hefur farið stórbatn- andi sfðustu árin. í fyrra var tekinn í notkun 300 metra hringvöllur þar sem keppnin var haldin nú og hest- húsið illræmda er orðið vel við unandi. Hefur jötunum verið breytt og sett upp ný ljós auk þess sem flómum hafði áður verið breytt og steypt stétt aftan við hrossin. Ekki er manni grunlaust um að einn maður eigi heiðurinn af þessum framförum öðrum fremur og er þá átt við eldhugann Ingimar Sveins- son sem hefur séð um kennslu í hrossarækt og aðstoðað krakkana á ýmsan hátt við tamningamar og hestahaldið. Að sfðustu er rétt að geta úrslita í gæðingakeppninni en þar var keppt eftir reglum LH. I A-flokki sigraði Lokkadís frá Nýjabæ, eigandi og knapi Ólöf Guðbrandsdóttir, önnur varð Komma frá Egilsstöðum, eigandi og knapi Ingimar Sveinsson, með 7,88, og í þriðja sæti Rektor sem Jón Finnur Hansson sat með 7,76. Embla frá Skarði keppti sem gest- ur og hlaut í einkunn 7,95. Eig- andi hennar er Karí Berg en knapi var Sigurður Halldórsson. í B-flokki sigraði Úi frá Nýjabæ með 8,03, en eigandi hans er Ólöf Guðbrandsdóttir og knapi Karen Frech. í öðm sæti með 7,93 varð Smáhildur frá Nýjabæ, eigandi Ólöf Guðbrandsdóttir, knapi Guð- brandur Reynisson, og í þriðja sæti með 7,86 varð Gulltoppur frá Leysingjastöðum, eigandi og knapi Bjöm Haukur Einarsson. Hæstu einkunn í B-flokki, 8,20, hlaut Rammi frá Skarði, eigandi og knapi Monika Kimpler, en þau kepptu sem gestir. Teymingarnar hjá Hvanneyringunum voru sérlega góðar og hér er það Guðrún Lára Pálmadóttir sem teymir Glæsi frá Oddsstöð- um en hún hafnaði við annan mann I þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.