Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 03.05.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI Kúrdar: eftir ÁSDÍSI INGÓLFSDÓTTUR Saklaus/órnarlömb í styrjöld Irana og Iraka Bærinn Halabja líkastur Pompei eftir efnavopnaárásir Tyrkland Kaspia- Eftir átta ára blóðug átök í Persaflóastríðinu, sem oft hafa vakið viðbjóð manna um allan heim, tókst írökum enn að ganga fram af heimsbyggðinni þegar þeir beittu efnavopnum gegn saklausum borgurum í eigin landi. Um miðjan mars hröktu franskir hermenn her íraka á brott frá bænum Halabja í Kúrdistan f norðausturhluta íraks. Tveim dögum síðar gerði írakski flug- herinn árás á Halabja og varpaði á bæinn eiturgassprengjum. Megnið af fbúum bæjarins lét lífið, þeir sem lifðu árásina hlutu varanleg örkuml. Húsagarður í Halabja eftir árásir íraka 16. og 17. mars sfðast- liðinn. írakar kenna írönum um árás- ina á Habalja, en þessi staðhæfing hefur verið hrakin af þeim sem lifðu hana af. Leiðtogar Kúrda segja að 4.000 manns hafí fallið í árásinni. Nánari tölur liggja ekki fyrir. Vestrænir fréttamenn flugu til Habalja frá íran og sáu hundr- uð látinna á götum bæjarins, í húsagörðum og innandyra. Bær- inn er mannlaus eftir árásina. Lík hinna látnu voru flest ósködduð og mátti ráða af þeim.að dauðann hefði borið að fyrirvaralaust. Þyk- ir það benda til að skjótvirkt eitur eins og taugagas hafí verið notað. Hundruð manna hafa verið fluttir á sjúkrahús í Teheran. Þeir eru með skelfíleg brunasár sem talin eru af völdum sinnepsgass. Nokkrir tugir særðra voru fluttir á sjúkrahús í Evrópu og Banda- ríkjunum. Athæf ið vekur sorg Kúrdar víða um heim efndu til mótmæla vegna árásarinnar, nieðal annars í Lundúnum, Vín og víða í Bandaríkjunum. Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði eftir að Iranir fóru þess á leit við Sam- einuðu þjóðimar að þær rannsök- uðu notkun eiturefna: „Því miður em til sannanir fyrir því að írakski herinn hafí notað eiturvopn enn á ný í árásinni á kúrdíska bæinn Halabja síðustu daga. Slíkt at- hæfí vekur sorg." Sameinuðu þjóðimar sendu hóp sérfræðinga til Teheran til að rannsaka málið. Ræddu þeir við fómarlömb árás- arinnar á sjúkrahúsum í Teheran. Sendinefnd SÞ sem fór til Teheran gat ekki farið til Halabja vegna þess að bærinn er í írak, landi sem hefur ekki farið þess á leit við SÞ að atburðurinn verði rannsak- aður. Kúrdar eru um 18 milljónir, þeir eru fjórði stærsti þjóðflokkur í Miðausturlöndum. Talið er að þeir hafí búið á sama landsvæð- inu, Kúrdistan, í 4.000 ár. Kúrd- istan er um 192.000 ferkflómetrar að stærð og er á landamærum Tyrklands, Irans, íraks, Sýrlands og Sovétríkjanna. Landamæri þessara rílqa voru mörkuð eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar Tyrkjaveldi var sundurlimað. í samningsdrögum sem gerð voru í stríðslok var gert ráð fyrir að Kúrdar fengju land til yfírráða, en þesrí samningurinn tók aldrei gildi. í endanlegu samkomulagi, sem undirritað var í Lausanne árið 1923, var Kúrdistan ekki við- urkennt sem sjálfstætt ríki. Hirðingjaþjóð I harðbýlu landi Stærstur hluti Kúrda, um 10 milljónir, býr í Tyrklandi, í írak búa 2,5-3 milljónir þeirra. Kúrd- istan er háfjallaland, illt yfírferðar með gljúfrum og giljum, en víðáttumiklar og grösugar há- sléttur eru þar á milli. Kúrdar hafa frá örófi alda lifað sem hirð- ingjar. Hirðingjasamfélögin þar sem höfðingjatign gekk í arf frá föður til sonar eru í dag að mestu úr sögunni. Þeir tala sitt eigið tungumál, kúrdísku, sem skylt er írönsku, sanskrít, tungumáli Afg- ana, pashto, og tungumáli Pakist- ana, pakhto. Þeim hefur löngum verið bannað að tala og skrifa á sínu eigin tungumáli, því hefur ritmál þeirra verið ófullkomið, enda skrifa þeir ýmist arabískt letur eða nota kýrillskt letur sem hefur verið lagað að hljóðfræði kúrdísku. Kúrdar eru múhameðs- trúar en eru fijálslyndari í trúmál- um en grannar þeirra. Kúrdískar konur njóta meira fijálsræðis en almennt gerist í löndum múslima. Fyrstu rituðu heimildir um þjóðina eru frá því á sjöttu öld fyrir Krist, en Kúrdar hafa aldrei verið sjálfstæð þjóð. Þeir hafa í gegnum tíðina haldið uppi skæru- hemaði gegn herraþjóðum sínum sem hefur leitt til þess að þeir hafa verið kúgaðir, sérstaklega hafa tyrknesk yfirvöld brugðist hart við uppreisnum Kúrda. Eftir að árásin á Halabja var gerð hófu Kúrdar í Tyrklandi að nýju árásir á tyrkneska bæi í íjallahéruðum landsins. Talið er að hátt í þúsund manns hafí fallið í hemaðarátök- um milli tyrkneska hersins og Kúrda frá því stærstu stjóm- málasamtök þeirra lýstu yfír styijöld gegn Tyrkjum fyrir fjór- um árum. Notkun eiturvopna óafsakanleg Eiturefnaárás íraka á Halabja getur orðið til þess að auka enn á hatrið sem Kúrdar bera í bijósti til stjómar Saddams Husseins for- seta íraks. Kúrdar í írak hafa yfír að ráða öflugum vopnum sem Iranir hafa látið þeim í té og geta þeir vafalítið haft úrslitaáhrif á sókn írana til norðausturs. Hvað sem líður stríði Írana og íraka eða afskiptum Kúrda af því er ekki unnt að afsaka beitingu eitur- vopna. Notkun þeirra hefur þótt forkastanleg allt frá því Tatarar gripu til einskonar efnastríðs á 14. öld í orrustunni um borgina Kaffa á Krímskaga. Þeir köstuðu líkum félaga sinna sem höfðu dáið úr pest inn fyrir borgar- múrana, þar sem þau leiddu til plágu. Við bæinn Ypres í Flæmin- gjalandi í Belgíu beitti þýski her- inn eiturvopnum í fyrri heims- styrjöldinni árið 1915. írakar hafa alltaf hótað því að nota efnavopn ef þeir teldu það nauðsynlegt til að stöðva sókn írana inn í landið, en báðir aðilar ráða yfír miklu magni slíkra vopna að sögn Bandaríkjamanna. írakar hafa beitt efnavopnum fyrr í þessu tilgangslausa stríði, er þeir stöðv- uðu íranska herinn við Basra, næststærstu borg írans. Ef til vill hafa þeir óttast að sókn írana á þessum slóðum gæti hugsanlega fært þeim yfírráð yfír borginni Kirkuk og þar með ógnuðu þeir mikilvægum olíusvæðum íraka. Ólíklegt má telja að írönum hefði tekist þetta þar sem landsvæðið á þessum slóðum er afar erfítt yfírferðar. Mergurinn málsins er að þessi ómanneskjulega árás á Halabja hefur engin áhrif á gang styijald- arinnar milli írana og íraka. Árás- in, þar sem eiturgasi var beitt gegn saklausum borgurum, kem- ur í kjölfar aukinna hemaðar- umsvifa og árása á skip á Persaf- lóa og „borgastríðsins", þar sem írakar virðast í öllum tilvikum eiga upptökin. Halabja, mannlaus bær. „Okkur fannst við vera í Pornpei," sögðu blaðamenn, þegar þeir sáu bæinn. •• Okumaður í fjallaferð skarstáhöfði Selfossi. UNGUR maður fékk skurð á höf- uðið þegar jeppabifreið hans Ienti ofan í úrrennsli um fjögurleytið á laugardagsmorguninn á svo- nefndum Kvislaveituvegi fyrir innan Sigölduvirkjun. Manninum var ekið til móts við sjúkrabifreið frá Selfossi og gert að sárum hans á Sjúkrahúsi Suðurlands. Maðurinn ók einum jeppa af sjö sem voru þama á ferð. Þegar bfllinn lenti ofan í úrrennslinu skall ökumað- urinn með höfuðið á sólskyggnið fyr- ir ofan framrúðuna og fékk djúpan skurð ofarlega á ennið. Meiðslin vom ekki alvarleg en litu illa út því mikið blæddi. Maðurinn fékk að fara heim eftir að skurðurinn á höfði hans hafði verið saumaður saman. Sig. Jóns. Félagsvísindadeild: Deildarfundur um lektorsstöðu íaðferðafræði Á deildarfundi í Félagsvisinda- deild Háskóla íslands á föstudag var tekið fyrir álit dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu lektors f aðferðafræði. Fjórir umsækjendur af fimm voru dæmdir hæfir. Dómnefnd setti dr. Þorlák Karlsson f efsta sæti, og fékk hann fjórtán atkvæði á deild- arfundinum en dr. Elfas Héðins- son tvö. Dómnefndarálit setti dr. Þorlák Karlsson í fyrsta sæti, en dr. Sigurð J. Grétarsson í annað sæti. Niður- staða deildarfundarins verður send menntamálaráðherra, sem skipar í stöðuna.___ Verkfræðingafé- lagið: Ráðstefna um hálendisvegi FÖSTUDAGINN 6. maí næstkom- andi efnir Verkfræðingafélag ís- lands til ráðstefnu undir heitinu „Hálendisvegir framtfðarinnar og áhrif þeirra". Ráðstefnan verður haldin f fundarsal Hótels Loft- leiða. Hún mun standa yfir frá klukkan 9 til 17 og eru allir, sem hafa áhuga á málefninu, velkomn- ir. Skráning þátttakenda er á skrifstofu félagsins. Á ráðstefnunni verða kynntar hugmyndir um vegi yfír hálendi landsins og metin áhrif þeirra á byggðir, ferðamál og fleira. Vegir . yfír hálendið munu stytta aksturs- leiðir verulega, t.d. mun leiðin Egils- staðir-Reykjavík styttast um 250 kflómetra og leiðin Ákureyri-Selfoss um 190 kflómetra. Þá má ætla að hálendisvegir muni hafa veruleg áhrif á skiptingu vöruflutninga milli vörubfla og skipa. Jafnframt skapast ný viðhorf í ferðamálum með opnun vega um hálendið sem verða færir öllum bflum að minnsta kosti hluta ársins. Á ráðstefnunni verða lagðar fram frumáætlanir um vegarstæði og kostnað við gerð uppbyggðs vegar yfir Sprengisand og norðan Vatna- jökuls til Austfjarða. Fjállað verður um hvað þurfí til að hagt verði að halda vegunum opnum að vetrar- lagi. Gerð verður grein fyrir vega- gerð Landsvirkjunar á hálendinu vegna virkjanaframkvæmda og lagn- ingar raflína á þessum áratug, svo og vegna framkvæmda í framtíðinni. Verktaki skýrir frá reynslu af mann- virkjagerð á hálendinu og fleiru. Einnig verður skýrt frá rannsóknum á hálendinu vegna orkumála og hvemig nýta má þær við undirbúning hálendisvega. Fjallað verður um veðurfar á há- lendinu, áhrif vegagerðar á náttúr- una, byggðaþróun og ferðamál. Þá verður skyggnusýning þar sem litast verður um við hálendisvegi framtí- ðarinnar. Að framsöguerindum lokn- um verður pallborðsumræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.