Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI Kúrdar: eftir ÁSDÍSI INGÓLFSDÓTTUR Saklaus/órnarlömb í styrjöld Irana og Iraka Bærinn Halabja líkastur Pompei eftir efnavopnaárásir Tyrkland Kaspia- Eftir átta ára blóðug átök í Persaflóastríðinu, sem oft hafa vakið viðbjóð manna um allan heim, tókst írökum enn að ganga fram af heimsbyggðinni þegar þeir beittu efnavopnum gegn saklausum borgurum í eigin landi. Um miðjan mars hröktu franskir hermenn her íraka á brott frá bænum Halabja í Kúrdistan f norðausturhluta íraks. Tveim dögum síðar gerði írakski flug- herinn árás á Halabja og varpaði á bæinn eiturgassprengjum. Megnið af fbúum bæjarins lét lífið, þeir sem lifðu árásina hlutu varanleg örkuml. Húsagarður í Halabja eftir árásir íraka 16. og 17. mars sfðast- liðinn. írakar kenna írönum um árás- ina á Habalja, en þessi staðhæfing hefur verið hrakin af þeim sem lifðu hana af. Leiðtogar Kúrda segja að 4.000 manns hafí fallið í árásinni. Nánari tölur liggja ekki fyrir. Vestrænir fréttamenn flugu til Habalja frá íran og sáu hundr- uð látinna á götum bæjarins, í húsagörðum og innandyra. Bær- inn er mannlaus eftir árásina. Lík hinna látnu voru flest ósködduð og mátti ráða af þeim.að dauðann hefði borið að fyrirvaralaust. Þyk- ir það benda til að skjótvirkt eitur eins og taugagas hafí verið notað. Hundruð manna hafa verið fluttir á sjúkrahús í Teheran. Þeir eru með skelfíleg brunasár sem talin eru af völdum sinnepsgass. Nokkrir tugir særðra voru fluttir á sjúkrahús í Evrópu og Banda- ríkjunum. Athæf ið vekur sorg Kúrdar víða um heim efndu til mótmæla vegna árásarinnar, nieðal annars í Lundúnum, Vín og víða í Bandaríkjunum. Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði eftir að Iranir fóru þess á leit við Sam- einuðu þjóðimar að þær rannsök- uðu notkun eiturefna: „Því miður em til sannanir fyrir því að írakski herinn hafí notað eiturvopn enn á ný í árásinni á kúrdíska bæinn Halabja síðustu daga. Slíkt at- hæfí vekur sorg." Sameinuðu þjóðimar sendu hóp sérfræðinga til Teheran til að rannsaka málið. Ræddu þeir við fómarlömb árás- arinnar á sjúkrahúsum í Teheran. Sendinefnd SÞ sem fór til Teheran gat ekki farið til Halabja vegna þess að bærinn er í írak, landi sem hefur ekki farið þess á leit við SÞ að atburðurinn verði rannsak- aður. Kúrdar eru um 18 milljónir, þeir eru fjórði stærsti þjóðflokkur í Miðausturlöndum. Talið er að þeir hafí búið á sama landsvæð- inu, Kúrdistan, í 4.000 ár. Kúrd- istan er um 192.000 ferkflómetrar að stærð og er á landamærum Tyrklands, Irans, íraks, Sýrlands og Sovétríkjanna. Landamæri þessara rílqa voru mörkuð eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar Tyrkjaveldi var sundurlimað. í samningsdrögum sem gerð voru í stríðslok var gert ráð fyrir að Kúrdar fengju land til yfírráða, en þesrí samningurinn tók aldrei gildi. í endanlegu samkomulagi, sem undirritað var í Lausanne árið 1923, var Kúrdistan ekki við- urkennt sem sjálfstætt ríki. Hirðingjaþjóð I harðbýlu landi Stærstur hluti Kúrda, um 10 milljónir, býr í Tyrklandi, í írak búa 2,5-3 milljónir þeirra. Kúrd- istan er háfjallaland, illt yfírferðar með gljúfrum og giljum, en víðáttumiklar og grösugar há- sléttur eru þar á milli. Kúrdar hafa frá örófi alda lifað sem hirð- ingjar. Hirðingjasamfélögin þar sem höfðingjatign gekk í arf frá föður til sonar eru í dag að mestu úr sögunni. Þeir tala sitt eigið tungumál, kúrdísku, sem skylt er írönsku, sanskrít, tungumáli Afg- ana, pashto, og tungumáli Pakist- ana, pakhto. Þeim hefur löngum verið bannað að tala og skrifa á sínu eigin tungumáli, því hefur ritmál þeirra verið ófullkomið, enda skrifa þeir ýmist arabískt letur eða nota kýrillskt letur sem hefur verið lagað að hljóðfræði kúrdísku. Kúrdar eru múhameðs- trúar en eru fijálslyndari í trúmál- um en grannar þeirra. Kúrdískar konur njóta meira fijálsræðis en almennt gerist í löndum múslima. Fyrstu rituðu heimildir um þjóðina eru frá því á sjöttu öld fyrir Krist, en Kúrdar hafa aldrei verið sjálfstæð þjóð. Þeir hafa í gegnum tíðina haldið uppi skæru- hemaði gegn herraþjóðum sínum sem hefur leitt til þess að þeir hafa verið kúgaðir, sérstaklega hafa tyrknesk yfirvöld brugðist hart við uppreisnum Kúrda. Eftir að árásin á Halabja var gerð hófu Kúrdar í Tyrklandi að nýju árásir á tyrkneska bæi í íjallahéruðum landsins. Talið er að hátt í þúsund manns hafí fallið í hemaðarátök- um milli tyrkneska hersins og Kúrda frá því stærstu stjóm- málasamtök þeirra lýstu yfír styijöld gegn Tyrkjum fyrir fjór- um árum. Notkun eiturvopna óafsakanleg Eiturefnaárás íraka á Halabja getur orðið til þess að auka enn á hatrið sem Kúrdar bera í bijósti til stjómar Saddams Husseins for- seta íraks. Kúrdar í írak hafa yfír að ráða öflugum vopnum sem Iranir hafa látið þeim í té og geta þeir vafalítið haft úrslitaáhrif á sókn írana til norðausturs. Hvað sem líður stríði Írana og íraka eða afskiptum Kúrda af því er ekki unnt að afsaka beitingu eitur- vopna. Notkun þeirra hefur þótt forkastanleg allt frá því Tatarar gripu til einskonar efnastríðs á 14. öld í orrustunni um borgina Kaffa á Krímskaga. Þeir köstuðu líkum félaga sinna sem höfðu dáið úr pest inn fyrir borgar- múrana, þar sem þau leiddu til plágu. Við bæinn Ypres í Flæmin- gjalandi í Belgíu beitti þýski her- inn eiturvopnum í fyrri heims- styrjöldinni árið 1915. írakar hafa alltaf hótað því að nota efnavopn ef þeir teldu það nauðsynlegt til að stöðva sókn írana inn í landið, en báðir aðilar ráða yfír miklu magni slíkra vopna að sögn Bandaríkjamanna. írakar hafa beitt efnavopnum fyrr í þessu tilgangslausa stríði, er þeir stöðv- uðu íranska herinn við Basra, næststærstu borg írans. Ef til vill hafa þeir óttast að sókn írana á þessum slóðum gæti hugsanlega fært þeim yfírráð yfír borginni Kirkuk og þar með ógnuðu þeir mikilvægum olíusvæðum íraka. Ólíklegt má telja að írönum hefði tekist þetta þar sem landsvæðið á þessum slóðum er afar erfítt yfírferðar. Mergurinn málsins er að þessi ómanneskjulega árás á Halabja hefur engin áhrif á gang styijald- arinnar milli írana og íraka. Árás- in, þar sem eiturgasi var beitt gegn saklausum borgurum, kem- ur í kjölfar aukinna hemaðar- umsvifa og árása á skip á Persaf- lóa og „borgastríðsins", þar sem írakar virðast í öllum tilvikum eiga upptökin. Halabja, mannlaus bær. „Okkur fannst við vera í Pornpei," sögðu blaðamenn, þegar þeir sáu bæinn. •• Okumaður í fjallaferð skarstáhöfði Selfossi. UNGUR maður fékk skurð á höf- uðið þegar jeppabifreið hans Ienti ofan í úrrennsli um fjögurleytið á laugardagsmorguninn á svo- nefndum Kvislaveituvegi fyrir innan Sigölduvirkjun. Manninum var ekið til móts við sjúkrabifreið frá Selfossi og gert að sárum hans á Sjúkrahúsi Suðurlands. Maðurinn ók einum jeppa af sjö sem voru þama á ferð. Þegar bfllinn lenti ofan í úrrennslinu skall ökumað- urinn með höfuðið á sólskyggnið fyr- ir ofan framrúðuna og fékk djúpan skurð ofarlega á ennið. Meiðslin vom ekki alvarleg en litu illa út því mikið blæddi. Maðurinn fékk að fara heim eftir að skurðurinn á höfði hans hafði verið saumaður saman. Sig. Jóns. Félagsvísindadeild: Deildarfundur um lektorsstöðu íaðferðafræði Á deildarfundi í Félagsvisinda- deild Háskóla íslands á föstudag var tekið fyrir álit dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu lektors f aðferðafræði. Fjórir umsækjendur af fimm voru dæmdir hæfir. Dómnefnd setti dr. Þorlák Karlsson f efsta sæti, og fékk hann fjórtán atkvæði á deild- arfundinum en dr. Elfas Héðins- son tvö. Dómnefndarálit setti dr. Þorlák Karlsson í fyrsta sæti, en dr. Sigurð J. Grétarsson í annað sæti. Niður- staða deildarfundarins verður send menntamálaráðherra, sem skipar í stöðuna.___ Verkfræðingafé- lagið: Ráðstefna um hálendisvegi FÖSTUDAGINN 6. maí næstkom- andi efnir Verkfræðingafélag ís- lands til ráðstefnu undir heitinu „Hálendisvegir framtfðarinnar og áhrif þeirra". Ráðstefnan verður haldin f fundarsal Hótels Loft- leiða. Hún mun standa yfir frá klukkan 9 til 17 og eru allir, sem hafa áhuga á málefninu, velkomn- ir. Skráning þátttakenda er á skrifstofu félagsins. Á ráðstefnunni verða kynntar hugmyndir um vegi yfír hálendi landsins og metin áhrif þeirra á byggðir, ferðamál og fleira. Vegir . yfír hálendið munu stytta aksturs- leiðir verulega, t.d. mun leiðin Egils- staðir-Reykjavík styttast um 250 kflómetra og leiðin Ákureyri-Selfoss um 190 kflómetra. Þá má ætla að hálendisvegir muni hafa veruleg áhrif á skiptingu vöruflutninga milli vörubfla og skipa. Jafnframt skapast ný viðhorf í ferðamálum með opnun vega um hálendið sem verða færir öllum bflum að minnsta kosti hluta ársins. Á ráðstefnunni verða lagðar fram frumáætlanir um vegarstæði og kostnað við gerð uppbyggðs vegar yfir Sprengisand og norðan Vatna- jökuls til Austfjarða. Fjállað verður um hvað þurfí til að hagt verði að halda vegunum opnum að vetrar- lagi. Gerð verður grein fyrir vega- gerð Landsvirkjunar á hálendinu vegna virkjanaframkvæmda og lagn- ingar raflína á þessum áratug, svo og vegna framkvæmda í framtíðinni. Verktaki skýrir frá reynslu af mann- virkjagerð á hálendinu og fleiru. Einnig verður skýrt frá rannsóknum á hálendinu vegna orkumála og hvemig nýta má þær við undirbúning hálendisvega. Fjallað verður um veðurfar á há- lendinu, áhrif vegagerðar á náttúr- una, byggðaþróun og ferðamál. Þá verður skyggnusýning þar sem litast verður um við hálendisvegi framtí- ðarinnar. Að framsöguerindum lokn- um verður pallborðsumræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.