Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
58
Kaupmannahöfn;
Nýútskrifaðir handavinnu-
kennarar sýna nytjaútsaum
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
48 handavinnukennarar út-
skrifuðust nýlega úr hinum
þekkta skóla „Haandarbejdets
Fremmes Semenarium“. Þar
voru 11 úr útsaumsdeild, og var
íslenzk stúlka, Jóhanna Pálma-
dóttir frá Akri, þeirra á meðal.
Aðeins fáeinir islenzkir handa-
vinnukennarar hafa lokið námi
frá skólanum síðustu árin, en
voru fleiri fyrr á árum. Sjö af
hinum nýútskrifuðu handa-
vinnukennurum halda nú sýn-
ingu á verkum sinum í „Bog og
reol“ í Store Kongensgade 59.
Námið við skólann stendur í
2V2 ár og veitir próf þaðan rétt-
indi til kennslu í framhaldsskólum
og á fullorðinsfræðslunámskeið-
um. Almennar kennslugreinar eru
að sjálfsögðu hluti af náminu, svo
sem sálarfræði, félagsfræði og
listasaga. Nemendur eru allir í
sama námi í fyrstu, en greinast
síðan í fatahönnunar- og útsaums-
deildir. Þrisvar sinnum fleiri sækja
um skólann en hægt er að veita
inngöngu og skulu nemendur hafa
lokið stúdentsprófí eða vera orðnir
26 ára og hafa 2V2 árs starfs-
reynslu á nær hvaða sviði sem er.
En val fer þó einnig eftir hæfíleik-
um. Ekki getur skólinn tekið aðra
erlenda nemendur en þá, sem bú-
settir eru í Danmörku.
Jóhanna Pálmadóttir er mjög
ánægð með kennsluna í „Haand-
arbejdets Fremmes Semenarium"
og hefur hún verið ráðin til að
kenna á námskeiði í Farum og
Alleröd í haust, enda munu hún
og fjölskylda hennar dvelja hér,
þar til maður hennar, Gunnar
Kristjánsson, lýkur námi í land-
búnaðarhagfræði. Stendur til, að
Jóhanna haldi sýningu í Farum $
tengslum yið námskeiðin. Hún
hefur ætíð verið áhugasöm um
handavinnu og varð Fríða Krist-
insdóttir handavinnukennari mjög
til að efla þann áhuga og benda
á framhaldsnám á því sviði. Gam-
all draumur Jóhönnu. um gulls-
míðanám varð ekki að veruleika,
en hún býr skartgripina tii úr
handavinnuefni í staðinn, fínlega
og listilega saumaða eyrnalokka
og nælur.
Sýning sjömenninganna er í
sænsk-norsku bókaverzluninni,
sem Kame og Poul Brehmer reka,
og hafa nemendur skólans áður
haldið sýningar þar og róma mjög
alúð þeirra og aðbúnað allan. Seg-
ir í sýningarskrá, að einkunnarorð
sýningarinnar séu fomnorræn:
Fátt er svo mikilfenglegt að eigi
ekki sinn líka. Munir handavinnu-
kennaranna eru fjölbreytt listiðn,
sem þær þó kalla nytjaútsaum í
sýningarskránni, þar sem hver
þeirra ritar um hugmyndir sínar.
Engin á muni líka annarrar, enda
segir í grein um sýninguna í Berl-
ingi, að áhugavert sé að upplifa,
að handavinna sé annað en þessir
sömu gömlu klukkustrengir.
Margir hlutanna eru stórfallegir,
t.d. örsmáir skartgripir Jóhönnu
og belti, töskur og fatnaður hinna
dönsku skólasystur hennar
- G.L. Ásg.
mm m immm
mmimvn t umm
Réttir á matseðli vikunnar eru mj.:
Rjómalöguð spergilkálssúpa
Pastaréttir.........frákr.500,-
Salatskál með kotasælu kr. 560,-
Eggjakaka með osti....kr. 480,-
Rjómasoðin ýsuflök með
kavíar, rækjum og blaðlauk.. kr. 650,-
Blandaðir sjávarréttir með
humar, hörpuskel, rækjum
og karrýsósu...........kr. 690,-
Steiktar lambasneiðar með
ananas, papriku og fersku
grænmeti................kr. 840,-
Nautahryggsneiðar með
bacon, sveppum og
fersku grænmeti.......kr. 1050,-
Súpa og kaffi fylgja rétti dagsins
Takið fjölskylduna með!
HÖTBL
Höfðabakka 9, Reykjavík
FJQLBREYTT URVAL
VEGGSKILDIR
VASAR
STELL
KLUKKUR MINNIST TÍMAMÖTA
• LAMPAR MEÐ SÉRMERKTUM
KJÖRGRIP! Viö merkjum
hvers kyns gripi til að
minnast hatiðlegra tækifæra
og timamota.
Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeiredóttir
Jóhanna Pálmadóttir með eyrnalokka sína.
Símar 35408 og 83033
ÚTHVERFI FOSSVOGUR
Síðumúli o.fl. Brautarland
AUSTURBÆR
Barónsstígur Skólavörðustígur
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN
JHftRgnnfybiMfe