Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 03.05.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 58 Kaupmannahöfn; Nýútskrifaðir handavinnu- kennarar sýna nytjaútsaum Jónshúsi, Kaupmannahöfn. 48 handavinnukennarar út- skrifuðust nýlega úr hinum þekkta skóla „Haandarbejdets Fremmes Semenarium“. Þar voru 11 úr útsaumsdeild, og var íslenzk stúlka, Jóhanna Pálma- dóttir frá Akri, þeirra á meðal. Aðeins fáeinir islenzkir handa- vinnukennarar hafa lokið námi frá skólanum síðustu árin, en voru fleiri fyrr á árum. Sjö af hinum nýútskrifuðu handa- vinnukennurum halda nú sýn- ingu á verkum sinum í „Bog og reol“ í Store Kongensgade 59. Námið við skólann stendur í 2V2 ár og veitir próf þaðan rétt- indi til kennslu í framhaldsskólum og á fullorðinsfræðslunámskeið- um. Almennar kennslugreinar eru að sjálfsögðu hluti af náminu, svo sem sálarfræði, félagsfræði og listasaga. Nemendur eru allir í sama námi í fyrstu, en greinast síðan í fatahönnunar- og útsaums- deildir. Þrisvar sinnum fleiri sækja um skólann en hægt er að veita inngöngu og skulu nemendur hafa lokið stúdentsprófí eða vera orðnir 26 ára og hafa 2V2 árs starfs- reynslu á nær hvaða sviði sem er. En val fer þó einnig eftir hæfíleik- um. Ekki getur skólinn tekið aðra erlenda nemendur en þá, sem bú- settir eru í Danmörku. Jóhanna Pálmadóttir er mjög ánægð með kennsluna í „Haand- arbejdets Fremmes Semenarium" og hefur hún verið ráðin til að kenna á námskeiði í Farum og Alleröd í haust, enda munu hún og fjölskylda hennar dvelja hér, þar til maður hennar, Gunnar Kristjánsson, lýkur námi í land- búnaðarhagfræði. Stendur til, að Jóhanna haldi sýningu í Farum $ tengslum yið námskeiðin. Hún hefur ætíð verið áhugasöm um handavinnu og varð Fríða Krist- insdóttir handavinnukennari mjög til að efla þann áhuga og benda á framhaldsnám á því sviði. Gam- all draumur Jóhönnu. um gulls- míðanám varð ekki að veruleika, en hún býr skartgripina tii úr handavinnuefni í staðinn, fínlega og listilega saumaða eyrnalokka og nælur. Sýning sjömenninganna er í sænsk-norsku bókaverzluninni, sem Kame og Poul Brehmer reka, og hafa nemendur skólans áður haldið sýningar þar og róma mjög alúð þeirra og aðbúnað allan. Seg- ir í sýningarskrá, að einkunnarorð sýningarinnar séu fomnorræn: Fátt er svo mikilfenglegt að eigi ekki sinn líka. Munir handavinnu- kennaranna eru fjölbreytt listiðn, sem þær þó kalla nytjaútsaum í sýningarskránni, þar sem hver þeirra ritar um hugmyndir sínar. Engin á muni líka annarrar, enda segir í grein um sýninguna í Berl- ingi, að áhugavert sé að upplifa, að handavinna sé annað en þessir sömu gömlu klukkustrengir. Margir hlutanna eru stórfallegir, t.d. örsmáir skartgripir Jóhönnu og belti, töskur og fatnaður hinna dönsku skólasystur hennar - G.L. Ásg. mm m immm mmimvn t umm Réttir á matseðli vikunnar eru mj.: Rjómalöguð spergilkálssúpa Pastaréttir.........frákr.500,- Salatskál með kotasælu kr. 560,- Eggjakaka með osti....kr. 480,- Rjómasoðin ýsuflök með kavíar, rækjum og blaðlauk.. kr. 650,- Blandaðir sjávarréttir með humar, hörpuskel, rækjum og karrýsósu...........kr. 690,- Steiktar lambasneiðar með ananas, papriku og fersku grænmeti................kr. 840,- Nautahryggsneiðar með bacon, sveppum og fersku grænmeti.......kr. 1050,- Súpa og kaffi fylgja rétti dagsins Takið fjölskylduna með! HÖTBL Höfðabakka 9, Reykjavík FJQLBREYTT URVAL VEGGSKILDIR VASAR STELL KLUKKUR MINNIST TÍMAMÖTA • LAMPAR MEÐ SÉRMERKTUM KJÖRGRIP! Viö merkjum hvers kyns gripi til að minnast hatiðlegra tækifæra og timamota. Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeiredóttir Jóhanna Pálmadóttir með eyrnalokka sína. Símar 35408 og 83033 ÚTHVERFI FOSSVOGUR Síðumúli o.fl. Brautarland AUSTURBÆR Barónsstígur Skólavörðustígur RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN JHftRgnnfybiMfe
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.