Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 64

Morgunblaðið - 03.05.1988, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988 Fulltrúar verslunarmanna í verkfalli: . Verkfallsbaráttan heldur áfram af fullri hörku Hörð gagnrýni á Vinnumálasambandið NÆR fimmtíu manns úr samn- inganefndum hinna 13 félaga verslunarmanna sem enn eru í verkfalli héldu fund lyá ríkis- sáttasemjara í gær þar sem rædd var sú staða sem nú er komin upp í samningamálum. Á blaða- mannafundi að honum loknum sögðu fulltrúar verslunarmanna að verkfallsbaráttan myndi halda áfram af fullri hörku, þó svo að stærsta félagið, VR, tæki ekki lengur þátt í viðræðunum. Fram kom hörð gagnrýni á VSÍ og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna vegna fyrir- hugaðs afgreiðslubanns gegn vinnuveitendum sem gert hafa sérsamninga. Viðræður' við vinnuveitendur munu halda áfram undir merkjum Landssambands íslenskra verslun- armanna, þó að VR og Verslunar- mannafélag Hvammstanga séu ekki lengur með í viðræðunum eftir að félögin samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Alls munu vera um 4-5000 manns í félögunum 13. Fulltrúar frá VR, þar á meðal Magnús L. Sveinsson, formaður, mættu á fund félaganna þrettán og lýstu þar yfir stuðningi við áframhaldandi verkfallsbaráttu, að sögn forsvarsmanna félaganna 13, og eru samúðaraðgerðir að hálfu VR til athugunar. Fulltrúar félaganna ræddu einnig skipulag verkfallsvörslu og hyggj- ast m.a. aðstoða Verslunarmanna- félag Suðumesja við vörslu á Keflavíkurflugvelli, en áður hafa menn úr félögunum í Ámessýslu, Hafnarfírði, Akranesi og Borgar- nesi komið VS til hjálpar. „Það er líklega einsdæmi að menn hafi far- ið á milli kjördæma til að aðstoða við verkfallsvörslu," sagði Leó Kol- beinsson, formaður Verslunar- mannafélags Borgamess. Fram kom á fundinum að Vinnu- málasamband samvinnufélaganna væri helsti viðsemjandi flestra þeirra félaga sem enn eru í verk- falli. Sendi fundurinn frá sér frétta- tilkynningu þar sem segir orðrétt: „FYrir rösklega 100 árum stofn- aði launafólk samvinnufélögin til vemdar vinnuhagsmunum sínum. Fram eftir áram áttu launþéga- hreyfíngin og samvinnuhreyfíngin samleið, óaðskiljanlegar greinar af sama meiði, sem áttu þá hugsjón sameiginlega að beijast fyrir bætt- um kjörum launafólks. Það eru því merk tíðindi öllu launafólki er sam- vinnuhreyfíngin skipar sér við hlið harðsvíraðasta hluta vinnuveit- endaaðalsins í baráttu gegn sann- gjömum kröfum verslunarmanna og annarra launþega og hefur í hótunum við hin ýmsu samvinnufé- lög, vogi þau sér að ganga til samn- inga. Þá vekur athygli að einungis sex menn í stjóm Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna greiða atkvæði um miðlunartillögu sátta- semjara fyrir hreyfíngu sem telur yfír 40.000 félagsmenn. Hvert er nú gildi kjörorðanna um „mátt hinna mörgu, „vinnum sarnan" og „einn maður, eitt atkvæði“?“ Morgunblaðið/Bjarni Forsvarsmenn hinna 13 félaga verslunarmanna sem enn eru í verk- falli kynna stöðu mála i upphafi nýrrar samningalotu eftir samráðs- fund í húsakynnum ríkissáttasemjara. Frá vinstri eru: Guðrún Stein- þórsdóttir, Guðvarður Kjartansson, Hansína Stefánsdóttir, Steini Þorvaldsson og Sverrir Albertsson. Samþykkt framkvæmdastjórnar VSÍ: Viðskipta- og afgreiðslubann á fyrirtæki sem samið hafa Framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambands fslands hefur falið samningaráði samtakanna að hefja undirbúning að viðskipta- og afgreiðslubanni fyrirtækja VSÍ á þau fyrirtæki sem gengið hafa til samninga við stéttarfélög þau sem eru i verkfalli. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmda- stjórnarinnar á sunnudag og fer samþykktin hér á eftir f heild. „Framkvæmdastjóm Vinnuveiten- dasambands íslaiids fjallaði á fundi sínum f dag um þá svokölluðu samn- inga, sem ýmis félög verslunarmanna hafa síðustu daga gert við einstök smáfyrirtæki í verslun og þjónustu. Stjómin samþykkti að gera hlut- aðeigandi stéttarfélögum grein fyrir því, að þessir gemingar eru mark- lausir að því er aðildarfyrirtæki VSÍ varðar, þar sem aðeins VSÍ hefur heimild til að gera skuldbindandi kjarasamninga fyrir hönd sinna fé- lagsmanna, skv. lögum samtakanna. Þessir „samningar" eru í beinni andstöðu við lög um stéttarfélög og vinnudeilur og marklausir af þeim ástæðum einnig. Með gerð þeirra eru verkalýðsfélögin að bijóta ákvæði vinnulöggjafarinnar. Þess vegna samþykkti fram- kvæmdastjómin að fela samninga- ráði að undirbúa vamaraðgerðir til að veija hagsmuni vinnuveitenda og knýja fram lyktir á yfírstandandi vinnudeilum. Sem upphafsskref slíkra aðgerða samþykkir framkvæmdastjómin að fela samningaráði að hefla undirbún- ing að viðskipta- og afgreiðslubanni aðildarfyrirtækja VSÍ gagnvart þeim fyrirtækjum, sem gengið hafa til samninga við þau stéttarfélög, sem nú heyja verkfall gagnvart aðildar- fyrirtækjum VSÍ. Ákvörðun þessi byggist á 64. gr. laga VSÍ, en þar segir: „Fram- kvæmdastjóm getur, þegar vinnu- stöðvun stendur yfír eða er yfírvof- andi, bannað meðlimum sambandsins að hafa viðskipti við tiltekna menn eða á sérstaklega ákveðnum sviðum, svo sem að selja tilgreinda vöruteg- und, og gert aðrar slíkar ráðstafan- ir, sem hún telur nauðsynlegar vegna afstöðu meðlima í vinnudeilum. Ef einhver maður utan sambandsins vinnur á móti hagsmunum meðlima, sem eiga f vinnustöðvun, eru aðrir meðlimir skyldir til þess að hafa engin viðskipti við hann, meðan á vinnustöðvuninni stendur. Sam- bandsstjóm getur samþykkt að sama skuli einnig gilda eftir að vinnustöðv- un er lokið, annaðhvort um tiltekinn tíma eða þar til sambandsstjóm af- léttir slíku viðskiptabanni.““ Magnús Gíslason, VS : Fólk er tilbúið að berjast áfram Fyrirfram vitað að atkvæða- greiðslan yrði með þessum hætti - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „Sú skoðun sem sett var fram af VR eftir að úrslit lágu fyrir um að eðlilegra hefði verið að hafa vigtaða atkvæðagreiðslu aðildarfélagana er ekkert verri skoðun en hver önnur. Hins veg- ar hefur þetta alltaf verið gert með þessum hætti og það Iá ljóst fyrir áður en miðlunartillagan var lögð fram að þessi háttur yrði hafður á og það komu ekki fram nein mótmæli við því,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambands íslands aðspurður um gagnrýni á hvernig atkvæða- greiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara var háttað meðal vinnuveitenda. „Það var hins vegar haft við orð Sumir lofa afgreiðslu „ÉG er ekki farinn að sjá það enn, að þetta afgreiðslubann komi til framkvæmda," sagði Páll Jóhannsson kaupmaður i versluninni Esju á Akureyri í gær. Verslunin Esja er aðili að Kaupmannasamtökun um og gæti því lent í afgreiðslubanninu, ef af því verður. Páll sagði að fyrir sig hefði ekki verið um annað að ræða en að semja, enda greiddi hann hærri laun en lágmarkslaunin. Hann sagði, að Esja væri undir venjulegum kring- umstæðum mestanpart sjoppa. Nú í verkfallinu væri áherslan hins vegar frekar á almennar ma-vörur, ekki síst mjólkurvörur. „Sumir hafa lofað að afgreiða okkur, en þeir eru einhveijir sem ekki vilja afgreiða okkur, þetta hef ég heyrt á þeim,“ sagði Páll. Hann taldi það vera mikinn ábyrgðarhluta, ef mjólkur- sala stöðvaðist. „Hana ætti aldrei að stöðva. Það eru svo mörg böm og gamalmenni sem þurfa á mjólk- urvörunni að halda," sagði hann. Páll sagði sína verslun vera það litla, að ef til afgreiðslubannsins kæmi, þá stöðvaðist reksturinn mjög fljótlæega, það færi þó eftir því hve margir færu eftir banninu og einnig hvort hann gæti útvegað einhveijar vörur að sunnan. að valdið lægi greinilega ofar hjá samtökum vinnuveitenda en hjá verkalýðsfélögunum að þessu leyti og það er alveg rétt. Framkvæmda- stjómin hefur endanlegt vald til þess að samþykkja samninga, sem stjómir og trúnaðarráð verkalýðs- félagana hafa ekki. Það háttar því allt öðru vísi til og mér finnst held- ur dapurlegt að fara að hanga á þessu hálmstrái eftir á,“ sagði hann ennfremur. Hann sagði að ekki hefðu verið teknar ákvarðanir um fyrstu skref- in í sambandi við afgreiðslu- og viðskiptabann á þau fyrirtæki sem hafa samið við verslunarmannafé- lögin sem eru í verkfalli. Þeir vildu sjá hvemig málin þróuðust, en þama væri um að ræða vamarað- gerð. „Þetta eru engar hefndaraðgerð- ir, heldur er þetta einfaldlega til þess að veija stöðu félagsmanna okkar, sem verða fyrir barðinu á verkföllunum. Hins vegar vonar maður að þessum vinnudeilum fari að slota. Það eru búnar að vera samfelldar deilur um kaup og kjör í sex mánuði og út úr því getur ekki komið mikið meira en vindur," sagði Þórarinn. „Miðlunartillagan var felld ein- faldlega vegna þess að það var ekki iim nægjanlega miklar hækk- anir að ræða fyrir afgreiðslufólk og þetta gekk nú reyndar nokkuð til baka fyrir skrifstofufólk," sagði Magnús Gislason, formaður Verslunarmannafélags Suður- nesja. „Það var ekki komið til móts við 42.000 króna kröfuna nema að mjög litlu leyti. Fólk vill fá laun sem eru jafn há og skatt- leysismörkin og það er ósköp skilj- anlegt. Afgreiðslufólk er svo lágt launað og það er alveg tilbúið að beijast áfram. Fólk úti á landi fær fíest laun samkvæmt berum töxtunum og þess vegna var tillagan felld þar. Eg þy- kist sjá að þessi rúmlega 1900 at- kvæði sem voru á móti tillögunni í Reykjavík hafi einkum komið frá afgreiðslufólki, en það hafí þá frekar verið yfirborgað fólk sem samþykkti hana. Það er svipað héma, það er stórmarkaðafólkið í Hagkaupum og Samkaupum sem fellir tillöguna, en einnig aðrir, þvi yfirborganir f einka- geiranum héma eru sáralitlar. Kannski er enginn tilbúinn í lang- varandi aðgerðir, en hins vegar er ég viss um að menn þreyja þorrann og góuna í þessum efnum ef á þarf að halda. Það er mikill hugur í mönn- um og menn segja að launin séu hvort sem er svo lág að það skiptir ekki svo miklu máli hvort menn séu Leiðrétting NAFN litlu stúlkunnar, sem fékk undanþágu Verslunarmannafé- lags Suðumesja til að fara til Lundúna í hjartaaðgerð, misrit- aðist í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn. Stúlkan heitir Heiða Kristín Víðisdóttir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. viku eða mánuð í verkfalli. Spuming- in en hvað fáum við út úr þessu, hveiju náum við fram. „Slæm staða“ - segir Pétur Ma- ack um niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar um miðlun- artillöguna „Við hljótum náttúrulega að hlýta þvi sem félagsmenn vilja. Úr þvi kjörsókn var ekki meira en þetta er ekkert við þessu að segja, en það er auðvitað slæm aðstaða fyrir eitt verkalýðsfélag að fá fleiri nei en já i atkvæða- greiðslu um kjarasamninga og vera samt með samþykkta samn- inga,“ sagði Pétur Maack skrif- stofustjóri Verslunarmannafé- lags Reykjavikur aðspurður um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um miðlunartillögu ríkissátta- semjara i VR. Hann sagði að þar sem atkvæða- greiðslan hefði verið skilyrt hefði ekki dugað til þó meirihluti þeirra sem kusu hefðu fellt miðlunartillög- una. Það væri athyglisvert að niður- staðan væri mjög svipuð og hefði orðið á fundinum í Glæsibæ þegar 2% félaga kusu og nú þegar yfír 30% félaga kusu, þ.e. ef litið væri framhjá lögunum um miðlunartil- löguna. Pétur sagði að félagið áskildi sér allan rétt í sambandi við að vinnu- veitendur hefðu einungis þurft að bera miðlunartillöguna upp í stjóm- um sinna samtaka en ekki meðal félaganna. Það væri verið að skoða þessi mál og ekkert væri útilokað, þar á meðal sámúðaraðgerðír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.