Morgunblaðið - 11.05.1988, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Tísku-utauríkismál og
verkalýðshreyfingin
Kuldakast í QxJ
— Sverfur að íslenskum fræðum í breskum háskólum
Fyrir nokkrum árum bar það
einna hæst í tísku-umræð-
um um öryggis- og vamarmál
á Vesturlöndum, að gripu
stjómvöld þar til einhliða af-
vopnunar myndu Sovétríkin og
fylgiríki þeirra feta í sömu fót-
spor. Gat ekki farið fram hjá
neinum, sem með þessu fylgdist
náið, að skoðanir af þessu tagi
voru settar fram að sovésku
undirlagi. Þeim var hafnað af
vestrænum ríkisstjómum, sem
lögðu áherslu á gagnkvæmni
og var hún einmitt grundvöllur
samningsins um upprætingu
meðaldrægra flauga, sem ritað
var undir í Washington í des-
ember. í gær gengu Danir til
þingkosninga, sem til var stofn-
að vegna ályktunar í danska
þinginu um annað tísku-örygg-
ismál, það er kjamorkuvopn og
herskip, en upphaf þess má
rekja til Nýja-Sjálands.
Undanfama daga hafa pólsk-
ir verkamenn risið gegn stjóm-
völdum lands síns bæði til að
krefjast betri kjara og þeirra
gmndvallarréttinda að fá að
starfa í þeim verkalýðsfélögum,
sem þeir sjálfír lg'ósa. Vilja þeir
meðal annars, að pólska her-
stjómin heimiíi verkalýðsfélag-
inu Samstöðu að starfa og úr-
skurðir um ólögmæti hennar
verði afturkallaðir.
Barátta Samstöðu hefur nú
staðið í tæp átta ár. Pólveijar
vita sem er, að á bak við stjóm-
ina í Varsjá era Kremlveijar;
hvað sem líður perestrojku og
glasnost er málum þannig hátt-
að að hvorki Gorbatsjov né aðr-
ir Sovétleiðtogar vilja leyfa
fíjálsum verkalýðsfélögum að
starfa. í Póllandi dettur engum
í hug að líta á Sovétmenn sem
„ímyndaða" óvini, öllum er Ijóst
að þeir eru raunveralegir og
hika ekki við að beita valdi telji
þeir það nauðsynlegt til að ná
markmiðum sínum.
Með hliðsjón af áhuga
'sienskrar verkalýðshreyfíngar
af alþjóðamálum, þegar svo ber
undir, hefði mátt ætla, að innan
vébanda hennar tækju menn sig
til og lýstu stuðningi við baráttu
pólskra verkamanna. Lítið fer
fyrir slíku um þessar mundir. í
1. maí ávarpi fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reylg'avík,
Iðnnemasambands íslands og
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja er á hinn bóginn talað um
„martröð palestínsku þjóðarinn-
ar“ og „mikið geðleysi íslenskra
sljómvalda, að þau skuli ekki
fyrir löngu hafa stöðvað öll við-
skipti við S-Afríku“. í fréttatil-
kynningu frá aðalfundi Félags
bókagerðarmanna, sem birtist
hér í blaðinu sl. föstudag, er
einnig farið hörðum orðum um
stjóm Suður-Afríku og lýst
samúð með Palestínumönnum.
Lestur 1. maí ávarpsins og
ályktunar aðalfundar Félags
bókagerðarmanna vekur þessa
spumingu: Hafa forystumenn
verkalýðshreyfíngarinnar á ís-
landi gleymt baráttu pólsks
verkalýðs? Eða er notuð sérstök
mælistika á það, sem gerist í
kommúnistarílg'um? Hvað um
örlög Armena? Hvað um Afgana
eða íbúa Eþíópíu?
Þv! hefur verið haldið fram,
að heimköllun sovéska innrásar-
liðsins frá Afganistan sýni að
núverandi valdamenn í Kreml
fylgi ekki Brezhnev-kenning-
unni lengur. Enn á eftir að koma
í ljós, hvemig staðið verður að
því að framkvæma samkomu-
lagið um Afganistan, hvort sov-
éskir ráðamenn séu í reynd fús-
ir til að leyfa Afgönum að ráða
stjómarháttum sínum og velja
menn í æðstu stöður. Aðdrag-
andi þess að Sovétmenn tóku
að hlutast til um málefni Afg-
ana var langur og einkenndist
af stöðugri sovéskri viðleitni til
að koma því inn hjá Afgönum,
að þeir ættu ekki betri vini og
stuðningsmenn en í Sovétríkj-
unum. A einni nóttu breyttust
blíðuhótin í blóðug grimmdar-
verk og hefur það vafalítið kom-
ið sovésku herstjóranum í opna
slg'öldu, hve hart Afganir sner-
ust til vamar.
Um Afgani gildir nú hið sama
og Pólveija, nágranna Sov-
étríkjanna í vestri, að þeir verða
ekki framar blekktir með sov-
éskum blíðuhótum. Þar þýðir
ekki fyrir i einn að ganga fram
fyrir skjö' lu og hefja sama
friðaróðim um Sovétríkin og
kyijaður v. r, þar til Rauði her-
inn lét til s sarar skríða um jólin
1979. Reyasla Afgana af and-
varaleysinu var dýrkeypt. Saga
Pólveija er á annan veg og þess
vegna ganga þeir fram með
mikilli varúð í von um að þrátt
fyrir allt fái þeir að þróa eigið
þjóðfélag. Lýðræðisríkin eiga
að sýna Pólveijum stuðning og
lágmarkskrafa er að fíjáls
verkalýðsfélög gleymi þeim
ekki, þegar þau álykta um ut-
anríkis- og alþjóðamál á hátíðis-
og tyllidögum.
eftir Guðrúnu Nordal
í stríðsglamri og nöturleika
síðari heimsstyijaldarinnar birtist
hógvær tilkynning í vikublaði Ox-
ford háskóla, Oxford University
Gazette. I henni er greint frá, að
ákveðið hafí verið að koma á lag-
gimar dósentstöðu í fomíslensku:
Vigfússon Reader in Ancient Icel-
andic Literature and Antiquities.
Tildrög þessarar ákvörðunar var
rausnarleg gjöf frá dr. G.H. Fow-
ler. Hann hafði gefíð háskólanum
allar bækur sínar, handrit og tíma-
rit er vörðuðu íslenskar bókmennt-
ir, og að auki þijá fjórðu hluta
eigna sinna, til að setja á stofn
dósentstöðu í fomíslensku. Hann
tók fram í gjafabréfí sínu, að stað-
an væri stofnuð í minningu Guð-
brands Vigfussonar og skyldi við
hann kennd. Þrátt fyrir algleymi
styijaldarinnar var áhuginn á mál-
efíiinu mikill og var embættið
stofnsett án nokkurrar tafar, þann
tíunda júní 1941. Það var vel við
hæfí að kenna þessa stöðu við
Guðbrand. í því fólst mikil virðing
við minningu hans og viðurkenning
á brautryðjandastarfí Guðbrands í
Oxford. Tengsl íslenskra mennta
við Bretland voru nú bundin enn
rækilegri böndum.
Sú staðhæfíng er margþvæld,
að þær bókmenntir sem skapaðar
voru í róstum Sturlungaaldar séu
mikilvægasti og sérstæðasti skerf-
ur okkar til heimsmenningarinnar.
Þó að samlífí þeirra og íslendinga
hafí orðið fjörminna á síðari árum,
eru þær sjálfar iðandi af lífí og
fjöri. Þær eru frumlegt sambland
af munnmælum og þjóðlegum sér-
kennum, svo og fjölbreyttum að-
fongum úr evrópskum bókmennt-
um og lærdómsritum. Þær öðluð-
ust ekki almenna útbreiðslu fyrir
utan Norðurlönd fyrr en á nítjándu
öld, þegar áhugi vaknaði á sér-
kennum þjóða og þjóðlegri menn-
ingu. Hin fornu lög, sögur og
kvæði höfðu að geyma anga af
forsögu allrar Norður-Evrópu, sem
var aðeins til í brotum annars stað-
ar.
Þegar Bretar hófu að sinna
íslenskum fombókmenntum á
nítjándu öld, var það í því skyni
að dýpka skilning sinn á sínum
eigin fombókmenntum, og til að
njóta þeirra sem einstakra lista-
verka. Samband íslendinga og
Breta hafði verið náið allt frá
fyrstu tíð. Landnámsmenn höfðu
haft viðkomu á Bretlandseyjum á
leið sinni til íslands og tóku þaðan
með sér þræla og búalið til að létta
sér frumbyggjastarfíð í hinu nýja
landi. Þau áhrif, sem hinar norr-
ænu byggðir á Bretlandi og írlandi
höfðu á breskar menntir og tungu,
hafa oft verið vanmetin. Eftir
kristnitökuna héldu margir íslend-
ingar til náms til Englands, s.s.
Þorlákur helgi Þórhallsson, biskup
í Skálholti. Þannig bárust enskar
bókmenntir og þekking milliliða-
laust til íslands. Bókmenntir Breta
voru fljótt þýddar á íslensku, t.d.
Bretasögur Geoffrey frá Mon-
mouth og Tómasar saga erkibis-
kups, sem var bardagamanninum
Þorgilsi skarða svo ofarlega í huga,
að hann lét lesa hana fyrir sig
nóttina áður en hann var drepinn
árið 1255. Englendingar stunduðu
veiðar og verslun á Islandshöfum
í svo ríkum mæli á fímmtándu öld,
að við þá hefur hún verið kennd
og kölluð enska öldin. Þessi stöð-
ugu samskipti benda til að margt
sé að græða af samanburði á ensk-
um og íslenskum bókmenntum frá
fomri tíð.
II
Á nítjándu öld, þegar áhugi
vaknaði fyrir alvöru á íslenskum
fombókmenntum á Englandi, stóð
tungumálið aðallega í vegi fyrir
útbreiðslu þeirra. Fomíslenska er
erfítt og flókið tungumál og
gegndu þýðingar þess vegna veig-
amiklu hlutverki í því metnaðar-
fulla starfí, sem áhugasamir fræði-
menn inntu af hendi til að kynna
bókmenntir þessa fjarlæga og
ókunna lands. Margir lögðu þar
hönd á plóginn. Þýðing George
Dasents á Njálu (1861) hafði mik-
il áhrif og varð vel kunn. Eiríkur
Magnússon, sem bjó og starfaði í
Englandi, þýddi Islendingasögur
og eddukvæði, og aðstoðaði síðar
William Morris við þýðingar á
íslenskum fombókmenntum. Ric-
hard Cleasby hóf hið vandasama
verk að koma saman íslenskri
orðabók, en vinna við hana var
aðeins komin stutt á veg þegar hún
féll frá. Dasent ákvað, fyrir hönd
eftirlifandi niðja Cleasbys, að kalla
Guðbrand Vigfússon, sem þá var
búsettur í Kaupmannahöfn, til að
ljúka verkinu, Guðbrandur tók
samningu orðabókarinnar að sér,
og eftir tveggja ára dvöl í London
flutti hann til Oxford (1866), þar
sem hann bjó til dauðadags (1889).
Það tók Guðbrand tíu ár að ljúka
orðabókinni og kom hún út hjá
Clarendon Press í Oxford árið
1874. Útgáfan var stórviðburður
og hafði orðabókin mikii áhrif á
útbreiðslu íslenskra bókmennta í
Bretlandi. Hún lagði grundvöllinn
að aliri kennslu í íslenskum fræð-
um og lestri íslenskra bókmennta
í hinum enskumælandi heimi, og
hafði áhrif enn víðar.
Guðbrandur Vigfússon einbeitti
sér þau fímmtán ár sem hann átti
ólifuð að því að gefa út íslenskar
fombókmenntir og kynna þær fyr-
ir enskum lesendum. Hann hafði
unnið að útgáfum fomrita í Kaup-
mannahöfn um langt skeið, svo að
hann var vel í stakk búinn til að
taka forystu í þessu efni. Hann
naut ríkulegrar hjálpar frá vini
sínum Frederick York Powell, sem
var Regius prófessor í sagnfræði
við Oxford háskóla. Atorka Guð-
brands var geysileg og bera útgáf-
ur hans vitni um stórhug hans og
stolt á viðfangsefninu: Orkneyinga
saga og Hákonar saga (1874—5);
Sturlunga saga, með viðamiklum
formála, Prolegomena, um sögu
íslenskra bókmennta (1878);
Lestrarbók, Icelandic Prose Read-
er, með völdum köflum úr íslensk-
um bókmenntum (1879); Heildar-
útgáfa á eddukvæðum og drótt-
kvæðum, Corpus Poeticum Bore-
ale, með þýðingum á kvæðunum
(1883); Origines Islandiæ, útgáfa
með þýðingum á miklum hluta
fomsagnanna (1903). Þó að
nútímafræðimönnum fínnist útgáf-
ur Guðbrands ófullkomnar og gall-
aðar, er enginn vafí á því að með
því að gefa út allar sögurnar og
kvæðin í heild sinni, sýndi hann
þann stórhug sem fleytti íslenskum
„Dósentstaðan í Oxford
er sérstök að því leyti
að henni er eingöngu
ætlað að sinna íslenskri
tungn og bókmenntum.
I því felst einnig styrk-
ur hennar og mikilvægi
innan háskólans. Hún
vekur athygli og hefur
sína eigin sérstöku
rödd innan enskudeild-
arinnar. Islensk fræði
hafa ætíð verið hluti af
enskudeild í breskum
háskólum.“
fræðum langt fram á við í Bret-
landi.
Útgáfustarf Guðbrands vakti
svo mikla athygli í Oxford, að hon-
um var boðin sérstök dósentstaða
við háskólann árið 1884. Hann hóf
þá að kenna íslensku og íslenskar
bókmenntir og er hægt að sjá af
bréfum þeirra, sem sóttu fyrir-
lestra hans, að þeir vöktu áhuga
manna á íslenskum fræðum. W.P.
Ker, síðar prófessor í University
College í London, var einn af læri-
sveinum og eftir tveggja ára dvöl
f London flutti hann til Oxford
(1866),Guðbrands. í honum eign-
uðust íslenskar bókmenntar einn
sinn næmasta lesanda og eru rit
hans um íslenskar bókmenntir enn
meðal þess besta sem um þær
hefur verið skrifað. Guðbrandur
lagði þannig með kennslu sinni í
Séð yfir Oxford, myndin er frá lokum nítjándu aldar.