Morgunblaðið - 11.05.1988, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988
Útgerðarfélag Akureyringa:
Hagnaður ársins 1987
rúm 131 milljón
Greiðir starfsfólki 12,5 millj. kr. launauppbót
Hagnaður af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa á árinu 1987
nam 131.497.691 krónum eftir áætlaða skatta og er þá jafnframt
búið að færa til gjalda launauppbót upp á 12,5 milljón króna sem
stjórn félagsins ákvað að greiða starfsfólki sínu vegna góðrar af-
komu. Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið greiðir slíka launaupp-
bót. Þessi hagnaður er hátt í tvöfaldur hagnaður ársins 1986, en
þá nam hagnaður af rekstri ÚA 75.677.823 krónum. Hagnaður af
togurum félagsins nam á síðasta ári rúmum 12,6 milljónum, af
frystihúsinu rúmum 102,3 milljónum, af saltfiskverkun rúmum 16,5
milljónum og af skreiðarverkun rúmum 28,3 milljónum króna.
Miklar breytingar urðu á skipa- góður afli og fleira mætti nefna.
stól fyrirtækisins. Togarinn Dag-
stjaman KE 3 var keyptur af
Stjömunni hf. Skipið er 743 brúttó-
tonn að stærð smíðað í Bretlandi
árið 1969. Það fór tvær veiðiferðir
á vegum félagsins á árinu 1987
undir nafninu Sólbakur. „Ég tel að
Sólbakur hafi komið betur út en
talið var í fyrstu og mun hann reyn-
ast félaginu vel þar til nýr Sólbakur
verður að veruleika sem verður
væntanlega ekki innan mjög langs
tíma. Það bíður komandi stjómar
að marka þau skref. Tímamót urðu
f lok nóvember 1987 í útgerðarsögu
félagsins er lokið var við umfangs-
miklar endurbætur og breytingar á
Sléttbak. Segja má að Sléttbakur
sé sem nýr, stærsti og glæsilegasti
frystitogari landsmanna. Breyting-
amar voru unnar í Slippstöðinni á
Akureyri og má segja að allt hand-
bragð beri vott um vandvirkni-og
vel unnið verk enda má segja að
frá því að Sléttbakur fór til veiða
um mánaðamót nóvember/desemb-
er sl. hafi allt gengið að óskum og
veiðar gengið vel. Megi Sléttbakur
hér eftir sem hingað til vera happa-
fley,“ sagði Sverrir Leósson stjóm-
arformaður ÚA meðal annars á
aðalfundinum.
í máli stjómarformanns kom
fram að helstu framkvæmdir á ár-
inu hefðu verið þær að unnið var
að breytingum í frystihúsinu, aðal-
lega við frystigeymslur þess. Verið
er að endumýja ísframleiðslu og
ísgeymslu félagsins sem staðsett
er í norðurhluta hússins og gert er
ráð fyrir að ljúka því verki í sum-
ar. Þá eru hafnar byggingafram-
kvæmdir á verkstæðis- og vörulag-
ershúsi á suðurmótum lóðar fyrir-
tækisins. Lokið er við jarðvegs-
skipti og sökkla. Ætlunin er að
flytja þangað sem mest af þeirri
starfsemi sem nú er í skemmunum
á norðurkanti lóðarinnar. Þær verða
þá trúlega notaðar undir skreiðar-
geymslu. Byggingin er um 2.150
fermetrar að stærð. Keyptar voru
ýmsar vélar og tæki, aðallega til
hagræðis í frystihúsi félagsins, svo
sem tvær bolfískflökunarvélar, tvær
hausunarvélar, karfaflökunarvél,
mamingsvél og fleira.
Rekstur togara félagsins var við-
unandi á árinu. Svalbakur aflaði
4.982 tonn, Kaldbakur 4.779 tonn,
Harðbakur 4.965 tonn, Hrímbakur
3.060 tonn, Sléttbakur 380 tonn
og Sólbakur 80 tonn. Alls öfluðu
togaramir 18.252 tonn í 112 veiði-
ferðum. Af þessum afla var keyptur
kvóti er nam 153 þorskígildistonn-
um. Aflinn að undanskildum 316
tonnum fór í vinnslu hjá félaginu,
316 tonnin fóru að mestu til neyslu
á Akureyri. Heildarlaunagreiðslur á
árinu námu 398.470.194 krónum
og var meðaltals starfsmannafjöldi
um 450. „Það verður að segja að
árið 1987 var hagstætt fyrir sjávar-
útveginn hér á landi almennt,
ástæður helstar viðunandi verð fyr-
ir fískafurðir, olíuverð hagstætt,
Sagan segir okkur að sveiflur verða
alltaf í sjávarútvegi. Nú er niður-
sveifla, hækkandi tilkostnaður inn-
anlands og lækkandi verð fyrir af-
urðir okkar.
Afkoma ÚA var mjög góð árið
1987. Sterkur hlekkur í afkomu
félagsins á hveijum tíma er lán
félagsins hvað starfsfólk áhrærir.
Það hefur verið gegnum tíðina
traustur og dugmikill starfskraftur.
Því vill stjóm félagsins að starfs-
fólkið njóti þess er rekstur félagsins
gengur vel, eins og á liðnu ári. Því
hefur stjómin samþykkt að greiða
starfsmönnum 12,5 millj. kr. launa-
uppbót." Sverrir sagðist vera bjart-
sýnn á framtíð ÚA þó að á móti
blési nú um stund. Félagið stæði
mjög traustum fótum.
Stjómarformaður sagði að Gísli
Konráðsson hefði starfað hjá ÚA
sem framkvæmdastjóri nú í 30 ár
og hefði verið bæði dugmikill og
farsæll í starfí. Á stjómarfundi 29.
mars sl. var lesið bréf frá Gísla
Konráðssyni sem er svohljóðandi:
„Starfssamningur minn við félagið
kveður svo á að ég mætti hætta
störfum með fullum eftirlaunum
þegar ég næði 65 ára aldri en hins-
vegar væri mér skylt að hætta er
ég yrði sjötugur. Þegar að því kom,
varð það að samkomulagi að ég
gegndi framkvæmdastjórastarfí
eitthvað lengur ef mér entist líf og
heilsa og eru nú iiðnir' rúmir 17
mánuðir frá því að ég varð sjötug-
ur. Ég er stjóminni þakklátur fyrir
þessa framlengingu. Nú er ósk mín
sú að starfa áfram þetta ár og þar
til uppgjöri er lokið fyrir reiknings-
árið 1988, sem þýðir í raun fram
yfír aðalfund 1989.“ Stjómin sam-
þykkti þetta og þakkaði Gísla fyrir
að láta vita með svo góðum fyrir-
vara því erfítt yrði að ráða í stöðu
hans svo vel færi, eftir svo frábær
störf sem hann hefur skilað félag-
inu.
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Sverrir Leósson stjórnarformaður Útgerðarfélags Akureyringa flyt-
ur skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins í fyrrakvöld.
Ný stjóm ÚA var kjörin á aðal-
fundinum. Tveir stjómarmenn gáfu
ekki aftur kost á sér, þeir Kristján
P. Guðmundsson og Erlingur Sig-
urðarson. í þeirra stað koma þeir
Halldór Jónsson og Sigurður Jó-
hannesson og áfram í stjóm verða
þau Sverrir Leósson, Pétur Bjama-
son og Þóra Hjaltadóttir.
Dalvík:
Undirbúnar framkvæmd-
ir við stafræna símstöð
Dalvík.
ÖNGÞVEITI hefur ríkt í síma-
þjónustu á Dalvík og annar sjálf-
virka símstöðin ekki þvi álagi sem
orðið er á svæði hennar. Lítið er
til af símanúmerum og þurfa nýir
viðskiptavinir að bíða eftir síma
þar til í sumar en þá eru fyrir-
hugaðar lagfæríngar í símamálun-
um. Ekki er lengur hægt að bæta
við þá stöð sem nú er án þess að
stækka símstöðvarhúsið og hefur
því veríð ákveðið að skipta stöð-
inni út fyrir nýrrí og fullkomnari.
í sumar verða hafnar framkvæmd-
ir við uppsetningu stafrænnar
símstöðvar en hún tekur minna pláss
en gamla stöðin og hefur jafnframt
mun meiri afkastagetu. Verður hún
sett upp í stöðvarhúsi Pósts og síma
á Dalvík og er áætlað að það verk
taki um eitt ár. Viðskiptamenn verða
þó ekki símalausir þann tíma því á
meðan á framkvæmdinni stendur
verður sett niður færanleg símstöð.
Um er að ræða stafræna símstöð sem
komið hefur verið fyrir í gámi og
hægt er að setja þar niður sem breyt-
ingar eða lagfæringar á símstöðvum
eiga sér stað. „Flakkarinn", en svo
hefur stöðin gjarnan verið nefnd,
kemur hingað frá Egilsstöðum en
að undanfomu hefur verið unnið að
því hjá símanum á Dalvík að búa svo
um hnútana að hægt verði að tengja
símakerfíð inn á hann.
Á álagstímum hefur oft reynst
erfítt að ná langlínusambandi frá
Dalvfk. Með lagningu ljósleiðara milli
Akureyrar og Reykjavíkur standa
vonir til að breytingar verði á. Hugs-
anlegt er að Dalvík og Ólafsfjörður
komist í ljósleiðarasamband þar sem
unnið er að athugun á því að leggja
strenginn yfir Heljardalsheiði frá
Sauðárkróki til Akureyrar. Yrði af
þessu mikil bót fyrir símnotendur á
þessu svæði auk þess sem auknir
möguleikar myndu skapast á öðrum
sviðum svo sem tölvusamskiptum og
fjölmiðlun.
Heljardalsheiði liggur yfír Trölla-
skaga milli Kolbeinsdals og Svarfað-
ardals og var í eina tíð alfaraleið á
milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar er
menn fóru milli byggða ýmist fót-
gangandi ellegar á hestum. Þegar
sæsíminn kom til Seyðisfjarðar árið
1906 var lína lögð þaðan til
Morgunblaðið/Trausti
Áð víð Stóruvörðu efst á Heljar-
dalsheiði.
Reykjavíkur um Norðurland. Frá
Akureyri var línan lögð út Eyjafjörð
fram Svarfaðardal og yfír Heljardals-
heiði til Sauðárkróks. Enn má sjá
merki þessarar gömlu línu þar sem
símastaurar standa enn og má full-
yrða að vel hafí verið vandað til
verksins þar sem veður geta oft orð-
ið vond á heiðinni. Loftlína þessi var
notuð allt til ársins 1938 en þá var
lagður jarðsími yfír heiðina því oft
bilaði loftlínan vegna snjóa og ísing-
ar sem sleit hana niður.
Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar
Vortónleikar í Gler-
árkirkju á fimmtudag
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Slökkviliðsmenn í Slökkviliði Akureyrar ráða niðurlögum elds, er
upp kom í geymsluskúr í hótelporti við Hafnarstræti.
Eldur í geymsluskúr
UPPI varð fótur og fit i fundar-
sölum Hótels KEA laust eftir kl.
14.00 í gærdag, en þá urðu full-
trúar á ráðstefnu Sölusambands
íslenskra fiskframleiðenda varír
við reyk í kringum sig. Ekki
hafði þó eldur komið upp á hótel-
inu enda hafði eldvarnarkerfi
ekki farið í gang. í Ijós kom að
kviknað hafði í geymsluskúr,
sem er áfastur Hótel KEA, en er
í eigu Hótels Stefaníu.
Reykurinn hafði farið inh í loft-
ræstikerfí KEA sem er nærri skúrn-
um og barst reykur inn um fundar-
salina og inn í gestamóttöku KEA.
Að sögn Hauks Tryggvasonar veit-
ingastjóra á KEA er ekki vitað um
neinar skemmdir á hótelinu.
Slökkviliði Akureyrar tókst farsæl-
lega að ráða niðurlögum eldsins,
en allt sem inni í skúmum var er
ónýtt. Talið er að um íkveikju hafí
verið að ræða.
KIRKJUKÓR Lögmannshlíðar-
sóknar heldur vortónleika sína í
Glerárkirkju á fimmtudag, upp-
stigningardag. Efnisskrá tón-
leikanna er fjölbreytt, sungin
verða innlend verk og erlend,
andleg jafnt sem veraldleg.
Kirkjukórinn hefur á undanföm-
um árum haldið tónleika af ýmsu
tagi auk þess að syngja við guðs-
þjónustur og aðrar athafnir í sókn-
inni. Ýmist hefur viðfangsefnið ver-
ið eitthvert af stærri verkum kirkju-
legra tónbókmennta eða blönduð
dagskrá eins og nú. Að þessu sinni
er á efnisskránni Psallite deo
nostro, kórfúga eftir Johann Se-
bastian Bach, auk smærri verka,
en þar má nefna negrasálma og lög
eftir Björgvin Guðmundsson og
Áskel Jónsson. Einsöngvari með
kómum er Eiríkur Stefánsson.
Söngstjóri Kirkjukórs Lög-
mannshlíðarsóknar nú er Jóhann
Baldvinsson en hann tók við því
starfi af Áskeli Jónssyni á síðast-
liðnu hausti. Jóhann hefur stundað
framhaldsnám í tónlist í Þýskalandi
undanfarin ár og þetta er í fyrsta
sinn sem hann stýrir kómum á tón-
leikum.
Tónleikar Kirkjukórs Lögmanns-
hlíðarsóknar í Glerárkirkju á upp-
stigningardag hefjast klukkan
17.00.