Morgunblaðið - 11.05.1988, Page 46

Morgunblaðið - 11.05.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988 FRANKFURT 2 x í viku daglegt tengiflug FLUGLEIDIR -fyrír þig- Hælaskór Verð kr. 1.490.- Litir: Svartur, hvítur Stærðir: 35-41. Efni: Mjúkt leður. Póstsendum 5% staógreiðsluaflðttur Ath.: Einnig mikið úrval af hælaskóm, ýmsar hælahæðir. KRINGWN S. 689212. KKIHeNH IWP iH SSOBtMH VELTUSUNDI 1 21212 A FRABÆRU VERÐI disklingar Jl_____£-Vióurkenndir., ....... 51/4" 48TPI. DSDD. kr. 38.- 5V4" 96. High Density kr. 135.- f j 3V2"t DSDD kr. 129.- /'____-^—Áreiöanlegir. / * TÖLVU Æ / ^VDRUR HUCBUNADUR W 1—1 VII SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17.108 REYKJAVÍK • SÍMI 91487175 Greinargerö formanns Alþýðubandalagsins um efna- hagsmál lögð fram á miðstjórnarfundi: Lagt til að lágmarks- laun verði lögbundin Vaxtamunur verði lækkaður og komið á byggðakvóta Morgunblaðið/Ól. K. M. Frá miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins. Svanfríður Jónasdóttir í ræðustól og til hægri við hana Ólafur Ragnar Grfmsson, formaður Alþýðubandalagsins. Á FUNDI miðstjórnar Alþýðu bandalagsins um helgina lagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, fram greinargerð um efnahags- mál. Akveðið var að ræða grein- argerðina nánar á fundi þing- flokks og framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, sem hald- inn verður í Borgarnesi um næstu helgi. Þá voru einnig ræddar skýrslur starfshópa um úrbætur í húsnæðimálum og framtíðarstefnu í heilbrigðismál- um og ákveðið að efna til ráð- stefnu um heilbrigðismál í haust. í greinargerð Ólafs Ragnars, sem ber heitið ísland á tímamótum: Kreppan í hagstjóminni - Leiðir til úrbóta, segir að þrátt fyrir einstakt góðæri í efnahagslífi Islendinga á undanfomum árum, hafi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og síðan ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar látið þetta tækifæri úr greipum sér ganga og það hafi á undanförn- um tveimur missemm breytst í al- varlega og djúpstæða hagstjómar- kreppu. Helstu einkenni þessarar hag- stjómarkreppu em: 1. Átta sinnum meiri verðbólga hér á þessu ári en í helstu viðskiptalöndum okkar. 2. Viðskiptahalli, sem á þessu ári verð- ur 11-15 milljarðar króna, en var á síðasta ári 7 milljarðar. Ársút- flutningur til Bandaríkjanna dugir ekki til þess að jafna þennan við- skiptahalla. 3. Erlendar skuldir gætu í lok þessa árs verið komnar í 90-100 milljarða króna, en á síðasta ári námu erlend langtímalán rúmum 12 milljörðum og skamm- tímalán 3,7 milljörðum króna til viðbótar. 4. Stórfelldir búferlaflutn- ingar frá landsbyggðinni stigmagn- ast og stefnir í hreinan landflótta. Fjöldi fyrirtækja á landsbyggðinni sé kominn á ystu brún og hundmð fjölskyldna búi við það að húseignir þeirra hafi hríðfallið í verði. Fara verði aldarfjórðung aftur í tímann til að finna hliðstæða byggðarösk- un. 5. Launamisréttið í landinu hafi vaxið hröðum skrefum. 6. Breytingar á skattakerfí hafi stuðl- að að enn frekari ójöfnuði í landinu. Nú sé svo komið að þau 10% þjóðar- innar sem tekjuhæst séu ráðstafi 27% þjóðarteknanna á sama tíma og þau 10% sem tekjulægst séu fái í sinn hlut 1% af þjóðartekjunum. 7. Hagstjómarkreppan hafi búið fyrirtækjunum svo óhagstæð rekstrarskilyrði að það virðist stefna í fjöldagjaldþrot fyrirtækja, sem gæti á skömmum tíma leitt til víðtæks átvinnuleysis. 8. Stjómleysi hafi ríkt í fjárfestingum á undan- fömum ámm. Byggð hafí verið og fyrirætlanir séu um að byggja lúx- usmannvirki, sem engum arði skili. Það endurspeglist í þeirri einföldu staðreynd að byggingarkostnaður Flugstöðvarinnar og Seðlabanka- hússins, sé 5 milljarðar, sem jafn- gildi andviðri matarskattsins. 9. Stjóm peningamála hafi mistekist svo hrapalega að íslendingar búi nú við hærri raunvexti og og dýr- ara og óhagkvæmara bankakerfi en þekkist í nokkm nágrannalandi. Bankakerfinu hafi mistekist að stýra fjármagninu í arðbærar fjár- festingar. Síðan segir í greinargerðinni: „Umræða og ákvarðanir um leiðir og aðgerðir til úrbóta er brýnasta verkefnið í íslenskum þjóðmálum um þessar mundir. Ríkisstjómin í heild eða einstakir aðildarflokkar hennar hafa ekki lagt fram heil- steyptar tillögur. Alþingi verður slitið án þess að hinni miklu óvissu væri eytt. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að aðrir taki fmmkvæð- ið í þessari nauðsynlegu umræðu þótt eðli málsins samkvæmt eigi slíkt fmmkvæði að vera í verka- hring ríkisstjómar. Þegar hún bregst verða aðrir að axla þá ábyrgð." í aðgerðum gegn erlendri skulda- söfnun, viðskiptahalla og þenslu kemur fram að hallalaus rekstur ríkissjóðs dugi ekki til mótvægis við viðskiptahallann og þensluna. Reka verði ríkissjóð með umtals- verðum tekjuafgangi og því mark- miði sé hægt að ná með réttlátara skattakerfí, sem feli m.a. í sér að fjármagnstekjur verði eins og launatekjur gmndvöllur greiðslna til sameiginlegs sjóðs, fækkun undaþága og fríðinda í sköttum á fyrirtækjum og rekstraraðilum og nýtt tekjuskattsþrep sem tæki til tekna yfir 120 þúsund krónur á mánuði. Einnig yrði tollalöggjöfinni breytt tímabundið til að ná þessu markmiði. I öðm lagi verði láns- fjáráætlun ríkisins endurskoðuð og heimildir til erlendra lána skomar niður um 20-25%. í þriðja lagi að heimildir til að reka fjármögnunar- leigur verði bundnar við fjáröflun á innlendum Iánsfjármarkaði og önn- ur starfsemi á sviði íjármögnunar- leigu verði færð til bankanna. í fjórða lagi að skattaívilnanir fyrir- tækja vegna nýrra fjárfestinga verði afnumdar og skattalögum breytt þannig að fyrirtæki verði að byggja framkvæmdir á mun hærra hlutfalli eigin fjár. Til að koma á jafnvægi í peninga- málum verði ákveðið að lækka vaxtamun í áföngum niður í 3-4% og sett þak á þjónustugjöld banka og lánastofnanna. Tekin verði upp ný vaxtastefna, sem feli í sér að vaxtastigið verði breytilegt eftir tegundum útlána. Raunvextir verði lækkaðirtil samræmis við vaxtastig í helstu viðskiptalöndum, en jafn- framt tryggt að sparireikningar al- mennings búi við raunávöxtun. Núverandi lánskjaravísitala verði afnumin og tekin upp ný viðmiðun þar sem verðtrygging lána helst í hendur við þróun og verðtryggingu launa og kaupmáttar. Bindisskyld- an verði gerð að virku stjómtæki og eftirlit á fjármagnsmarkaðnum stórlega aukið. Undir liðnum „Skynsamleg nýt- ing auðlinda, hagkvæm fjárfesting og jákvæð byggðaþróun" er lagt til að stjómun fiskveiða verði breytt á þann veg að í stað veiðikvóta ein- stakra skipa verði komið á byggð- akvóta, þar sem komið verði á út- boðskerfí í áföngum á hluta af þeim veiðileyfum sem eru til ráðstöfunar innan hvers byggðasvæðis. Ráð- stöfun teknanna sem útboðskerfið skapaði yrði í höndum sveitastjóma og samtaka heimamanna. Tekin verði upp ný söluskipan á fiski. Grundvöllur hennar yrði að allur fiskur yrði seldur, verðlagður og viktaður áður en hann er sendur ferskur úr landi. Komið verði á við- ræðum banka og innlánastofnanna um sameiningti útibúa í öfluga landshlutabanka. Fyrsta skrefið gæti verið að sparisjóðunum í landinu yrði í sameingu heimilað að kaupa Útvegsbanka íslands. Fjárfestingarlánasjóðunum yrði skipt í landshlutadeildir sem störf- uðu í tengslum við lándshlutabank- anna. Komið á virkri fjárfestingar- stýringu og sérstakt arðsemismat verði framkvæmt á fjárfestingum sem sótt er um lán til. Jöfnunarsjóð- ur sveitarfélaga verði efldur á þessu ári um a.m.k. 400 milljónir króna og frekari raunhækkun eigi sér stað á næsta ári. Hafist verði handa um tilflutning ríkisstofnanna og margvíslegrar þjónustustarfsemi út til landshlutanna. Til þess að draga úr launamis- rétti og tryggja lágmarkslaun er lagt til að sett verði nú þegar lög um 42 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði og þau hækki síðan á næsta ári í áföngum í 45-55 þúsund krónur takist ekki að tryggja þau laun í kjarasamningum. Til að draga úr launamisrétti verði beitt í senn ákvæðum í skattalögum og yfirlýsingum löggjafaravalds og framkvæmdavalds um þá stefnu- mótun að launamunur verði á næst- unni ekki meiri en fjórfaldur og minnki síðan á næstu árum í tvö- faldan. Söluskattur á matvöru verði afnuminn. Til að styrkja grundvöll útflutn- ingsatvinnuveganna er lagt til að gerð verði úttekt á fyrirtækjum, sérstaklega í frystiiðnaði, með það að markmiði að skapa hagkvæmari rekstrareiningar og nýta betur §ár- festingar. Þróunarstarfsemi og sölukerfi í útflutningi verði fært meira inn í útflutningsfyrirtækin og opnaðar beinar leiðir til útflutn- ings á erlenda markaði. Margvísleg- ur tilkostnaður útflutningsaðila verði lækkaður. Þessar aðgerðir myndu draga úr þörfinni á gengis- lækkun, en minniháttar aðlögun komi til framkvæmda á næstu vik- um, en hún komi ekki til með að skerða kjör hinna lægstlaunuðu. Síðan verði gengið sett fast í nokkra mánuði og nýr fastgengisgrunnur tekinn upp í samræmi við hið nýja jafnvægi sem skapast hefði í hag- kerfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.