Morgunblaðið - 11.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1988
61
fr
um okkar á framfæri, þannig að
þeir og félögin fái góðar tekjur.
Við erum með ekkert skipulag á
þessum málum. Við ættum að fá
góðan umboðsmann, sem er viður-
kenndur af UEFA, til að sjá um
hlutina fyrir okkur. Sá maður væri
með „statistik" yfir íslenska leik-
menn, sem hafa leikið erlendis. Því
að það er ótrúlegt en satt, við höf-
um komið fram með marga knatt-
spymumenn sem hafa gert góða
hluti erlendis.
Umborðsmaðurinn myndi sjá um
alla þá leikmenn sem færu út. Hann
fær upplýsingar um leikmenn og
kemur þeim á framfæri.
Nú er fyrirkomulagtið þannig, að
hinir og þessir umborðsmenn hafa
samband við leikmenn hér heima
og óskar eftir að þeir komi út til
að láta sjá sig og æfa. Leikmennim-
ir, sem fara út, fara yfirleitt út ein-
ir og búa á hótelum. Leikmennimir
verða yfir sig spenntir og geta varla
sofið. Þeir em jafnvel sjálfir að
beijast í því að selja sjálfan sig og
ákveða á staðnum hvað þeir eiga
að kosta og hvað þeir fá í sinn
vasa fyrir að undirrita samning.
í þessum hlutum eiga leikmennimir
ekki að þurfa að standa. Það á að
vera virtur maður, sem sér um alla
þessa hluti. Viðurkenndur umboðs-
maður. Hann yrði síðan í sambandi
við nefnd á íslandi, sem í væm einn •
eða tveir lögfræðingar. Umbos-
ðmaðurinn og nefndarmenn myndu
síðan sjá alfarið um samninga fyrir
leikmennina. Þannig gætu öll fé-
lagaskipti til útlanda gengið í gegn-
um eina ákveðna miðstöð á íslandi.
Þannig væri hægt að skrifa inn í
alla samninga, að Knattspymusam-
band ísland hefði rétt á að fá leik-
mennina í ákveðinn fjölda af land-
sleikjum á ári. Ef félögin standa
síðan ekki við gerða samninga, þá
er hægt að gera eins og Svíar, að
krefja félögin um peningagreiðslur
vegna samningsbrots.
Aö selja vönir í rótt umhverfl
„Með þessu væmm við að selja
vömr í rétt umhverfi. Það fer eng-
inn að selja lopapeysur til Spánar
í júlí. Það á að selja vömna til
réttra aðila á réttum tíma.
Það á að koma í veg fyrir að 19-20
ára leikmenn fari einir með flug-
miða í hendinni, til útlanda. Hinir
. og þessir umborðsmenn vilja ólmir
koma leikmönnunum á frámfæri,
en þjálfarar liðanna sem þeir fara
til hafa kannski engann áhuga á
leikmönnunum. Segja sem svo, að
það kosti ekkert að fá leikmennina
á æfingu. Ég hef séð hundmði
stráka, sem hafa verið plataðir. Það
hefur verið hlegið af þeim á æfíng-
um og leikmenn félaganna hafa
farið illa með hina ungu leikmenn.
Gefið erfíðar sendingar á þá á æf-
ingum, sent knöttinn trekk í trekk
í gegnum klofið á þeim. Það er
eðlilegt að leikmennimir geri þetta.
Þeir hugsa svo, hvað á ég að gera
fyrir þennan leikmann. Hann er
kominn hingað til að keppa við mig
um stöðu í liðinu. Þessir strákar em
svo negldir niður tvisvar eða þrisv-
ar, þannig að allt sjálfstraust þeirra
fer út í veður og vind. Þeir vita þá
ekki hvað er að gerast - og
hringsnúast um sjálfa sig. Það er
ekkert gefið eftir í atvinnuknatt-
spymumennskunni.
Þurfum aö hugsa um fram-
tföina
Svona lagað gengur ekki. Það verð-
ur að koma okkar efnilegustu leik-
mönnum á réttan markað. Það
verður að undirbúa okkar leikmenn
betur áður en þeir fara út. Það á
að gefa ungum og efnilegum strák-
um tækifæri til að fara út og æfa
með unglingaliðum, þannig að þeir
kynnast betur nýju umhverfi og
ættu þá betur með að átta sig á
hlutunum þegar þeir fara út í alvör-
una. Leikmennimir verða helst að
kunna undirstöðu í tungumáli þess
lands sem þeir fara til.
Þannig þarf að byggja þetta upp
og skipuleggja, þannig að sömu
mistökin endurtaki sig ekki aftur
og aftur,“ sagði Atli Eðvaldsson.
FRJÁLSAR
Iris Grönféld keppir á
Grand Prix-mótunum
40
Fyrst íslenskra frjálsíþróttakvenna
ÁRANGUR írisar Grönfeldt,
spjótkastara úr UMSB, er hún
setti íslandsmet sitt í Noregi
um helgina, hefði dugað í 48.
sœti á heimsafrekaskránni
bæði árið 1986 og 1987. Með
afreki sínu hefur Iris öðlast
rétt til keppni á Grand Prix-
mótum Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins (IAAF), fyrst
íslenzkra frjálsfþróttakvenna.
Íris kastaði 61,04 metra og bætti
íslandsmetið um tæpa tvo metra.
Hefði sá árangur verið sá fimmti
bezti á Norðurlöndum í fyrra og
hitteðfyrra, aðeins ein norsk, tvær
finnskar, og ein sænsk kona
köstuðu lengra.
íris hefði hins vegar orðið í 28.
sæti á listanum ef aðeins er reiknað
með þremur köstumm frá hveiju
landi, en fleiri keppendur má hver
þjóð ekki senda á Ólympíuleiki. Á
50 manna listanum voru 8 stúlkur
frá Kína, sjö frá Sovétríkjunum,
fimm frá Austur-Þýzkalandi og
Kúbu, fjórar frá Vestur-Þýzkal-
andi, þijár frá Ungveijalandi og
Bretlandi, tvær fínnskar og 12 ríki
áttu eina konu hvert. Alls áttu 20
ríki keppanda í hópi 50 beztu spjót-
kastaranna og má segja að íris
hafi nú komið Islandi í þann úrvals-
hóp, en 182 ríki eru í IAAF og er
ekkert íþróttasamband í heiminum
stærra.
Heimsmet var sett í spjótkasti
kvenna bæði í í fyrra (Petra Felke,
Austur-Þýzkalandi - 78,90) og
hitteðfyrra (Fatima Whitbread,
Bretlandi - 77,44). Breiddin er hins
vegar ekki mikil, því 67,86 dugðu
í 10. sæti á heimsafrekaskránni í
fyrra, 65,18 í 20. sæti og 63,72 í
30. sæti, þ.e. 15 metrar skildu 1.
og 30. stúlku að. í 40. sæti dugðu
62,16 og 60,90 í 50. sæti.
Afrek írisar er 4,54 metrum
lengra en ólympíulágmark IAAF
en 46 sentimetrum styttra en lag-
mark Ólympíunefndar íslands.
Dæmi er um að lágmark Ó.í. sé
lakara en lágmark IAAF. Spjótkast
kvenna er ein örfárra undantekn-
inga frá því.
íris Grönfeld tryggði sér rétt til að keppa á Grand Prix-mótunum með ís-
landsmeti sínu í spjótkasti.
KNATTSPYRNA / EVRÓPUBIKARINN
„Leggjum áherslu
á sóknarleikinn frá
fyrstu mínútu“
- segir Hulshoff, þjálfari Ajax, um leikinn gegn Mechelen
AJAX frá Hollandi og Mechelen
frá Belgíu leika til úrslita í Evr-
ópukeppni bikarhafa í dag kl.
18.30. Leikurinn fer fram í
Strassborg í Frakklandi og
verður sýndur í beinni útsend-
ingu í íslenska sjónvarpinu.
Barry Hulshoff, sem tók við
þálfarastöðunni hjá Ajax af
John Cruyff, sagði að liðið myndi
leika sóknarbolta. „Við munum
leggja áherslu á sóknarleikinn frá
fyrstu mínútu. Ég veit að Mechelen
er'með sterkt vamarlið og byggir
á hættulegum skyndisóknum. Eg
hræðist ekki leik þeirra og við
munum reyna að spila okkar bolta
og ef það tekst þá er sigurinn okk-
ar,“ sagði Hulshoff.
Rob Wltschge, hinn léttleikandi sóknarleikmaður Ajax.
Þjálfari Mechelen, Aad de Mos, er
ekki ókunnur herbúðum Ajax. Hann
var þjálfari Ajax 1981 til 1985.
Hann segir að sigurlíkur Mechelen
velti á frammistöðu ísraelska lands-
liðsmannsins, Eli Ohana.
„Ajax er ekki sama stórveldið í
knattspymunni og áður,“ sagði Aad
de Mos. „Ajax hefur misst marga
góða leikmenn frá því í fyrra. Eg
hef trú á því að þetta verði góður
leikur fyrir okkur og ég treysti á
Ohana. Hann gæti orðið hinn nýji
Ruud Gullit og er lykilmaður í okk-
ar liði.“
Búist er við að Mechelen verði að-
eins með Hollendinginn, Piet den
Boer, í fremstu víglínu og Ohana,
sem leikur á miðjunni, komi honum
Erwln Kooman, er einn af lykil-
mönnum Mechelen.
til hjáipar í skyndisóknum, en það
hefur gefist vel í vetur.
Ajax sem vann Evrópubikarinn í
Aþenu í fyrra verður nú án Sonny
Silooy, Frank Rijkaard og Marco
van Basten, en þeir hafa allir yfir-
gefið félagið. Liðið er mjög ungt
að undanskildum aldursforsetanum
Amold Muhren sem verður 37 ára
í næsta mánuði.
Liðin í dag verða þannig skipuð:
Ajax: Stanley Menzo, Danny Blind, Peter
Larsson, Aron Winter, FVank Verlaat, Jan
Wouters, John Bosman, Amold Miihren,
John van’t Schip, Rob Witschge og Hennie
Meijer.
Mechelen: Michel Preud’honne, Marc Em-
mers, Leo Clijstem, Graeme Rutjes, Geert
Deferm, Koen Sanders, Erwin Koeman,
Wim Hofkens, Pascal de Wilde, EIi Ohana
og Piet den Boer.
ÍÞRfallR
FOLK
■ JORGE Burruchaga, lands-
liðsmaður Argentínu, sem skoraði
sigurmarkið, 3:2, gegn V-Þjóðveij-
um í HM í Mexikó, verður frá
keppni næstu þijá til sex mánuði.
Burruchaga, sem leikur með
Nantes í Frakklandi, verður skor-
inn upp fyrir meiðslum á hægri hné
um næstu helgi. Hann meiddist eft-
ir samstuð við Jean-Luc Ettori,
markvörð Mónakó um sl. helgi.
Þess má geta að Burruchaga var
skorinn upp fyrir meiðslum á
vinstra hné í fyrra.
■ EINDHOVEN hefur ákveðið
að láta danska landsliðsmanninn
Frank Arnesen fara eftir þetta
keppnistímabil. Hann fær að fara
frá félaginu án þess að Eindhoven
óski eftir peningagreiðslu fyrir
hann. Arnesen, sem er 31 árs,
hefur verið orðaður við Xamax
Neuchatel í Sviss.
MDANSKI landsliðsmaðurinn Jan
Mölby, sem leikur með Liverpool,
herfur misst ökupróf sitt í hálft ár,
vegna ölvunar við akstur.
■ ALAX Fergusoa, fram-
kvæmdastjóri Manchester United,
hefur ekki gefið þeim Brian
McClair og Gordon Strachan leyfi
til að leika með skoska landsliðinu
í keppni við England og Kólumbiu
í næstu viku. Astæðan fyrir því er
að United leikur vináttuleik gegn
AC Mílanó sama kvöld og Skotar
leika gegn Kólumbíu. Margir leik-
menn United eru meiddir, eins og
þeir Viv Anderson og Norman
Whitesied. Strachan, sem var val-
inn í landsliðið eftir að hafa verið
átta mánuði út í kuldanum, sagði
að hann hafi verk að vinna fyrir
United, en vonaðist til að fá aftur
tækifæri til að leika með Skotlandi.
■ LEIKMENN Bröndby fá hver
90 þús. ísl. kr., ef þeir ná að vinna
dönsku bikarkeppninna. Bröndby
mætir AGF í úrslitaleik keppninn-
ar. Þetta er metupphæð sem danskt
félagslið borgar leikmönnum sínum
í bónus fyrir að vinna danska bikar-
inn.