Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Gengið fellt um 10% í gær:
Meðalhækkun gjald-
eyris var 11,1%
GENGI íslensku krónunnar
lækkaði að meðaltali um 11,1% á
mánudagsmorgun, en á sunnu-
dagskvöld ákvað ríkisstjórnin að
samþykkja tillögu Seðlabankans
um að gengi krónunnar lækki
um 10% og jafnframt verði
Seðlabankanum veitt heimild til
að skrá daglegt gengi krónunnar
allt að 3% fyrir neðan hið nýja
gengi.
Meðalverð erlends gjaldeyris
hækkaði meira en 10%, m.a. vegna
þess að frá því gengisskráningu
lauk á miðvikudag og þar til gengi
var aftur skráð á mánudagsmorgun
hafði. bandaríkjadalur og pund
hækkað í verði.
í gær var söluverð bandaríkja-
dollars 42,28 krónur en var fyrir
gengisbreytingu 38,88 krónur.
Enskt pund kostaði í gær 81,84
krónur en 73,23 fyrir helgi. Sænsk
króna kostaði i gær 7,36 krónur
en 6,63 fyrir breytingu. Þýskt mark
kostaði í gær 25,67 krónur en 23,19
fyrir breytingu. ítölsk líra kostar
0,034 krónu en kostaði 0,031
krónu. Spænskur peseti kostar 38
aura en kostaði áður 35 aura og
portúgalskur escudo kostar 31 eyri
en kostaði áður 28 aura.
Skákmótið í Míinehen:
Hæstaréttarlög-
menn:
Morgunblaðið/KGA
Guðný Höskuldsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir í Hæstarétti
í gær.
Tvær kon-
ur bætast
í hópinn
TVÆR ungar konur þreyttu
þriðju og siðustu prófraun sina
sem lögmenn fyrir Hæstarétti
íslands í gær. Þær stóðust báðar
raunina og þar með hefur kon-
um, sem starfa sem hæstaréttar-
lögmenn, fjölgað um helming.
Konumar tvær heita Guðný
Höskuldsdóttir og Þórunn Guð-
mundsdóttir. Nú starfa sem hæsta-
réttarlögmenn þær Guðrún Margr-
ét Ámadóttir, sem starfar hjá
ríkislögmanni og Svala Thorlacius,
sem rekur lögfræðistofu ásamt
eiginmanni sínum, Gylfa Thorlac-
ius. Auk þessara fjögurra hafa
aðeins tvær konur öðlast þessi rétt-
indi áður, Guðrún Erlendsdóttir,
sem nú er hæstaréttardómari, og
Rannveig Þorsteinsdóttir, sem
fyrst íslenskra kvenna fékk rétt-
indi til málflutnings fyrir Hæsta-
rétti árið 1959 og rak lengi lög-
fræðistofu í Reykjavík. Rannveig
lést í ársbyijun 1987.
Jóhann Hjartar-
son vann örugglega
JÓHANN Hjartarson vann skák-
mótíð f MUnchen, sem lauk á laug-
ardag. Hann gerði jafntefli við
þýska stórmeistarann Robert
HUbner i síðustu umferðinni og
fékk 8 vinninga, heilum vinningi
meira en HUbner sem hlaut 2.
sætí. í þriðja sæti varð ungverski
sem ég tefldi og engar biðskákir.
Ég hafði góðan meðbyr," sagði Jó-
hann.
Birgir Þórðarson, Hollustuvernd ríkisins:
Eiturefnið PCB ligg-
ur víða á öskuhaugum
Alþjóðalög um flutninga brotin
stórmeistarinn Zoltan Ribli með
6>/2 vinning og með 6 vinninga
voru m.a. Artur Júsupov og Jörg
Hickl sem náði sinum öðrum
áfanga að stórmeistaratítli.
Jóhann tók forystuna í þriðju
umferð mótsins og var lengst af
vinningi á undan næsta manni.
Hann hafði tryggt sér sigurinn fyr-
ir síðustu umferð en Hiibner gat
náð Jóhanni með því að vinna hann
í síðustu skákinni.
Þetta er annað skákmótið í röð
sem Jóhann vinnur en hann vann
alþjóðlegt skákmót á Akureyri í
apríl. Bæði þéssi skákmót voru í
12. styrkleikaflokki FIDE.
Jóhann Hjartarson sagði í sam-
tali í gær, að þetta mót hefði ekki
verið tiltakanlega erfitt. „Þetta
gekk ansi vel upp allt saman. Skák-
imar voru yfirleitt ekki mjög langar
SEX athafnamenn á Akureyri
keyptu í gær skóverksmiðjuna
Iðunni af Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga og var það Guðjón
B. Ólafsson, forsijóri SÍS, sem
undirritaði samninginn af hálfu
fyrirtækisins.
Sexmenningamir, sem keyptu
verksmiðjuna, eru Haukur Ármanns-
son, eigandi bdasölunnar Stórholts,
faðir hans, Armann Þorgrímsson,
Sigurður Magnússon, sölumaður,
Guðmundur Heiðreksson, tækni-
fræðingur, og bræðumir Jón Ellert
og Unnar Þór Lárussynir, sem reka
verslunina Bókval.
Haukur vildi ekki gefa upp kaup-
verð verksmiðjunnar í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, en sagði
þá félagana hafa keypt vélar og
tæki Iðunnar, hluta af hráefnisbirgð-
um og hluta af unnum birgðum.
Verksmiðjan verður áfram til húsa á
hinum gamla stað, þar sem þeir hafa
tekið húsnæðið á leigu til sex ára.
„Við tökum ekki við rekstrinum fyrr
en 1. ágúst, en kynnum okkur rekst-
urinn strax í dag og ræðum við
starfsmenn," sagði Haukur.
í samningnum eru ekki ákvæði
um endurráðningu starfsmanna, en
eins og komið hefur fram í fréttum
sagði SÍS öllum starfsmönnum verk-
smiðjunnar upp þann 1. maí og taka
uppsagnimar gildi 1. ágúst. Haukur
sagðist vonast til að hægt yrði að
endurráða sem flesta starfsmenn.
Sjálfur tekur hann við framkvæmda-
NAUÐSYNLEGT er að stöðva
strax innflutning á svonefndum
PCB-efnum, sem eru notuð víða
um land í spennum og rafþétt-
um, að sögn Birgis Þórðarsonar,
umhverfisskipulagsf ræðings
stjórn Iðunnar og auk hans munu
þeir Ármann og Sigurður starfa beint
við fyrirtækið. „Við ætlum fyrst og
fremst að reyna að reka verksmiðj-
una þannig að hún beri sig, en eins
og málum hefur veirð háttað undan-
LÉLEGT verð fékkst fyrir þorsk
sem seldur var úr Snæfugli SU í
Hull í Bretlandi f gær eða 61,39
króna meðalverð fyrir 162 tonn
af þorski, sem er 54,91 krónu
meðalverð samkvæmt gengi fyrir
gengisfeUinguna, en framboð á
þorski í Bretlandi var frekar lítið
f gær vegna útflutningsbanns á
þorski og karfa f gámum f sl. viku,
að sögn Vilhjálms Vilþjálmssonar
þjá Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna.
í Bremerhaven í Vestur-Þýska-
landi voru seid í gær 130 tonn úr
Snorra Sturlusyni RE, aðallega af
karfa og grálúðu, fyrir 4,7 milljónir
króna eða 35,86 króna meðalverð. I
Boulogne í Frakklandi verða m.a.
seld 140 tonn af grálúðu úr Ásgeiri
RE í dag.
hjá Hollustuvernd ríkisins. í
flestum tilvikum eru engar var-
úðarmerkingar á tækjum sem
innihalda PCB-efni og hefur
komið í ijós að slík tæki liggja
á öskuhaugum á þremur stöðum
farið gengur dæmið engan veginn
upp. A þessari stundu er ég ekki til-
búinn til að skýra frá okkar hug-
myndum. Við eigum margt ólært og
málin skýrast væntanlega á næstu
tveimur mánuðum," sagði Haukur.
f Bretlandi voru seld 2.186 tonn
af íslenskum ísfiski í síðustu viku
fyrir 119 milljónir króna eða 54.45
króna meðalverð. Seld voru 1.504
tonn úr gámum fyrir 81 milljón króna
eða 53,63 króna meðalverð og 682
tonn úr skipum fyrir 38 milljónir
króna eða 56,24 króna meðalverð.
Úr gámunum voru m.a. seld 706
torjn af þorski fyrir 52,70 króna
meðalverð, 455 tonn af ýsu fyrir
62,20 króna meðalverð, 13 tonn af
karfa fyrir 30,65 króna meðalverð,
55 tonn af kola fyrir 66,54 króna
meðalverð og 180 tonn af grálúðu
fyrir 40,39 króna meðalverð. Ur skip-
unum voru m.a. seld 459 tonn af
þorski fyrir 56,69 króna meðalverð,
146 tonn af ýsu fyrir 67,36 króna
meðalverð, 50 tonn af ufsa fyrir
23,92 króna meðalverð og 15 tonn
af karfa fyrir 26,39 króna meðalverð.
á Austfjörðum og eflaust mun
viðar. Birgir taldi ekki að fólki
stafaði bein hætta af efninu
þar, en þetta gæti ollið alvar-
legri umhverfismengun. Á sam-
eiginlegum fundi fimm aðila,
þar á meðal Hafrannsóknastofn-
unar, í gær var ákveðið að hraða
skráningu PCB-tækja á íslandi.
Notkun PCB-efna er bönnuð í
mörgum löndum, þar á meðal í
Bandaríkjunum og á Norðurlönd-
unum, en engar reglur eru í gildi
um efnið hér á landi. Birgir sagð-
ist vita um að spennar með PCB-
olíu hefðu verið fluttir til íslands
frá Belgíu sl. haust og hefðu engar
varúðarmerkingar verið á spenn-
unum eða á kössunum, sem væri
brot á alþjóðalögum. Spennamir
em frá sænska fyrirtækinu ASEA,
en em ólöglegir í Svíþjóð og því
fluttir í gegnum Belgíu.
Starfsmenn frá Vinnueftirliti
ríkisins, Rafmagnseftirliti ríkisins
og Hollustuvemd vinna nú að því
að kortleggja útbreiðslu tækja með
PCB-efnum. Þegar hefur komið í
ljós að um 20 rafmagnsþéttar em
grafnir á haugum í Norðfirði, 4 á
Fáskrúðsfírði og 3-4 fundust ofan-
jarðar í Vopnafirði, þar af einn
lekur. í Vestmannaeyjum hefur
þessum tækjum hins vegar verið
safnað saman á einn stað undir
eftirliti. Ekki liggja fyrir upplýs-
ingar annars staðar af landinu, en
ljóst er að spennar og þéttar með
kæliolíu sem inniheldur PCB em
víða í frystihúsum og bræðslum.
PCB brotnar mjög hægt niður,
svipað og skordýraeitrið DDT og
hefur efnið fundist í fiski hér við
land þó að það sé í minna mæli
en víðast annars staðar. Efnið
gæti hafa borist hingað með vind-
um og hafstraumum, en ekki er
hægt að útiloka að um innlenda
mengun sé að ræða að einhveiju
lejrti, að sögn Birgis. Sagði hann
vandamálið stærra en menn hefðu
gert sér grein fyrir og danskir sér-
fræðingar sem Hollustuvemdin
hefði ráðgast við teldu ástandið
hér mjög alvarlegt.
Sjá fréttír og viðtal á bls. 24
Forsetinn
til Banda-
ríkjanna
FORSETI íslands, Vigdís Finn-
bogadóttír, fer til Bandaríkjanna
á morgun, miðvikudag.
Þar mun forsetinn veita viðtöku
heiðursdoktorsnafnbót við Smith
College í Northampton, Massachu-
setts. Forseti mun vera við ísland-
skynningu Útflutningsráðs íslands
og margra fyrirtækja í Boston,
mánudaginn 23. þ.m. Þá mun for-
seti taka þátt í fundi íslensk-
ameríska verslunarráðsins í New
York og hittá íslendinga búsetta þar
og í Washington D.C.
í fylgd með forseta verður Komel-
íus Sigmundsson forsetaritari.
(Fréttatiikynning)
Ólafsfjörður:
Engin umsókn
um stöðu fógeta
ENGIN umsókn hafði borist
dómsmálaráðuneytinu í gœr
vegna lausrar stöðu bæjarfógeta
á Olafsfirði.
Staðan var auglýst laus til um-
sóknar eftir að núverandi bæjarfó-
geti, Barði Þórhallsson, tilkynnti
að hann myndi láta af störfum og
snúa sér að öðrum verkefnum.
Umsóknarfrestur rann út á sunnu-
dag, 15. maí, en í gær hafði engin
umsókn borist. Að öllum líkindum
verður staðan auglýst að nýju á
næstunni.
Akureyri:
Sex menn kaupa Iðunní
Lélegt verð fyrir
þorsk í Bretlandi