Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 76
 WRIGLEY'S ÞRIÐJUDAGUR 17 MAI 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. í Hallargarðinum Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Árekstur í Vest- mannaeyj ahöfn JAPANSKT flutningaskip sigldi á loðnuskipið Hugin i Vcst- mannaeyjahöfn í gær. Skipið var að snúa í höfninni og tókst ekki að setja vélina af stað afturábak í tíma. Japanska skipið var að koma til að lesta loðnuhrogn þegar árekstur- inn átti sér stað. Það var að snúa í höfninni og vélin, sem er snar- vent, var eitthvað sein að taka við sér afturá. Skipið er með perustefni og rakst það í Hugin neðan sjólínu. Hugir.r. lá utan á Bergi VE og við áreksturinn skullu bátamir saman og Bergur klemmdist á milli Hugins og bryggjunnar. Nokkrar skemmdir urðu á báðum bátunum. Huginn dældaðist neðan sjólínu og bognuðu nokkur bönd. Skemmdir á Bergi urðu einkum á samskeytum þilfars og síðu beggja megin og er hann mun meira skemmdur en Huginn. Hvorugur bátanna er þó ósjófær af þessum völdum og munu þeir fara til veiða samkvæmt áætlun. Berg^ur átti að fara á rækjuveiðar í dag og Huginn á troll í gær- kvöldi. Menn voru við vinnu í bátun- um þegar atburðurinn gerðist. Þeir sluppu allir ómeiddir. Bláa lómð sjóðhitnaði Grindavík. GESTIR í Bláa lóninu flúðu upp úr eftir hádegi í gær þegar vatn- ið hitnaði snögglega i um 45 til 50 gráður og var illþolanlegt um nokkurn tima. Að sögn Guðmundar Guðbjöms- sonar, rekstrarstjóra baðhússins, mun Hitaveitan hafa lokað fyrir heitavatnsrennslið til Grindavíkur og orðið að dæla vatni út í lónið á með- an með þessum afleiðingum. „Verst var að fá ekki aðvörun um þetta í tíma til að láta fólk vita en það flúði uppúr þegar hitinn var óþolandi og fór í sólbað á meðan,“ sagði Guð- mundur. Kr.Ben. Valtýr Péturs- son látinn VALTÝR Pétursson listmálari lést í svefni á heimili sínu á sunnudagsmorgun á sjötugasta aldursári. Banamein hans var hjartaslag. Eftirlifandi eigin- kona Valtýs er Herdís Vigfús- dóttir kennari. Valtýr fæddist á Grenivík í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 27. mars árið 1919. Foreldrar hans voru Pétur Einarsson kennari og Þórgunnur Ámadóttir. Valtýr nam við Verzlun- arskóla íslands í tvo vetur, þá hjá Bimi Bjömssyni teiknikennara í tvo vetur en hélt síðan til Banda- Ríkissljórnin ræðir lausn efnahagsvandans: Agreiningur nm hliðarráðstaf- anir samhliða gengfisfellingn VERULEGUR ágreiningur er milli ríkisstjórnarflokkanna um leiðir til að koma í veg fyrir víxlhækkanir verðlags, launa og fjármagns- kostnaðar samfara ákvörðun um að fella gengi íslensku krónunnar um 10%. Rikisstjorninni tókst ekki um helgina að ná samstöðu um annað en að fella gengið. Þess í stað var ákveðið að efna til við- ræðna við aðila vinnumarkaðarins um nauðsynlegar aðgerðir. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir í dag með landssamböndum innan Al- þýðusambandsins, Sjómannasambandi íslands og vinnuveitendum. Gert er ráð fyrir að þessum viðræðum ljúki fyrir 1. júní og að jafn- framt verði aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir þann tíma, en 1. júní eiga laun almennt að hækka um 3,25% samkvæmt kj arasamningu m. Frá því á fimmtudag lá fyrir að gengi krónunnar yrði fellt um helg- ina og stefndi ríkisstjórnin að því að taka jafnframt ákvörðun um hliðarráðstafanir til að koma í veg fyrir víxlhækkanir verðlags og launa. Á fundi ráðherranefndar á föstudagskvöld lagði forsætisráð- herra fram tillögur í 6 liðum um helstu stuðningsaðgerðir sem hann taldi að hægt væri að ná samstöðu ■m. Steingrímur Hermannsson lagði á fundinum fram lista yfír 22 tillögur framsóknarmanna um ráð- stafanir í efnahagsmálum og ráð- herrar Alþýðuflokksins lögðu fram tillögur í 17 liðum. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið að augljóslega hefði ekki verið hægt að afgreiða þessar viðamiklu tillög- ur Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks á tveimur sólarhringum, og alþýðuflokksmenn hefðu gert sér grein fyrir því snemma í viðræðun- um. Hins vegar hefðu ýmsar tillög- ur framsóknarmanna haft yfirbragð kosningaplaggs og þær hefðu gert það að verkum að ekki hefði verið hægt að ná raunhæfu samkomulagi um brýnustu aðgerðir samhliða gengisfellingunni. Steingrímur Hermannsson boð- aði til blaðamannafundar í gær þar sem hann kynnti tillögur framsókn- arflokksins og sagðist ekki geta setið undir þeim ummælum forsæt- isráðherra að tillögumar væru óábyrgar þar sem þungamiðja þeirra væri að koma í veg fyrir víxlhækkanir í kjölfar gengisfell- ingar og misgengi launa og fjár- magnskostnaðar. Bæði Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson lýstu yfír vonbrigðum sínum með að ekki náðist samstaða um ráðstafanir samhliða gengisfellingunni. Þor- steinn Pálsson sagði að hann hefði ekki áhuga á að sitja í forustu fyr- ir ríkisstjóm sem næði ekki sáman um nauðsynlegar aðgerðir. Ef grundvöllur ætti að vera fyrir stjómarsamstarfinu yrði að nást samstaða um slíkt á næstunni. Steingrímur Hermannsson tók í sama streng. Þeir tóku báðir fram að þeir treystu því að sú samstaða næðist. Ráðherrar Alþýðuflokksins vom jákvæðari og þannig sagði Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra að ríkis- stjómin hefði tekið skynsamlega ákvörðun þegar hún frestaði að- gerðum og ákvað að taka upp við- ræður við aðila vinnumarkaðarins. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra sagði að auðvitað yrðu fomstumenn ríkisstjórnarinnar að snúa bökum saman og leysa ágrein- ingsmál sín, Sjá nánari fréttir um efna- hagsaðgerðir stjórnvalda og viðbrögð við þeim á miðopnu og bls. 32, 33 og 41. Valtýr Pétursson listmálari. ríkjanna í verslunamám. Hann lagði stund á listnám við einkaskóla í Boston árin 1944-’45 og við aka- demíuna í Flórens veturinn 1948. Þá stundaði hann framhaldsnám í París 1949-’50 og 1956-’57. Valtýr kom fyrst fram á sjónar- sviðið með September-sýningar- hópnum sem starfaði á ámnum 1947-’52. Hann var síðan einn af aðalhvatamönnum stofnunar Sept- em-hópsins árið 1972 og sýndi með honum á hveiju hausti fram til dauðadags. Valtýr var virkur í sam- tökum myndlistarmanna, var gjald- keri og síðar formaður Félags íslenskra myndlistarmanna um ára- bil. Þá sat hann í stjóm Norræna listabandalagsins. Valtýr Pétursson hefur verið myndlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins frá árinu 1952 og markað djúp spor í listsögu þjóðarinnar með þeim hætti. Auk þess hefur hann verið í fremstu röð myndlistar- manna um árabil. Morgunblaðið þakkar Valtý látnum mikilvæg störf hans í þágu blaðsins og íslenskrar myndlistar og sendir konu hans og ættingjum samúðarkveðjur nú þeg- ar hann er allur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.