Morgunblaðið - 17.05.1988, Side 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
„Nýi nágrat\rúr\t\ f?ir\rv v/arrétti pessuáb
bcikka t)fir fostulínsskixpinn. |>inn.."
Hvað er að honum þessum?
Hún er fjögurra sýl-
indra...
HÖGNI HREKKVlSI
;;EF þ6'ATr FLEIKI 50KPPRAM/MA SE/Vt
þú VE/STEKKI HVAÐ Þíl 'ATT AP(SEKA VIP..."
TJÖRNIN LIFIR
Hlustum ekki á misvitra vinstrimenn
Til Velvakanda.
Til hamingju með skóflustung-
una að ráðhúsinu, Davíð borgar-
stjóri. Þótt Sigurjón Pétursson og
Ingibjörg Sólrún, fulltrúi Kvenna-
listans í borgarstjóm og fylgihnött-
ur Alþýðubandalagsins, lýsi þessari
athöfn svo smekklega í viðtali við
eina útvarpsstöð sem þetta væri
mannsmorð. Minna átti það ekki
kosta. En við skulum nú staldra
hér við og líta eftir er vinstri menn
voru hér við völd í borgarstjóm í
fjögur ár. Var henni þá mjög um-
hugað um að Ijömin lifði?
Jú, það stóð ekki á að lífga hana
við til augnayndis fyrir þá er kæmu
til að gefa öndunum og njóta feg-
urðar Tjarnarinnar. Siguijón Pét-
ursson var að mig minnir forseti
borgarstjómar. En hann er sem
flestir vita trésmiður að mennt og
góður fagmaður að mér er tjáð.
Honum datt sú bráðsnjalla hug-
mynd í hug að láta tjarga fjóra
staura allmikla og reka þá af mikl-
um kröftum ofan í tjamarbotninn
skammt frá Iðnó. Ingibjörg Sólrún
var svo hrifin að tár mnnu niður
kinnar hennar. Kannski hefur hún
sagt eitthvað á þessa leið: Ó, Jósef,
hvað þetta er sætt, Tjömin lifi.
Mikill er máttur þinn, Siguijón
minn!
Eitt af því fyrsta sem Davíð borg-
arstjóri lét gera er hann tók við
borgarstjóraembætti var að láta
íjarlægja þessa staura, þótt Ingi-
björg Sólrún héldi að Tjömin myndi
sökkva. En sú kenning að tjargaðir
staurar myndu auka lífríki íjamar-
innar er eitthvað sem ekki fær stað-
ist hvað svo sem Siguijón og Sólrún
segja.
Við, sem fömm oft niður að
Tjöm, urðum allmörg vör við að frá
Tjöminni lagði megnasta óþef. Hún
var að fúlna. Þetta var mjög hvim-
leitt svo ekki sé sterkar til orða
tekið. Borgarstjórinn sá að eitthvað
var að gerast. Og hann er ekki að
tvínóna við hlutina og lét menn í
að hreinsa Tjömina og losa borg-
arbúa við þessa hvimleiðu lykt. En
þá risu menn upp til handa og fóta
með Siguijón og Ingibjörgu Sól-
rúnu. Hófst hin grimmilegasta árás
á borgarstjóra. Þau reyndu að telja
fólki trú um að með aðgerð þessari
við Tjömina væri lífríki Tjamarinn-
ar í hættu. Pöddur og lirfur hyrfu
og þar með myndu andarungamir
sem lifðu fyrstu dagana á lirfum
hreinlega drepast. Ein morðin enn.
Fengnir vom alls konar fræðingar
til að rísa gegn þessu hreinsunar-
átaki. Allt menningarlið Alþýðu-
bandalags og Kvennalista var rekið
á ritvöllinn til að andmæla þessu.
Og mér varð um og ó. Eg vildi
að Tjömin lifði og fuglalífíð þar.
En reyndin varð sú að aldrei hefur
fuglalíf Tjamarinnar verið með
meiri blóma en eftir þetta þarfa
verk.
Og Tjömin lifír. Sú heift sem þau
pólitísku skötuhjú bera til borgar-
stjómar er ekki vegna þess að þau
vilji að Tjömin lifi heldur er það
öfundsýki sem þar ræður hug
þeirra. Og ég hef komist á þá skoð-
un að því meira sem Ingibjörg Sól-
rún hamast gegn aðgerðum Davíðs
því betur sést að hann er á réttri
leið. Því öfundsýki er ekki réttur
mælikvarði. Bikaðir staurar em
ekki nein Tjamarprýði. Ég hvet
borgarstjórann til að ansa ekki
þessum staurblindu afturhaldsöfl-
um. Láttu Tjömina lifa í orðanna
réttu merkingu.
Kristján
% ’ ». í ' » « .. t ■
pt « H k 9 : \ i V 1 í . i i l
Láglauiiafólk er fjölmennasta stéttin
Til Velvakanda.
Verkafólk, þið hinir
mm
enn frekar og hafið sig enn hærra
ar, tannlæknar og kaupmenn koma
fyrir amni AlhvÁ..nnar g||Íg^
Launamis-
munur er
of mikill
Kæri Velvakandi.
Einar Ingvi Magnússon skrifar
grein í Velvakanda hinn 10. maí
og nefnist grein hans „Láglauna-
fólk er fjölmennasta stéttin". Ég
er sammála mörgu í grein hans,
gæðunum er alltof misskipt í okkar
litla landi. En mér fannst bera full
mikið á ofstæki í þessari grein og
þá sérstaklega í garð mennta-
manna. „Læknar, lögfræðingar,
iyfsalar, tannlæknar og kaupmenn
koma fyrir augu alþýðunnar, ekki
sem grimmir úlfar, heldur sem
sauðir klæddir í kjól og hvítt með
hvíta hanska svo loðin krumlan sjá-
ist ekki“. Svo heldur hann áfram
og ásakar prestana fyrir býlífi á
kostnað alþýðunnar. En hefur Einar
Ingvi kynnt sér kjör presta? Fæstir
prestar geta talist hálaunamenn og
flestir þeirra eru langt frá því að
vera það.
Ég tel að óhjákvæmilegt sé að
þeir menn sem sýna sérstakan
dugnað eða hæfíleika njóti þess í
launum. Ástæðulaust er að yfir-
borga menntamenn svona mikið og
gert er en þeir mættu hafa t.d. tvö-
þúsund krónum meira í mánaðar-
laun en verkamaðurinn. En við
ættum að gera vel hvert á sínu
sviði og forðast öfund því hún getur
verið mannskemmandi. Hitt er satt
og rétt að launajöfnuður ætti að
vera meiri og er það skylda stjóm-
valda að sjá til þess að hækka lág-
markslaun frá því sem nú er.
Kona
Víkverji skrifar
Veðrið hefur leikið við okkur
undanfama daga. Hitinn nálg-
aðist tuttugu gráður á höfuðborgar-
svæðinu síðastliðinn sunnudag.
Raunar má segja að helgarveður
gerist ekki betri á „ísa köldu landi“
okkar. Það var rétt eins og veður-
guðir væru að bjóða grös og blóm,
sem eru að teygja sig upp úr mold-
inni, velkomin til nýs vors. Það
þarf enginn að sækja sól til Miðjarð-
arhafs sem sætir slíkri veðurblíðu
— og það án nokkurs ferðakostnað-
ar eða gjaldeyriseyðslu.
Víkveiji vonar að veðurblíðan
þessa maídaga verði upphaf að
góðu sumri. Eftir vetrarkul og
dimmu margra mánaða veitir okk-
ur, satt bezt að segja, ekkert af
sólaryl í sál og kropp. Megi Veður-
stofan okkar halda áfram að spá
fagurlega og veðurguðir að halda
áfram að láta þá spá rætast.
XXX
Sumar fer í hönd og umferð
eykst á þjóðvegum. Þjóð, sem
státar af lengstri meðalævi í heim-
inum og næst mestri bílaeign,
leggst senn í ferðalög, heima og
heiman.
Að vísu lengir bílaflotinn ekki
meðalævina. Þvert á móti. Líkam-
leg hreyfing lengir hinsvegar lífið.
Umferðin tekur þvert á móti dijúg-
an toll bæði í mannslífum og meiðsl-
um, sem sum hver skilja eftir varan-
leg örkuml. í höfuðborginni einni
saman hafa orðið fimm banaslys
það sem af er árinu. Nærri lætur
að tveir íslendingar láti lífið að
meðaltali á mánuði í umferðinni.
Það er mikið mannfall hjá fá-
mennri þjóð í „umferðarstríðinu".
XXX
rátt fyrir allt er bíllinn þarfa-
þing, ekki sízt í landi án járn-
brauta. Hann er nánast eina farar-
tækið á landi sem við höfum upp á
að hlaupa. Hann virðist hinsvegar
hættulegri í höndum fslendinga en
annarra, hvað sem veldur. Slys eru
hér hlutfallslega tíðari — eigna- og
manntjón meira — en í grannríkj-
um, sem meðal annars speglast í
háum iðgjöldum bifreiðatrygginga.
Máske valda verri vegir? Eða akst-
ursskilyrði að öðru leyti? Eða er
meginorsök tíðra slysa ef til vill til-
litsleysi íslenzkra ökuþóra, sem láta
eins og þeir séu einir á ferð?
Víkveiji hvetur landsmenn til
þess í upphafi nýs ferðatímabils að
sýna tillitssemi í umferðinni. Það
er mikil ábyrgð á herðum þess er
bifreið ekur. Við eigum ævinlega,
og ekki sízt í umferðinni, að breyta
svo gagnvart öðrum, sem við viljum
að við okkur sé breytt.
XXX
Víkveiji öfundar ekki stjóm-
málamenn, allra sízt svokall-
aða landsfeður, sem sitja nú í syrt-
um ál efnahagslífsins, eina ferðina
enn. Heildartekjur íslénzku stórfjöl-
skyldunnar, þjóðarinnar, hafa rým-
að, með verðfalli útflutnings henn-
ar. Kaupmáttur útflutningstekna
hefur skroppið saman. Og físk-
vinnslufyrirtækin era komin að
rekstrarstöðvun.
Víkveija er að vísu ekki kunnugt
um að stóifyölskyldan reki — sem
slík — nein fiskvinnslufyrirtæki.
Hann hefur því velt því fyrir sér,
hvort landsfeður eigi ekki að láta
rekstraraðila fiskvinnslufyrirtækja
um það að rétta af sín fyrirtæki.
Halda í fastgengisstefnu, sem ham-
ið hefur verðbólguna, að vissu
marki að minnsta kosti næstliðin
misseri.
En Víkveiji komst ekki framhjá
hinni hlið málsins. Ef fiskvinnslan
stöðvast hætta hjól atvinnulífsins
að snúast í fiskvinnsluplássunum
vítt og breytt um landið. Vinnuör-
yggið, sem við höfum státað af,
hyrfí. Atvinnuleysi, sem hijáir flest-
ar Evrópuþjóðir, hefði komið fæti
milli stafs og hurðar á heimili
íslenzku stórfjölskyldunnar.
Víkveija kemur það því spánskt
fyrir sjónir þegar hann les gagnrýni
frá talsmönnum launafólks á að-
gerðir, sem þjóna fyrst og fremst
þeim tilgangi að láta hjól atvinnu-
lífsins snúast. Er atvinnuöryggið
ekki lengur mergurinn málsins?