Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 47 Hvaða sögn segir hvað? eftir Hlöðver Þ. Hlöðversson Halldór Blöndal alþingismaður skrifaði grein í blaðið Islending, er út kom 21. apríl síðastliðinn. Grein- in heitir „Efling landsbyggðar þjóð- hagsleg nauðsyn". Ekki mun hér fjallað um þessa grein að öðru leyti en því sem þar er vikið að Samtök- um um jafnrétti á milli landshluta, sem ég hefi fyrir að svara. Undir millifyrirsögninni „Menn verða að þora að skiptast á skoðunum" — segir: „Stjóm Samtaka um jafnrétti á milli landshluta hefur átt nokkra fundi með fulltrúum þingflokkanna. Á síðasta fundi okkar kom fyrir atvik, sem er í senn spaugilegt og dæmigert fyrir okkur landsbyggðarmenn, hversu erfíðlega okkur gengur að ná saman. Eg hafði skroppið fram, en í þeim svifum sem ég kom inn aftur var einn þing- mannanna þar staddur í ræðu sinni að hann sagði, að ekki mætti gera Akureyringa of ánægða. Akureyri og Eyjaijörð- ur væru bijóstvöm landsbyggð- arinnar og þess vegna mættu þessi héruð ekki fá of mikið til sín. Þetta væri ekki síst skýring- in á því, að ekki náðist samstaða um að Byggðastofnun yrði flutt til Akureyrar. Auðvitað brostu menn þegar hér var komið í ræðunni og þing- maðurinn áttaði sig á, að- ég væri kominn inn aftur og hefði heyrt hvað hann sagði. Þetta gaf mér kærkomið tilefni til þess að spyija foiystumenn Samtaka um jafnrétti milli landshluta um afstöðu þeirra til Eyjaíjarðarsvæðisins í þessu samhengi. Landsbyggðarmenn hafa barist fyrir því, að Byggða- sjóði verði skipt upp og stofnað- ir fjárfestinga- eða atvinnusjóðir kjördæmanna. Nú er það spum- ing mín hvort stofnfé eða ráð- stöfunarfé sjóðanna eigi í upp- hafí að ráðast af íbúafjöldanum í kjördæmunum eða standa í öfugu hlutfalli við íbúafjöldann. Eða m.ö.o.: Á Norðurland eystra að njóta Eyjafjarðarsvæðisins eða gjalda þess. Ekki vildu forystumenn Samtaka um jafnrétti miUi landshluta svara þessari spurningu. Það segir sína sögu.“ (Feitletrað Hlöðver.) A haustdögum 1987 skrifaði stjóm SJL formönnum allra þing- flokkanna þar sem óskað var til- nefningar tveggja þingmanna frá hveijum flokki til viðræðna fyrst sér í lagi og síðan sameiginlega, þar sem leitað yrði samræmingar skoðana um aðgerðir, er efla mættu landbyggð. Allir flokkamir til- nefndu menn, auk þess sem Stefán Valgeirsson hefir komið á fundi. Hinn 24. nóv. skrifar stjóm SJL þessum þingmönnum eftirfarandi bréf: „Háttvirti þingmaður! I framhaldi fyrri umræðna er þess vænst að fljótlega geti orð- ið fundur þingmannahóps og stjórnarsamtakanna, þar sem megin umræðuefni yrðu lögfest- ing valdssvæða á landsbyggð, af stærð núverandi landshluta- samtaka, eða nálægt því. Svæðavald sé undirbyggt bein- um persónulegum kosningum og annist þá heimastjórn, er svæðin kjósa að taka sér ásamt tilsvarandi' fjárráðum, enda framselji þau einstökum sveitar- félögum þá stjórnsýslu, er þau kjósa og hafí bolmagn til.“ Gmnnhugmyndir samtakanna er sú að freista þess að fá settan ramma, er stjómvöld gætu ekki annað en metið gildan til að taka við frá ríkinu verkefnum, sem of- viða væru einstökum sveitarfélög- um, svo fljótt sem fært þætti og mætti þama eflast landshlutavald í eigin málum, m.a. tiltækt þegar upphefst næsta lota „réttlætisbar- áttunnar"!!! fyrir ,jöfnun atkvæðis- réttar" með hlutfallslegri fjölgun þingmanna á Reykjavíkursvæði. Samtakamenn hafa átt fundi með þingmannahópum 8/12 ’87, 5/2 ’88 og 18/3 ’88. Ljóst er að allir hafa vaxandi áhyggjur af þróun byggða- mála. orðið hafa góðar umræður. Flestir í þingmannahópunum hafa verið að mestu sammála SJL- mönnum í málflutningi, aðrir hafa lýst nokkmm efa um aðferðir. Halldór Blöndal minnist á fundinn 18. mars. Einn stjómarmanna SJL svaraði lauslega spumingu Halldórs þó að hún lægi að nokkru utan þess umræðuramma, sem við sett- um upp, og gekk Halldór ekki eftir frekari svörum. Á fundinum tók ég tvisvar til máls. í upphafí lýsti ég því, að nú leituðum við SJL-menn árangurs umræðna á fyrri fundum, hvort myndast gæti samstaða þvert yfír flokksbönd til eflingar valda- svæða svo sem fyrr er lýst. Seint á fundi talaði ég með nokkrum þunga og e.t.v. óþolinmæði. Víst væri okkur SJL-mönnum margt í huga, en að vandlega athuguðu máli hefðum við talið brýnast og markvissast að einbeita umræðu að löghelgum valdaramma og að honum fengnum hefðu heimamenn betri aðstöðu til að móta hvaða verkefnum þeir tækju á — og hvem- ig. I greininni er talað um þörf á að þora. Fáir hygg ég að flokki það til kjarkleysis að efna til þessarar umræðu. Aðrir mundu nefna ósk- hyggju og óraunsæi að vænta árangurs af þessum vettvangi. Það verður að koma á daginn. Að síðustu tvennt: Oft hefí ég lýst þeirri skoðun að farsælast sé Norð- lendingum að standa saman í lands- hlutasambandi er fái völd og fjárráð til heimaverkefna, enda sé fullrar sanngirni gætt í samskiptum stærri og smærri sveitarfélaga. Þann veg stöndum við öll sterkust. Orsök þessara skrifa er grein í blaði Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri. Enginn flokkur skilgreinir ákveðnar í stefnuskrá varðstöðu um sjálfs- ákvörðunarrétt einstaklingsins. Margir ágætir sjálfstæðismenn hafa, eins og menn úr öllum stjóm- málaflokkum, lýst eindregnu fylgi við málflutning okkar samtaka- manna. Vonandi er það efni „hóf- legrar bjartsýni". Höfundur er formaður Samtaka umjafnrétti miUi landshluta. SPORTFATNAÐUR í REGNI OG VINDI SJÓKUEÐAGEREXN HF SKÚLAGÖTU 51,105 REYKJAVÍK. SÍMI: 11520 BADMINTONSKOLI FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Við starfrækjum badmintonskóla fyrir S-14 ára börn í sumar. Innanhúss bacJmintonkennsla œf íngar leikraglur prautír leikir keppnir-mót myndbönd \ <\ Úti Hlaup skokk þrekœf ingar sund leikir J L ./ 4 tímar tvisvar í viku D mánud. og miávikud. kl. 09-13 □ mánud. og miðvikud kl. 13-17 □ þri&jud. og fimmtud kl 09-13 □ þri&jud. og fimmtud.kl. 13-17 TÍVOLÍFERD í LOKIN! Verá kr. 3300 pr. mánuð Stjórnandi skólans: Helgi Magnússon íþróttakennari og badmintonþjálfari Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 s 02266 Skráning í batímintonskólonn: Nafn Heimili simi fæiMngard.og ár Klippicl út auolú?inquna oq aendið í póati
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.