Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Aðalfundur sam- takanna Lífsvon AÐALFUNDUR samtakanna Lífsvon var haldinn í hliðarsal Hallgrímskirkju þann 24. mars sl. Samtökin Lífsvon hafa það að markmiði sínu að berjast fyrir lífi ófæddra barna Formaður samtakanna, Hulda Jensdóttir, sagði m.a. í skýrslu sinni, að hún hefði á árinu heim- sótt kvenfélög, trúfélög og skóla til að kynna málefni Lífsvonar. Sagði hún að unga fólkið í landinu væri mjög jákvætt og að þar lægi framtíðarsigurinn gegn þeim vá- gesti, sem fóstureyðingar eru. Þá var á fundinum endurkjör- inn formaður og tveir stjórnar- menn. I stjóm samtakanna Lífsvon eru því nú: Hulda Jens- dóttir, formaður, Pétur Gunn- laugsson, varaformaður, Gunnar Þorsteinsson gjaldkeri, Solveig Lára Guðmundsdóttir, ritari, og Ingibjörg Guðnadóttir, blaðafull- trúi. Varamenn voru kosnir: Bem- harður Guðmundsson, Guðsteinn Ingimarsson og Hrafn Haralds- son. I samtökunum Lífsvon eru nú milli 1.200 og 1.300 manns. (Úr fréttatilkynningu) Norðurlandamótið í brids: Liðsskipan Dana og Norðmanna tilkynnt TILKYNNT hefur verið form- lega um skipan dönsku og norsku liðanna sem hér keppa á Norður- landamótinu í brids. Mótið hefst 25. júni og er þetta í þriðja skipti sem Norðurlandamót í brids er haldið hér á landi. í opnum flokki verður danska lið- ið þannig skipað: Villy Dam, Arne Mohr, Knud Blakset, Jan Nikolai- sen, Lars Blakset og Stig Werdelin. Fyrirliði er Jens Kruuse. Stig Werd- élin og Blaksetbræðumir hafa oft komið hingað til lands en hinir liðs- mennimir eru allir leikreyndir spil- arar, sérstaklega Villy Dam. Jens Kruuse er jafnframt forseti Bridge- sambands Norðurlanda. Danska kvennaliðið er skipað þeim Susanne Fogtdal, Piu Knak Jepsen, Judy Norris, Kirsten Steen Möller, Charlotte Palmlund og Bett- ine Kalkerup. Palmlund og Kalker- up eru ungar að árum en náðu samt 2. sæti í heimsmeistaramóti kvenna í tvímenning 1986. Þær hafa báðar spilað hér á landi, og einnig Kirsten Möller sem er sjálfsagt þekktasti kvenspilari Dana. Judy Norris er einnig kunnur spilari og hefur með- al annars spilað í opnum landslið- um. Norska liðið í opnum flokki er þannig skipað: Johnny Rasmussen, Bjöm Bentzen, Glen Grötheim, Ulf Tundal, Tor Helness og Leif-Erik Stabell. Þeir §órir fyrsttöldu voru í liðinu sem náði 3. sæti á Evrópu- mótinu í Brighton 1987 og Helness og Stabell eru hvað kunnastir nor- skra spilara á síðari árum og eru nú famir að spila saman aftur eftir nokkuð hlé. Allir þessir spilarar hafa spilað hér á landi. Norska kvennaliðið er skipað sömu konum og unnu síðasta Norð- urlandamót, þeim Rannaug Asla, Annelise Koppang, Gerd Hantveit og Elin Steiner. Norðurlandamótið verður sett á Hótel Loftleiðum 25. júní en spila- mennska hefst 26. júní og lýkur 1. júlí. Yfirkeppnisstjóri verður Hans Olaf Hallen frá Svíþjóð en mótsstjóri er Sigmundur Stefáns- son. Egilsstaðir: Nemendur kvöddu í í svörtum SJÁ mátti á stúdentsefnum við Menntaskólann á Egilsstöðum við dimmiteringu nú I vikunni hvert hugurinn stefnir að loknu námi í ME. Öll voru þau klædd búningum sem tíðkast við út- skrift í sumum háskólum er- lendis, svarta skikkju með til- heyrandi höfuðfati, þegar þau fóru um bæinn og kvöddu kenn- skikkjum ara að loknu námi. Þessi kveðjuathöfn hófst kl. 5 um morguninn með því að þeir nemendur sem gangast undir stúdentspróf í vor fóru um Egils- staði og Fellabæ á dráttarvé! og gerðu kennurum sínum rúmrusk með söng og viðeigandi fagnaðarl- átum. — Bjöm Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Níundubekkingar framan við baðstofurnar frá Norðurgötu í Mýrdal og frá Arnarhóli í V - Landeyjum. Við annað baðstofu- hornið má sjá í fyrsta timburhúsið í V-Skaftafellssýslu sem Þyggt var 1878. Sólskinsstund undir Paradísarhelli. Safnið að Skógnm opið frá 15. maí Selfossi. BYGGÐASAFNIÐ á Skógum stendur ferðamönnum og öðrum opið á degi hveijum frá 15. maí fram til 15. september. Safnið er mjög vinsælt og gestir þar í fyrra skiptu þúsundum. Nokkuð er um að skólanemendur skoði safnið með kennurum sínum og opnast þar nýr heimur fýrir unga fólkið. Baðstofumar og allur aðbúnaður, sem hægt er að virða fyrir sér á safninu, verður unga fólkinu hugleikinn. Hluti nemenda 9. bekkjar á Sel- fossi fór í heimsókn að Skógum áður en próftíminn hófst nú í vor, svona til þess að virða fyrir sér söguslóðir Önnu frá Stóruborg, sem nemendur lásu meðal annars til prófs. Auk þess að koma við á Skógum var skotist í Paradísar- helli, þar sem fólkið átti sólskins- stund undir Eyjafjöllunum. Sig. Jóns. Námskeið fyrir rútu- bílsljóra Námskeið var haldið um þjónustu við ferðamenn mið- vikudaginn 11. maí á Holiday Inn fyrir bifreiðastjóra hjá BSÍ, Hópferðabílum og Hóp- ferðamiðstöðinni. 35 bílstjórar sátu námskeiðið. Námsefnið var frá Náttúru- vemdarráði, Þóroddur Þórodds- son kynnti vemduð svæði, lög og reglur Náttúruverndarráðs. Erindi fluttu Hildur Jónsdóttir frá Sam- vinnuferðum Landsýn, Bryndís ívarsdóttir frá Úrvali, Soffía Jacobsen frá Úlfari Jacobsen, Kjartan Lárusson frá Ferðaskrif- stofu ríkisins, Þóroddur Þorodds- son frá Náttúruverndarráði, Skarphéðinn Eyþórsson frá Hóp- ferðamiðstöðinni og Kristinn Bárðarson frá Hópferðabílum. Um framhald á samskonar námskeiði verður síðan vegið og metið og verður þá haft samband við fleiri aðila í ferðaþjónustu. Á því nám- skeiði myndu m.a. hópferðaskrif- stofurnar taka fyrir starfsreglur og starfsskilyrði. Námsskeiðs- stjóri var Einar Þ. Guðjónsson. O INNLENT James Woods og Brían Dennehy í hlutverkum sínum í kvikmyndinni „Metsölubók" sem sýnd er í Háskólabíói. „Metsölubók“ í Háskólabíói Háskólabíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Metsölu- bók“ (Best Seller). Leikstjóri er John Flynn og með aðal- hlutverk fara James Wood, Brian Dennehy og Victoria Tennant. Myndin íjallar um lögregluþjón og rithöfund, Dennis Meechum, sem særist þegar gagnageymsla lögreglunnar er rænd. Hann nær sér að fullu en nokkrum árum seinna bjargar maður nokkur lífi hans þegar hann er að elta glæpa- mann og í ljós kemur að maðurinn tók þátt í árásinni á gagnageymsl- una. Hann vill að Dennis skrifi bók um sig og manninn sem hann vann fyrir þegar ránið var framið. Lögreglumaðurinn og rithöfund- urinn takast á innra með Dennis vegna hins dularfulla manns og beiðnar hans. (Úr fréttatilkynningfu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.