Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
49
Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson
Skólakórinn söng undir stjórn Björns Guðmundssonar kennara.
Dalasýsla:
Fjölsótt árshá-
tíð Laugaskóla
Saurbæ, Dalasýslu.
í M ARSLOK var árshátið Lauga-
skóla haldin að venju og var boð-
ið upp á langa og góða dagskrá.
Samkoman var haldin í Dalabúð
í Búðardal.
Nemendur yngstu bekkjanna sáu
um fjölbreytta sjónvarpsdagskrá,
þá var söngur nemenda bæði yngri
og eldri og flutt var leikritið
„Rambo verður hreppsstjóri" eftir
einn kennara skólans, Ragnar Inga
Aðalsteinsson. Þá voru ýmsir
grínþættir á dagskrá, tónlistar-
flutningur yngri og eldri nemenda
auk hljómsveitar skólans og fleira
var til skemmtunar. Var haldið
uppi góðri skemmtan, en að henni
lokinni var borinn fram kvöldverður
í umsjá nemenda og síðan stiginn
dans. Þótti skemmtun þessi takast
hið besta og vera nemendum skól-
ans og starfsliði til hins mesta sóma.
Vonast er til þess að næstu árs-
hátíð skólans verði hægt að halda
heima á Laugum í hinu nýja íþrótta-
húsi, sem senn verður fullbúið, ef
fram fer sem horfir. Verður það
mikil breyting til batnaðar í öllu
íþrótta- og félagslífí skólans.
- IJH
Morgunblaðið/ Ingibcrg J. Hannesson
Veðurfregnir í sjónvarpi Laugaskóla voru á sínum stað með spá um
blítt og sólbjart sumar.
verksmiðjunum því margar smá-
verzlanir og tóbaksbúðir kynnu að
fara á hausinn.
Samkvæmt áætlun Finks verða
reykingar með öllu bannaðar í
sjúkrahúsum, skólum, bamaheimil-
um og leikvöllum. Einnig á lækna-
stofum, í húsnæði sem notað er til
kennslu- eða námskeiðahalds, í bið-
stofum opinberra- og einkafyrir-
tækja, í salarkynnum, sem starfs-.
menn fýrirtækja nota til hvíldar, í
matstofum, móttökusölum, salem-
um og lyftum.
Ennfremur er í ráði að banna
reykingar í öllum öðrum opinbemm
byggingum og stoftiunum, einnig
skrifstofubyggingum þjónustufyrir-
tækja og söluskrifstofum. Sagan
er þó ekki öll sögð, því yfirvöld í
Vestur-Berlín vilja einnig torvelda
tóbakssölu. Sígarettusjálfsalar
verða til að mynda fjarlægðir og
bannaðir í þessum byggingum og
framangreindu húsnæði.
Loks gerir áætlun Finks ráð fyr-
ir því að reykingamönnum og reyk-
lausum verði stíað sundur á vinnu-
stað, komi slík krafa fram hjá þeim
síðamefndu.
Það er ekki aðeins í Vestur-
Berlín sem ákveðið hefur verið að
grípa til rótttækra reykingavama.
Yfirvöld í Baden-Wurttemberg hafa
farið að fordæmi þeirra og sagt
reykingamönnum stríð á hendur.
Yfirvöld í Vestur-Berlín vonast
til að ná fmmkvæði í heilsuverndar-
málum í Vestur-Þýzkalandi. Höf-
undar reykingavarnaáætlunarinn-
ar, sem kennd er við Ulf Fink, segja
að tími raunhæfra aðgerða sé mnn-
inn upp og að hálfkák og ábending-
ar um skaðsemi reykinga dugi ekki
lengur. Þeir halda því fram að
reykingamaður minnki raunvera-
lega lífslíkur sínar um áratug. Einn-
ig að þriðjung dauðsfalla af völdum
krabbameins megi rekja beint til
tóbaksneyzlu og að flestir þeirra,
sem deyja úr hjartaslagi fái slag
vegna þess að þeir reyktu.
Tóbaksframleiðendur hafa vísað
þessum fullyrðingum á bug og sagt
andlátstölur af völdum hjartaslags
og krabbameins falsaðar í pólitísk-
um tilgangi. Skýrt hefur verið frá
að árið 1985 hafi 23.614 menn
dáið í Vestur-Berlín. Helmingur
þeirra hafi fengið hjartaslag en
7.015 manns dáið af völdum
krabbameins.
Samkvæmt opinbemm skýrslum
hefur sígarettusala staðið í stað í
Vestur-Þýzkalandi um árabil. Hefur
árssalan numið 23 milljörðum
þýzkra marka, eða jafnvirði 529
milljarða íslenzkra króna.
Víða í Bandaríkjunum hefur ver-
ið gripið til reykingavarna. Vestur-
þýzkur ferðamaður komst að því á
dögunum að þar í landi em menn
stórtækir. Hann hafði tæplega
kveikt í sígarettu í veitingahúsi
þegar lögreglumenn komu askvað-
andi. Handtóku þeir nautnasegginn
og stungu honum í steininn, þar sem
hann fékk að dúsa í tvo daga.
(Heimild: Frankfurter Rund-
schau)
5
i
i
VATN
gjörðu
svo vel
Hvort sem þú ætlar aö veita vatni um lengri eöa skemmri veg
er varla til auðveldari og ódýrari leiö
en gegnum rörin frá Reykjalundi.
Rörin frá Reykjalundi eru viöurkennd fyrir gæði
og auðvelda meöferö.
Flestarstæröirvatnsröra, kapalröra, frárennslisröra
og hitaþolinna röra eru jafnan til á lager og
meö tiltölulega stuttum fyrirvara er hægt að afgreiða sverari rör.
Sérstök áhersla er lögö á mikla og góða þjónustu.
Rörin frá Reykjalundi
- rör sem duga.
REYKIALUNDUR
Söludeild • Sími 666200
i