Morgunblaðið - 17.05.1988, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
Tilraunakennsla á hús-
stjómarbraut gafst mjög vel
Selfossi.
Á liðnum vetri var nemendum i
Fjölbrautaskóla Suðurlands boð-
ið upp á nám á hússtjórnar-
braut, i matreiðslu, fatasaumi og
fatahönnun. Kennsla í matreiðslu
fór fram á haustönn en i fata-
gerð og fatahönnun á vorönn.
Kennslu í þessum greinum var
komið á eftir umíjöllun starfshóps
með erindisbréf frá menntamála-
ráðuneyti. Að mati nefndarinnar er
pnarkmið með námi á þessari braut
að kenna heimilishald fólki sem
ekki hyggur á frekara nám á því
sviði og einnig að þjóna sem kynn-
ing á hinum lengri og sérhæfðari
brautum.
Þór Vigfússon skólameistari átti
sæti í starfshópnum. Hann sagðist
ánægður með hvemig til hefði tek-
ist með þetta nám í vetur og greini-
legt að það félli í góðan jarðveg og
næði til nemenda. Næsta vetur er
fyrirhugað að bjóða upp á 10 tíma
á haustönn í matreiðslu og 10 tíma
í fatagerð og fatahönnun á hús-
stjómarbraut. Einnig verða þessar
greinar boðnar sem almennar val-
greinar í skólanum.
Kennsla í matreiðslu fór fram í
skólaeldhúsi Gagnfræðaskólans og
í eldhúsi veitingastaðarins Inghóls.
Það sem laut að fatasaumi og hönn-
un var kennt í Oddhól sem er kaffi-
stofa smiða frá því skólinn var í
byggingu. Hús þetta varð eftir á
lóðinni og kom sér vel. Keypt var
ein saumavél en aðrar saumavélar
fengnar frá Hússtjómarskólanum á
Laugarvatni.
Nemendur og kennarar héldu
sýningu á afrakstri vinnunnar í
fatasaumi og hönnun og buðu
starfsfólki skólans og öðrum að
skoða. Auk fatnaðarins hafa nem-
endur með sér heim möppu fulla
af pmfum, starfslýsingum og snið-
um sem afrakstur námsins og vinn-
unnar á önninni.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ánægðir nemendur og kennarar að lokinni vel heppnaðri tilraun á hússtjómarbraut. Guðrún Jóns-
dóttir Kolbeins kennari i fatahönnun, Ragnar Þór Sigþórsson, Sigurborg Harðardóttir, Marí Dóróthea
Jensdóttir, Sigurlin Bjargmundsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Ragnheiður Hafsteinsdóttir kennari í
fatasaumi.
Atriði úr kvikmyndinni „Hárlakk" sem sýnd er i Laugarásbíói.
Laugarásbíó sýn-
ir „Hárlakk“
Laugarásbíó hefur tekið til
sýninga kvikmyndina „Hár-
lakk“. Leikstjóri myndarinnar
er John Waters og með hlutverk
fara Divine, Debbie Harry, Pia
Zadora og fleiri.
í fréttatilkynningu frá Laugar-
ásbiói segir um myndina:
Myndin er um feita stúlku sem
verður stjama í dansþætti á sjón-
varpsstöð. Verður það mikið áfall
fyrir fallegu pabbastelpuna sem
telur að hún sé sú besta. Það gust-
ar um þegar móðir sigurvegarans
kemur á svæðið, en móðurina leik-
ur Divine. Hann hefur haldið
skemmtanir í Evrópu í Reykjavík
en Divine lést úr hjartaáfalli fyrir
tveimur mánuðum.
Konica
U-BIX
UÓSRITUNARVÉLAR
[ raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar
Aðalfundur íslenska útvarpsfélagsins hf. verður haldinn föstudaginn 27. maí, kl. 14.30, í Víkingasal Hótels Loftleiða. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. Tillögur sem leggja á fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn eigi síðar en viku fyrir ofan- greindan tíma. Stjórnin. FLUGVIRKJAFÉLAG ÍSLANDS Flugvirkjar Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður í Borgartúni 22 í dag, þriðjudag 17. maí, kl. 17.00. Atkvæðagreiðsla um tillögu til að heimila stjórn og trúnaðarráði að boða vinnustöðvun. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.
| fundir — mannfagnaðir |
Hljóðfæraleikarar! Framhaldsaðalfundur Félags íslenskra íiljómlistarmanna verður haldinn þriðjudag- inn 24. maí 1988 kl. 20.30 í sal Tónlistar- skóla FÍH . Fundarefni: Laga-og reglugerðarbreytingar. Önnur mál. Stjórnin.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
húsnæói
11 boöi ^
SPANN
Eignist eigiö orlofshús á mjög
hagstæðu verði á sólríkasta stað
Spánar. Sveigjanlegir greiðslu-
skilmálar. Kynning daglega á
Laugavegi 18 virka daga kl.
9-18, lau. og sun. kl. 14-17.
Reglulegar kynnisferðir.
Orlofshús,
G. Óskarsson & Co.,
símar 17045 og 15945.
I.O.O.F.Ob. 1.P. = 1695178'ó =
Tónleikar í Kringlunni
Æskulýðskór Hjálpræðishersins
frá Stavangri í Noregi heldur
tónleika í Kringlunni í dag 17.
maí kl. 17.30.
Tilkynning frá Skíðafé-
lagi Reykjavíkur
Hlaupaæfingar félagsins hefjast
miðvikudaginn 18. mai kl. 18.00
við sundlaugarnar í Laugadaln-
um. Stjórnandi er Ágúst Björns-
son, símar 12371 og 31295.
Geymið auglýsinguna.
Skiðafélag Reykjavikur.
m
ÚtÍVÍSt, G..!,n
Miðvikudagur 18. maí
kl. 20.00
Þjóðleiðin til Þingvalla 2.
ferð. Reynisvatn-Miðdalur.
Létt og skemmtileg ganga. Verð
400 kr. frítt f. börn m. fullorðn-
um. Brottförfrá BSl, bensinsölu.
Sjáumst.
Útivist.
50 ÁRA
Húnvetningafélagið
Aðalfundur Húnvetningafélags-
ins i Reykjavik verður haldinn i
Skeifunni 17, þriðjudaginn 24.
maí 1988 kl. 20.00 stundvíslega.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
verður tekin ákvörðun un nafn á
félagsheimilinu.
Rætt um sumarferöalag.
Stjórnin.
m
Utivist,
Hvrtasunnuferðir Utivistar
20.-23. maí:
Fjölbreyttar ferðir við allra
hsefi
1. Þórsmörk. Góð gistiaðstaða
í Útivistarskálunum Básum í fal-
legu og rólegu umhverfi. Ýmsir
möguleikar á göngu- og skoöun-
arferðum um Mörkina og Selja-
vallalaug.
2. Básar-Fimmvörðuháls-Mýr-
dalsjökull. Gist í skálum. Ferö
fyrir gönguskiðafólk.
3. Breiðafjaröareyjar-Purkey.
Siglt í Purkey frá Stykkishólmi
og dvalið þar i tjöldum. Sannköll-
uð náttúruparadis. Á heimleið
siglt um Suöureyjar. Einstök
ferð.
4. Snæfellsnes-Snæfellsjökull.
Gist á Lýsuhóli. Sundlaug,
göngu- og skoðunarferðir um
fjöll og strönd og á jökulinn. Fá
sæti laus.
Upplýsingar og farmiðar á skrif-
stofunni, Grófinni 1, símar:
14606 og 23732.
Útivist.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
í dag kl. 17.30 verða tónleikar
í Krínglunni meö Æskulýðskór
Hjálpræðishersins frá Stavangri
í Noregi. Kl. 20.00 verður norsk-
ur þjóðhátíðarfagnaður í
Grensáskirkju. Fjölbreytt dag-
skrá í umsjá æskulýöskórsins.
Norskar veitingar. Hátiðin fer
fram á norsku. Allir velkomnir.
1927 60 ára 1987
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11798 og 19533.
Hvítasunnuferðir
Ferðafélagsins 20.-23.
maí:
1) Öræfajökull(2119m)
Lagt upp frá Virkisá v/Svinafell,
gengið upp Virkisjökul, utan Fall-
jökli og áfram sem leið liggur á
Hvannadalshnúk. Gist i svefn-
pokaplássi á Hofi.
2) Þórsmörk
- Fimmvörðuhóls
Gönguferðir um Mörkina og yfir
Fimmvörðuháls að Skógum. Gist
í Skagfjörösskála/Langadal.
3) Snæfellsnes
- Snæfellsjökull
Gengið á Snæfellsjökul (1446
m) og farnar skoðunarferðir á
láglendi. Gist í svefnpokaplássi
í félagsheimilinu Breiðabliki.
Brottför i allar ferðirnar kl. 20.00
föstudag 20. maí.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu F.Í., Oldugötu 3.
ATH.: Greiðslukortaþjónusta.
Til athugunar fyrír ferðamenn:
Um hvítasunnu verður ekkl
leyft að tjalda I Þórsmörk vegna
þess hve gróður er skammt á
veg kominn.
m"rywY~y”.j|yv".yYy—-yy*"""
kennsla
jaiao
Snyrti- og litgreininganámskeið.
Kynning á Sothys og NO.7 snyrti-
vörum. Ráðgjöf milli kl. 16 og 17.
Módelskólinn Jana,
Hafnarstræti 15,
s. 43528.