Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 35 Reuter Michel Rocard, forsætisráðherra, og Michelle kona hans ræða málin yfir vatnsglasi í garði embættis- bústaðs forsætisráðherra. Skoðanakannanir í Frakklandi: Fylgi Jafnaðarmanna- f lokksins aldrei meira París. Reuter. FRANSKI Jafnaðarmannaflokkurinn fær meirihluta í franska þjóð- þinginu í þingkosningunum 5. og 12. júni, samkvæmt skoðanakönn- un, sem IPSOS-stofnunin gerði fyrir sunnudagsblaðið Jouraal du Dimanche, og birt var um helgina. Francois Mitterrand, Frakklands- forseti, rauf þing á laugardag eftir að Michel Rocard, nýskipuðum forsætisráðherra, mistókst að fá miðjumenn í röðum hægrimanna til þátttöku í ríkisstjórn. Pólitískir andstæðingar Mitter- rands sögðu í gær að forsetinn boð- aði til kosninga í þeirri von að per- sónulegar vinsældir hans í forseta- kosningunum 8. maí leiði til þess að hægrimenn missi meirihluta sinn í neðri deildi þjóðþingsins. Öfga- maðurinn Jean-Marie Le Pen gagn- rýndi Mitterrand harkalega og sak- aði hann um einræðislegar tilhneig- ingar. „Hann vill ljúka kosningum af á sem skemmstum tíma til þess að koma í veg fyrir eðlilega kosn- ingabaráttu og nægilegar umræð- ur. Hann stefnir að alræði sósía- lista," sagði Le Pen. Samkvæmt skoðanakönnun Joumal du Dimanche nýtur Jafnað- armannaflokkurinn 41% fylgis, eða meira fylgis en hann hefur nokkru sinni haft. Þegar flokkurinn sigraði í þingkosningum árið 1981 hlaut hann 39% atkvæða. Kosninga- bandalag Lýðræðisbandalagsins (UDF) og Lýðveldisfylkingarinnar (RPR), sem náðu þingmeirihluta í kosningunum í marz 1986, nýtur 39% fylgis. Kosið er um 577 þingsæti og allir frambjóðendur, sem hljóta 10% fylgi eða meira í fyrri umferðinni, 5. júní, öðlast rétt til þátttöku í seinni umferðinni, sem fram fer 12. júní. Hefð er hins vegar fyrir því að flokkamir af sitthvorum væng stjómmálanna komi sér saman um tvo menn, sem etji kappi saman í seinni umferðinni. Greenpeace í Vestur-Þýskalandi: Hvalavinir hvatt- ir til að mótmæla ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GREENPEACE í Vestur-Þýskalandi vekur athygli á „ólöglegum" hval- veiðum íslendinga í auglýsingu i nýjasta hefti tímaritsins Der Spiegel og hvetur hvalavini til að hringja í íslenska sendiráðið í Bonn til að mótmæla hvaladrápi. Símanúmer sendiráðsins er birt. Þrír höfðu haft samband við það siðdegis í gær. „Við leyfum fólki að rasa út og biðjum það svo kurteislega að skrifa okkur bréf,“ sagði Páll As- geir Tryggvason, sendiherra. Der Spiegel er 294 síður þessa viku. Auglýsingin er á 194. síðu og fer jafnvel fram hjá þeim sem leita hennar. Hún fullyrðir að íslendingar bijóti alþjóðasamþykktir með því að skjóta hvali í nafni vísinda. Fólk er hvatt til að hafa samband við sendi- ráðið skriflega eða símleiðis. Það er minnt á að íslendingar muni ekki hætta hvalveiðum fyrr en fiskurinn þeirra hætti að seljast. Greenpeace kynnti einnig baráttu sína gegn hvalveiðum íslendinga í nokkrum borgum á Iaugardag. Tóm- as Óli Jónsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs í Frankfurt, sá að- gerðir samtakanna í Stuttgart fyrir tilviljun. „Fulltrúar samtakanna dreifðu áróðursmiðum gegn hval- veiðum og hvöttu fólk til að hafa samband við íslenska sendiráðið," sagði hann. „Það bar heldur lítið á þeim og mér sýndist heldur rólegt í kringum þá.“ Herferð Greenpeace í V-Þýska- landi gegn hvalveiðum íslendinga hófst um miðjan mars. Tómas Oli sagði að hún hefði haft lftil áhrif á flsksölu í Vestur-Þýskalandi það sem af er. „Það hefur ekkert komið út úr þessu hjá samtökunum ennþá,“ sagði hann. Olía hækkar vegna árás- ar Iraka á ír- önsk olíuskip Lundúnum, Reuter. HRÁOLÍA hækkaði um 20 tíl 30 prósent í verði á alþjóðlegum mörkuðum í gær vegna fregna um árás íraka á iranska olíustöð á laugardag. Fjögur olíuskip, sem voru við olíustöð írana við Larak-eyju, urðu fyrir árás írakskra orrustuþota á laugardag. íranir notuðu tvö þeirra til að flytja olíu í skip sem síðan fluttu olíuna út. Aðskilnaðarsinn- ar fá lokafrest Amritsar. Reuter. INDVERSKAR víkingasveijtir gáfu aðskilnaðarsinnum síka, sem enn hafast við í Gullna hof- inu í Amritsar lokafrest i gær- kvöldi til þess að gefast upp. Var þeim hótað árás ella. Sveitir sika utan hofsins svöruðu hótun víkingasveitanna með þvi að myrða að minnsta kosti 25 menn, aðallega hindúa. Menn úr röðum aðskilnaðarsinna, sem gáfust upp á sunnudag, fóru inn í hofíð í gær og reyndu að fá félaga sína til þess að gefast upp og koma þannig í veg fyrir frekara blóðbað. Alls hafa um 30 menn beðið bana í átökum í hofínu frá því lögregla settist um það fyrir um viku. Talsmenn lögregluyfírvalda sögðu í gær að lögreglan væri stað- ráðin í því að rýma Gullna hofíð í eitt skipti fyrir öll af öfgamönnum úr röðum aðskilnaðarsinna. Nú er sumarið komið í bæinn... og búðirnar fullar af vönduðum vörum úr 1. flokks gæðaefnum! VORSALA! 10 -20% AFSLÁTTUR er gefinn á stórum hluta framleiðslu okkar. Verð á yfirhöfnum frá kr. 500.-!! upp í kr. 12.000.- Betur er varla hægt að bjóða! Kápur • Herrafrakkar • Treflar og vettlingar KAPUSALAN a Næg bílastæði AKUREYRI Póstsendum HAFNARSTRÆTI 88 um aUt land. SÍMI 96-25250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.