Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 17 Málefni hjúkr- unarfræðinga Athugasemdir frá Hjúkrunarfélagi Islands og Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga: Mistúlkanir Enn er veist að hjúkrunarfræði á síðum blaðanna og nú sem oft áður er vakinn upp þessi gamli draugur sem skortur á hjúkrunar- fræðingum hefur löngum verið. Fréttir af þessum vanda eru heldur tilviljanakenndar og helst virðist hampað viðhorfum þeirra sem fjærst standa hjúkrun innan heil- brigðiskerfisins. Enn og aftur er vitnað í orð að- ila sem í raun hefur lítið með störf hjúkrunarfræðinga að gera, hvað þá hefur aðstöðu eða þekkingu til að meta menntun þeirra og starfs- svið. Hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við þennan málflutning heldur gera hér grein fyrir staðreyndum mála og færa rök fyrir afstöðu sinni til eigin menntunar og starfssviðs. í frétt á baksíðu Morgunblaðsins 8. maí sl. er rætt um skort á hjúkr- unarfræðingum undir fyrirsögninni „Erfiðara að manna spitalana en nokkru sinni áður". í frétt þessari er því miður að mörgu leyti farið með mistúlkanir hvað varðar menntun og störf hjúkrunarfræð- inga og meðal annars er vitnað í orð Péturs Jónssonar aðstoðarfor- stjóra Rikisspítalanna. Pétur segir að ástæður umrædds vanda séu ekki aðeins óánægja með kjör held- ur hafi breytingar á menntun hjúkr- unarfræðinga þar mikil áhrif. Menntun hjúkr- unarfræðínga Nám í hjúkrunarfræði hófst i Háskóla íslands árið 1973 og þá höfðu hjúkrunarfræðingar lengi barist fyrir bættri hjúkrunarmennt- un eins og æ síðan. í greinargerð frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni (WHO) árið 1972 er lagt til að þjóðir heims færi hjúkrunamám f háskóla. í skýrslu frá sömu stofn- un (1980) segir m.a.: „Því betri menntun sem hjúkrunarfræðingar hafa því fjölbreyttara getur starfs- svið þeirra verið og því betri umönn- un geta þeir veitt mismunandi skjól- stæðingum." Einnig hefur verið sýnt fram á, að með aukinni mennt- un aukast lflcur á því að fólk haldist í starfi. Þekkingarforði heilbrigðisvísinda hefur aukist gífurlega síðustu ára- tugi. Gerðar eru meiri menntun- arkröfur til heilbrigðisstétta og nám margra þeirra hefur færst í háskóla. í könnun sem Félag háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga gerði árið 1986 kom í ljós að 96% félagsmanna telja nám sitt hafa búið sig mjög vel eða vel undir hjúkrunarstarfið. í sömu könnun kemur fram að 10% félagsmanna eru í framhaldsnámi og 86% þeirra eru í starfi enda segja 97% þeirra að þeim líki starfið mjög vel eða vel. En hvers vegna er þá skortur á hjúkrunarfræðingum? Hjúkrunarfræðingaskortur — alþjóðlegt vandamál Ástæður hjúkrunarfræðinga- kortsins eru m.a.: Samkvæmt skoðunum hjúkrunar- fræðinga í Félagi háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga og Hjúk- runarfélagi íslands sem hafa komið fram í könnunum beggja félaga eru meginástæður skortsins lág laun, mikið vinnuálag og óreglulegur vinnutími. 2. Síaukin og bætt heilbrigðis- þjónusta krefst fleiri og fleiri vel- menntaðra hjúkrunarfræðinga til starfa. Þó má benda á að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi allt frá því að hjúkrunar- stéttin varð til á íslandi og eiga flestar þjóðir heims við sama vanda að stríða. 3. Flestir hjúkrunarfræðingar eru „Það er höfuðmarkmið hjúkrunarfræðinga að uppfylla hjúkrunar- þarfir skjólstæðinga sinna og veita þeim ábyrga hjúkrunarþjón- ustu. Til þess að svo megi verða er nauðsyn- legt að nægilega marg- ir hjúkrunarfræðingar fáist til starfa.“ konur og á ákveðnu aldursskeiði kvenna má reikna með að þær geti ekki eins auðveldlega skilað fullri vinnu utan heimilis þar sem á þeim hvflir jafnan umönnun ungra bama og ábyrgð á heimili. 4. Hjúkrunarþjónustan er mjög mannfrek og henni þarf að sinna nótt og dag árið um kring. Það segir sig því sjálft að mikinn fjölda hjúkrunarfræðinga þarf til afleys- inga í sumarfríum. Vitað er að mörg fyrirtæki sjá sér ekki annað fært en að draga úr starfsemi sinni eða loka í sumarleyfum starfsfólks enda þótt þau séu ekki starfrækt nema 40 stundir á viku á meðan hjúkrunarþjónusta er víða veitt 168 stundir á viku. í áðumefndri frétt kemur fram að Pétur Jónsson virðist telja há- skólamenntun hjúkmnarfræðinga auka hjúkmnarfræðingaskortinn. Benda má á að innan heilbrigði- skerfísins er ekki aðeins skortur á hjúkmnarfræðingum heldur einnig sjúkraliðum og ófaglærðu starfs- fólki. Hinsvegar er enginn skortur á læknum. Menntun lækna fer fram í háskóla en hvorki sjúkraliðum né ófaglærðu starfsfólki er kennt á þeim vettvangi. Hvert er samhengið hér á milli háskólamenntunar og skorts á starfsfólki? Framtíð hjúkrunar Hjúkmn er veitt á mismunandi vettvangi og hjúkmnarfræðingar einbeita sér að þeim verkefnum sem krefjast krafta þeirra mest hveiju sinni. Má ljóst vera að hjúkmn er oft annað en bein aðhlynning. Hjúkmn felur einnig í sén * að veita heilbrigðisfræðslu * að vinna að heilsugæslu * að skipuleggja og stjóma hjúkr- unarþjónustu * að stunda hjúkmnarrannsóknir Það er höfuðmarkmið hjúkmnar- fræðinga að uppfylla hjúkmnar- þarfir skjólstæðinga sinna og veita þeim ábyrga hjúkmnarþjónustu. Til þess að svo megi verða er nauðsyn- legt að nægilega margir hjúkmnar- fræðingar fáist til starfa. Undanfar- in ár hafa færri nemendur stundað hjúkmnamám en gert var ráð fyr- ir. Ástæður þess geta verið margar en alkunna er að æ fleiri náms- greinar keppa nú um hylli ungs fólks og bera þær greinar jafnan hærra hlut sem best bjóða launin. Það er kappsmál hjúkmnarfræð- inga að laða fólk í hjúkmnamám og um þessar mundir er unnið að kynningarátaki varðandi nám og störf hjúkmnarfræðinga, sem er unpið með stuðningi m.a. heilbrigð- isráðherra og menntamálaráðherra. Það er von okkar að aðsókn aukist í hjúkranamám og fleiri fái tæki- færi til að stunda nám og starf sem er í senn fjölbreytt, krefjandi og ánægjulegt. Stjóm Félags háskóla- menntaðra lijúkrunarfræð- inga og Stjóra Hjúkrunarfé- lag íslands. Vinnuhóp- ur á vegnm Tónabæjar VINNUHÓPUR verður starf- ræktur í sumar á vegum félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar og er það í tengslum við starfsemi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Hópurinn saman- stendur af 10 til 15 unglingum á aldrinum 15 til 17 ára ásamt 2 verkstjórum, og verður skipt í einingar eftir verkefnum. Þjónusta þessi stendur borgar- búum, fyrirtækjum og fleimm til boða, og er vinnuhópurinn tilbúinn til þess að leysa af hendi margví- sleg verkefni, til dæmis garðhreins- un, gluggaþvott, hreingemingar, timburvinnu, tiltekt á lóðum og fleira. Föst verðtilboð verða gerð í verkefnin. Þetta er fimmta sumarið sem vinnuhópur af þessu tagi er starf- ræktur, og em allar upplýsingar varðandi hann veittar í Tónabæ. SC ima Teygjur og þrek Viltu vera í góöu formi fyrir sumarið? Komdu til okkar, við setjum þig á góðan megruna- rkúr og um leið styrkjandi æfingar fyrir maga, rass og læri. Við erum Ifka með púltíma fyrir þá sem eru í góðu formi. skemmtilegir og hressir tíma. Jazz og ballett Jamale Graves frá New York verður hjá okkur í 4 daga áður en hann fertil Japans. Misstu ekki af þessum frábæra kennara. Kennt verð- ur þriðjudaga - miövikudaga - fimmtudaga og föstudaga. Láttu skrá þig sem fyrst. Jazz - modem - ballett Shirlene Blake frá N.Y. kemur og heldur meiri háttar 2ja vikna námskeið. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og framhald. Kennt verður á kvöldin fjóra daga vikunnar. IM V T T - IMÝTT Sumarnámskeið Sóleyjar Viku eða hálfsmánaðar leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6—8 ára og 9—1 1 ára. Við bjóðum upp á stórkostlega aðstöðu á Engjateigi 1 ásamt skemmtilegu starfsfólki. VIÐ MUNUM BJÖÐA UPP A: • Danstíma fyrir þá sem vilja • Veggjatennis. • Inni-og útileiki. • Sundferðir. • Rútuferöir. • Grillpartý og margt fleira. Veri 1 vlka kr. 2.900,- 2 vikur kr. 6.000,- . Innritun isimum 687701 og 687801.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.