Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
17
Málefni hjúkr-
unarfræðinga
Athugasemdir frá Hjúkrunarfélagi Islands og
Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga:
Mistúlkanir
Enn er veist að hjúkrunarfræði
á síðum blaðanna og nú sem oft
áður er vakinn upp þessi gamli
draugur sem skortur á hjúkrunar-
fræðingum hefur löngum verið.
Fréttir af þessum vanda eru heldur
tilviljanakenndar og helst virðist
hampað viðhorfum þeirra sem
fjærst standa hjúkrun innan heil-
brigðiskerfisins.
Enn og aftur er vitnað í orð að-
ila sem í raun hefur lítið með störf
hjúkrunarfræðinga að gera, hvað
þá hefur aðstöðu eða þekkingu til
að meta menntun þeirra og starfs-
svið. Hjúkrunarfræðingar sætta sig
ekki við þennan málflutning heldur
gera hér grein fyrir staðreyndum
mála og færa rök fyrir afstöðu sinni
til eigin menntunar og starfssviðs.
í frétt á baksíðu Morgunblaðsins
8. maí sl. er rætt um skort á hjúkr-
unarfræðingum undir fyrirsögninni
„Erfiðara að manna spitalana en
nokkru sinni áður". í frétt þessari
er því miður að mörgu leyti farið
með mistúlkanir hvað varðar
menntun og störf hjúkrunarfræð-
inga og meðal annars er vitnað í
orð Péturs Jónssonar aðstoðarfor-
stjóra Rikisspítalanna. Pétur segir
að ástæður umrædds vanda séu
ekki aðeins óánægja með kjör held-
ur hafi breytingar á menntun hjúkr-
unarfræðinga þar mikil áhrif.
Menntun hjúkr-
unarfræðínga
Nám í hjúkrunarfræði hófst i
Háskóla íslands árið 1973 og þá
höfðu hjúkrunarfræðingar lengi
barist fyrir bættri hjúkrunarmennt-
un eins og æ síðan. í greinargerð
frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
inni (WHO) árið 1972 er lagt til
að þjóðir heims færi hjúkrunamám
f háskóla. í skýrslu frá sömu stofn-
un (1980) segir m.a.: „Því betri
menntun sem hjúkrunarfræðingar
hafa því fjölbreyttara getur starfs-
svið þeirra verið og því betri umönn-
un geta þeir veitt mismunandi skjól-
stæðingum." Einnig hefur verið
sýnt fram á, að með aukinni mennt-
un aukast lflcur á því að fólk haldist
í starfi.
Þekkingarforði heilbrigðisvísinda
hefur aukist gífurlega síðustu ára-
tugi. Gerðar eru meiri menntun-
arkröfur til heilbrigðisstétta og nám
margra þeirra hefur færst í háskóla.
í könnun sem Félag háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga
gerði árið 1986 kom í ljós að 96%
félagsmanna telja nám sitt hafa
búið sig mjög vel eða vel undir
hjúkrunarstarfið. í sömu könnun
kemur fram að 10% félagsmanna
eru í framhaldsnámi og 86% þeirra
eru í starfi enda segja 97% þeirra
að þeim líki starfið mjög vel eða
vel. En hvers vegna er þá skortur
á hjúkrunarfræðingum?
Hjúkrunarfræðingaskortur
— alþjóðlegt vandamál
Ástæður hjúkrunarfræðinga-
kortsins eru m.a.:
Samkvæmt skoðunum hjúkrunar-
fræðinga í Félagi háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga og Hjúk-
runarfélagi íslands sem hafa komið
fram í könnunum beggja félaga eru
meginástæður skortsins lág laun,
mikið vinnuálag og óreglulegur
vinnutími.
2. Síaukin og bætt heilbrigðis-
þjónusta krefst fleiri og fleiri vel-
menntaðra hjúkrunarfræðinga til
starfa. Þó má benda á að skortur
á hjúkrunarfræðingum hefur verið
viðvarandi allt frá því að hjúkrunar-
stéttin varð til á íslandi og eiga
flestar þjóðir heims við sama vanda
að stríða.
3. Flestir hjúkrunarfræðingar eru
„Það er höfuðmarkmið
hjúkrunarfræðinga að
uppfylla hjúkrunar-
þarfir skjólstæðinga
sinna og veita þeim
ábyrga hjúkrunarþjón-
ustu. Til þess að svo
megi verða er nauðsyn-
legt að nægilega marg-
ir hjúkrunarfræðingar
fáist til starfa.“
konur og á ákveðnu aldursskeiði
kvenna má reikna með að þær geti
ekki eins auðveldlega skilað fullri
vinnu utan heimilis þar sem á þeim
hvflir jafnan umönnun ungra bama
og ábyrgð á heimili.
4. Hjúkrunarþjónustan er mjög
mannfrek og henni þarf að sinna
nótt og dag árið um kring. Það
segir sig því sjálft að mikinn fjölda
hjúkrunarfræðinga þarf til afleys-
inga í sumarfríum. Vitað er að
mörg fyrirtæki sjá sér ekki annað
fært en að draga úr starfsemi sinni
eða loka í sumarleyfum starfsfólks
enda þótt þau séu ekki starfrækt
nema 40 stundir á viku á meðan
hjúkrunarþjónusta er víða veitt 168
stundir á viku.
í áðumefndri frétt kemur fram
að Pétur Jónsson virðist telja há-
skólamenntun hjúkmnarfræðinga
auka hjúkmnarfræðingaskortinn.
Benda má á að innan heilbrigði-
skerfísins er ekki aðeins skortur á
hjúkmnarfræðingum heldur einnig
sjúkraliðum og ófaglærðu starfs-
fólki. Hinsvegar er enginn skortur
á læknum. Menntun lækna fer fram
í háskóla en hvorki sjúkraliðum né
ófaglærðu starfsfólki er kennt á
þeim vettvangi. Hvert er samhengið
hér á milli háskólamenntunar og
skorts á starfsfólki?
Framtíð hjúkrunar
Hjúkmn er veitt á mismunandi
vettvangi og hjúkmnarfræðingar
einbeita sér að þeim verkefnum sem
krefjast krafta þeirra mest hveiju
sinni. Má ljóst vera að hjúkmn er
oft annað en bein aðhlynning.
Hjúkmn felur einnig í sén
* að veita heilbrigðisfræðslu
* að vinna að heilsugæslu
* að skipuleggja og stjóma hjúkr-
unarþjónustu
* að stunda hjúkmnarrannsóknir
Það er höfuðmarkmið hjúkmnar-
fræðinga að uppfylla hjúkmnar-
þarfir skjólstæðinga sinna og veita
þeim ábyrga hjúkmnarþjónustu. Til
þess að svo megi verða er nauðsyn-
legt að nægilega margir hjúkmnar-
fræðingar fáist til starfa. Undanfar-
in ár hafa færri nemendur stundað
hjúkmnamám en gert var ráð fyr-
ir. Ástæður þess geta verið margar
en alkunna er að æ fleiri náms-
greinar keppa nú um hylli ungs
fólks og bera þær greinar jafnan
hærra hlut sem best bjóða launin.
Það er kappsmál hjúkmnarfræð-
inga að laða fólk í hjúkmnamám
og um þessar mundir er unnið að
kynningarátaki varðandi nám og
störf hjúkmnarfræðinga, sem er
unpið með stuðningi m.a. heilbrigð-
isráðherra og menntamálaráðherra.
Það er von okkar að aðsókn aukist
í hjúkranamám og fleiri fái tæki-
færi til að stunda nám og starf sem
er í senn fjölbreytt, krefjandi og
ánægjulegt.
Stjóm Félags háskóla-
menntaðra lijúkrunarfræð-
inga og Stjóra Hjúkrunarfé-
lag íslands.
Vinnuhóp-
ur á vegnm
Tónabæjar
VINNUHÓPUR verður starf-
ræktur í sumar á vegum félags-
miðstöðvarinnar Tónabæjar og
er það í tengslum við starfsemi
íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur. Hópurinn saman-
stendur af 10 til 15 unglingum á
aldrinum 15 til 17 ára ásamt 2
verkstjórum, og verður skipt í
einingar eftir verkefnum.
Þjónusta þessi stendur borgar-
búum, fyrirtækjum og fleimm til
boða, og er vinnuhópurinn tilbúinn
til þess að leysa af hendi margví-
sleg verkefni, til dæmis garðhreins-
un, gluggaþvott, hreingemingar,
timburvinnu, tiltekt á lóðum og
fleira. Föst verðtilboð verða gerð í
verkefnin.
Þetta er fimmta sumarið sem
vinnuhópur af þessu tagi er starf-
ræktur, og em allar upplýsingar
varðandi hann veittar í Tónabæ.
SC
ima
Teygjur og þrek
Viltu vera í góöu formi fyrir sumarið? Komdu
til okkar, við setjum þig á góðan megruna-
rkúr og um leið styrkjandi æfingar fyrir maga,
rass og læri. Við erum Ifka með púltíma fyrir
þá sem eru í góðu formi. skemmtilegir og
hressir tíma.
Jazz og ballett
Jamale Graves frá New York verður hjá okkur
í 4 daga áður en hann fertil Japans. Misstu
ekki af þessum frábæra kennara. Kennt verð-
ur þriðjudaga - miövikudaga - fimmtudaga
og föstudaga. Láttu skrá þig sem fyrst.
Jazz - modem - ballett
Shirlene Blake frá N.Y. kemur og heldur
meiri háttar 2ja vikna námskeið. Námskeiðið
er bæði fyrir byrjendur og framhald. Kennt
verður á kvöldin fjóra daga vikunnar.
IM V T T - IMÝTT
Sumarnámskeið Sóleyjar
Viku eða hálfsmánaðar leikjanámskeið fyrir
börn á aldrinum 6—8 ára og 9—1 1 ára. Við
bjóðum upp á stórkostlega aðstöðu á
Engjateigi 1 ásamt skemmtilegu starfsfólki.
VIÐ MUNUM BJÖÐA UPP A:
• Danstíma fyrir þá sem vilja
• Veggjatennis.
• Inni-og útileiki.
• Sundferðir.
• Rútuferöir.
• Grillpartý og margt fleira.
Veri 1 vlka kr. 2.900,- 2 vikur kr. 6.000,- .
Innritun isimum
687701 og 687801.