Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið.
Landgrunnslög -
verndun fiskimiða
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra:
Samstaða um aðger
forsenda stjóraarsan
Framsóknarflokkurinn með óraunhæfar tillögur
Um þessar mundir eru fjöru-
tíu ár liðin frá setningu
laga nr. 44/1948 um vísinda-
lega vemdun fískimiða land-
grunnsins. Það var ríkisstjóm
Stefáns Jóhanns Stefánssonar
(1947-1949), samstjóm Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks, sem stóð að
þeirri lagasetningu. Óvíst er
hvort nokkur önnur lagasmíð
hefur markað önnur eins tíma-
mót í samfelldri baráttu þjóðar-
innar fyrir efnahagslegu sjálf-
stæði.
Með setningu landgmnns-
laganna 1948 var lagður hom-
steinn að framtíðarstefnu ís-
lendinga í fískvemd og hagnýt-
ingu fískimiðanna. Allar út-
færslur fískveiðilandhelginnar;
í fjórar mílur 1952, í 12 mílur
1958, í 50 mflur 1972 og loks
í 200 mílur 1975 vóm byggðar
á landgmnnslögunum. Sama
má segja um flestar aðrar
stjómunaraðgerðir, sem fram-
kvæmdar hafa verið í því skyni
að vemda fískistofna og físki-
mið. Sýnir þetta bezt hve lögin
vóm sett af mikilli framsýni.
Lokasigurinn vannst með út-
færslu fískveiðilandhelginnar í
200 mflur 1975. Það var Matt-
hías Bjamason, sjávarútvegs-
ráðherra í ríkisstjóm Geirs
Hallgrímssonar, samstjóm
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks, sem undirritaði reglu-
gerð um útfærsluna. Með henni
var landhelgin færð út í 200
mflur frá og með 15. október
1975.
Með útfærslu í 200 mflur
hurfu erlendir fískveiðiflotar að
mestu af íslandsmiðum. Þegar
þess er gætt að árið 1959 —
eftir útfærslu í 12 mílur —
veiddu íslendingar aðeins 52%
af heildarbotnfískafla við
landið, og 1974, eftir útfærslu
í 50 mílur aðeins 63%, má ljóst
vera, hveija þýðingu síðasta
útfærslan hafði fyrir íslenzkan
þjóðarbúskap og íslenzk lífskjör.
Engum blöðum er um það að
fletta að auðlindir sjávar em
meginundirstaða efnahagslegs
sjálfstæðis þjóðarinnar og
lífskjara í landinu. Þessar auð-
lindir hafa hinsvegar nýtingar-
mörk sem ekki má fara yfir.
Veiðisókn umfram veiðiþol rýrir
viðkomandi nytjastofn og getur
leitt til hmns tegundarinnar
þegar verst gegnir. Hmn Norð-
urlandssfldarinnar, sem var ein
gjöfulasta tekjulind þjóðarinnar
á fyrri helmingi aldarinnar, þarf
uð vera okkur víti til vamaðar.
Æskilegt er að helztu nytja-
stofiiar nái þeirri stærð, sem
aðstæður í lífríki sjávar frekast
leyfa, — og gefí hámarksaf-
rakstur í þjóðarbúið. Brottvísun
erlendra veiðiflota af ísland-
smiðum og innlend veiðistýring
hafa ekki nægt enn sem komið
er til að ná þessu marki. Þorsk-
stofninn — og stofnar ýsu og
karfa — hafa minnkað, að dómi
fískifræðinga, þrátt fyrir margs
konar veiðitakmarkanir á liðn-
um ámm. Ólafur Karvel Pálma-
son, fískifræðingur, sagði í við-
tali við Morgunblaðið fyrir fáum
dögum, að mikil umskipti hafí
orðið í nýliðun þorsks og að
árgangamir 1986 og 1987 virð-
ist mjög slakir. „Við gefum okk-
ur að afli minnki," sagði físki-
fræðingurinn, „en ekki hversu
mikið því það em fleiri árgang-
ar sem spila inn í en þessir
tveir".
Þrátt fyrir ítrekaðar viðvar-
anir fískifræðinga virðist veiði-
sókn hafa verið umfram veiði-
þol. Rétt er að vísu að taka
verður tillit til fleiri hliða sjávar-
útvegsdæmisins en þeirrar físki-
fræðilegu. Atvinnusjónarmið,
byggðasjónarmið og önnur þjóð-
hagssjónarmið koma sterklega
inn í myndina og fram hjá þeim
verður ekki horft. En dæmið
gengur hinsvegar ekki að fullu
upp — í leikmannsaugum — ef
fískvinnsla er víðast rekin með
tapi, ef offramboð á ferskfíski
leiðir til verðfalls erlendis, á
sama tíma og gengið virðist á
höfuðstól þorskstofnsins.
Spuming er hvort ekki sé betra
að geyma fisk óveiddan, þar
sem hann vex að stærð og verð-
mæti, en stuðla að offramboði
og verðfalli. Það skiptir máli
hvem veg veiðiréttur útgerðar-
aðila er nýttur. Fagna ber á
hinn bóginn lokun veiðisvæða
þar sem smáfískur heldur sig
og aðgerðum til að koma í veg
fyrir veiðar á ókynþroska físki.
Tryggja verður sjávarútvegs-
greinum rekstrarskilyrði. Að
hluta til kunna þau skilyrði að
felast í endurskipulagningu. Að
hluta til í því að halda tílkostn-
aði þeirra [verðbólgu] innan
þeirra marka sem söiuverð
framleiðslunnar setur. Til lengri
tíma litið byggist rekstrar-
grundvöllur sjávarútvegsins og
þjóðarbúsins, sem og lífskjör í
landinu, fyrst og fremst á því,
að standa órofa vörð um undir-
stöðuna, fískimiðin, lífríki sjáv-
ar. Lögin um vísindalega vemd-
un fiskimiða landgmnnsins frá
í apríl 1948 mættu gjaman
verða okkur umhugsunarefni
nú þegar fjörutíu ár eru liðin
frá setningu þeirra.
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
ráðherra segist ekki hafa áhuga
á að sitja í forustu fyrir ríkis-
stjórn sem ekki nái saman um
nauðsynlegar aðgerðir og ef
grundvöllur eigi að vera fyrir
áframhaldandi stjórnarsam-
starfi verði á næstunni að nást
samstaða um brýnustu aðgerðir
og áframhaldandi aðhald í efna-
hagsmálum og uppbyggingu
atvinnulífsins. Hann segir að
óraunhæfar tillögur Framsókn-
arflokksins hafi orðið til þess
að ekki hafi um helgina náðst
samstaða í ríkisstjórninni um
brýnustu aðgerðir samhliða
gengisfellingunni sem ákveðin
var á sunnudagskvöld.
STEINGRÍMUR Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
segir að ríkisstjórnin hafi verið
„tekin í bólinu“ og alls ekki ver-
ið tiibúin til þess að ákveða hlið-
arráðstafanir með gengisfelling-
unni sem ákveðin var á sunnu-
dagskvöld. Hann segir að ríkis-
stjórnin hafi veikst vegna þessa
og ef hún nái ekki saman um
tillögur fyrir 1. júní, eins og
stefnt er að, sé komið i mikið
óefni. Steingrímur segir að þing-
flokkur Framsóknarflokksins
hafi þó ákveðið að samþykkja
tiUögu forsætisráðherra um að
fresta aðgerðum til 1. júní þar
sem í tiUögunni sé jafnframt
tekið af skarið með að höggva
skuli á víxlverkun verðlags,
gengis, launa og fjármagns-
kostnaðar. Steingrímur hefur
boðað miðstjómarfund í Fram-
sóknarflokknum f byrjun júní tU
að meta stöðu mála .
Steingrímur Hermannsson boð-
aði til blaðamannafundar í gær
vegna ummæla Þorsteins Pálssonar
forsætisráðherra í fíölmiðlum á
sunnudag um tillögur sem Fram-
sóknarflokkurinn lagði fram í ríkis-
stjóminni. Steingrímur sagðist ekki
geta setið undir þeim ummælum
að þessar tillögur væru óábyrgar
og hefðu staðið í vegi fyrir því að
samkomulag náðist um efnahagsr-
áðstafanir yfir helgina.
Tillögumar era í 22 liðum um
ráðstafanir í efnahagsmálum og
sagðist Steingrímur hafa lagt þær
fram á fundi í ráðherranefnd á
föstudagskvöldið til að stuðla að
umræðugranvelli á fundinum. Al-
þýðuflokksmenn hefðu einnig lagt
fram ýtarlegar tillögur en Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði lagt fram
almennar ábendingar í 6 liðum.
Steingrímur sagði að um þessar
- tillögur hefðu orðið málefnalegar
umræðum og að sínu mati hefði
komið fram veralegur grandvöllur
til samkomulags.
Steingrímur fór yfír tillögur
framsóknarmanna og sagði þunga-
miðju þeirra vera að koma í veg
fyrir víxlhækkanir í kjölfar gengis-
fellingar, draga úr þenslu og koma
Þegar Morgunblaðið spurði Þor-
stein Pálsson hvort helgin hefði í
raun verið árangurslaus, sagði
hann svo ekki vera þar sem
ákvörðun hefði verið tekin um
gengisbreytinguna. „Ég var og er
hinsvegar þeirrar skoðunar að
henni hefðu þurft að fylgja brýn-
ustu stuðningsaðgerðir um leið.
Ég lagði til á föstudagskvöld að
teknar yrðu ákvarðanir um þessar
aðgerðir og mínar tillögur voru
þær að rauð strik yrðu afnumin,
kaupmáttur lægstu launa yrði
tryggður með sérstökum aðgerð-
um og lífeyrisþegum yrði bætt
kaupmáttarskerðingin. Jafnframt
var það okkar tillaga að samning-
ar láglaunafélaganna yrðu varðir
atvinnuvegunum til aðstoðar með
öðram hætti en gengisfellingu en
í tillögunum er talað um t.d. 15%
gengisfellingu. Þar er meðal annars
lagt til að rauð strik verði afnumin
en um leið verði vísitölubinding
lána og verðlags afnumin.
Steingrímur sagði að ekki væri
unnt að þvinga launþega til að
hverfa frá rauðum strikum nema
afnema vísitölubindingu á langtum
breiðari grandvelli og ekki síst á
fjármagninu til að koma í veg fyr-
ir m.a. það misgengi sem varð
1983 á launum og fjármagnskostn-
aði.
Sú tillaga sem forsætisráðherra
deildi aðallega á er að lánskjaravísi-
tala af eldri húsnæðislánum verði
afnumin en vextir hækki í 5% á
almennum lánum og 3% á félags-
þannig að þau félög sem hafa
hærri laun og eiga eftir að semja,
taki ekki meiri hækkanir en lág-
launafélögin.
Loks lagði ég til að tillaga
Seðlabanka um hækkun bindi-
skyldu bankanna úr 13% í 15%
yrði samþykkt og við voram til-
búnir til að semja við ávöxtunar-
sjóðina um að þeir tækju þátt í
þeim aðgerðum með kaupum á
ríkisskuldabréfum. Við töldum
þannig nauðsynlegt að ákvarðanir
í peningamálum yrðu ákveðnar til
að vega á móti innspýtingaráhrifn-
um gengisbreytingarinnar og
koma í veg fyrir þenslu. Samhliða
þessu lögðum við til aðhaldsað-
gerðir í ríkisfjármálum.
legum lánum. Steingrímur sagði,
að samkvæmt útreikningum um
verðbólguþróun í kjölfar efna-
hagsráðstafananna í heild, myndi
þetta kosta 7 miiljarða ef breyting-
in kæmi til framkvæmda miðað við
núverandi verðbólgu. Ef breytingin
kæmi til framkvæmda 1. september
myndi hún kosta 3 milljarða en 1.
desember væri kostnaðurinn 2
milljarðar ef miðað væri við að
verðbólgan yrði 5% á næsta ári.
Steingrímur sagðist leyfa sér að
vera svo bjartsýnn að segja að ef
tekið yrði einu sinni á efnahagsmál-
unum af kjarki þá væri hægt að
ná verðbólgu niður í það sem væri
í nágrannalöndunum. Ef það tækist
ekki væri vonlaust að reyna að
taka þátt í því Evrópusamstarfí
sem stefnt væri að.
Ríkisstjórnin hefur veikst
vegna atburða helgarinnar
-segir Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins
Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, á blaða-
mannafundinum sem hann boðaði til í gær.